Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 10
10 1ffif. « fr 'fhTT vy'yyyy'y'yy'yy Þribjudagur 19. desember 1995 NÝJAR BÆKUR Kiljur fyrir jól íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur: Atburðir við vatn er skáldsaga sem færði höfundi sínum, Kerstin Ekman, Bókmennta- verblaun Norðurlandaráös á síðasta ári. Á Jónsmessunni árið 1974 kemur Annie Raft ásamt dóttur sinni til smábæjar í Norður-Svíþjóð og ætlar að setj- ast ab í sveitakommúnu þar sem elskhugi hennar, Dan, er fyrir. Henni til undrunar kemur Dan ekki til að taka á móti þeim. í annarlegri birtu Jónsmessunæt- urinnar ráfa þær mæðgur af stað í leit ab kommúnunni, en finna tjald á árbakka og í því tvö hroðalega leikin lík. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina, sem er 430 blaðsíður. Hún kostar 890 krónur. Þetta er allt að koma er skáld- saga eftir Hallgrím Helgason. Bókin fjallar um stormasaman feril dáðrar listakonu, Ragn- heiðar Birnu, allt frá getnaði til nýjustu sigra hennar í lífi og list. Höfundur segir frá erfiðri baráttu hennar og leit að hinum hreina tóni og lesendur kynnast mörgu af því góða fólki sem lagði henni lið í blíðu og stríðu. Bókin er 434 blaðsíður og kostar 899 krónur. Forboðna borgin er skáldsaga eftir William Bell. Alex Jackson er sautján ára skólastrákur, sem fer meö pabba sínum til Kína að taka fréttamyndir fyrir sjón- varpsstöö. Atburðir taka óvænta stefnu og allt í einu er Alex staddur á Torgi hins himneska friðar í Peking þar sem kínverski herinn ræðst á námsmenn, sem hafa gert uppreisn gegn kerfinu. Alex verður viöskila viö föður sinn og flýr með myndefnið frá atburðunum. Guðlaug Richter þýddi bókina, sem er 195 blað- síöur. Hún kostar 799 krónur. Bandarískir körfubolta- snillingar Útgáfufyrirtækið Fróöi hf. hefur gefið út bókina NBA'95 eftir þá Þórlind Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Er þetta þriðja bókin um NBA sem Fróöi gefur út, en áður hafa komib bækurnar: NBA — þeir bestu eftir Eggert Þór og NBA- stjömumar eftir Eggert og Þór- lind. í nýju bókinni fjalla höfund- arnir um þá leikmenn í banda- ríska NBA- körfuboltanum sem mest eru í sviðsljósinu um þess- ar mundir. NBA- deildin nýtur bæði vinsælda og viröingar íþróttaáhugafólks um allan heim, enda stundum sagt að leikmennirnir sem þar leika séu ekki aðeins íþróttamenn, held- ur einnig listamenn og þeir, sem fylgst hafa með þessum köppum t.d. á sjónvarpsskján- um, geta ekki annað en undrast hæfni þeirra. Höfundar bókarinnar, Þór- lindur Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson, eru báöir nemendur Menntaskólans í Reykjavík, Þeir hafa allt frá barnæsku verið miklir áhuga- menn um NBA-körfuknattleik- inn og búa yfir mikilli þekkingu um hann og einstaka leikmenn deildarinnar. NBA'95 er 120 blaðsíður í stóru broti og er bókin prýdd fjölmörgum myndum. Bókin er prentunnin í G.Ben.-Eddu prentstofu hf. Kápuhönnun annaðist Auglýsingastofan Arg- us-Örkin. Verð bókarinnar er kr. 2.190 m/vsk. Ljóöaást Mál og menning hefur sent frá sér ljóðabókina Ástin ljóð- listin og önnur ljóð eftir franska skáldið Paul Éluard, í þýðingu Sigurðar Pálssonar skálds. Paul Éluard (1895- 1952) var eitt af höfuðskáldum Frakka á þessari öld. Hann var í fararbroddi í hreyfingu súrrealistanna á þriðja og fjórða áratugnum, varð svo virkur kommúnisti og í seinna stríðinu urðu ljóð hans svo ástsæl meðal frönsku þjóð- arinnar að hann varð að þjóð- skáldi. Ljóðmál hans var liðugt og skýrt, lítið úm hátíðleg eða sjaldgæf orð, en ljóðmyndirnar hins vegar iðulega flóknar og óvæntar að hætti súrrealista. Það átti því vel við að margir frægustu myndlistarmenn ald- arinnar myndskreyttu bækur hans: Picasso, Chagall, Dalí og Max Ernst. Uppistaða bókarinnar kemur úr bók Éluards Ástin ljóölistin frá 1929 og að auki eru í henni ljóðaflokkar úr öðrum bókum hans frá ýmsum tímum. Þýðandinn, Sigurður Pálsson, fylgir bókinni úr hlaði með ítar- legum formála um skáldið og verk þess. Ástin ljóðlistin og önnur ljóð er 113 bls., unnin í G.Ben.