Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 8
8 amt_____«...____ Fimmtudagur 7. mars 1996 Helsta ástœban til þess aö IRA hóf hrybjuverk á ný var ab líkindum grunur mebal libsmanna samtaka þessara um ab þeir vœru ab tapa fribnum Nor&urírska vopnahléb, sem fyrir skömmu lauk, hófst í ágúst 1994 me& yfirlýsingu þar a& lútandi frá sjö manna „herráöi" írska lý&veldishersins (IRA). Þessi stö&vun nor&urírsku óaldar- innar kom ýmsum á óvart, því a& undanfarin tvö ár, frá 1992, haf&i hún veriö í blóö- ugra lagi. Me&al ástæöna til þessarar óvæntu friösemdar IRA var ab líkindum ab hliöstæöir hópar í rööum norðurírskra mótmæl- enda geröust æ grimmari. í þeirri óhugnanlegu blöndu af kyn- þáttastríöi og glæpamennsku, sem segja má aö ófriður þessi hafi veriö, höfbu mótmælendur, sem kannski eru hollari Bret- landi og arfinum frá breska heimsveldinu en Bretar sjálfir, haldið aö vissu marki aftur af sér. Þeir geröu þaö sumpart af hlýöni viö bresk stjórnvöld og ætluðust þar aö auki til þess, sem löghlýðnir breskir þegnar, að bresku stjórnvöldin vernduðu þá. írar orbnir „Evrópu- sinna&ir" Á þessum viöhorfum noröur- irskra mótmælenda var farin aö veröa breyting í byrjun yfir- standandi áratugar. Mótmæl- endur var fariö aö gruna að stjórnvöld í Lundúnum væru orðin svo áfram um að fá norð- urírsku vargöldina út úr heimin- um, aö þau væru tilbúin aö gefa verulega eftir á kostnaö þar- lendra mótmælenda. Þar að auki sýndi sig sem fyrr að her og lög- regla Breta gátu ekki stöðvab hryðjuverk IRA, sem beindust fyrst og fremst gegn norðurírsk- um mótmælendum. Mótmælendatrúaðir hryöju- verkamenn tóku því upp þá stefnu ab kaþólikkar sem þeir dræpu væru a.m.k. eins margir og mótmælendur sem IRA dræpi. Vera má að af þeirri ástæöu hafi hjörtun eitthvað sig- ib í IRA-mönnum og stuðnings- liöi þeirra. Önnur ástæöa var talsverö breyting sem orðin var á hugar- fari manna í írska lýöveldinu með aðild þess ab Evrópubanda- lagi/Evrópusambandi. Sú aðild hefur verið írum heldur hagstæö efnahagslega séb og er margra mál aö viö þaö hafi dregið úr þjóðernishyggju þeirra. Sam- hliöa því hefur í lýðveldinu dregiö úr samúö og þolinmæði gagnvart IRA. í lýðveldinu eru menn hræddir um ab hryðju- verkastríöiö fæli frá landinu fjár- festa og vilja því fyrir hvern mun sjá fyrir enda óaldarinnar. Ástæban til þess ab IRA rauf vopnahléö var aö líkindum að forystu félagsskapar þessa grun- aöi aö breska stjórnin drægi frið- arviöræöur markvisst á langinn, í von um ab írar báöum megin landamæra væru orönir svo friö- arfúsir ab IRA ætti sér ekki við- reisnar von; væri því mögulegt aö óöldin lognabist út af án nokkurrar frekari eftirgjafar af Eftir sprengjutilrœöi IRA í vibskiptamibstööinni Dockiands í Lundúnum, þar sem tveir menn bibu bana og yfir 100 sœrbust. írland — friður eba óöld á ný? Cerry Adams, leibtogi Sinn Fein: undirmenn hans sagbir tortryggja hann. hálfu Breta. John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, sem styöst viö þingmeirihluta í naumasta lagi og er því kominn upp á stuöning noröurírskra sam- bandssinna á þingi, setti sem skilyröi fyrir aðild Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, aö friöar- viöræöum að IRA afvopnaðist áöur en viðræöur hæfust. Því neitaöi Sinn Fein-IRA. Alþjóöleg sáttanefnd, sem stofnað var til aö tilhlutan stjórna Bretlands og írlands og hverrar formaður er George Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaöur bandarískur, lagði í janúar s.l. fram málamiölunartillögu þess efnis, að hringborösviöræöur allra deiluaöila hæfust samtímis því að hryöjuverkahópar bæði mótmælenda og kaþólikka byrj- ubu aö afvopnast. Því hafnaði Major án þess aö ráöfæra sig fyrst viö írsku stjórnina. