Tíminn - 13.12.1995, Page 11

Tíminn - 13.12.1995, Page 11
Mi&vikudagur 13. desember 1995 I—-----1.---- 11 Oryggisspilamennska Öryggisspilamennska er lykill- inn aö góöum árangri í bridge, í sveitakeppni þó sérstaklega. Þar sem nú styttist í helstu stórmót- in í sveitakeppni, er ekki úr vegi aö fríska uppá öryggissellurnar. BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON Allt spilið: 2. AÓalsteinn Jörgensen- Ásmundur Pálsson 66 3. Karl Sigurhjartarson- Björn Eysteinsson 57 4. Ólafur Steinason- Guðjón Bragason 56 * 962 ¥ K653 ♦ - * ÁKDT53 N S A ÁK4 ¥ ÁGT9 ♦ G632 + G4 Suöur spilar sex hjörtu án þess að andstæöingarnir skipti sér af sögnum og vestur spilar út tígulkóng: Hver er spilaáætlunin? Þaö eru átta slagir í svörtu lit- unum og þetta virðist bara spurning um aö hreinsa upp trompið. Þú trompar útspilið í blindum og svínar hjarta. Gos- inn á slaginn. Er þá ekki rétt að spila hjarta á kónginn, svína aftur af austri, ef nauðsyn ber til, og skila 13 slögum í hús? Berðu meiri virðingu fyrir andstæðingunum en svo. Auövitaö dúkkar vestur, þótt hann eigi hjartadrottninguna. Ef þú spilaöir aftur hjarta á kónginn, ertu búinn að spila pottþéttu spili í sjóinn, sem kann að verða erfitt að útskýra fyrir sveitarfélögunum. A D83 y D872 4 KDT7 * 72 A 962 ¥ K653 ♦ - * ÁKDT53 N V A S A GT75 ¥ 4 ♦ Á9854 + 986 * ÁK4 ¥ ÁGT9 ♦ G632 + G4 Vestur hefur stjórn á tromp- litnum og sagnhafi getur ekki nýtt sér lauflitinn í blindum. Vestur trompar 3. laufið og spil- ar síðasta hjartanu. Öryggisspilamennskan er að spila hjarta að heiman og láta renna yfir til austurs í þriðja slag. Það kostar jú yfirslaginn ef austur drepur, en það er lítil áhætta miðað við 14 impa sveiflu. Gu&mundur Páll og Þorlákur langefstir í BR Miövikudaginn 6. desember var spilað 4. kvöldið í 6 kvölda Butler keppni Bridgefélags Reykjavíkur. Hæsta skori kvöldsins náðu: 1. Guðmundur P,- Þorlákur Jónsson 82 Staöan eftir 39 umferðir af 59 er þannig: 1. Guðmundur Páll Arnarson- Þorlákur Jónsson 282 2. Eiríkur Hjaltason- Hjalti Elíasson 209 3. Hrólfur Hjaltason- Oddur Hjaltason 159 4. Karl Sigurhjartarson- Björn Eysteinsson 132 5. Jón Þór Daníelsson- Ásmundur Örnólfsson 118 Frá Bridgefélagi SÁÁ Þriðjudaginn 5. desember var spilaður mitchell tvímenning- ur. Staða efstu para: NS 1. Jónas Þorláksson- Vignir Hauksson 208 2. Jón Baldvinsson-Baldvin Jónsson 187 3. JensJensson- Þorsteinn Berg 182 AV 1. Ómar Óskarsson- Skúli Sigurðsson 194 2. Sigurður Þorgeirsson- Ingvar Ingvarsson 1873. Guðmundur Þórðarson- Þórir Guðjónsson 175 Spilað er öll þriöjudagskvöld kl. 19.30, eins kvölds tvímenn- ingar. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Sannkölluð stórveisla Veislan í barnavagninum Barnabók eftir Herdísi Egilsdóttur og Erlu Sigurbardóttur Vaka-Helgafell 1995 Veislan í barnavagninum er unnin af mæögum, Herdís Egilsdóttir skrifabi, en Erla Sigurðardóttir myndskreytti. Bókin var valin besta myndskreytta sagan í samkeppni sem haldin var í tilefni af tíu ára af- mæli Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 1995. Engum blandast hugur, sem les þessa skemmtilegu bók, að hún á fyllilega verðlaun skilið. Ella litla, 5 ára, er send út í bakarí og ætlar að kaupa kökur. Hún týnir peningunum og spinnst úr því mik- ið ævintýri og hremmingar, sem enda þó vel eins og vera ber. Herdís Egilsdóttir og ErU Sigurftardóttir .VEISLAN I BARNAVAGNINUM BÆKUR BjÖRN ÞORLÁKSSON Það er sama hvort horft er til mynd- eða ritmálsins. Hvort tveggja er nánast fullkomið. Stíll- inn er knappur og skýr, en undir einfaldleika hans leynast margvís- legir túlkunarmöguleikar. Teikning- arnar eru með því allra besta sem sést hefur í barnabókum. Höfund- unum tekst að mibla skemmtilegri stemmningu og mannbætandi. Bókin er ekki öll þar sem hún er séð og er lesendum hennar, börnum á öllum aldri, hér boðið til sannkall- abrar stórveislu og ætti enginn að fara svangur heim. ■ NYJAR BÆKUR Guðrún fer á kostum Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja bók eftir Guðrúnu Helga- dóttur og nefnist hún Ekkert að þakka! Sagan segir frá Evu og Ara Sveini, sem komast óvænt yfir tösku sem skuggalegir ná- ungar á flótta undan lögreglu henda út um bílglugga. Ohætt er að segja að innihaldið komi þeim á óvart. Hvað gera hug- myndaríkir krakkar viö svona tösku? Eva og Ari Sveinn taka til sinna ráða og koma af stað Gubrún Helgadóttir. „óborganlegri" atburðarás. í kynningu frá útgefanda seg- ir: „Guðrún Helgadóttir fer á kostum í þessari fyndnu og spennandi sögu fyrir börn og unglinga. Ekkert að þakka! er tvímælalaust ein allra besta bók hennar." Guðrún Helgadóttir hefur sent frá sér sextán bækur og hlotið mikið lof fyrir þær heima og erlendis. Erlendir gagnrýn- endur hafa skipaö henni á bekk með barnabókahöfundum á borð við Astrid Lindgren, Thor- björn Egner og Anne Cath. Vestly. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin áriö 1992. Ekkert að þakka! er 125 blaö- síður aö lengd. Vaka-Helgafell annaðist hönnun og umbrot bókarinnar. Kristín Ragna Gunnarsdóttir gerði kápumynd og myndskreytti bókina. Prent- myndastofan annaðist filmu- vinnslu, en bókin er prentuö í Prentbæ. Ekkert að þakka! kost- ar 1.490 krónur. Ný bók um álfa og tröll Bókin íslenskar þjóðsögur — Álfar og tröll eftir Ólínu Þor- íslendingar ogjesúbarnið Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jólasögur úr samtímanum eftir Guðberg Bergsson. Bókin hefur að geyma sex frásagnir af samskiptum Nú- tíma-íslendinga og Jesúbams- ins. Þetta eru sannarlega óvenjulegar jólasögur, ritaðar af alkunnri gamansemi og list- fengi höfundar. Guðberg Bergsson er óþarft aö kynna fyrir íslenskum bóka- Guöbergur Bergsson. unnendum, en þessi nýja bók hans á óefað eftir að koma mörgum lesendum á óvart; yrk- isefnið má kallast óvenjulegt, þótt vissulega sé það enn sem oftar íslenskur samtími sem sögurnar spretta upp úr. Guð- bergur hlífir Nútíma-Íslending- um í engu, þegar hann lýsir sið- um og venjum okkar í sínu sér- stæða og skoplega ljósi. Jólasögur úr samtímanum er 103 bls., prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Margrét E. Lax- ness hannaði kápu. Bókin kost- ar 1.980 krónur. Einar Már Gubmundsson. Óreiðuljóð Mál og menning hefur sent frá sér ljóðabókina I auga óreið- unnar eftir Einar Má Guð- mundsson, en þetta er fyrsta bók Einars sem kemur út hjá Máli og menningu. í þessari nýju ljóðabók tekur Einar upp þráðinn frá hinum ógleymanlegu fyrstu ljóðabók- um sínum, Er nokkur í kóróna- fötum hér inni og Sendisveinn- inn er einmana, sem komu út áriö 1980. Fyrir honum rúmar ljóðformið allt milli himins og jarðar, hann yrkir um brenn- andi mál í samtíðinni, um land- ið og þjóðernið, verkföll og refa- rækt, vindinn og tímann, skáld- skapinn og ástina. Fyrr á þessu ári hlaut Einar Már Guðmundsson Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir síðustu bók sína, skáldsöguna Englar alheimsins, en sagan sú fer víða um þessar mundir, því búið er að semja um útgáfu á henni í níu lönd- um og fleiri samningar em á döfinni. í auga óreiðunnar er 95 bls., unnin í G.Ben.-Eddu prentstofu hf. Málverk á kápusíðu er eftir Tolla. Verð: 2.680 krónur. ■ Ólína Þorvarbardóttir. varðardóttur hefur að geyma fjölbreytt úrval þjóðsagna um náttúruvætti landsins, sem um aldir hafa verið þjóðinni svo hugleiknir. íslenskar þjóðsögur — Álfar og tröll er skrifuð til að kynna fyrir ungu fólki þá menningar- arfleifð sem þjóðsögurnar eru, og um leið að endurvekja kynni þeirra sem eldri eru af rökkur- sögum bernsku sinnar. Olína Þorvarðardóttir þjóð- fræðingur hefur valið í þetta rit sögur frá ým'sum tímum og úr ólíkum áttum. Efniö setur hún fram á lifandi og aðgengilegan hátt með fjölda oröskýringa og fróðlegum formála. Ólína hefur unnið að margvíslegum ritstörf- um um fræðileg efni, skáldskap, þjóðfélagsmál og fleira. Hún stundar nú doktorsnám í ís- lensku og þjóðfræðum við Há- skóla íslands þar sem hún hefur verið stundakennari í sömu fræðum um árabil. Má fullyrða að stórfróðlegur formáli hennar um álfana, tröll- in og þjóðtrúna opni nýja sýn inn í veröld íslenskra þjóð- sagna, enda skrifaður á Ijósu og skemmtilegu máli jafnt fyrir unga sem aldna. Myndir eftir Ólaf M. jóhannesson prýba bókina. Nokkrar sögur eru færðar til nútímalegra horfs, með var- fæmislegum lagfæringum á orðfæri og stíl, án þess þó að hnikað sé til innihaldi þeirra eöa staðháttum. En eins og menn vita tilheyra þjóðsögur engum einum höfundi, heldur eru þær ávöxtur margra alda munnmælaþróunar. Bókin er prýdd myndum eftir Ólaf M. Jóhannesson, en hann hefur áður myndskreytt bækur bæöi hér heima og erlendis. íslenskar þjóðsögur — Álfar og tröll er prentuð í prentsmiðj- unni Odda. Bóka- og blaðaút- gáfan sf. gefur bókina út.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.