Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. mars 1996 5 Veiðiárnar og umgengn- in vib nær Mikiö væri umhverfi okkar fátæklegra, ef ekki nyti við hinna ótölulega mörgu straumvatna sem landiö skrýba. Straumvatninu hefur veriö líkt viö líf mannsins frá vöggu til grafar. Þaö á sín upptök, fæöist, og á ferli þess tekur þaö á sig ýmsar mynd- ir, t.d. foss, stríöur straumur, lygna og djúpir hyljir. Allt á sama hátt og mannsævin, þar sem skiptast á skin og skúrir. Aö endingu lýkur áin göngu sinni og fer í gröf sína — í annarri á, í stöðuvatni eba í sjávarós. Umgengni okkar við veiði- árnar sér á parti hefur, sem betur fer, yfirleitt verið góö, sé horft til þeirra í heild. Gömul ákvæþi, sem er aö finna í Vatnalögum 1921, banna aö óhreinka vatn og snerta viö umgjörö ánna: raska rennsli eöa straumstefnu. Mengun er tiltölulega óþekkt fyrirbæri, þó að sú hætta fari vaxandi. Reynt hefur veriö aö sporna viö slíku eftir föngum. Breyting á urn- hverfi Það eru helst framkvæmdir á sviði raforkuframleiðsiu sem víöa hafa raskað hinni náttúr- legu mynd, sem áöur blasti viö. Sé horft framhjá mann- virkjum vegna raforkufram- leiðslu, má segja aö brúar- mannvirki setji fyrst og fremst svip sinn í þessu efni, eins og alkunna er. Viö höfum áöur hér í þættinum gert brýrnar aö umtalsefni. Þá eru vatnsmiðlunarstíflur þekktar, þó aö þeim hafi sjálf- sagt fækkað á seinni árum. EINAR HANNESSON Stíflur til aö miöla vatni í veiðiám eru örfáar hér á landi. Veiöihús hafa víða verið reist nokkuð nærri árbakka eöa jafnvel á honum, til þess að veiðimenn séu ávallt í góðum tengslum við viðkomandi veiðivatn, bæði í svefni og vöku: vakni við árniðinn og sofni út frá honum, sem er bæöi ljúft og skemmtilegt. Vatnsbakkar friöabir Þaö hefur yfirleitt verið keppikefli að reisa ekki mann- virki í eða við straumvötn, önnur en þau sem tengdust vatninu á einn eða annan hátt, svo sem fyrr var getið, og vegna veiði. í náttúmverndar- lögum eru ákvæði sem banna að gengið sé of nærri vatni með mannvirkjagerð eða að Fiskvegur í stíflu viö útrennsli úr Elliöavatni í Reykjavík. Fyrirstaöa og net í Hvítá íArnes- sýslu. Mynd: EH Hítará, gamla brúarstœöiö og nýja brúin hjá Brúarfossi. Mynd: EH för manna um vatnsbakka sé hindruð. Margir laxastigar Byggðir hafa verið fiskvegir, laxastigar, eða aðrar umbætur gerðar á gönguleiðum laxins. Um 90 slík mannvirki eða um- bætur hafa verið gerðar hér á landi á þessari öld, fyrst og fremst á seinni hluta hennar. Að síðustu má nefna veiðibún- aö, eins og fyrirhleðslu eða girðingu út í ána ásamt neti. Þetta er tímabundið fyrirbæri, enda sér áin að jafnaði um að slétta út allar slíkar mishæðir, í formi grjóthleðslna, í vetrar- flóðum með tilheyrandi ísr- uðningi. Þá má til nánari fróðleiks um búnað í ánum sjálfum, fast við árbakka, benda á vatnshæðar- mæla Orkustofnunar, sem eru í ám um land allt, vegna vatnafræðirannsókna („Vatnið og landið", Orkustofnun 1990). Lengsta samfellda rennslisröðin er í Elliðaám, frá 1928, en fyrsta mæli með sírita var komið fyrir í Ölfusá 1951. Mælunum fjölgaði með árun- um og þeir urðu fullkomnari. í vatnshæðarmælakerfi Orku- stofnunar, víðsvegar um land, voru 120 stöðvar eða mælar ár- ið 1987. ■ VEIÐIMAL Fyndin kynslóð ómenntaðra „menntamanna" Fyrir u.