Tíminn - 24.01.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1996, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 24. janúar 1996 Wmfrm Hagnaöur í rœkju 22% og 26% í loönuveiöum og brœöslu, en tap í botnfiskvinnslu. Þjóöhagsstofnun: Afkoma sjávarútvegs sjaldan veriö betri Afkoma sjávarútvegsins í heild viröist sjaldan eba aldrei hafa veriö betri. Samkvæmt mati Þjóöhagsstofnunar sem unniö var aö beiöni sjávarút- vegsráöherra og kynnt var á ríkisstjórnarfundi í gær er af- koma sjávarútvegsins jákvæö um 4,5% miöað vib 6% raun- vexti. Þetta er töluverb breyt- ing til batnabar mibaö vib rekstrarskilyröin í ágúst í fyrra, en þá nam hagnaburinn um 2% af tekjum. Hinsvegar er afkoman afar misjöfn meöal einstakra greina innan sjávarútvegsins og m.a. er botnfiskvinnslan ein og sér rek- in með 6,5% halla að meðaltali, en vinnsla og veiðar rækju með 22% hagnaði sem stafar af háu afurðaverði og miklum afla. I loðnuveiðum og bræðslu er af- koman 26% í plús sem helgast m.a. af háu afuröaverði í mjöli og lýsi og bjartsýni um góðan afla á vertíðinni. Sé útgerðin tekin meö í afkomuútreikning- Oddur H. Halldórsson vill ekki hækka þóknun til nefnda Oddur H. Halldórsson, varabæjar- fulltrúi framsóknarmanna á Ak- ureyri, er mjög ósáttur vib að þóknun til bæjarfulltrúa og nefndarmanna í fastanefndum bæjarins skuli hafa hækkað. Odd- ur segir að á sama tíma og leitað sé allra leiða til til að draga úr launakostnaði á vegum' Akureyr- arbæjar skjóti hækkun á þóknun fyrir setu á fundum nefnda Fulltrúaráö Kl: Réttindi tryggö meö lögum Á fundi fulltrúaráðs Kennarasam- bands íslands í gær var lýst yfir stubningi við framkomib nefnd- arálit um réttindamál grunn- skólakennara vib flutning grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Ráðið ítrekar jafnframt að öll réttindi kennara og skólastjóra verbi tryggð meb sérstakri lög- gjöf- í ályktun fundarins kemur einnig fram að forsenda jress að flytja nú- gildandi kjarasamning til nýs vinnuveitenda sé að í einu og öllu verði farið eftir því nefndaráliti sem liggur fyrir. Að öðrum kosti lítur fulltrúaráðið svo á að KÍ beri að draga sig út úr frekari viðræðum um flutning grunnskólans. Fulltrúaráðið vekur ennfremur athygli ríkis og sveitarfélaga á því að kjarasamningar séu lausir um næstu áramót. Af þeim sökum ítrek- ar ráðið nauðsyn þess að verulegar launahækkanir verði teknar með í reikninginn þegar tekjustofnar sveitarfélaga vegna grunnskólans verða ákveðnir. Þá beinir fundurinn því til stjórnar og kjararáðs KÍ að hraða undirbúningi kröfugerðar vegna nýs kjarasamnings við sveit- arfélögin. ■ c Landsvirkjun Útboð Leiöiskóflur og legur Landsvirkjun óskar hér með eftir tilbobum í viögeröir og breyt- ingar á leiöiskóflum og endurnýjun á slífum skóflubúnabar Kapl- anhverfla í Steingrímsstöb, í samræmi viö útboðsgögn SOG-04. Verkið felst í ab sækja og afhenda á vinnusvæöi Steingrímsstöbv- ar leiöiskóflur o.fl. úr tveimur hverflum stöbvarinnar, og fram- kvæma á þeim ýmsar breytingar. Skiladagar verksins eru mánudaginn 29. apríl 1996 fyrir fyrri hverfilinn, en þribjudaginn 10. september 1996 fyrir seinni hverfilinn. Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík, frá og með mibvikudeginum 24. janú- ar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi ab upphæb kr. 3.000,- m. VSK fyrir hvert eintak. Tilbobum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 13. febrúar, 1996 og veröa þau opnub þar sama dag kl. 14.00. Full- trúum bjóbenda er heimilt ab vera vibstaddir opnunina. um botnfiskvinnslunnar nemur rekstrarhalli greinarinnar um 4,5%. Ásgeir Daníelsson hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun segir að hallinn í botnfiskvinnslunni skýrist aðallega á því að afurða- verð hefur nánast staðið í stað á sama tíma og ýmsir kostnaðar- liöir hafa hækkað og m.a. hefur hráefnisverð vinnslunnar hækkað um 8%-9% frá árinu 1994. En hráefniskostnaður botnfiskvinnslunnar nemur um 63% af tekjum. Samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar er frystingin rekin með 6% halla og söltun með 7,5% halla. Sem hlutfall af tekj- um