Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 7. mars 1996 Félög frímerkja- safnara t\/ Mikib er gert af því ab safna fyrsta dags bréfum. Hér er svo aftur á móti andstæban, þab er ab segja „síbasta dags bréf". Bréf þetta er sent og stimplab síbasta daginn, sem bréfhirbingin Oddi í Strandasýslu er opin. Þetta gerbist á fimmtugasta af- mœlisári lýbveldisins. Að undanförnu hefir höfundur þessara pistla veriö aö safna aö sér ýmsum upplýsingum um félög frí- merkjasafnara og störf þeirra hér noröan heiða og víðar. Þaö er helst af þessu að segja, aö Félag frímerkjasafnara í Reykjavík hefir til dæmis tekið upp vikulega fundi á þessu hausti, auk þess sem alltaf er opið hús í félagsheimili Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara í Síöumúlanum á laugardögum. Þá hafa Skandinavíusafnara- klúbburinn og Klúbbur mótífsafn- ara sína mánaöarlegu fundi, en ekki hafa mér borist fréttir af starfi fleiri félaga sunnan heiöa. Hér noröan heiða hafa svo einn- ig veriö starfandi nokkur félög. Það er Félag frímerkjasafnara á Akur- eyri, sem þar hefir verið aö starfa ef til vill einna mest í vetur. í janúar auglýstu þeir vikulega fundi í „Punktinum", eða „Opið hús" eins Kaupmenn í miðborg Reykjavík- ur senda Bílastæöasjóði kveðjur úr „Heita potti" Tímans laugar- daginn 2. mars og aftur þriðju- daginn 5. mars. Gefið er í skyn að fyrirtækinu sé ætlað að ganga milli bols og höfuös á verslunar- og þjónustustarfsemi í miöborg- inni og að borgarsjóður hafi óeðlilegar tekjur af bílastæða- rekstri. Undirrituðum er Ijúft og skylt að leiörétta þennan þráláta mis- skilning. Takmarkanir á leyfileg- um hámarksstöðutíma hafa ver- ið í miðborginni frá 1930, og eru settar til að koma í veg fyrir lang- tímanotkun starfsfólks og íbúa á bílastæðum, sem legu sinnar vegna henta betur sem skamm- tímastæði fyrir viðskiptavini og FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON og þeir kalla það, á miðvikudögum. Þegar ég leitaði frétta hjá þeim, nefndi viðmælandi minn, að þarna hefðu meðal annars komið 8 ungir menn til að læra að safna og þrenn eldri hjón, sem nú hefðu tínt fram efni, sem þau hefðu haldið saman í áranna rás, og væru að læra að vinna úr því. Auk þessa eru svo skráðir 14 meölimir í félaginu. Virðist því nokkuð gott líf í starfinu þar á bæ. Þá eru Þingeyingar vel vakandi með félagið sitt á Húsavík og í ná- lægum hreppum og hafa haldið mánaöarlega fundi. Fjöldi mættra hefur verið misjafn, en áhuginn og starfið ávallt fyrir hendi. Svipab er að segja frá félaginu AKKA á Dalvík og Árskógsströnd og frá Öskju á LESENDUR eru þannig ein af forsendum þess að skilgreind viðskipta- og þjón- ustusvæði standi undir nafni. Stöðumælar hafa verið í Reykja- vík frá árinu 1957, og tilgangur- inn með uppsetningu þeirra var að létta byrðinni af eftirliti með takmörkun hámarksstöðutíma af hinum almenna skattgreibanda, og færa hann á herðar notenda stæðanna. Þessi grundvallaratriði er nauðsynlegt aö hafa í huga í allri umræbu um bílastæðamál. Með rekstri gjaldskyldra bíla- stæða og eftirliti meb bifreiba- stöðum er unnið ab því ab jafna hagsmuni viöskiptavina, starfs- Húsavík. En til dæmis hafa tveir fé- lagar frá AKKA komið á fundi út í Hrísey í vetur. Nýjasta félagið er svo í Hrísey, en það hefir fundi hálfsmánabarlega og hafa um 30 skráð sig á fundum þar til þátttöku. Eins og ábur sagði hafa einnig komib tveir gestir úr landi í heimsókn. Á Akureyri hafa menn verið ab fást mikið við að kenna fmmatriði söfnunarinnar, og má segja að það