þ.b. tveimur áratugum tók 68-kynslóðin að hella bernskuminningum sínum yfir þjóðina, í heldur léttvægum sög- um sem hún kallabi skáldskap. Þá varð til það sem nefnt er „fyndna kynslóðin" í heimi ís- lenskra bókmennta. Sporgöngu- mennirnir létu ekki á sér standa, enda hefur skáldsagnagerð ungra og miðaldra höfunda allar götur síðan verið heldur léttvægt sam- ansafn fimmaurabrandara. Sögu- efnib hefur sjaldnast náö út fyrir þröngt landfræðilegt og tímalegt svið höfunda sinna, sem flestir eiga þab sameiginlegt að hafa verið skólafélagar í Menntaskól- anum í Reykjavík eða Mennta- skólanum við Tjörnina, auk þess sem ýmsir þeirra ólust upp í Vogahverfinu. Framhaldsmennt- unar leituðu og flestir þeirra í bókmenntafræði. Vitanlega er það eblilegt ab skáldsagnahöfundar skrifi út frá eigin reynslu. Einkum á það við þegar menn eru að feta sig fyrstu skrefin. Hitt getur ekki talist eðli- legt, þegar heilli kynslóð þeirra, að heita má, aubnast ekki að mjaka sér til þess þroska að geta kafab undir yfirborð eigin bernskuatvika og æskuærsla, eða verða jafnvel að setjast á bekk hjá sagnamönnum til ab skrá eft- ir þeim braggahistoríur undir eigin nafni. Óneitanlega læbist að manni sá gmnur, að aumingja fólkið hafi lesið bernskuminn- ingar Hendriks Ottóssonar, Gvendur Jóns og ég, sér til óbóta. Hendrik var stórskemmtilegur stílisti, en hvorki hann né aðrir létu sér til hugar koma að hann fyllti flokk fremstu höfunda þjóðarinnar. Höfundar „fyndnu kynslóðarinnar" stinga hins veg- ar naumast niður penna án þess ab fjöldi fólks láti sem árangur- inn sé meðal öndvegisverka ís- lenskrar tungu. Hver er ástæðan? Sú var tíö að húmanískir menntamenn þóttu eðlileg fram- varbarsveit í gildismati á listum. Menntun þeirra var akademísk í bestu merkingu þess orðs og tók m.a. mið af fagurfræði. Mönnum með slíka menntun var vanda- laust að greina bögubósa frá skáldum. Þess utan var það fátítt að menn gengju menntaveginn nema miðaö heföi verið að því í uppeldi þeirra. Nú standa dyr æðri mennta- stofnana öllum opnar. En þjóbin hefur því miður enga möguleika á að mennta alla þá, sem inn um þær ganga. Til að bregðast við þessum nýju aðstæðum, hefur verib farin sú óheillaleiö að slá af öllum kröfum. Hugtakið „æðri menntun", a.m.k. í húmanískum greinum, þýbir því ekkert annab en þröng og heldur ómerkileg fagþjálfun, sé megintilgangur hennar ekki beinlínis sá að fela atvinnuleysi ungs fólks með því aö hafa það sem lengst á opin- berri framfærslu gegnum Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Er það illa gert gagnvart grandvara- lausum ungmennum, því lánin frá LÍN þarf að endurgreiða en at- vinnuleysisbætur ekki. Sú var tíð að hægt var aö fá gleggri sýn á hugarheim ní- tjándu aldar manna með því að stinga út úr einni flösku með Sverri Kristjánssyni heldur en nú býðst, þótt mabur pæli sig í gegn- um samanlagðan hundaþúfuv- aðal yngri sagnfræðinga um sama efni. Að vísu getur verið að þeir lumi á stöku fróðleiksmola, en því miður eru flestir þeirra óskrifandi með öllu. Það er eins og það hafi gleymst vestur á Mel- akleppi, ab maður, sem ekki kann að skrifa, er einskis virði sem húmanískur menntamabur, nema þá í mesta lagi við gagna- söfnun. Hvað bókmenntakennslu vest- ur þar varðar, er því við að bæta, ab hún virðist helst ganga út á einskonar læknisfræði, þ.e.a.s. kmfningu á efnisþræði verka, og þá aballega þeirra sem í tísku em í það og þab skiptið. Má glögg- lega sjá þetta á gagnrýni bók- menntafræðinga og íslensku- fræöinga í fjölmiölum. Þá sjaldan að út af þessu bregð- ur og menn með raunvemlega húmaníska menntun, eins og t.d. Jón Viðar Jónsson, taka til máls, ætlar allt um koll aö keyra. Enn em skrifaðar ágætar bók- menntir í þessu landi. En þær em of strembnar til skilnings og skynjunar megninu af því fólki, sem húmanísku deildirnar vestur á Melum æla yfir þjóbina eins og ólæknandi magasjúklingur. Vilji yfirvöld Háskólans að húmanísk- ir menntamenn öðlist sinn fyrri sess í bókmenntaumræðu lands- manna, þurfa þau annaðhvort að bylta kennslu þessara deilda og snarfækka nemendum, eba negla fyrir dyr þeirra í snatri og beina stúdentum til raunvemlegra húmanískra menntastofnana er- lendis. