Tíminn - 13.12.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1995, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 13. desember 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Snorri Styrkársson galvaskurab kynna nýja vöffludeigib í Melabúbinni á laugardaginn. Austurland NESKAUPSTAÐ Einsdæmi á Fróni Mjólkursamlag Noröfirbinga hf. kynnti á laugardaginn nýja framleiöslu sína, sem er einstök á íslandi og þótt víðar væri leitaö. Um er aö ræöa tilbúið vöffludeig, sem selt verður í eins lítra um- búðum. Aö sögn Snorra Styrkárssonar, talsmanns Mjólkursamlagsins, hefur vöruþróun nú staðiö yfir í eitt ár og er reyndar á tilrauna- stigi ennþá. Margir tæknilegir erf- iðleikar hafa komið upp, s.s. hvað varðar geymsluþol vörunnar. Snorri sagbist þó telja, af viðtök- um að dæma, að þeim hefði tek- ist að framleiba vöffludeig sem félli að smekk flestra, en þeir væru enn ekki tilbúnir að mark- aðssetja deigið á landsvísu. Fyrst um sinn verður deigið því aðeins framleitt fyrir heimamark- að og verður það selt á kynning- arverði. Nú er geymsluþol deigs- ins áætlað 2-3 vikur, en eins og fyrr segir stendur vöruþróun enn yfir. Þab er danskt fyrirtæki sem hefur leibbeint samlagsmönnum um þróun. Barraeldib í Máka gengur vel: Fyrsta framleibsl- an á markab í júní „Eftir áföllin í mars sl. höfum við náb okkur vel á strik. Við fluttum inn hrogn í júní og erum núna meb 8000 fiska, sem koma á markað í júní á næsta ári. Þá er- um við með stóran hrognahóp á fóbrum. Þau eru í dag komin í gegnum erfiðasta stigið og það lít- ur út fyrir að við fáum tugi þús- unda fiska út úr þessum hópi. Munu þeir verða settir á markað í lok næsta árs og ætti þá að verða tilvalinn áramótaveislumatur. Við munum svo flytja inn hrogn áfram strax eftir áramótin og síð- an aftur í maí," sagði Guðmund- ur Örn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Máka. Guömundur segir að Eureka- verkefnið sé oröinn veruleiki og búib að ganga frá samningum, en ESB samþykkti 25 milljón króna fjárstuöning til Máka vegna þessa verkefnis á liðnu sumri. Máki er eina íslenska fyrirtækið sem hefur náb þeim árangri ab eiga frum- kvæöi að því að leiða slíkt verk- efni. „Mér finnst þab mjög ánægju- legt að þetta hafi gerst á grund- velli skagfirsks framtaks. Mönn- um hefur orðib tíðrætt um styrk- ina sem við höfum fengið, en þess misskilnings gætt að menn virðast halda að við höfum fengið þá greidda. Forsenda þess að við getum nýtt okkur ESB- fjármagn- ib er að okkur takist að útvega 15 milljón króna mótframlag. Vib fórum út í 17 milljón króna hlutafjáraukningu á árinu, þann- ig að nú er heildarhlutafé í fyrir- tækinu oröib um 31 milljón. Enn eru 7 milljónir útistandandi í hlutafjáraukningu, en ég tel að við höfum notað þessa fjármuni vel." Guðmundur segir að tækniyfir- færsluverkefnib fari af stað eftir áramótin, en það mun standa yfir í tvö ár. Hann segir ab menn ein- beiti sér að því að fjármagna verk- efnið og þar megi ekkert bera út af. „Ég reiði mig á ab fyrirtæki og almenningur í Skagafiröi tryggi framgang þess meb hlutafjár- kaupum." Eldiö hjá Máka er nú komið á það stig að frekari eldisbúnaöi verði komiö fyrir í stöbinni, og er vonast til að uppsetning hans gangi fljótt og vel fyrir sig. Ljóst er ab starfsemi Máka hefur vakið athygli og eftirvæntingu, ekki ab- eins innanlands, heldur einnig utan landsteina. Þannig hefur komið til tals sala á þekkingu, sem unnist hefur vib eldi hlýsjáv- arfiska hjá Máka. Fyrirspurn hefur m.a. borist erlendis frá í þá veru nýlega. Þessi mál skýrast væntan- lega á næstu mánuðum. Hnrttm fritla o$ aaglrtimfHaélð * Smitirmtijum 1jSKUR KrMIniBt «i KEFLAVÍK Lagbur í gólfíb þegar hann bab um launin Átján ára piltur lenti í stymp- ingum við forráðamenn íslenskra ígulkera í Njarðvík, þegar hann kom til að vitja launa sinna eftir að hafa hætt störfum hjá fyrir- tækinu. Forsaga málsins er sú að piltur- inn hóf störf í fyrirtækinu 30. október sl. og hætti 10. nóvember án þess að láta forráðamenn fyrir- tækisins vita. Hann hóf störf hjá Byko-Ramma hf. 13. nóv. Þegar pilturinn fór að sækja laun þau, sem hann átti inni eftir tveggja vikna vinnu í ígulkeravinnslunni, fimmtudaginn 23. nóv., á skrif- stofu fyrirtækisins, lenti hann í ótrúlegum hremmingum. Tveir forráðamenn ígulkera áttu samtal við drenginn, sem snerist m.a. um þab hvort það hafi verið rétt hjá honum ab hætta án þess að tilkynna það og viðurkenndi pilt- urinn aö það hefði verið rangt. Að sögn piltsins lásu þeir yfir honum og hótuðu að hringja á nýja vinnustað hans og tilkynna hvers konar „pappír" hann væri. Þeir héldu yfirlestrinum áfram og segir pilturinn að þá hafi farið að þykkna í sér, þar sem hann hafi einungis ætlaö aö ná í launin sín. Brást annar forrábamanna fyrir- tækisins þannig vib að hann rak piltinn út af skrifstofunni þar sem samtalið átti sér stab. Pilturinn neitaði að fara án launanna. Þá þreif annar mannanna með báö- um höndum í brjóstið á piltin- um. Þegar hann reyndi ab verjast, veitti maðurinn honum högg í kviðinn og bakib. Af urðu stymp- ingar í smástund, að sögn pilts- ins. Nábi maðurinn taki á hand- legg piltsins og sneri honum óþyrmilega aftur fyrir bak og lagbi hann síðan á gólfið, lá þar ofan á honum og barði hann. „Ég spurði hann þá hvort hann væri klikkaður. Hann svaraði á móti með því að hóta því að slíta af mér höfuðið," sagði pilturinn. Eftir þetta stóðu þeir á fætur. Pilturinn hótaði manninum bar- smíðum og kæru. Kom þá fljót- lega hinn forráðamabur fyrirtæk- isins og fór að ræða við piltinn. Hinn hvarf inn á skrifstofu sína. Fljótlega kom lögreglan á staðinn og fór pilturinn með henni út og heim. Eftir að hafa sagt föður sínum atburðarásina fór hann með hon- um á skrifstofu ígulkera. Urðu snarpar orðahnippingar milli föð- urins og annars forrábamanna fyrirtækisins, sem neitaði ab af- henda piltinum kaupið. Kallaði hann á lögregluna öðru sinni og urbu feðgarnir að yfirgefa stab- inn. Faðirinn, Sigurjón Hreiðarsson, sagöi í samtali vib blabið að hann hafi tilkynnt verkalýðsfélaginu um atburöinn, sem jafnframt var beðiö að taka að sér innheimtu launanna. Eftir átökin var piltur- inn með eymsli í öxl og kvib, en sjáanlegir áverkar voru engir. Fað- ir hans segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þeir kæri fyrirtækið. Það greiddi laun piltsins daginn eftir atvikib. „Við fórum á stabinn og rædd- um við forráðamenn fyrirtækis- ins. Svona samskipti eiga ekki að geta átt sér stað í dag. Þeir leysa ekki málin með handalögmál- um," sagði Guðmundur Finns- son, skrifstofustjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Gubmundur sagði ab frá því fyrirtækið hóf rekstur hafi veriö mikib um samskiptavanda- mál milli forráðamanna íslenskra ígulkera og margra starfsmanna sem hafa komiö til vinnu þar. Fyrrnefnt atvik væri ekki það fyrsta, sem hafi komið inn á borð verkalýðsfélagsins. Hefur fyrirtækinu, sem stofn- að var fyrir tveimur árum; hald- ist illa á starfsfólki á meöan fiskvinnsluhús við hlið þess, sem greiðir sambærileg laun, hefur haldið sama fólki í mörg ár. Cubný Cubmundsdóttir og Marja Entrich. Myndin er tekin í tilefni nírœb- isafmcelis Marju Entrich fyrr á þessu ári. Húb og heilsa Fimmtudaginn 