hafi líka verið aðalefnið á fundun- um í Hrísey. Þá hefir AKKA verib með starfsemi í skólunum á vestur- strönd Eyjafjarðar nokkur undan- farin ár, auk þess sem unnið er að uppbyggingu ákveðinna safna, meðal annars heildarsafni jóla- merkja, sem gefin hafa verið út á ís- landi. Er þetta ótrúlega mikið safn og margt skemmtilegt sem kemur þar í ljós. Ekki er laust við að hvers- konar merkjasöfnun yfirleitt fái að fljóta meö og er þab vel að varð- veita slíkt til seinni tíma og eiga þab skráð. Askja í Þingeyjarsýslum er svo að vinna að að koma upp, setja upp og skrá enn nákvæmar en áður, póst- sögusafnið sitt um Þingeyjarsýslur. Er þetta ekki síður þarft verk. Skal hér talið upp ab vitað er um í upp- byggingu byggbasöfn um póstsögu Rangárþings, Húnavatnssýslna, Strandasýslu og Þingeyjarsýslna. Væri mér þökk að því að frétta af fleiri slíkum sögusöfnum. Póst- sögusöfn hinna ýmsu byggðarlaga á landinu eru stór hluti af sögu byggðanna, ekki aðeins póstsög- unni, heldur ekki síöur af sögu samgangna um hinar dreifbu byggðir. Alltaf segja pósthúsin og bréfhirðingarnar á hverjum tíma manni frá því hvernig samgöng- urnar lágu um viðkomandi sýslur. Gaman verður ab frétta af hversu margar sýslur eru að koma á blöð sem póstsögu-byggbarlagasöfn. Því fleiri, því betur sést samgöngunet- ið. ■ Stöðumælar — hryðjuverk? fólks og íbúa og skapa aðgang að verslunum og þjónustufyrirtækj- um þar sem landrými á lóbum er af skornum skammti og eftir- spurn eftir bílastæðum meiri en framboð. Þeir sem njóta góðs af eru fyrst og fremst kaupmenn og viðskiptavinir þeirra, en allar tekjur Bílastæðasjóðs renna til rekstrar og uppbyggingar bíla- stæða, hafa gert um langa hríð og verður svo um fyrirsjáanlega framtíð, enda bundið í lög að hluta til. Fullyrðingar um að Bílastæðasjóður sé að ganga af miðborginni dauðri eru órök- studdar, þvert á móti er ýmislegt sem bendir til að hið gagnstæða sé tilfellið. Endurreisn mibborg- arinnar má meðal annars þakka fjárfestingum Bílastæðasjóbs á svæðinu, umfangsmikilli endur- byggingu gatna og torga auk vemlegra framkvæmda vib stofnbrautir, sem flytja sívaxandi straum ánægðra vibskiptavina á vit miðborgarmenningarinnar. Engar líkur em á því að hug- myndir um að draga úr starfsemi Bílastæðasjóðs, svo sem með því aö taka upp klukkukort og fella niður gjaldskyldu á laugardög- um, muni fá hljómgmnn. Með því væri verið að grafa undan stöðu miðborgarinnar sem mikil- vægs viðskipta- og þjónustu- svæðis og færa byrðar vegna bíla- stæðamála yfir á herbar al- mennra skattgreiðenda. Stefán Haraldsson, ftkvstj. Bílastœbasjóðs Reykjavíkur Svava Jónsdóttir Svava Jónsdóttir var faedd á Vatnshömrum í Borgarfirði 1. júlí 1908. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 16. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Þorsteinsdóttir, Ijósmóðir frá Sigmundarstöðum í Hálsa- sveit, og Jón Guðmundsson frá Auðsstöðum í sömu sveit. Böm þeirra vom: Áslaug, f. 5.7. 1900, Ellert, f. 18.5. 1903, Þorsteinn, f. 26.12. 1905, Steinunn, f. 10.4. 1907, Guðmundur, f. 4.4. 1912, Steinþór, f. 5.7. 1913, og Vilborg, f. 20.6. 1916. Eftirlif- andi em Steinunn og Steinþór. Svava Jónsdóttir giftist Ás- mundi Sturlaugssyni frá Snartar- tungu 28. febníar 1930. Þar bjuggu þau til ársins 1967. Þau eignuðust átta böm, misstu einn son, Snorra, á fyrsta ári. Hin em talin hér í aldursröð: 1) Þórey, býr í Reykjavík; maki hennar var Steingrímur Benediktsson og eiga þau sjö dœtur. 