er 0,5% tap á veiðum, 1% hagnaður af útgerö bátaflotans, ísfisktogarar eru reknir með 4% halla að meðaltali en frystiskip með 1% hagnað. -grh Möguleikhúsiö: Berrössuö á tánum Á laugardaginn verður tóniist- ardagskrá í Möguleikhúsinu vib Hlemm sem nefnist Berrössuð á tánum. Hér er á ferðinni dagskrá með nýjum ljóðum, lögum og sög- um sem tengjast veöri, árstíð- um, dýrum, litum og ýmsu fleiru sem börn á aldrinum 2ja- 6 ára brjóta gjarnan heilann um. Höfundur og flytjendur eru Anna Pálína Árnadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, en dagskrá þessi var sett saman með styrk. frá Barnamenningar- sjóði. Berrössuð á tánum var frum- flutt í nóvember sl. og hefur síð- an veriö flutt á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður um eina sýningu að ræða í Möguleikhúsinu ab þessu sinni og hefst hún kl. 14 laugardag- inn 27. jan. skökku vib. Á fundi í íþrótta- og tómstunda- ráði, þar sem Oddur H. Halldórsson á sæti, lét hann meðal annars bóka ab hann óskabi eftir því að þóknun hans vegna starfa í nefndum á veg- um bæjarins verði sú sama á þessu ári og á árinu 1995 þar sem hækkun á þóknun til nefnda fari langt fram úr hækkunum á almennum iauna- kostnaði. -ÞI I ■ . ,. • ; % Aöalsteinn Magnússon sýnir blaöamanni reglugeröarsafn á Internetinu sem fyrirtœkiö Úrlausn- Aögengi vinnur aö. Tímamynd: BG Brautryöjendastarf á veraldarvefnum: Einkafyrirtæki gefur út reglugeröarsafn Fyrirtækið Úrlausn-Abgengi ehf. hyggst gefa út safn allra gildandi reglugerba á Inter- netinu á næstu mánubum. Reglugerbarsafn hefur ekki verib gefib út fyrr á íslandi. Safnib er unnib ab frumkvæbi fyrirtækisins sem hlaut til þess 500 þúsund króna styrk frá ríkisstjórninni. Aðalsteinn Magnússon hjá Úrlausn- Abgengi ehf. segir að hjá fyrirtækinu hafi verið unn- ið að útgáfu safnsins í rúmt ár. Verkið er unnið í samráði við lagadeild Háskóla ísland en að frumkvæði Úrlausnar-Aðgengis sem hefur einnig fjármagnað vinnuna. Guðmundur Þór Gub- mundsson, lögfræðingur hjá Úrlausn-Aðgengi, hefur umsjón með verkinu. Úrlausn-Aðgengi gefur einnig út lagasafn á geisladiskum og er útgáfa reglugerðarsafnsins nokkurs konar framhald á þeirri vinnu. Reglageröarsafninu veröur þó dreift á annan hátt þar sem það verbur selt í áskrift á Internetinu. Sú leib hefur þann kost að safnið er „lifandi", þ.e. hægt er að uppfæra það jafnóðum og nýjar reglugerðir taka gildi eða eldri falla úr gildi. Aðalsteinn segir ab í ná- grannalöndunum þekkist það að einkafyrirtæki sjái um útgáfu efnis sem þessa. Reglugerbar- safn hefur ekki verið gefið fyrr út á íslandi og því er um braut- ryðjendastarf ab ræöa hér á Iandi. Að sögn Aðalsteins hefur eng- inn aöili í stjórnsýslunni það hlutverk að hafa yfirsýn yfir all- ar gildandi reglugerðir. Ráðu- neytin hafi ekki samstarf um útgáfu reglugerba og í sumum tilfellum viti starfsfólk ráðu- neyta ekki hvaba reglugerðir eru í gildi og hverjar ekki. Sum- ar reglugerðir nái einnig yfir svið fleiri en eins ráðuneytis. Hann telur því að útgáfa reglu- geröarsafns verði mikil bragar- bót fyrir lögfræðinga, stofnanir og fyrirtæki. Samantekt reglugerðanna er langt komin og vonast Aöal- steinn til ab unnt verbi að hefja sölu áskriftar eftir einn til tvo mánuði. Reglugeröirnar eru á annað þúsund talsins þannig að gífurlegt starf liggur að baki safninu. Því starfi lýkur í raun aldrei þar sem starfsmaður á vegum Úrlausnar- Aðgengis mun sjá um uppfærslu þess eft- ir upphaflega útgáfu þess. Niðurröðun reglugerðanna í safninu verður í samræmi við efnisröðun í nýútkomnu laga- safni. Hægt er að leita að reglu- gerðum innan hvers málaflokks en einnig með því að slá inn uppflettiorð sem tölvan leitar að. Ríkisstjórnin ákvað fyrr í þessum mánuði að veita Úr- lausn-Abgengi 500 þúsund króna styrk vegna útgáfu reglu- gerðarsafnsins. Er það ekki síst gert í ljósi þess ab verkefniö er í samræmi við markmið ríkis- stjórnarinnar um „opnari stjórnsýslu". Einnig hefur rábu- neytunum verið falið aö til- nefna tengiliði sem verði fyrir- tækinu innan handar vib öflun gagna. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.