Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 1. mars 1996 Sérfræöingar Christopher Lasch. Christopher Lasch: The Revoit of the El- ites and the Betrayal of Democracy. W.W. Norton 1995. Lasch skrifaöi ágæta bók um narsissismann — sjálfsununina — fyrir nokkrum árum. Að snú- ast í hring um naflann á sjálf- um sér og hugsa ekki um annaö en þaö, sem getur gert manni þá iöju sem auðveldasta. Uppi- staöa þessarar bókar eru greinar og skrif sem birst hafa í tímarit- um og eru gagnrýni á áttsækni frá opnu bandarísku samfélagi, eins og þegnarnir sáu það fyrir sér sem lausn undan aðþrengj- andi ríkisvaldi og afskiptum valdhafa í „gamla heiminum" til lítt hefts athafnafrelsis og sjálfræðis. í draumsýninni um „frelsið" var hver einstakiingur hlutgengur og bar ábyrgð á sjálfum sér. Höfundurinn sér þessa áttsækni þannig að hún muni leiða til aukinna afskipta ríkisvalds og stóraukinna áhrifa hinna svonefndu „sérfræð- inga", sem telja sig vera ein- hverskonar „elítu" eða úrval samfélagsins fyrir sakir þekk- ingar á vissum þáttum og fræð- um, sem aðrir þegnar samfé- lagsins geti ekki haft jafn gott vit á. Brjóstvitið skal víkja fyrir sérfræðikunnáttu í öllum greinum. Lasch telur að þessi áttsækni sé lýðræðinu í Banda- ríkjunum stórhættuleg. Lasch lýsir sérfræðingum forstööukona Fædd 21. apríl 1914 Dáin 22. febrúar 1996 „Hvað segirðu? Hvernig hefur þú það? En fjölskyldan? Hvað er að frétta af mömmu?" Svona var Þóra frænka. Sívakandi yfir öllum, skyldmennum, vinum og vandalausum. Kvik, snagg- araleg og brosti undursamlega viðfelldnu brosi. Þóra var fædd aö Björk í Grímsnesi, fimmta barn for- eldra sinna, Katrínar Pálsdóttur, húsmóður og síðar borgarfull- trúa í Reykjavik, frá Króktúni á Landi, og Þórðar Þórðarsonar bónda, síðar gestgjafa í Tryggva- skála og verkamanns í Reykja- vík, frá Fellsmúla á Landi. Þau hjón voru systrabörn af Lækjar- botnaætt og eignuðust 12 börn á þrettán árum og komust 9 til fullorðinsára. Á lífi eru tvö systkinanna: Kári, fv. rafveitu- stjóri í Keflavík, og Þórunn, fiskifræðingur í Reykjavík. Látin eru Guðrún, dó sex ára, Sæ- mundur, múrari og starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Margrét húsfreyja í Reykjavík, Gunnar, dó barn, Guðrún Sig- ríður, húsfreyja í Reykjavík, Elín Pálína, dó tveggja ára, Hlíf hjúkrunarnemi í Reykjavík, Elín húsfreyja í Reykjavík, og Har- aldur Páll, stýrimaður og starfs- maður SH í Reykjavík. Þóra ólst upp meö foreldrum AFBÓKUM SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON með orðum José Ortega y Gass- et í bók hans Uppreisn múgs- ins, sem kom út 1932. Höfuð- einkenni þessa hóps er sú skoð- un hans, ab öll saga og menn- ing fortíðarinnar sé ómark og sannleikurinn hafi fundist með hjálp sérfræðinga, sérmennt- aðra kunnáttumanna — „lærbra ignóranta sem þekkja ofurlítið brot af grein sinni og telja sig þar með hafa vit á öll- um þáttum mennskrar við- leitni...". Ortega kallar þetta lið „hina nýju barbara — siðleys- ingja". I Bandaríkjunum hefur mikib veriö skrifað um uppkomu þessarar nýju stéttar sérfræð- inga. Meðal þeirra sem skrifað hafa er Alvin Gouldner, sem telur að sérfræðingar í hinum og öðrum greinum auglýsi sig einkum með „endalausum hringborðsumræðum og mál- þingum um viðkomandi efni" og tali þá gjarnan sem alvitrir um efnin. „Besserwisser"-ein- kennið hefur löngum verið tal- ið einkenni hálfmenntaðra ein- staklinga, grautarhausa og fals- ara. Lasch telur að fyrsta ein- kenni hinnar nýju stéttar sé grófasta tegund af fégræðgi, t MINNING sínum í Björk