Tíminn - 04.04.1996, Síða 12

Tíminn - 04.04.1996, Síða 12
& ÖRKIN /SÍA BL095 12 Fimmtudagur 4. apríl 1996 LADA getur verið raunhæfur kostur fyrir þig Lada Sport - Öflugri og betur búinn. Mun öflugri vél, léttara stýri, stærra farangursrými, betri sæti, ný og breytt innrétting. 989.000 kr. Lada Skutbíll - Rúmgóður og kraftmikill Hentar þeim sem þurfa talsvert farangursrými. Jafnvígur sem vinnubíl! og fjölskyldubíll. 697.000 kr. Lada Samara - Lúxus án íburðar. Samara er rúmgóður, sparneytinn og ódýr bíll sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi í gegnum tíðina. 664.000 kr. Lada Safír - Ódýrasti bíllinn á íslandi. Sterkbyggður og eyðslugrannur fimm manna bíll sem hentar vel í bæjarakstri og er öruggur í langferðum. 588.000 kr. Negld vetrardekk og sumardekk fylgja. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 John Travolta í danssveiflunni frœgu í Saturday Night Fever. Köflótt stjömuskin hjá John Travolta Eftir velgengni Pulp Fiction hefur leibin legib upp á vib hjá John Travolta eftir mögur ár þar á undan. Nú er svo komib ab á stuttum tíma hafa tvær myndir meb honum í abalhlutverki verib meb þeim absóknarmestu í Bandaríkjun- um. Þetta eru Náib þeim stutta (sjá umfjöllun annars stabar á síbunni) og Brotin ör sem Regnboginn frumsýnir innan skamms. Ferill hans hefur þó verib ansi rysjóttur en þótt hann hrapi úr svibs- ljósinu um tíma virbist hann alltaf rísa upp aftur (hann er kallabur „The Comeback King'' í Hollywood). Travolta fæddist í Englewood í New Jersey 18. febrúar 1954 og er því tiltölulega nýkominn á fimmtugsaldurinn. Hann hætti í skóla 16 ára gamall til að reyna fyrir sér sem leikari og fyrsta alvörutækifærib kom þeg- ar hann fékk hlutverk Dannys Zuko í söngleiknum Grease. Hann átti síðar eftir aö verða stórstjarna þegar hann lék sama hlutverk á móti Oliviu Newton- John í kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum. Stuttu áður hafði hann getið sér gott orð KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON fyrir ab leika dansarann Tony Manero í Saturday Night Fever og hlotið sína fyrstu tiinefningu til Óskarsverðlauna. Báðar myndirnar eru á meðal aðsókn- armestu mynda sögunnar en tekjurnar af Grease voru um 400 milljónir dollara. Eftir að ferill Travolta tók þetta risastökk og strákar út um allan heim höfðu hermt eftir klísturgreiðslunni frægu úr Gre- ase var varla hægt annað en að fara niður á við. John Travolta fór ansi nálægt botninum. í rúmlega 10 ár var fátt um fína drætti í kvikmyndum með hon- um í aðalhlutverki. Myndir eins og Two of a Kind, þar sem hann lék á ný á móti Oliviu Newton- John, og Perfect eru hroðalegt minnismerki um þennan tíma. Eftir þá síðarnefndu tók hann sér frí frá kvikmyndaleik í fjög- ur ár en birtist aftur í gaman- myndinni Look Who's Talking árib 1990 sem varð óvæntur smellur. Þegar hlutirnir höfðu snúist honum í hag virtist sagan ætla að endurtaka sig. Gæði mynd- anna sem á eftir fylgdu minnk- uðu með hverri mynd og flestir voru við það ab gleyma John Travolta á ný. Þá gerðist það að efnilegur leikstjóri í Hollywood, Quentin Tarantino, bauð hon- um að leika glæpamanninn og eiturlyfjafíkilinn Vincent