Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. júlí 1996
5
Cuöni Ágústsson:
Kvótinn bögglast fyrir brjóstinu á mörgum
Tveir af aðalatvinnuvegum okkar búa
við kvótakerfi sem tekið var upp við
miklar þrengingar á síðasta áratug. Fiski-
skipastóllinn var orðinn alltof stór mið-
að við þann afla sem við treystum okkur
til að veiða úr auðlind sjávarins. Það
varð að skipta og skammta mönnum
veiðirétt. Kerfinu hafa fylgt kostir, en
jafnframt ókostir og deilur.
Á kvótatímabilinu hefur orðið bylting
í meðferð aflans. Segja má að fisk-
vinnsluhúsin hafi breyst í háþróuð mat-
vælafyrirtæki og reynt er að nýta allt
sem að landi kemur og gera að sem
mestu verðmæti.
Menn skilja nú að auðlindin er tak-
mörkuð, stofnarnir þurfa á friðun að
halda og allt er takmarkaö í henni ver-
öld. Auðlindir eru takmarkaðar og
ganga til þurrðar ef rányrkja er stunduð.
Böl eöa blessun
Alveg er sama við hvaða kerfi er búið,
þau þarf að þróa og sníða gallana af
þeim jafnóðum.
í gegnum tíðina hefur kvótakerfið tek-
ið allmiklum breytingum, en þó er svo
komið að nokkur atriði skipta þjóðinni í
tvær fylkingar og bendir margt til þess
að deilur um kerfið fari harðnandi.
Það er fullyrt að fiski sé hent í sjóinn
og menn eru byrjaðir að tala um slíkt
opinskátt og komast upp með slíkan
glæp án þess að löggæsla sé aukin. Eitt
sinn áttu íslendingar öflugan sjóher í
Landhelgisgæslunni, sem varði land-
helgina og hélt uppi aga á hafinu. Þenn-
an þátt verður að styrkja á nýjan leik og
endurskipuleggja, bæði gagnvart okkar
fiskimönnum og erlendum skipum sem
fiska við landhelgina og gerast brotleg æ
oftar, eftir fréttum að dæma.
Grunur leikur á að talsverðu magni af
þorski sé landað framhjá vigt og þannig
þrífist svindl sem erfitt er að líða. En
spyrja má: Býður kerfið upp á þetta
hvort tveggja, að fiski sé hent og landað
sé framhjá vigt?
Bátar berjast á þorskaslóð í leit að öðr-
um tegundum, en eiga engan eða tak-
markaðan þorskkvóta. Hvar er undir-
málsfiskurinn og hvar er dauður neta-
þorskur? Kerfið er ekki gott, ef hinir
bestu menn finna sig knúna til að brjóta
lög og ganga grýttan veg þar sem sið-
ferðiskennd brestur.
Fiskvinnsla í landi
Nú blasir við mikill vandi í fisk-
vinnslu í landi og
raddir heyrast um að
erfitt verði að halda
rekstri áfram. Fisk- IVICflll
vinnsluhúsum verði
lokað og landverkafólk qq
tapi vinnu sinni. #
Úrræðið, sem ráða- |¥)3|pfnÍ
menn senda fisk-
vinnslunni, er hagræð-
ið. Þetta stórbrotna ----------------
töfraorð sem allt á að leysa. Þá er lausn-
in oft frystiskip sem siglir burt út í hafs-
auga með atvinnuna og eftir stendur
snautt sjávarþorp.
Sú þróun blasir víða við að eigendur
kvótans hugsa sitt ráð í gegnum arðinn
en ekki tilfinningar fólks og stöðu
byggðar.
Hallarekstur þýðir gjaldþrot, vari
hann ár eftir ár. Nú er meirihluti hluta-
fés í mörgum fiskvinnsluhúsum byggð-
anna, og þar með kvótanum, kominn í
hendurnar á þjónustufyrirtækjunum:
tryggingafélögum, olíufélögum, flutn-
inga- og sölufyrirtækjum. Þetta hefðu
þótt tíðindi hér áður. Nú skal ekki lasta
metnað þessara fyrirtækja, en hvað þýð-
ir þessi þróun í framtíðinni? Það er
spurning.
Sala og leiga á kvóta
Enn hef ég ekki minnst á það atriði,
sem mest fer í taugarnar á mönnum, en
það er sala og leiga á kvóta til sjávar og
sveita.