7. des. s.l. varð verslunin Græna línan, Laugavegi 46, 10 ára. Verslunin Græna línan var opnuð að Týsgötu 3 þennan dag fyrir 10 árum. Flutti sig að Bergstaðastræti 1 um tíma, en hefur verið staðsett að Lauga- vegi 46 síðan 1990. Aðalstarfsemi fyrirtækisins felst í húöráðgjöf, heilsu- og bætiefnaráðgjöf, þar sem kenn- ingar Marju Entrich, Birgis Led- ins o.fl. eru hafðar að leiðar- ljósi. Marja Entrich setti fram kenningar sínar um húð og heilsu 1930, á svipuðum tíma og Birgir Ledin setti upp heilsu- stofnun samkvæmt sínum kenningum. Grunnhugmyndir Grænu lín- unnar eru þekking, fræðsla og traust. Árangur starfseminnar hefur aðallega verið fólginn í sléttari og jafnari húð, að eyða bjúg í andliti og að gera andlit- ið stinnara, auk almennrar meðvitundar um eigin líðan. „Gamla daman" Guðný Guð- mundsdóttir er alltaf við sjálf frá kl. 14.00 til kl. 18.00 virka daga — með „Skin skanner- inn", sem er til mikillar hjálpar við húðgreiningu. Fólk í fyrirrúmi í Listagili Fólk er í fyrirrúmi á sýningum sem nú standa yfir í Listagilinu á Akureyri. Ber þar ab nefna myndlistarsýningu Gubmund- ar Ármanns Sigurjónssonar, myndlistarmanns og kennara á Akureyri, en hann sýnir mynd- verk sem unnin voru á meðan hann naut starfslauna Akureyr- arbæjar á síbasta ári. Guö- mundur hefur víða komib vib í myndlist, unnib mikib í grafík og vibfangsefni hefur hann sótt jöfnum höndum í mannlíf og umhverfi. Á sýningunni í Listasafni Akur- eyrar sýnir Guðmundur nú eink- um myndir af fólki og stillir sum- um þeirra upp í líkamsstærb. Hann notar ekki fyrirmyndir eða fyrirsætur, en engu að síður svip- ar mörgum persóna hans til hins almenna vegfaranda sem hvar- vetna má augum líta. Engu er lík- ara en listamaðurinn dragi sam- an minni um ýmsa menn, sem hann hefur mætt á lífsleiðinni, og móti persónur úr einkennum þeirra líkt og rithöfundar byggir persónusköpun gjarnan úr eigin- leikum hinna ýmsu manna sem þeir hafa kynnst eða átt önnur samskipti við. Aö þessu leyti tekst Gubmundi vel til og per- sónur hans verða lifandi, hvort sem þær birtast sem portrett eða mæta fullvaxnar „á förnum vegi" á veggjum listasafnsins. í mynd- unum reynir listamaðurinn einn- ig aö skapa stemmningu augna- bliksins — að túlka hugrenningar þessa fólks sem hann skapar í myndfletinum og gefa áhorfand- anum dálitla innsýn í sálarástand þess og hugarheim. Vera má að þar notist hann einnig við kynni af ýmsum vegfarendum, líkt og þegar hann velur persónum sín- um andlitsfall og limaburð og tekst ekkert síður til að því leyti. Fólk Guömundar Ármanns Sigur- jónssonar kemur skemmtilega á óvart og sýnir ákveðinn áfanga listamannsins á leið sinni um heima myndlistarinnar. Gaman verður að fylgjast meö hvort hann á eftir að þróa þessa sköp- un frekar eða hvort hann velur sér nýjar leiðir og viöfangsefni á ókomnum tímum. í Deiglunni handan Listagilsins sýnir Lárus Hinriksson, starfs- maður Listasafnsins á Akureyri, myndir sem fjalla um manneskj- una frá vöggu til grafar. Þetta er fyrsta sýning Lárusar, en hann hefur áður fengist við ritstörf. í myndsköpun sinni beitir hann meðal annars tækni ljósmynda- vélar og klippu og fellir saman í myndræna heild. Tilfinningar eru allsráðandi í myndefninu þar sem listamaðurinn túlkar ferli hinna mannlegu tilfinninga frá vöggu til grafar. Lárus er óhrædd- ur við að þreifa fyrir sér og fer ekki að öllu leyti troðnar slóðir á þessari fyrstu sýningu sinni. Því verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu, eins og ætíð þegar menn fara af stað í sterku litrófi. Þl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.