Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 12
12 IIÍDHmH LANDBÚNAÐUR 1 Föstudagur 3. maí 1996 Mjólkurtankar meb sambyggðu sjálf- virku hreinsikerfi Á þessari mynd má sjá mjólkurtank meb sambyggbu sjálfvirku hreinsikerfi. Á myndina vantar kœlivél, sem jafnan er stabsett annars stabar. Áræbi ehf. hefur starfaí) í núver- andi formi síðan 1994 og er því á sínu þriðja starfsári. Fyrirtækið er til húsa að Höfbabakka 9 í Reykjavík. Aðaleigendur þess eru Arnór Valgeirsson fram- kvæmdastjóri og fjölskylda hans. Arnór segir að meðal helstu verkefna fyrirtækisins á síðasta ári hefði verið innflutningur á Muell- er mjólkurtönkum, sem keyptir voru til endurnýjunar á eldri mjólkurtönkum, sem orðnir eru 20 til 25 ára gamlir. Mueller mjólkurtankar eru boðnir bæði sem opnir tankar eða lokaðir, með sambyggðu sjálfvirku hreinsikerfi. Um breytilegan búnað og fjöl- margar stærðir er að ræða. Mueller mjólkurtankar eru að sögn Arnórs mest seldu mjólkur- tankarnir hér á landi og hefur Áræði átt gott samstarf við mjólk- ursamlögin og mjólkurframleið- endur um kynningu þeirra, sölu og þjónustu. Þeir Mueller tankar, sem Áræði selur í dag, eru fram- leiddir af fyrirtækinu S.S.P. Lich- tenwoorde B.V. Reiknað er með, að talsverð endurnýjun verði á mjólkurtönkum á næstu árum, bæði vegna langs notkunartíma þeirra mjólkurtanka, sem fyrir eru, svo og breytinga á tæknibúnaði og kælimiðlun. Á síðasta ári tók Áræði að sér umboð hér á landi fyrir franska fyrirtækið Renault Agriculture S.A., sem framleitt hefur dráttar- vélar frá því um 1918 og hefur mikla reynslu á því sviði. Renault dráttarvélar eru í dag seldar í flest- um Evrópulöndum, auk margra landa í Afríku og Asíu. Arnór segir þær vera tæknilega mjög vel bún- ar og aö öllu leyti mjög hagkvæm- ar dráttarvélar til notkunar hér á landi. Arnór segir Áræði geta boð- ið Renault dráttarvélar í stærðun- um frá 65-170 hestafla dráttarvélar með afturhjóladrifi eða fjórhjóla- drifi og margvíslegum búnaði eftir þörfum kaupenda. í þeim tilgangi að kynna vænt- anlegum viðskiptavinum Renault dráttarvélarnar, hélt fyrirtækið s.l. haust 18 sýningar víðsvegar á landinu, þar sem sýnd var dráttar- vél af gerðinni Renault Ceres 95X 4X4. Að auki var á tveimur sýn- ingum á Austurlandi sýnd vél af gerðinni 103.54 TX 4X4. Sýning- arnar voru mjög vel sóttar og not- uðu margir sér tækifærið til þess að kynna sér þessa kosti Renault dráttarvélanna og tæknilegan búnað þeirra, svo og að prófa þær. Fyrir stuttu hefur Áræði tekið að sér umboð hér á landi fyrir Strojna Industrija í Slóveníu, sem fram- leitt hefur SlP-heyvinnuvélar í 40 ár. Til aö byrja með munu verða boðnar SIP sláttuþyrlur, diska- sláttuvélar, múgavélar og heyþyrl- ur frá fyrirtækinu, en Arnór sagði að stefnt yrði að því að auka úrval- ið eftir þörfum. Áræði er umboðsaðili hér á landi fyrir fóðurvörur frá viður- kenndum framleiðendum í Sví- þjóð og Hollandi. Verði núverandi fóðurskattar á fóðurblöndur og fóðurefni felldir niður að ein- hverju eða öllu leyti, telur Arnór að möguleikar verði fyrir Áræði til að bjóða viðskiptamönnum sínum fjölbreytt úrval af fóðurblöndum og ýmsum fóðurvörum. -PS KJÖRBÓK ik Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Kjörbók Landsbanka íslands hefur í 12 ár verið hagstæðasta og vinsælasta óbundna bankabók landsins. Þann tíma hefur innstæda yfir 80.000 þúsund íslendinga vaxið og dafnað - rétt eins og Vala Flosadóttir 18 ára Evrópumeistari í stangarstökki. Báðar eru fremstar á sínu sviði hér á landi og þótt víðar væri leitað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.