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES STUND SANNLEIK ANS RENNUR UPP Hvab er þetta Geirfinnsmál sem allir eru að tala um? Svar: Geirfinnsmáliö var upphaflega hörmulegt manns- hvarf fyrir 22 árum, en breyttist seinna í fjórfalt réttarmorð þegar fjór- ir saklausir íslendingar voru teknir af lífi. Að vísu lifðu mennirnir af 105 daga einangrun í Síöumúlafangels- inu, því líflátib var tæknileg aftaka. Kviksetning. Með henni dó hluti af réttlætinu á íslandi. Og Geirfinnsmáliö er miklu meira: Nú, 20 árum seinna, eru öll kurl ekki ennþá komin til grafar og líklega hafa fimm aörir íslendingar hlotið enn grimmari örlög hjá böðlum rétt- vísinnar. Afplánað árum saman dóma eftir að hafa verib þrúgað til að játa á sig sakir. Einn mannanna vill nú leita réttar síns og Hæstiréttur hefur falib einum besta lögmanni þjóðarinnar að gæta hagsmuna hans. Fáir trúa aö málinu sé lokið. Ógæfa Geirfinnsmála hófst strax í upphafi, þegar löggæsla Suðurnesja rannsakaði hvarf Geirfinns Einarsson- ar. í röbum hennar voru óvönduö- ustu lögreglumenn landsins, sem var stabfest þegar Haukur Guðmundsson og Viðar Olsen voru dæmdir í tugt- húsvist. Fyrir bragbið er ekki mark takandi á rannsókn málsins og öll at- burðarásin bendir á skipulagt sam- særi. Yfir vötnunum svífur svo andi Kristjáns Péturssonar tollvarðar. Ógæfu Geirfinnsmála eru engin takmörk sett. Seinna komu þau til kasta Sakadóms Reykjavíkur og fór Örn Höskuldsson fulltrúi fyrir hópi rannsóknarmanna, sem gerðust böðlar réttvísinnar í Síðumúla. Fremstir í flokki voru Eggert Bjarna- son og Sigurbjörn Víbir Eggertsson lögreglumenn. Annar var þekktur fyr- ir dyravörslu á öldurhúsum, en hinn fyrir þokkalega rithönd á sektarmið- um. Þessu fólki var falið ab skoða viö- kvæm mál þar sem örlög manna héngu á bláþræði og því fór sem fór. Geirfinnsmálin bárust úr Síöumúla inn á Alþingi og smákratar ofsóttu Ólaf Jóhannesson dómsmálaráb- herra. Vilmundur Gylfason samdi pistilinn og Sighvatur Björgvinsson las hann þingheimi. Ærleg blaba- mennska var kaffærb á þessum tíma og lægst laut hún þegar Þorsteinn Pálsson, núverandi dóinsmálaráð- herra, og hinir lögfræbingarnir á Vísi stefndu gamla kennaranum sínum, Ólafi Jóhannessyni, fyrir ab kalla þá Vísismafíu í galsafengnu útvarpsviö- tali. Ljóst er ab hysterían grípur fleira fólk en mibaldra konur í fjölbýlishús- um. Loks er lag fyrir sannleikann. Hvert lóðib á fætur öbru hefur bæst á vog- arskálarnar upp á síðkastið: Árangur Sævars Marinós Cieselskis ab fá málið tekib upp. Stabhæfing Gubjóns Skarphéðinssonar um sakleysi sitt. Vitnisburður Erlu Bolladóttur í út- varpi. Abrir málsaðilar eru loks reibu- búnir ab segja sögu sína, enda er hæfilega langur tími liðinn frá hörm- ungunum og fólkib hefur náö ab jafna sig nokkuð. Nú reynir á fjölmiðla. Nýjar kyn- slóöir íslendinga eiga skilið ab heyra skilmerkilega sagt frá grófri misnotk- un á gybju réttlætis og hversu grátt lifandi fólk var leikib í gæsluvarð- haldi. Nú er röðin komin að böðlum Síbumúlans ab standa fyrir máli sínu og öll sólarsagan verður ab koma fram í dagsljósiö. Loksins er hægt ab hleypa inn fersku lofti. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.