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Ótti Sinn Fein-IRA vib kosningar Þar að auki lagði Major til að kosningar yröu látnar fara fram á Norður-írlandi. Horfur eru á aö í kosningum nú myndi Sinn Fe- in lítið fylgi fá, vegna þess að kaþólikkar þar almennt vilja ógjarnan fá óöldina aftur, og ab þær niðurstöður drægju síðan úr mikilvægi Sinn Fein- IRA í samn- ingaviðræöum. írska stjórnin undir forystu Johns Bruton for- sætisráðherra tók um síðir undir uppástunguna um kosningar, þó með tregöu. Stjórnin í Dublin mun hafa þóst sjá, til hvers leik- urinn væri-gerbur hjá Major, og grunab aö Sinn Fein-IRA myndi bregðast illa viö. Enda er líklegt að einmitt horfurnar á kosning- um og ósigri í þeim hafi rábiö úr- siitum um aö IRA hófst handa við hryðjuverk á ný. Fréttaskýrendur ýmsir telja ab þrýstingur aö neöan á forystuna hafi valdib mestu um það. Jafn- vel sé hugsanlegt að hryðjuverk hafi verib hafin á ný án sam- þykkis sumra foringja Sinn Fein- IRA. í breska blabinu The Inde- pendent stendur aö „tilfinninga- þrungin, frumstæö alda ráöleysis og uppgjafar meöal óbreyttra liðsmanna" IRA hafi kaffært for- ystu félagsskaparins. Viðræ&ur á grund- velli tillögu Mitchells Margt bendir til þess aö tor- tryggni hafi magnast milli yfir- og undirmanna í Sinn Fein-IRA á vopnahléstímanum. Að undir- mönnum, sem finnst ekkert hafa áunnist með vopnahlénu, kann að læðast sá grunur að yfir- mönnum þeirra sé nú helst um- hugað að breyta sjálfum sér í „virðulega" stjórnmálamenn. Undirmönnunum, sem í áratugi hafa haft baráttuna fyrir samein- ingu írlands í eitt ríki til sjálfs- réttlætingar, kann aö sýnast aö yfirmenn þeirra vilji nú „fórna" þeirri baráttu fyrir eigin frama- vonir. Þar að auki hafa virkir IRA-menn haft veruleg áhrif í kaþólska samfélaginu á Norður- írlandi í skjóli óaldarinnar. Taki hún enda, eru horfur á því aö úr þeim hlunnindum dragi. Þegar þetta er ritað herma fregnir að Major og Bruton hafi oröið sammála um að hafnar skuli í júní viðræður á grundvelli málamiðlunartillögu Mitchells, gegn því að IRA hætti tilræðum. Einhverjir segja efalaust að þetta sýni aö Sinn Fein-IRA hafi sprengt sér leib að samninga- borðinu. En staða þeirra samtaka til samninga er veik, m.a. vegna þess aö endurupptaka tilræöa hefur dregiö úr áliti stjórna ír- lands og Bandaríkjanna á for- ingjum þeirra. Annað, sem veik- ir samningsstööu Sinn Fein-IRA, er ab noröurírskum kaþólikkum almennt er mjög á móti skapi aö óöldin hefjist á ný og að írska stjórnin vill flest frekar en óöld áfram. írlandsstjórn hefur í því sambandi í huga m.a. að af hálfu norðurírskra mótmælenda hefur verið gefiö í skyn, aö hryðju- verkamenn af því sauðahúsi muni hefna hryöjuverka IRA í Bretlandi meö hryöjuverkum í írska lýðveldinu. Þaö er í sam- ræmi við vaxandi hörku af þeirra hálfu árin ábur en vopna- hléö hófst. Hætt er viö aö slíkt myndi draga úr ábatanum, sem lýöveldiö hefur upp úr ESB-abild sinni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.