-Eddu prentstofu hf. Ingibjörg Eyþórs- dóttir gerði kápuna. Verð: 1680 kr. Ungur ævi- söguritari Útgáfufyrirtækiö Fróöi hf. hefur sent frá sér bókina Sex augnablik eftir Þorgrím Þráins- son. Er þetta sjötta unglingabók höfundarins, sem einnig hefur sent frá sér þrjár barnabækur. Sex augnablik fjallar um reyk- víska unglinga, m.a. Eirík sem tekur sér það fyrir hendur að skrifa ævisögu sína, þótt ungur sé, og vonast til þess að fá hana gefna út. Honum þykir rétt að vera hreinskiptinn og draga ekkert undan. Kemur ýmislegt fram um samskipti hans við for- eldra sína, fjölskyldu og vini sem margir unglingar kannast sjálfsagt við að hafa upplifað. En ýmislegt verður til þess að glepja hinn unga ævisöguritara við ætlunarverk sitt. Ástin kem- ur til skjalanna og setur strik í öll framtíðaráformin. Og ævi- sagnaritarinn ungi blandast í ýmis bæöi skemmtileg og óvænt atvik með félögum sín- um og vinum. Allt frá því að fyrsta unglinga- bók Þorgríms Þráinssonar, „Með fiðring í tánum", kom út hafa bækur hans orðið metsölubæk- ur óg mun vera óhætt aö slá því föstu að á síðari árum hefur enginn íslenskur rithöfundur hlotið jafn mikla hylli yngri kynslóöarinnar eða verið jafn mikið lesinn. Hefur Þorgrímur hlotið Barna- og unglingabóka- verðlaun Skólamálaráðs Reykja- víkurborgar og menningarverð- Þungur roöur Svarta nöglin. — Cunnhildur Hrólfsdóttir. Mál og menning. 151 bls. 1995. Þessi barna- og unglingabók fjallar um tvíburana Sigurhans og Margr- éti, sem kallast í daglegu tali Hans og Gréta. Þau eru 11 ára gömul skilnaðarbörn, sem alast upp hjá flugfreyjunni móöur þeirra í Reykjavík. Hans og Gréta eru duglegir krakk- ar og spjara sig vel ásamt félögum sínum í leynifélaginu Svörtu nögl- inni. Meginhluti bókarinnar fjallar um baráttu þeirra við að sýna móð- ur sinni fram á að nýr sambýlis- maður hennar sé lævís og undirför- ull tækifærissinni. Þessi bók er undarlegur kokkteill. Hún er skrifuð fyrir börn og ung- linga, en sver sig á köflum í ætt við sápulöður reyfarabókmennta. Velt er upp steinum hér og þar, en frá- gangurinn er hrár og stundum hættulega hroðvirknislegur. Persónusköpun er misheppnuö. Höfundur sér inn í huga tvíburanna beggja og þeir eru skástu persónur BÆKUR BJÖRN ÞORLÁKSSON bókarinnar, en allt nostur vantar í kringum aukapersónur: mömm- una, Frissa, ömmuna osfrv. Mamma tvíburanna er flugfreyja og mikið aö heiman, en þab skýrir ekki blindu hennar og virðingarleysi fyr- ir börnunum sínum. Slíkt bendir til að höfundi þyki ekki mjög vænt um þessa persónu. Faðir barnanna, sjó- maðurinn, virðist hinn besti mað- ur, en honum fær lesandinn allt of lítið að kynnast. Frfssi stjúpfaðir er einhliða persóna, töffaraskapur er vondur. Þab er slæmt að ganga í tá- mjóum skóm, þab er slæmt að vera með framstætt barkakýli, þab er slæmt að greiða hárið aftur. Hann á sér litlar málsbætur og endalok hans í sögunni eru knöpp. Þó verður ekki skiliö við þessa 9. bók Gunnhildar Hrólfsdóttur — 'fiem er „meðal okkar vinsælustu' barna- og unglingahöfunda" eins og segir á bókarkápu — öðruvísi en að finna henni eitthvað til kosta. Til ab mynda er bókin spennandi á köflum og sumir atburðir eru raun- sæ lýsing á nútímalífi borgarbarna. En þegar skilnabir, vond sambúð, kynferbisleg áreitni, misþyrmingar og annað slíkt er borið á borð fyrir litla fólkið, er það krafa ab efnistök höfundar séu traust og sett fram af nærgætni, hugsun og virðingu. Svo er því mibur ekki í þessu tilviki. Róðurinn verður of þungur, áralag- ið er ekki nægilega gott. ■ Úrval Þorsteins frá Hamri Þorsteinn frá Hamri: Myndir í nótt og morgni. Ljóbaúrval. Páll Valsson hefur valib Ijóbin. Ibunn. í aðfaraorðum þessarar útgáfu segir Páll Valsson: „Það er hins vegar skökk