Tíminn - 03.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.04.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 3. apríl 1996 Mw 7 Kaupfélag Eyfiröinga: Endurskoðun boðuð á nokkr- um þáttum starfseminnnar Félagsmenn hlýba á umrœbur á abalfundi Kaupfélags Eyfirbinga. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfiröinga, bobaöi endurskob- un á nokkrum þáttum starf- semi kaupfélagsins á abal- fundi þess á Akureyri síöastlib- inn laugardag. Er þar um ab ræba starfsemi sem einkennst hefur af taprekstri ab undan- förnu. Þessir þættir eru eink- um rekstur vöruhúss kaupfé- lagins viö Hafnarstræti, rekst- ur Hótels KEA og rekstur frysti- húsa dótturfyrirtækis félagsins á Dalvík og í Hrísey. Kaupfé- lagsstjóri lýsti því yfir ab Kaupfélag Eyfiröinga myndi ekki leggja meira hlutafé í AK- VA sem annast markabsleit og útflutning á fersku vatni til Bandaríkjanna. Þá ræddi kaupfélagsstjóri um endur- skipulagningu á stjórnkerfi kaupfélagsins og ab gera yrbi upp vib sig á hvern hátt Kaup- félag Eyfirbinga ætli ab starfa í framtíöinni. í skýrslu kaupfélagsstjóra kemur fram ab rekstur vöruhúss- ins hafi gengiö illa á árinu 1995. Miklar birgöir hafi veriö til í byrjun ársins, er ekki hafi nábst ab selja, þannig ab hluti þeirra hafi veriö settur á sérstaka rým- ingarsölu í október er skapaö hafi mikiö rekstrartap fyrir deildina. í ársbyrjun hafi einnig veriö tekin ákvörðun um breytt innkaup og hafi hún skilað nokkrum árangri í meiri veltu- hraöa og minni byrgðum en sala hafi oröiö minni síöari hluta árs en gert hafi verið ráö fyrir og stafi þaö einkum af aukinni sam- keppni í verslun meö fatnað og aörar vörur sem vöruhúsið bjóöi til sölu. Kaupfélagsstjóri sagöi þrjár leiöir koma til greina við uppstokkun á rekstri vöruhúss- ins. Að halda honum óbreyttum meö nokkrum hagræöingum, að leigja hluta hans út eöa jafnvel allan og aö hætta rekstri þess meö öllu. Hann sagði aö rætt mundi veröa viö aðila er sýnt hafi áhuga á að taka aö sér versl- unarrekstur í núverandi hús- næöi vöruhússins en of snemmt væri aö segja til um hver árang- ur af þeim yrði. Meira hráefni, vebmæt- ari pakkningar og leigja eigin kvóta út Varðandi rekstur frystihús- anna sagði kaupfélagsstjóri aö vinna veröi aö öflun meira hrá- efnis auk hagræöingar. Ekki stæöi til aö draga úr starfsemi þeirra og reynt yröi aö ráöast að þeim vanda sem fyrir væri með aukinni verömætasköpun. í því efni yröi aö ná fram meiri af- köstum, framleiða í verðmætari pakkningar og nota minna af eigin kvóta en leigja hann þess í staö út. Það hafi aö nokkru verið gert á síðasta ári og framhald veröi á því á þessu ári. Kaupfé- lagsstjóri kvaö horfur um af- komu landvinnslunnar á árinu 1996 ekki betri en á árinu áöur. Erlendar verðlækkanir væru í farvatninu og ljóst að stjórnvöld muni ekki aö grípa inn í og leið- rétta gengni krónunnar. Vanda Hótels KEA kvaö kaup- félagsstjóri ekki nýjan af nál- inni. Tap hafi veriö á rekstri þess til margra ára og markaðsfor- sendur ekki þær sömu og gert hafi verið ráö fyrir þegar stækk- un þess og endurbygging var ákveðin á sínum tíma. Á síðasta ári hafi fyrstu mánuðirnir verið slakir vegna afleitrar veðráttu og sumarið einnig farið hægt af staö. Aö hluta stafi þaö af erfibu tíöarfari en bókanir erlendis frá hafi heldur ekki skilað sér nema í meðallagi. Kaupfélagsstjóri sagði nauðsynlegt að efla mark- aösmál hótelsins og einnig komi til greina aö leigja veitingarekst- ur þess einstökum aðilum. Hann sagöi aö á síðasta ári hafi veriö lagt í nokkurn kostnaö við breytingar á Súlnabergi, veit- ingastaö á neðstu hæö hótelsins. Þær breytingar hafi haft allmik- inn kostnaö í för með sér og á þessu ári komi í ljós hvort þessar breytingar nái aö skila auknum tekjum. Samdráttur í olíusölu, verbhækkanir og auk- inn launakostnabur í heild nam brúttóvelta Kaup- félags Eyfiröinga og dótturfyrir- tækja um 9,4 milljörðum króna á árinu 1995 og dróst saman um þaö bil 1% á milli ára. Um 47 milljón króna tap varö á rekstri móðurfélagsins en dótturfyrir- tæki voru rekin meö um 3 millj- ón króna hagnaöi þannig að tap samstæöunnar varö um 44 millj- ónir króna. Til samanburðar má geta þess aö um 95 milljón króna hagnaöur varð af rekstri móöurfélags Kaupfélags Eyfirð- inga áriö 1994. í skýrslu kaupfé- lagsstjóra kemur fram aö rekst- urinn hafi einkum einkennst af tvennu á síðasta ári. Annars