Framleiðsluréttur til sveita er seldur á
okurverði burt af bújörðum. Einn skuld-
setur sig í nafni hagræðingar, annar fær
milljónir fyrir að hætta og gata sína
jörð. Með þessu kerfi fara miklir pening-
ar út úr búgreininni. Því hljóta menn að
spyrja: Er bóndinn að bæta sína afkomu
eða hvað? Ennfremur er þetta þjóðinni
hagstætt. Hvernig standa svo byggðirn-
ar á eftir með skulduga erfiðismenn og
hvað verður um hinar kvótalausu jarð-
ir? í mörgum tilfellum fara ungir bænd-
ur út úr greininni, sem
byggt hafa upp góða
aðstöðu á síðustu ár-
um. Sveitarfélög leggja
orðið fé í þennan barn-
ing til að verja sína
bændur og byggð, sem
þýðir að kvóti hækkar
enn í verði.
Nú er verið að hverfa
frá þessu kerfi í sauð-
fénu, hver verður niðurstaðan í mjólk-
inni?
Sala á framleiðslurétti er nánast einu
umsvifin í mörgum sveitum. Hvað þýð-
ir þessi kyrrstaða í framtíðinni, ef ekkert
er byggt eða fjárfest? Stendur landbún-
aðurinn af sér vaxandi erlenda sam-
keppni og háværar kröfur um að hér
skuli slakað á samkeppnisreglum og at-
vinna þar með færð úr landi?
Pólitíkin er skrýtin, en óskiljanlegur
er söngur nokkurra forsvarsmanna í
verkalýðshreyfingunni, sem kyrja söng-
inn um meiri tilslakanir eins og þeir
nærist á brjósti heildsalanna eöa séu á
mála hjá Verslunarráðinu. Varðar þá
ekkert um atvinnu launþega við úr-
vinnslu landbúnaðarafurða? Það hlýtur
að hrikta í t.d. ASÍ, ef hagfræbingar sam-
bandsins tala áfram um landbúnaðinn
einsog þeir hafa gert, fórnarstefnan snýr
að iðnverkafólki um land allt.
Kvótaleiga í sjávarútvegi
Fyrst tekur nú steininn úr þegar í ljós
kemur að sterkir aðilar í útgerð geta og
láta öðrum sinn veiðirétt eftir fyrir upp-
hæðir sem margan dreymir aðeins um
að vinna í Víkingalottói.
Það þótti góður vertíðarbátur hér áður
sem veiddi eittþúsund tonn á vetrarver-
tíð. Gangverð gæti verið á slíkum kvóta
í dag hátt í eitthundrað milljónir á fisk-
veiðiári. Ab vísu verður að reka kvóta-
lausa skipið, senda það í Smuguna eða á
úthafið.
Auðvitað minna svona upphæðir á
gullgröft og eitt er klárt að ýmsir vaskir
menn eru ab auðgast fáránlega á þessu
kerfi.
Ekki lækkar svona okurprís hráefnis-
verðið eða gefur vonir um bætt kjör
landverkafólks og hlutur sjómannsins
verður slakur ef þessi þróun heldur
áfram.
Hætt er við að ef ekki tekst að sníða
mestu vankantana af kvótakerfinu, vaxi
styrkur þeirra sem gera kröfu um auð-
lindaskatt. Nú verður þorskkvóti aukinn
í haust, ennfremur er stóraukinn veiði-
réttur í loðnu og síld. Gangverð á síldar-
kvóta hefur sjöfaldast á einu og hálfu
ári.
Það verður fylgst með hvernig kvóta-
hafar fara með þá aukningu sem þeir fá.
Fara þeir á sjóinn eða hirða þeir aukn-
inguna í sinn hlut með leigu? Því miður
minnir þessir leiguaðferð svolítið á til-
beraiia í þjóðsögunum, sem harðvítugar
konur ólu innanklæða og sendu svo í
hjarðir nágrannanna. Þegar heim kom
spýttu tilberarnir svo út úr sér tilber-
asméri.
Þessar hugleiðingar eru settar fram
sem varnaðarorð. Kerfið er gallað og
hvort sem við horfum til sjávar eða
sveita þarf að meta stöðuna upp á nýtt.
Það er aldrei gott að afneita gagnrýni
og útiloka endurskoðun á kerfi sem
angrar þjóðarsálina. Þegar margt bendir
til ab þjóðin sé að klofna í fylkingar,
viröist rétt að leggja mann undir feld til
að upphugsa þjóðráð.