ályktun að halda því fram að Þorsteinn sé svartsýnt skáld, miklu fremur má kalla hann bjartsýnan vegna þess að hann leitar ævinlega hins jákvæða, Ijóssins og vonarinnar. Ljóð hans eru, þegar öllu er á botn- inn hvolft, barmafull af trú á að maðurinn muni standa undir hlutskipti sínu í veröldinni." Ekki er að efa að Þorsteinn mun vilja að menn lesi ljóð hans með þeirri trú og tilfinn- ingu sem hér er lýst. Hins vegar mun það nokkru muna hversu augljóst og opinbert lesandan- um verður að nema þann boð- skap. Þorsteinn frá Hamri er efa- laust í fremstu röð þeirra manna sem nú sýna list sína í meðferð íslenskrar tungu. Auk þessa munu ekki aðrir vera honum handgengnari í íslenskum sög- um og þjóötrú, ef svo má til Þorsteinn frá Hamri. BÆKUR HALLDÓR KRISTjÁNSSON orða taka. Okkur virðist að sitt- hvað hlyti að fara fram hjá les- anda sem ekki hefði nokkra undirstööumenntun í þeim efn- um, svo víða og margvíslega sem til þeirra er vísað. Sæfarinn sofandi er gott dæmi um skáldskap Þorsteins frá Hamri: „Ég lá í vari lengur en minnið nœr. Vopn fcerðu mér karlar, konumar lífsstein. Allt fór að reglu. Sandur, sól, blcer. Hver hjó á festar í myrkrinu tneðan ég svaf? Hver er ég og hvar er mín gjöfula fjara? Nœr sem utan óreiða. Blóðugt haf. Maðksjór. Tími til að spyrja. Um seinan að svara." Páll Valsson segir svo í aðfara- orðum: „Fari svo að þessi úrvalsbók kveiki í mönnum löngun til frekari kynna við skáldskap Þor- steins frá Hamri, er tilganginum náö." Úr því mun reynslan skera. En tilraunin er ómaksins verð. ■ laun VISA ísland. Bókin Sex augnablik er 160 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Einar Magnús Magnússon. Verð bókarinnar er kr. 2.190 m/vsk. Fyrsta bók kunnrar skáldkonu Hjá bókaútgáfunni Reykholt er að koma út ljóðabók eftir Sigurunni Konráösdóttur, en hún er ýmsum kunn fyrir ljóðagerð sína. Þrátt fyrir það hefur hún aldrei gefiö út bók fyrr en nú, þegar Úr sjóði minninganna lítur dagsins ljós. Auðunn Bragi Sveinsson ritar formála bókarinnar og segir m.a.: „Mér er mikil ánægja að fylgja ljóðunum hennar Sigurunnar úr hlaði. Hún er sannur fulltrúi hinnar hefðbundnu ljóðmenningar." Öllu ljóðelsku fólki er ánægja að lesa ljóð þar sem litbrigði ís- lenskrar tungu fá að njóta sín. Það er hins vegar færni hennar í að tjá tilfinningar sínar og hugsanir í bundnu máli sem gerir ljóðin sérstök. Sigurunn hefur sett saman vísur og kvæði allt frá sex ára aldri. „Þetta valt upp úr manni og þetta var nú ekki alltaf talið manni til hróss," sagði Sigu- runn. Ýmis stök ljóð hafa komið út eftir Sigurunni, t.d. í Húnvetn- ingaljóðum 1955. Einnig hafa birst ljóð eftir hana í Morgun- blaðinu, Vísi, Tímanum og Húnvetningi. Sigurunn er fædd að Kurfi við Skagaströnd. Árið 1933, þá fimmtán ára, fór hún til Hafn- arfjarðar og réð sig í vist hjá Sveinlaugu Þorsteinsdóttur og Árna Sigurjónssyni. Hún stofn- aöi svo sitt eigið heimili í Hafn- arfirði árið 1938 og hefur verið búsett þar síðan. Bókarverö er 2000 kr. í áskrift hjá höfundi, en 2500 kr. út úr búð. Bókin er 112 bls. Málsbætur morbkvendis Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér bókina Örlög eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Er þetta ellefta bókin sem kemur út á íslensku eftir hann. Örlög fjallar um miðaldra konu, Dolores Claiborne, sem situr fyrir framan lögreglu- stjórann og ritara hans í heimabæ sínum. Hún er grun- uð um að hafa orðið vinnu- veitanda sínum að bana. Við þetta tækifæri ákveður Dolor- es að segja alla sögu sína — draga ekkert undan. Og í ljós kemur að hún hefur ekki hreint mjöl í pokanum, en spurningin snýst þó fyrst og fremst um málsbætur. Nýlega var sýnd hér á landi kvikmynd gerð eftir bókinni. Örlög er 221 bls. Bókin er prentunnin og bundin í Prent- smiðjunni Odda. Verð bókar- innar er kr. 2.390 m/vsk. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.