í Grímsnesi, Tryggvaskála og að Éinarsstöb- um við Grímsstaðaholt. Hún var í sveit í Lunansholti á Landi, en við skyndilegt fráfall föður síns fór hún tíu ára að vinna fyr- ir sér við fiskvinnu og annað, sem til féll. Faðir hennar, afabróðir undir- ritaðs, var talinn einn sterkasti mabur landsins. Hann var mik- ill vexti og til marks um afl hans, þá var það að orðtaki í stóörétt, aö kæmi Þórður hendi á tryppin, þá stæðu þau kyrr. Einhverju sinni kom hann að vörubíl í Kömbum og var sprungið dekkið, en tjakkinn vantaði. Gerbi Þórður sér lítið fyrir og setti öxlina undir pall- inn meðan bílstjórinn dröslaði varadekkinu undir. Hann starf- abi m.a. vib flutninga með hest- vögnum í Reykjavík. Eitt sinn lagöist hann með háan sótthita vegna blóðeitrunar. Þegar hann var að ná sér, festist vagn nálægt heimili hans og varð að allra orði að enginn gæti losað vagn- inn nema Þórbur. Kom hann upp úr rúminu, losaði vagninn, en daginn eftir var Þórður sterki allur. Katrín, móðir Þóru, stóð nú „their frenzied search for prof- it" — þ.e. taumlaus gróðafíkn. Hér á landi hefur talsvert bor- ið á mönnum sem tala breitt um „faglega þekkingu" og síð- an sérfræðikunnáttu og sér- hæfba starfskrafta. Allt frá fár- ánlegustu kennslufræðingatil- burðum í K.H.Í. og „ofanflóöa- sérfræðingum", snjóflóðasérfræðingum og sér- menntuðu starfsliði í fjölda greina og upp í sérfræbinga í fé- lagsvísindum og sálfræbi má marka drýldni og sjálfsánægju þeirra sem búa yfir svo tak- markaðri þekkingu í viðkom- andi greinum ab þeir geta alls ekki gert sér grein fyrir því að kunnátta þeirra og þekking er á ákaflega lágu stigi, svo lágu ab þeir geta aldrei skynjað að „því meira sem vér vitum því gleggra verður oss að vér vitum harla lítið". Lasch skrifar um bandarískt skólakerfi og skólastefnu og á hvern hátt breytingar á skóla- stefnunni hafi stuðlað að hruni „bandarískra siðferðisgilda" og áttavillu, fjölmenningarstefnu og málfarslegri einokun blaut- hyggjuaflanna, þ.e. „political correctness", pólitískur réttleiki í notkun orða í umræðum og samfélagsumfjöllun. Lykilkaflarnir í þessu greina- safni Laschs fjalla um siðferöis- kröfur og skilyrbislaus tengsl uppi með allan barnahópinn, hið yngsta mánaðargamalt. Hún bað borgaryfirvöld um að- stoð til þess aö geta tekið kost- gangara, en var synjað. Bent á ab segja sig til sveitar eba á bæ- inn. Böggull fylgdi þó skamm- rifi, því viö það missti hún kosningaréttinn. Hún kom ,þá elstu börnunum í vinnu og í sveit, stritaði sólarhringinn út sjálf og m.a. tóku afi minn og amma yngsta soninn, Harald, ab sér í Tryggvaskála, sem þau höfðu keypt af Þórði, og leit mamma alltaf á Halla sem brób- ur sinn. Katrín hafði menntast í Kvennaskólanum í Reykjavík og lét engan bilbug á sér finna, en hart hefur veriö í búi, því börn- in höföu á orði, að þau færu heim til mömmu til þess að gráta saman. Katrín hóf nú afskipti af stjórnmálum og árið 1938 var hún kosinn borgarfulltrúi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík. Hún sat í borgarstjórn í tvö kjör- tímabil sem aðalmaður og eitt sem varamður. Framfærslufull- trúi var hún öll árin sem hún sat í borgarstjórn og hún var einnig formaður Mæðrafélagsins. Beitti hún sér mjög fyrir byggingu leikskóla, leikvalla og barna- heimila. Einnig iét hún orlofs- mál húsmæðra til sín taka. Starfaði í KRFÍ og sat alþjóða- þing kvenréttindasamtaka í Kaupmannahöfn 1939. Hún rit- stýrði m.a. Mæbrablabinu meb Auði Auðuns og skrifaði smá- sögur í Dýravininn. Þóra bjó alla tíð hjá þessari merku móður