Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 2
2 HHHWttt LANDBÚNAÐUR Föstudagur 3. maí 1996 Guömundur Lárusson, formabur Landssambands kúabœnda: Ekki ætlunin að útrýma íslenska kúakyninu — en norskir erföavísar gœtu oröiö iiöur í rœktunarstarfi „Þab er ekki ætlunin ab slátra 30 þúsund kúm og setja kjöt- ib á markab til þess ab flytja hingab kúastofn frá Noregi, eins og heyrst hefur ab eigi ab gera. Slíkt er alger misskiln- ingur, en ef til vill dæmigerb- ur málflutningur fyrir þab fár, sem virbist hafa gripib um sig vegna hugmynda um kynbætur á íslenska kúakyn- inu meb erfbaefni úr norska kúastofninum," sagbi Gub- mundur Lárusson, formabur Landssambands kúabænda, þegar tíbindamabur heim- sótti hann ab Stekkum í Flóa á sumardaginn fyrsta. Gubmundur var að undirbúa dreifingu áburðar, þegar tíb- ndamann bar að garði, sagði rost horfið úr jörð og þetta vrði í fyrsta skipti í langan tíma sem áburðardreifingu myndi júka í apríl. Ekki var þó ætlun- n að ræða um vorkomuna, sem er óvenju snemma á ferð þetta árið, heldur nautgripa- ræktina, aðstæður kúabænda og síðast en ekki síst hugmynd- ir um að kynbæta kúastofninn _ með norskum erfðaefnum, sem miklar umræður hafa orðið um að undanförnu og farið hafa fyrir brjóstið á ýmsum sóma- kærum landanum. íslenska kýr- in hefur meðal annars verið sögð erfðafræðilegt verðmæti, henni hefur verið líkt við „brúnaljósin brúnu", augun sem séu „eins og í huldumey", nautgriparæktarforystan sögð í kastþröng og ortur hefur verið bragur til heiðurs kúnni í söl- um Alþingis. Guðmundur kveðst ekki fylli- lega átta sig á hvernig þessi umræða hafi farið af stað með þeim hætti sem orðið hefur, þar sem ekki sé um nýjar hug- myndir að ræða. Málið hafi verið rætt á fundum Landssam- bands kúabænda og Búnaðar- þingum, auk þess sem saman- burðarrannsókn hafi verið gerð á norskum og íslenskum kvíg- um í Færeyjum og niðurstöður þeirrar könnunar kynntar á ráðunautafundi Bændasamtak- anna á liðnum vetri. Á grun- velli þeirra hafi verið rætt um möguleika á að flytja fósturvísa úr norskum kúm hingað til lands til ræktunar í einangrun- arstöðinni í Hrísey. Hugmyndirnar fyrst ræddar1993 — Hvert er upphafið að þessum hugmyndum? „Á undanförnum árum hafa kúabændur, eins og aðrir sem stunda landbúnaðarfram- leiðslu, þurft að hagræða rekstri sínum í ljósi minnkandi fram- leiðsluheimilda og vaxandi kostnaðar. Til þess hefur verið leitað ýmissa leiða og meðal annars horft til þess hvort auka mætti afurðagetu kúnna þann- ig að færri gripi þurfi til þess að ná því framleiðslumagni sem bændum er heimilt aö fram- leiða samkvæmt búvörusamn- ingi. Eitt af því, sem menn hafa rætt um, er hvort hyggilegt geti verið að hraða kynbótum kúa- stofnsins með því að blanda hann öðrum stofni sem lengur hefur verið í ræktun og gefi meiri afurðir af hverjum grip. Vegna einangrunar landsins og sjúkdómavarna höfum við ekki möguleika til þess að flytja lif- andi gripi hingað, heldur verð- ur að vinna slíkt rannsókna- starf með innflutningi fóstur- vísa og ræktun þeirra í einangr- unarstöðinni í Hrísey. Hug- myndir um þetta voru fyrst ræddar á aðalfundi Landssam- bands kúabænda á Blönduósi haustið 1993. Málið var einnig tekið upp á Búnaðarþingi 1995 og fékk þar mjög jákvæðar und- irtektir." Árið 1994 hófst samanburð- arrannsókn á íslenskum og norskum kúm í tilraunastöð- inni í Kollafirði í Færeyjum. Samanburðarrannsóknin var styrkt af Landssambandi kúa- bænda, Framleiönisjóði land- búnaðarins og Rannsóknasjóði Þótt Cuömundur Lárusson leiöi samtök kúabœnda, þá er einnig aö finna annan búsmala í útihúsum á Stekkum. Hér er formaöurinn meö einum vina sinna. ríkisins, auk þess sem Nord- Vest sjóðurinn veitti styrk til hennar. Guðmundur segir rannsóknina stóran lið í þessu máli, því mikilvægt er að fá áþreifanlega sönnun fyrir því að eftir einhverju geti verið að sækjast frá norska kúakyninu. í niðurstöðum úr tilrauninni í Kollafirði kemur fram aö norsku kýrnar mjólkuðu um 24% meira en þær íslensku á fyrsta hálfa ári mjólkurskeiðs- ins og mjólkuðu að jafnaði um þremur lítrum meira á dag. Það þýðir 6 til 7% meiri framlegð miðað við mjólkurverð, þegar tillit