Tíminn - 13.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.12.1995, Blaðsíða 8
8 Wmim» Mi&vikudagur 13. desember 1995 UTLÖND . . . UTLÖND . .=. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . ÞEIR BREYTTUISLANDSSÖGUNNI Þingkosningar veröa í Austurríki á sunnudaginn: Hægrisinnum spáb miklu fylgi Vínarborg — Reuter Jörg Haider, leiðtogi öfgasinnaðra hægrimanna í Austurríki, segist munu beita sér fyrir því að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi, vegna þess aö þeir beri ábyrgö á fjölgun glæpa og séu að grafa und- an þjóðfélaginu. Hins vegar tók hann fram að þeir útlendingar, sem dveljast í Austurríki á löglegan hátt, muni áfram njóta allra borgaralegra réttinda. „Þab er naubsynlegt að gera fólki ljóst að það er munur á ólíkum hópum útlendinga. Vib höfum lög- lega útlendinga í Austurríki og þeir ... hafa sömu réttindi og Austurrík- ismenn," sagði Haider. „En við höf- um sífellt fleiri ólöglega í Austur- ríki. Þetta fólk ber ábyrgð á glæpun- um ... og það er nauðsynlegt að minnka áhrif þeirra og fjarlægja þá úr landinu, vegna þess að þeir stofna samfélaginu í hættu." f skobanakönnunum hefur flokk- ur Haiders, Frelsisflokkurinn, feng- ið 25% atkvæða, en í síðustu kosn- ingum, sem fram fóru í október á síðasta ári, hlaut hann 22,5% at- kvæða og 42 sæti af 183 á austur- ríska þjóðþinginu, sem er meira en nokkur annar flokkur þjóðernis- sinna í Evrópu getur státað sig af. Haider tók við forystu flokksins árið 1986, en þá var flokkurinn meö um 9% fylgi. Haider hefur verið áberandi í f jöl- miðlum og lagt áherslu á andstöðu við útlendinga. Þannig hefur hon- um tekist að gera Frelsisflokkinn að Látnir lausir Belgrad — Reuter Frönsku herflugmennirnir tveir, sem verið hafa í haldi Bosníu-Serba frá því í ágúst, voru afhentir franska hernum í gær. Þota þeirra var skotin nibur í árás Nató á Bosníu-Serba þann 30. ágúst sl., en óvissa hefur ríkt um örlög þeirra þangað til frétt- ir bárust af því í fyrradag að Bosníu- Serbar myndu láta þá lausa. Að sögn sjónarvotta virtust menn- irnir nokkub ringlaðir í gær, og ann- ar þeirra haltrabi nokkuð, en bábir höfðu þeir meiðst á fótum eftir að flugvél þeirra var skotin niður. ■ þriðja stærsta flokki landsins, og ár- angurinn í kosningunum á síðasta ári varb töluvert áfall fyrir hefð- bundnu flokkana. Hvorki Jafnaðar- mannaflokki Vranitzkys, núverandi kanslara, né hinum íhaldssama Þjóbarflokki hefur tekist ab stöðva sigurgöngu Haiders. Austurrískir stjórnmálaskýrendur segja að þó nokkur hluti austurr- ískra kjósenda, sem annars eru þekktir fyrir að vera vanafastir í stjórnmálum, muni nota atkvæbi sitt til ab lýsa óánægju sinni með stóru flokkana tvo, en samsteypu- stjórn þeirra lagði upp laupana í október sl. vegna deilna um fjár- lagafrumvarpið. Sá, sem nýtur góðs af ósamlyndi þeirra og óánægju kjósenda, er ekki síst Jörg Haider og Frelsisflokkur hans. ■ Reiknaö meö aö Evrópuþingiö samþykki tolla- bandalag viö Tyrkland: Horft framhjá ástandinu Strasbourg — Reuter Eftir ab þingnefnd Evrópuþings- ins samþykkti sl. mánudag að kosið yrði á Evrópuþinginu í dag um samning ESB og Tyrklands um tollabandalag, er talið nokk- uð öruggt ab samningurinn verbi samþykktur á þinginu. Tolla- bandalagið á að ganga í gildi þann 1. janúar nk. og felur í sér nánari tengsl en ESB hefur hing- að til gengið í við nokkurt annað ríki utan sambandsins. Fjöldi þingmanna hefur mán- ubum saman hótað því að