Vega í Pulp Fiction. Hún sló eftir- minnilega í gegn og Travolta hlaut sína aðra tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðan þetta gerðist hefur hon- um tekist að halda ferlinum réttu megin við strikið, a.m.k. ef litið er á aðsóknartölur. Það verður gaman að sjá hvort næstu myndir Travolta, Pheno- menon og Michael, ná að fanga athygli kvikmyndahúsagesta. Listi yfir myndir John Travolta 1. Broken Arrow (1996) 2. Michael (1996) 3. Phenomenon (1996) 4. Get Shorty (1995) 5. White Man's Burden (1995) 6. Pulp Fiction (1994) 7. Look Who's Talking Now 8. Boris and Natasha (1991) 9. Chains of Gold (1991) Okurlánari í Hollywood Náib þeim stutta (Get Shorty) *★* Handrit: Scott Frank. Byggt á samnefndri skáldsögu Elmores Leonard Leikstjóri: Barry Sonnenfeld Abalhlutverk: john Travolta, Gene Hack- man, Danny DeVito, Rene Russo, Dennis Farina, Delroy Lindo, james Gandolfini og David Paymer Laugarásbíó Bönnub innan 12 ára Það er stór hópur úrvalsleikara sem fer með abalhlutverkin í Náib þeim stutta en honum stjórnar Barry Sonnenfeld, sem upphaflega var þekktur töku- maður áöur en hann sneri sér að leikstjórn og gerbi ágæta mynd um Addams-fjölskylduna. Hon- um hefur síöan vaxiö ásmegin og er hér kominn með sína bestu mynd til þessa. John Travolta leikur hér mjög skemmtilega persónu, okurlán- arann Chili Palmer, sem orðinn er leiður á starfinu. Hann fer til Los Angeles til ab leita tveggja manna sem skulda af lánum og annar þeirra er ruslmyndafram- leiðandinn Harry Zimm (Hack- man). Sá á ekki bót fyrir rassinn á sér en hefur með klækjum komist yfir gott handrit að kvik- mynd. Palmer, sem alltaf hefur haft áhuga á kvikmyndum, ræbst með honum í verkefnið en til að þab gangi upp verður að ná í þann stutta, hinn mikils- virta leikara Martin Weir (Danny DeVito). Málin flækjast hins vegar þegar fleiri lána- drottnar Zimms fara að krefja hann um borgun og þar ab auki á snarbilaður mafíósi, Ray Bones (Dennis Farina), ýmislegt sökótt við Palmer. Kvikmyndabransinn í Holly- wood fær aldeilis á baukinn í ágætu handriti Scotts Frank en myndin byggir á sögu eftir hinn vinsæla reyfarahöfund Elmore Leonard. Gáfurnar eru yfirleitt ekkert að flækjast fyrir persón- unum, hvort sem um er að ræða misvitra glæpamenn eða virta „stórleikara". Okurlánarinn Chili Palmer er hins vegar fædd- ur til að vera kvikmyndafram- leiðandi í borginni; getur lagt kalt mat á peningamálin og sér auðveldlega í gegnum tvískinn- ungshátt íbúa Hollywood. Nokkrar kostulegar aukaper- sónur koma við sögu og reyndar er það þess virði að sjá myndina þótt ekki væri nema bara til aö kynnast Ray Bones, frábærlega leiknum af Dennis Farina. Af öbmm leikurum er þab að segja ab John Travolta passar hárfínt í hlutverk Chili Palmers og það er dálítið fyndið út af fyrir sig að sjá Gene Hackman leika frekar misheppnaða týpu. Hann er allt annað en vanur því. Það mætti sjálfsagt fetta fingur út í ýmsar gloppur í söguþræði, t.d. vantar dálítiö upp á að sum- ar hliðarsögur séu klárabar enda persónur mjög margar, en sem gamanmynd og afþreying stend- ur Náið þeim stutta fyllilega fyr- ir sínu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.