2) Sigurkarl, bóndi í Snartartungu; maki hans er Gunnhildur Halldórsdóttir, þau eiga fjögur böm. 3) Ragnar, býr í Kópavogi; maki hans erAð- alheiður Torfadóttir, þau eiga tvö böm. 4) Jón Sturla, býr í Reykjavík; maki hans er Guðrún Narfadóttir, þau eiga þrjú böm. 5) Hrefna Guðbjörg, býr í t MINNING Reykjavík; maki hennar er Giss- ur Þorvaldsson, þau eiga fjögur böm. 6) Snorri, býr í Kanada; maki hans var Gunnvör Daníels- dóttir og eiga þau þrjú böm. Þau hafa slitið samvistum. 7) Pálmi, býr í Reykjavík; maki hans erÁs-. dís Halldórsdóttir, þau eiga tvö böm. Svava var jarðsett frá Óspaks- eyrarkirkju laugardaginn 2. mars s.l. Okkur langar í nokkmm orðum að þakka henni ömmu okkar fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem við áttum með henni. Hugur okkar er fullur af þakklæti fyrir allt það sem hún hefur fyrir okkur gert. Það var svo margt sem hún kenndi og miðlaði til okkar með sínu góða og yfirvegaða fasi. Fyrir mörgum okkar eru kannski minnisstæöastar fyrstu kennslustundirnar í lestri og við prjónaskap á löngum, köldum vetrarkvöldum norð- ur í Snartartungu. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga ömmu og afa í sveit og við vorum alltaf velkomnar í sveitina til að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Mikil gestakoma er ævinlega þar á bæ yfir sumartímann og kom það mikið í hlut húsmóð- urinnar að sjá um fæði og aðra þjónustu og alltaf voru allir velkomnir og ekki séð eftir sporunum né handverkinu sem af hlaust. Allt sem hún tók sér fyrir hendur lét henni vel, hvort heldur var í matargerð, við sauma, prjónaskap eða annað. Hún amma okkar bar mikinn þokka og það breyttist ekki þó árin liöu. Okkur fannst hún alltaf svo glæsileg þegar hún skartaði upphlut sínum vib mörg hátíðleg tækifæri. Um haustið 1967 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavík- ur og bjuggu í Álftamýri 8. Samt dvöldu þau áfram í Snartartungu mörg sumur eft- ir það eba alveg þar til afi lést 1. september 1980. Hún á sjö uppkomin börn, tuttugu og fimm barnabörn og þrjátíu og tvö barnabarna- börn. / Snartartungu bjuggu heiðurshjón háttvís og prúð. Það er enginn vafi að hjónin vom amma okkar og afi. Með kveðju, Steingrímsdaetur Elsku besta amma, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa ævi og hitt hann afa sem þú saknaðir svo sárt. Vib viljum þakka fyrir þær góbu stundir sem vib áttum saman. Amma og afi áttu heima norður í Snartartungu, en fluttust til Reykjavíkur árib 1967. Á sumrin eyddu þau miklum tíma í sveitinni og þangab fengum við systurnar oft að koma. Hún amma trúði á álfa og huldufólk og gekk oft með okkur upp á Húsatún og sýndi okkur híbýli þeirra. Þá geng- um við alltaf mjög varlega til að traðka ekki á fallegu blóm- unum þeirra. Svo settumst við í huldulautina og amma sagði okkur sögur á meðan við nut- um fegurðar fjallanna í kring- um okkur. Alltaf fannst okkur líka gott að koma í Álftamýrina þar sem hún amma tók alltaf vel á móti öllum. Hún vissi svo margt og kenndi okkur mikla lífsspeki. Hún hvatti okkur til bókalestrar og kenndi okkur ab prjóna, sem var þolinmæö- isvinna þegar puttarnir á okk- ur vildu ekki gera rétt. Hún kenndi okkur líka uppáhalds- spilið okkar, marías, sem við spiluðum svo oft. Þá var nú oft glatt á hjalla, því amma var svo létt í lund. Hún var líka svo góð og mátti aldrei sjá eba heyra neitt illt um aðra. Elsku amma, minning þín lifir í huga okkar. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýö. S. Egilsson) Ásgerður Gissurardóttir, Gunnlaug Gissurardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.