sinni, þangað til Katrín lést 1952. Tíu árum áður hafði Þóra ráðist í það með mág- konu sinni, Bergrósu Jónsdótt- þeirra við kristnar grunnkenn- ingar og bannhelgi. Þótt greinar Laschs séu mið- aðar við bandarískt samfélag, þá gilda þær víöar sem gagn- rýni á þá upplausn gilda og ur, og vinkonu, Ingibjörgu Sölvadóttur, að kaupa Þvotta- húsib Grýtu, sem þá var við Laufásveginn og rak hún það um 40 ára skeið. Hún hafði snemma tekið bílpróf og muna Reykvíkingar sjálfsagt eftir henni þeytast með þvottinn á gamla Skódanum sínum, lág- vaxin og einbeitt. Þóra eignaðist ekki börn. Ör- lögin urðu henni grimm of snemma. Barn að aldri fór hún að vinna til þess að bjarga yngri systkinum sínum. Börnin þeirra urðu hennar börn. Hún fylgdist með öllu, kom með gjafir og glebi. Leiðtogi stórfjölskyldunn- ar. Yndi íslendinga er að rekja ættir, enda er mebalskyldleiki þjóðarinnar í sjöunda Iið og öll þjóðin skyld í 14. og 15. lið. Faðir Þórðar var Þórður b. í Fellsmúla á Landi, Guðlaugs- sonar b. á Hellum á Landi, Þórð- arsonar b. á Hellum, Stefánsson- ar b. á Bjalla á Landi, Filippus- sonar prests í Kálfholti Gunn- arssonar. Sé þessi karlleggur rakinn áfram, er landnámsmað- ur Húnaþings í 31. lið, Auðunn skökull, m.a. forfaðir Windsor- anna, bresku konungsættarinn- ar. Dóttir sr. Filippusar í Kálf- holti var Rannveig „riddara Bjarna", ættmóðir Sívertsenætt- arinnar og fegursta kona ís- blauthyggju sem gætir um all- an hinn vestræna heim. Þetta er síðasta rit höfundar, hann vann það fársjúkur og lést 1994. lands, sem Bjarni Thorarensen, amtmaður Norðlendinga, orti hið fræga erfiljóð um, eina skærustu perlu evrópskrar ljóð- snilldar á sínu sviði. Sonur Rannveigar var Steindór Jóns- son Waage, ættfaðir Waageætt- arinnar. Aðrir nafntogaðir af- komendur sr. Filippusar eru t.d. Ásgeir Ásgeirsson forseti, faðir Þórhalls ráðuneytisstjóra, Ing- ólfur Jónsson, ráðherra á Hellu, Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, Matthías Á. Mathiesen, fv. utanríkisráðherra, faðir Árna alþm., Steindór Einarsson for- stjóri, afi Geirs H. Haarde, for- manns þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, Guðrún Helgadóttir, fv. alþm. og rithöfundur, Árný Filippusdóttir skólastjóri, Gunnar Bjarnason, fv. hrossa- ræktarrábunautur ríkisins, Jón- as Kristjánsson ritstjóri, Fannar Jónasson, framkvæmdastjóri á Hellu, og Þorgerður Ingólfsdótt- ir söngstjóri. Þvílíkt mannval ætti nú að huga að útgáfu niðja- tals sr. Filippusar í Kálfholti. Foreldrar Þóru voru systra- börn af Lækjarbotnaættinni á Landi, en sú ætt er rakin í bein- an karllegg til Torfa í Klofa á Landi, forföður allra íslendinga og þess sem stöðvaði Lénharð fógeta, sem frægt er. Karlleggur- inn áfram er um Loft ríka á Möðruvöllum í Ólaf feilan Þor- steinsson, landnámsmanns í Dölum, Ólafssonar Skotakon- ungs, Guðröðarsonar konungs í Dyflinni, Hálfdanarsonar, kon- ungs í Noregi og síðan konunga í Noregi og Svíþjób mann fram af manni. Móðurafi Þóru var Páll b. og söðlasmiður í Fróðholtshól, Hallssonar. Kona hans var Krist- ín Þórðardóttir b. í Teigi í Fljóts- hlíð. Ég þakka Þóru frænku minni hressileikann, umhyggjuna og gleðina. Systkinunum, ástvin- um og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Megi fórnfús og hrein sál öðlast frið í náðarfaðmi Drottins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Aösendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar wm geta þurft aö bíöa Birtingar vegna anna viö innslátt. Þóra Þórbardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.