samn- ingnum verði frestað eða jafnvel að neita ab staðfesta hann vegna þess að ástand mannréttinda- mála í Tyrklandi er ekki meb þeim hætti sem þeir geta sætt sig vib. Síðustu daga hafa þeir mátt glíma við samvisku sína og virb- ast hafa komist ab þeirri niður- stöðu að áhættan af því að ein- angra Tyrkland sé það mikil, ab áhyggjur af mannréttindamálum verði að bíða um stund. „Við gerum okkur fulla grein fyrir landfræðilegu mikilvægi Tyrklands," sagði Pauline Green, leiðtogi sósíalista á Evrópuþing- inu. „Auðvitað erum við ekki ánægb með mannréttinda- ástandib og lýðræðið í Tyrklandi — og er þá raunar tekið vægt til orða. Vib höfum gífurlega miklar áhyggjur," bætti hún viö. Samningurinn felur það í sér að báðir aöilar afnema tolla af iðnvarningi hvors annars. Reikn- að er með að útflutningur tyrk- neskra vefnaðarvara tvöfaldist í kjölfarið, en hann nemur nú meira en 300 milljörðum ísl. króna og er helsta uppspretta gjaldeyristekna í Tyrklandi, ásamt ferbaþjónustu. Hins vegar gæti þurft ab fækka starfsfólki í sumum greinum, svo sem bif- reiðaframleiðslu, sem njóta sér- stakrar tollaverndar og ríkis- styrkja. ■ Eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra Metsöluhöfundinum Vilhjálmi Hjálmarssyni er einkar vel lagið að segja frá eins og al- kunna er. Hann hefur nú tekið saman tvo afar athyglisverða þætti um efni sem of lengi hafa bgið í þagnargildi: Orlagaatburði um miðja öldina. Þegar bjargarleysi vofði yfir og botnlaus ófæro lokaði leiðum gripu vaskir menn tjl nýira ráða... Árabátaútgerð vinaþjóðar okkar, Færeyinga, héðan. Færeysku sjómennirnir komu áratugum saman sunnan yfir sæinn og höfðu sumardvöl við einhvern fjörðinn eða víkina... Fróðleg og skemmtileg bók - eins og Vilhjálms er vandi. ÆSKAN Ábúöarfullir stuöningsmenn hlýöa á boöskap leiötoga rússneska Kommúnistaflokksins ígær. Reuter Kommúnistar sigurstrangleg- ir í Rússlandi Moskva — Reuter „Við höfum aukið fylgi okkar verulega, sérstaklega meðal ungs fólks," sagði Gennadí Sjúganov, leiðtogi rússneska Kommúnistaflokksins, við fréttamenn í gær og hélt því fram að á síðustu sex mánuðum heföu 700.000 nýir meðlimir gengið í flokkinn. í skoðana- könnunum hefur flokkurinn komið vel út, með allt að 20% fylgi, og hefur því meira fylgi en nokkur annar flokkur sem býð- ur fram í þingkosningunum sem haldnar verða á sunnudag- inn. Alls eru 43 flokkar í fram- boði. Sjúganov spáði því að fimm eða sex aðrir flokkar myndu ná yfir fimm prósenta múrinn sem er nauðsynlegt til þess að hljóta þingsæti í Dúmunni, neðri deild þjóðþingsins. „Enginn á eftir að vinna yfirburðasigur," sagði hann og sagðist gera sér vonir um að mynduð yrði sam- steypustjórn þar sem kommún- istar gegndu mikilvægu hlut- verki. „Þið hafið kannski tekið eftir því að enginn hefur sýnt neinum ókurteisi í kosningabar- áttunni." BRÖXOFIÆX: -Mestseldn 5 bi andl: Aratuga reynsla á Islandi " innandyra sem utan í “ skólum, H fyrirtækjum, m stofnunumog m heimilum. ■ Broxoflex burstamott- m urnareruþægilegarí ■ meðförum, hægt að rúlla þeim upp. ■ Broxoflex burstamotturnar eru ís- ■ lensk framleiðsla. Þær hreinsa vel ■ jafnt fínmunstraða sem grófmunstr- ■ aðaskósóla. ■ Broxoflex burtsamotturnar eru ■ framleiddar með svörtum, rauðum, “ bláum, gulum eða grænum burstum m ístærðumeftiróskumviðskiptavina. « T*KHI0M.PAft|t Smiðshöfða 9 Sími 587 5699 132 Reykjavík Fax 567 4699 « ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.