veg- ar af hækkandi kostnaöi en hins vegar lækkandi tekjum. Kaupfé- lagsstjóri sagöi samdráttinn einkum stafa af minnkandi olíu- sölu eftir að Útgeröarfélag Akur- eyringa hf. hóf viðskipti við annað olíusölufyrirtæki og auknum launakostnaði er varö samfara nýjum kjarasamning- um. Þá hafi mikil verðhækkun á hverskonar umbúðum ásamt öðrum vaxandi kostnaði gert rekstrinum erfibara fyrir. Þannig hafi tekjur móöurfélagsins lækk- að um 2% á milli ára á sama Mynd: Þl tíma og kostnaður hafi hækkað um 1%. Bætt staba dótturfyrlr- tækjanna Kaupfélag Eyfirðinga á nú meirihluta í níu starfandi hluta- félögum er mynda samstæöu þess. Á árinu 1995 varö hlut- deild kaupfélagsins í hagnaði og tapi þessara fyrirtækja um 3 milljónir króna en árið áöur varð þessi hlutdeild 79 milljón króna tap. Er það hefur verið dregiö frá hagnaði móöurfélags- ins á því ári aö upphæö 95 millj- ónir króna var heildar útkoma kaupfélagsins og dótturfyrir- tækja um 16 milljónir króna í hagnað á árinu 1994. í heild batnabi rekstur dótturfyrirtækj- anna því mikið á milli ára þótt erfiðleikar hafi vaxiö í rekstri móðurfélagsins. Mest tap af rekstri dótturfélags varö af AK- VA hf. og AKVA-USA er sjá um átöppun og sölu á vatni. Rekstr- aráætlanir fyrir áriö 1995 gerðu ráö fyrir að félagið gæti fjár- magna sig sjálft á því ári og einnig í framtíðinni. Þessar áætl- anir gengu að mestu leyti eftir fyrir síöasta ár þar sem sala á vatni fer vaxandi. Þótt rekstrar- tap af vatnsútflutningnum fari minnkandi er að sögn kaupfé- lagsstjóra ekki útséð meö hvern- ig þessari tilraun leiðir af. Sá fjár- hagslegi stuðningur sem AKVA- USA fær er nú eingöngu fólgin í því aö fyrirtækið fær rúma greiðsluskilmála á vatni sem þaö kaupir af AKVA hf. Er þaö sam- kvæmt samkomulagi sem gert var þegar hlutafé AKVA-USA var aukiö á árinu 1994. Bandarískir aöilar eru nú þegar hluthafar í AKVA-USA og hafa viðræður far- iö fram við ýmsa aðila um að koma að þessum vatnsútflutn- ingi þótt of snemmt sé aö spá fyrir um árangurinn af þeim. AKVA hf. hefur skuldbundiö sig til þess ab afhenda AKVA-USA vatn fyrir eina milljón dollara og mun um helmingur þess vatns vera farinn vestur um haf. Ný starfsmannastefna er byggir á menntun og góbu vinnuumhverfi Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- inga voru kynnt drög að nýrri starfsmannastefnu félagsins, sem unnin hafa verið aö undan- förnu og eru helstu stefnumið hennar ab fá vel menntað starfs- fólk og gera vinnuumhverfi þess aðlaöandi. í drögum ab starfs- mannastefnu segir meöal annars aö efla beri fræöslu og þekkingu á öllu því er að starfi hvers og eins lítur. Þá beri aö ráöa áhuga- samt og traust starfsfólk og efla beri hlut kvenna í stjórnunar- stööum. Er störf losna skuli hug- aö aö möguleikum aö tilfærslu innan fyrirtækisins áöur en störf verbi auglýst þannig að fólk eigi möguleika á að færast til í störf- um. Þá veröi athugað hvort unnt verið að koma á frammistöðu- mati og láta þá ráöa einhverju um samninga um kjör. Engar samþykktir voru geröar varöandi starfsmannastefnuna en gert er ráö fyrir að áfram verði unnið ab því að móta hana á þeim grunni sem fram er komin. -ÞI Iskönnunarflug: ísdreifar, stakir jakar og mjóar ís- spangir allt til lands frá Kögri oð Selskeri: Siglingaleibin fyrir Hom varasöm í myrkri Þrjár sjómílur NNV af Selskeri var meginísbrúnin naest landi þegar skipherrar Landhelgis- gæslunnar fóru í ískönnunar- flug út af Vestfjörðum og úti fyrir Norðurlandi sl. mánu- dag. Sögðu þeir siglingaleið- ina fyrir Horn mjög varasama í myrkri og slæmu skyggni þar sem mikið væri um staka jaka og ísspangir sem sjást illa í rat- sjá. Þéttleiki íssins hafi víðast verið 1-3 til 4-6/10 næst ís- brúninni en víða hafi síðan verið íshrafl 10 sjómílur út frá ísjaðrinum. Veður til ískönn- unar sögðu skipherrar hafa verið slæmt vegna lélegs skyggnis. Næst landi lá meginísbrúnin um eftirtalda staöi: 37 sjómílur NV af Blakk og frá þeim staö ísdreifar í allt að 15 sjómílna fjarlægð til SA. 28 sjómílur NV af Deild. 12 sjómílur N af Kögri og mjó ísspöng þaðan allt til lands viö Kögur. 8 sjómílur NA af Horni. 24 sjómílur NV af Rifsnesi. 43 sjómílur V af Kolbeinsey. 52 sjómílur N af Kolbeinsey 65 sjómílur N af Melrakka- sléttu. Frá Kögri og allt að Selskeri voru ísdreifar, stakir jakar og mjóar ísspangir allt til lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.