Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 16
mmm Fimmtudagur 7. mars 1996 Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Allhvöss subaustanátt og rigning. Hægari sunnanátt og styttir upp um tíma síbdegis. Hiti á bilinu 4 til 8 stig. • Vestfirbir: Allhvöss sunnan og subaustan átt framan af meb súld eba rigningu. Hægari subvestan og smá skúrir eba súld síbdegis. Hiti 3 til 8 stig. • Strandir og Norburland vestra: Allhvöss sunnan og subvestanátt framan af, en hægari síbdegis. Skýjab og lítilsháttar rigning öbru hverju. Hiti 4 til 9 stig. • Norburland eystra til Austfjarba: Sunnanátt, víba allhvöss. Hiti 4 til 12 stig. • Subausturland: Subvestan stinningskaldi og súld eba rigning. Hiti 5 til 9 stig. Vibræður hafnar í deilu heilsugæslulækna Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigöis- og tryggingarábherra, sag&i í umræ&um utan dag- skrár á Alþingi aö nokkrir fundi hafi þegar veri& vegna deilu heilsugæslulækna og Tryggingastofnunar ríkisins. Hún sag&i a& deilan muni leysast en aldrei muni finnast lausn sem allir sætti sig viö og eflaust kalli lausn þessarar deilu á nýjar deilur. Tilefni umræöunnar var að nú er li&inn rúmur mánubur frá því heilsugæslulæknar sögbu upp störfum og að samningar eru útrunnir við Læknavaktina sf., sem komið var á fót á símum tíma af heilsugæslulæknum í Reykjavík. Málshefjandi var Kristín Ástgeirsdóttir og spurði hún heilbrigðis- og trygginga- ráðherra á hvern hátt hún ætl- aði að bregðast við þessum mál- um þar sem ljóst væri að mál- efni heilsugæslunnar væru í uppnámi. Engar viöræður væru í gangi á meðan Róm væri að brenna. Ásta R. Jóhannesdóttir sagði frumþjónustuna vera í Meöferöarheimiliö viö Kleifarveg: Heimilinu verb- ur ekki lokað „Me&fer&arheimili barna vi& Kleifarveg ver&ur ekki lokaö og sú starfsemi er fariö hefur fram á heimilinu mun ver&a þar áfram," sag&i Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöis- og tryggingará&herra í umræ&- um utandagskrár á Alþingi. Hún kva&st hafa átt viöræ&ur Ingibjörg Sólrún rœbumaö- ur á afmoelishátíö Alþýöu- flokksins í nœstu viku: Ekki for- mannsefni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veröur einn a&al- ræ&uma&urinn á afmælishófi Alþý&uflokksins í næstu viku. „Ég hef fariö á fundi í öllum flokkunum og talaö þar, enda er ég hér í skjóli og umboöi þeirra allra," sag&i Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í gær. „Jafnvel þótt ég haldi ræðu hjá Alþýðuflokknum þá er ekki þar með sagt að hægt sé að stilla mér upp sem formannsefni Al- þýöuflokksins til framtíöar," sagði Ingibjörg Sólrún og höfð- aði þar til greinar Garra í Tíman- um í gær. -JBP vi& borgarstjórann í Reykjavík um málefni heimilisins og væri yfirlýsing vegna þeirra vi&ræöna væntanleg í lok mána&arins. Ingibjörg Pálma- dóttir sag&i a& me&fer&ar- heimiliö væri rekib í húsnæ&i vi& Kleifarveg er gefiö hafi veriö Reykjavíkurborg á sín- um tíma til reksturs vistheim- ilis fyrir börn me& ge&ræn vandamál og enn væri heimil- i& rekib fyrir gjafafé a& nokkr- um hluta. Rannveig Guðmundsdóttir hóf utandagskrárumræðuna með spurningu um hvort til standi ab loka mebferöarheimil- inu. Tilkynning hafi komið frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur að rekstri heimilisins yröi hætt þar sem rekstur þess heyri ekki und- ir reksturs sjúkrahúsa. Hún spurði um hvort umræður hafi farið fram á milli heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis og félags- málaráðuneytis um framtíð heimilisins og á hvern hátt rekstri meöferðarheimilisins verði háttað. Nokkur gagnrýni þingmanna kom fram á vinnu- brögð og þá sérstaklega varð- andi yfirlýsingar um lokun. Ingibjörg Pálmadóttir kvaö um- ræðu um lokun ekki hafa komið frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu heldur frá Sjúkra- húsi Reykjavíkur. uppnámi og það væri krafa íbúa Reykjavíkur að eitthvað yrði að gert. Guðmundur Árni Stefáns- son sagði að þarna væri að hluta um kjarabaráttu að ræða en einnig hafi uppbygging heilsu- gæslunnar í Reykjavík setið á hakanum miöab við lands- byggðina. Svavar Gestsson kvab ráðherra enga stefnu hafa í þess- um málum, vitnaði til ráðherra- tíðar Guðmundar Bjarnasonar í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu þegar heilsugæsla hafi verið ókeypis og sagði síðan að uppbygging heilsugæslunnar í Reykjavík hafi verið vanrækt til margra ára meðal annas vegna þess að þáverandi borgaryfir- völd hafi stöðvað alla uppbygg- ingu. Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson, er gegnt hafi embættum framkvæmdastjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur og borgarstjóra, beri því fulla ábyrgb á óviðunandi aðstæðum í dag. Jón Kristjánsson sagði skoðun sína að grunnþjónustan í heilbrigðiskerfinu eigi að vera í höndum heilsugæslunnar og hana þurfi að byggja upp með það markmið í huga. -ÞI Upp og niöur úr rœbustóI í umræbum á þingi í gœr. Deilt um fundi séra Flóka meb Sigrúnu Pálínu: Misvísandi vitnisburö- ur Flóka og Sigrúnar Jón Stefánsson, organisti og Gu&mundur E. Pálsson, for- ma&ur sóknarnefndar Lang- holtskirkju, eru me&al þeirra sem ritaö hafa Biskupsstofu bréf til aö votta a& séra Flóki Kristinsson hafi átt langan fund meö Sigrúnu Pálínu Ing- varsdóttur 9. janúar sl. Til- gangur bréfsins er samkvæmt heimildum Tímans a& hrekja or& séra Flóka fyrir si&anefnd sl. mánudag þar sem Flóki mun hafa neitaö ab hafa átt fund meö Sigrúnu Pálínu vegna mála er tengdust bisk- upi, heldur hafi hann einu sinni hitt hana út af allt ö&ru máli. Sá fundur tengdist ööru meintu fórnarlambi biskups samkvæmt yfirlýsingu frá Sig- rúnu Pálínu. Séra Flóki sagði í viðtali við Tímann fyrir skömmu: „Ég kannast við þá konu sem hefur verib nafngreind, hún ku vera þroskaþjálfi og vel metin af sín- um störfum. Það er það eina sem ég þekki til hennar." Ekki náðist í Flóka í gær. Biskup hefur gefið í skyn að hann telji að þeim ávirbingum sem beinst hafa að honum að undanförnu sé kerfisbundið stýrt af ákveðnum aðilum og hefur ráðið lögmenn til að gæta Systkini einnar konunnar sem tengist áviröingum gegn biskupi draga frásögn hennar í efa: Kannast ekki viö áreitni „Af fréttum í hádegisútvarpi Bylgjunnar mi&vikudaginn 28. febrúar sl., í Helgarpóst- inum 29. febrúar og í DV 2. mars dreg ég þá ályktun a& vi& mig sé átt í frásögn [...] af atbur&um sem hún hefur kvartab undan vi& si&a- nefndina og eiga aö hafa átt sér sta& á sundnámskei&i á Laugum ári& 1962 e&a 1963. Samkvæmt þessum fréttum eigum við systur að hafa verið saman í sundlauginnni á Laug- um og hafi Ólafur Skúlason þá komið til okkar og haft í frammi við okkur óviður- kvæmilegt tal um líkamsvöxt okkar og þroska og farið um okkur höndum. Af þessu tilefni vil ég lýsa eftirfarandi: Ég kannast ekki við þennan at- burð og hef enga endurminn- ingu um hann. Ekki minnist ég heldur að um þennan atburð eða þessu líkan hafi verið rætt á æskuheimili mínu né heldur um persónu Ólafs Skúlasonar í neinu slíku samhengi." Svo segir í yfirlýsingu systur konu sem hefur nafnlaust sakað bisk- up um áreitni og hefur verið sent fjölmiðlum. Bróðir kon- unnar hefur einnig ritað Ólafi Skúlasyni biskup bréf þar sem hann telur nánast óhugsandi að meintir atburðir hafi átt sér stab þar sem ekkert skyld- menni hans reki minni til að um þá hafi verið fjallað á sín- um tíma: „Að þessu athuguðu og meb hliösjón af ýmsum að- stæbum systur minnar, svo sem ég þekki þær, er ég full- komlega sannfæröur um að þessi frásögn sé með öllu til- hæfulaus." -BÞ hagsmuna sinna meö mögulega meiðyrðamálssókn í huga. Eru aðilar varari um sig en áður og erfitt að fá menn til aö tjá sig undir nafni. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir virðist nú sú eina af þremur konum er nefndar hafa verið til sögunnar, sem hyggst halda máli sínu til streitu, enda sé sannleikurinn styrkur hennar. Hún sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu vegna bréfs Jóns Stefáns- sonar og Guðmundar Pálssonar þar sem hún segir með ólíkind- um hvaða aðgeröum sé beitt til að fela sannleikann um ásakan- ir þær sem á biskup séu bornar: „Á fundi mínum með séra Flóka Kristinssyni var eingöngu fjall- að um mál það sem ein kvenn- anna bar á biskup að gerst hafði á matsölustað í Kaupmanna- höfn og var það gert til að styðja hennar frásögn. Sú kona er sóknarbarn séra Flóka og vildi að hann þekkti sögu sína þar sem hann ætti ab ferma son hennar nú í vor. Er þetta í eina skipti sem ég og unnusti minn höfum hitt séra Flóka. Aðdróttanir Jóns Stefánsson- ar, organista í Langholtskirkju og Guðmundar Pálssonar, for- manns sóknarnefndar í sömu kirkju, um að séra Flóki standi að einhverju leyti á bak viö þessar ásakanir á hendur bisk- upi eru með öllu siðlausar og ósannar." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.