hefur verið tekið til fóðr- unar, en vegna meiri afurða- magns norsku kúnna var þeim gefið nokkru meira magn af kjarnfóðri og votheyi, en þurr- hey var gefið eftir vild. íslenska ; kýrin mjólkar að meðaltali um 4000 til 4500 lítra á ári, en flest kúakyn á meginlandinu að norsku kúnni meðtalinni mjólka á bilinu 6000 til 8000 lítra á ári. Dæmi munu vera um kýr sem mjólka allt að 10 þús- Formaöur Landssambands kúabœnda hugar aö bústofni sínum á sumar- daginn fyrsta. Guðmundur segir að eðlilega verði áfram unnið að ræktun innlenda kúastofnsins. íslensk- ar kýr hafi ekki veriö ræktaðar með skipulegum hætti nema í um fjóra til fimm áratugi. Um eiginlegt kynbótastarf hafi ekki verið að ræða hér á landi fyrr en sæðingar voru teknar upp, en þær hófust um 1950 á stærstu mjólkurframleiðslu- svæðunum og náðu ekki til alls landsins fyrr en með tilkomu Nautastöðvarinnar á Hvanneyri um tveimur áratugum síðar. Með hliðsjón af þessum skamma tíma hafi góður árang- ur náðst, en ekki sé raunhæft að bera kúastofn, sem hafi ein- ungis verið svo skamman tíma í ræktun, saman við stofna sem ræktaðir hafi verið á mun lengra tímabili. Guðmundur segir að árangur af tilrauna- og ræktunarstarfi komi til með að ráða því, hvort blandað kúakyn verði að ein- hverju leyti ráðandi hér á landi í framtíðinni eða hvort lögð verði áhersla á að halda ís- lenska kúastofninum óblönd- uðum. Ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að hafa tvö kyn: alíslenskt og kyn sem blandað sé norskum stofni. En ef blönd- uðu kýrnar reynist áberandi betur, megi gera ráð fyrir að þær verði ráðandi í framtíðinni í ljósi aukinna krafna um hag- ræðingu og framleiðni í mat- ; vælaframleiðslu, sem kúabænd- ur geti ekki litið framhjá. Slíkt verði þó ekki á næstu árum. Engin sönnun fyrir aö norsku kýrnar nýti ekki íslenskt fóöur — Andstœðingar þessa hafa bent á ýmsa vankanta, til dœmis und lítra á ári, samkvæmt dönskum heimildum. Því er um verulegan mun að ræða. íslenski stofninn aö- eins um 40 til 50 ár í ræktun — Er ekki hyggilegra að vinna áfram að rœktim íslenska stofns- ins, fremur en blanda hann með erfðaefni annarra kúakynja? „Um þetta geta menn að sjálfsögðu deilt og gera þessa dagana. í þessu sambandi má benda á að við ræktunarstörf hefur mismunandi kúastofnum verið blandað saman með góð- um árangri. Ýmis dæmi eru til um slíka blöndun, bæði hvað mjólkurkýr og kjötkyn varðar. Kúakyn hafa ýmsa eiginleika, bæði æskilega og óæskilega, og með ræktun og blöndun kynja má efla jákvæðu eiginleikana á kostnað hinna neikvæbu. Þetta er hægt að rannsaka án þess að taka neina ákvörðun um að út- rýma íslenska kúastofninum." þá að norskar kýr þurfi allt annað fóður en þœr íslensku. Hvað viltu segja um það? „Ég tel að menn séu alltof fljótir að fullyrða um þetta. Það hefur ekkert komiö fram um að norsku kýrnar geti ekki nýtt gróffóður til samræmis við þær íslensku. Þetta er engu að síður einn þeirra þátta sem kanna þarf með tilraunum, þegar komnir verða fram einstakling- ar af íslensku og norsku bergi brotnir. Ástæður þess að Norð- menn og flestir Evrópubúar fóðra nautgripi á öðru fóðri en við íslendingar felast í land- fræðilegum aðstæðum en ekki í mismunandi aðlögunarhæfni hinna ýmsu kúakynja að gróf- fóðri og mjöli. Bændur í Evr- ópu búa yfirleitt við land- þrengsli og verða að miða fóð- uröflun sína við sem mesta uppskeru af flatareiningu. Því er í mörgum tilfellum hag- kvæmast fyrir þá að rækta bygg og hafra til fóðrunar nautgripa. Af þeim orsökum eru þetta helstu fóðurtegundir mjólkur- kúa í Noregi og annarstabar í Evrópu. Vegna kaldrar veðráttu hér á landi á kornrækt erfiðara uppdráttar, en í ljósi reynslu undanfarinna ára eigum við ýmsa möguleika á því sviði. Því er ekki útilokað að innlend kornframleiðsla eigi eftir að verða vaxandi hluti af fóbri nautgripa hér á landi, en þab breytir engu um að erlend kúa- kyn eiga að geta nýtt sér gróf- fóður eins og íslenska kynið." Mörg fjós komln á stig endurnýjunar — Norsku kýmar eru stcerri og ýmsir telja að þœr passi ekki í innréttingar íslenskra fjósa. Mun þurfa að endurbyggja öll fjós á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.