Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 20. júlí 1996 Kvótaleiga of há og er ab sliga sjavarutvegsfyrirtceki. Bergþór Baldvinsson framkvœmdastjóri Nesfisks og Njáls í Garbinum: Styrkir hina og étur af sjálfum sér „Þessi kvótaleiga er allt of, allt of há, hún er að sliga þetta alveg," segir Bergþór Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Nesfisks og Njáls í Garð- inum, en fyrirtækið rekur út- gerö og fiskvinnslu á staðn- um. Bergþór segir fiskgengd- ina mun meiri núna en áður og vandann miklu fyrr á ferð- inni en t.d. í fyrra. Það sé miklu erfiðara að sneiöa hjá þorskinum heldur en var. Fyrirtækið er þegar búið að leigja kvóta fyrir um 75 millj- ónir það sem af er þessu al- manaksári, en heildarveltan í fyrra var um 600 milljónir og vann fyrirtækið um 10.000 tonn af afla. „Þetta eru aðstæður sem ekki ganga til lengdar," segir Bergþór um kvótaleiguna. Kvótaleigan er yfir 10% af veltu fyrirtækisins og til samanburðar eru launin í þessum rekstri um 20% af veltu. „Þessi leigumarkaður er bara of hár og það gengur ekki. Það er fyrir það að úthlutunin er allt of lág miðað við aflann og fisk- gengdina á svæðinu," segir Bergþór. „Ég hef enga lausn á málinu, hvernig á að breyta því, en við þessar aðstæöur gengur þetta ekki. Þab er ekki hægt aö ætlast til þess að fólk sætti sig við þetta því maður verður að gera sér grein fyrir því að við er- um ekki einir í heiminum." Hann segir að það sé stöðug- leiki í kring um fyrirtæki af þess- ari stærð af því það sé alltaf eitt- hvab að gera og einhver vinna. „En menn geta ekkert hlaupið í þetta og úr þessu aftur, eins og jójó. Til að þetta geti gengið upp þá verður þetta aö vera sta- bílt. Fólk veröur að geta gengið að því vísu að þetta sé atvinna sem það getur haft áfram. í heildina sleppur reksturinn en þetta gengur ekki í áfram- haldi," segir Bergþór. „Þetta er síðasta árið sem maður ætlar að gera þetta svona. Það er bara ekki fræðilega mögulegt að leigja kvóta fyrstu fimm mán- uði ársins fyrir meira en sextíu milljónir." En eins og Bergþór segir þá eru menn ekki einir í heiminum og það kemur skýrt fram að hann ber hag starfsfólksins fyrir brjósti og er ekki spenntur fyrir því að þurfa að segja upp: „Þú verður að taka þessa pólitísku ákvörðun að segja við fólkið: „Það er bara ekki meira, verið þiö bara heima." Ég geri það ekki, ekki nema ég ætli ekkert í gang aftur. Það er ekkert hlaup- ið að því." Um rekstrarafkomuna segir hann: „Við vorum að gera það mjög ágætt í fyrra, og hitteð- fyrra var ágætisár líka. En þessi þáttur er bara orðinn of dýr." -Þannig að það er fyrirsjáanlegt að þið komið til með að draga úr á nœsta ári? „Þetta verður ekki hægt á næsta ári, það er alveg sama hvað hver segir." Þessi aðferð skekkir stöðuna. Bergþór bendir á aö sá sem leig- ir kvóta til sín sé að lækka í stig- anum, en sá sem leigir hann frá sér og er að gera eitthvað annað, t.d. afla sér veiðiheimilda á Flæmska hattinum, hækki í stig- anum. „Þannig að’ef við horf- um á þetta í samhengi, næstu tvö þrjú árin þá náttúrulega styrkist sá sem sterkari er og er að þessu en hinn veikist. Þetta gerir þab að verkum að það sem vib erum að gera er ekki til framtíðar. Maður er að styrkja hina og éta af sjálfum sér." -ohr Fljótsdalshérað. Sameiningarkosning á Fljótsdalshéraöi úrskuröuö ógild: Ekkert veröur af sameiningu Ekkert verður af sameiningu Fljótsdalshrepps, Vallahrepps og Skriödalshrepps sem kosib var um samtímis því sem for- setakosningar fóru fram. íbúar í Skriðdals- og Vallarhreppi sam- þykktu sameininguna en í Fljót- sdalshreppi féll sameiningin á jöfnu í fyrstu talningu en í ann- arri og þribju talningu, sem fór fram tveim dögum síðar, var hún samþykkt meb eins at- kvæba mun. í vikunni var sam- einingarkosningin í Fljótsdals- hreppi kærb og úrskurbuð ógild. Með hliösjón af niðurstöbum kosninganna í Fljótsdalshreppi þá byggir úrskurbarnefndin ógildinguna einna helst á þeirri staðreynd að utankjörfundarat- kvæbi kjósanda sem ekki var á kjörskrá var tekið gilt. Þab hefur vakið furðu margra af hverju kjósandinn var á kjörskrá til for- setakosninganna en ekki til sam- einingarkosninganna. „Misskiln- ings hefur gætt í umræðunni um þessi mál," segir Sesselja Árna- dóttir, deildarstjóri hjá Félags- málaráðuneytinu. „Umræddur kjósandi er með lögheimili í Nor- egi. Lögheimilið skiptir ekki máli varðandi kosningarrétt til forseta, þab er ríkisborgararétturinn, en lögheimilið ræbur úrslitum þegar kosið er til sveitastjórna." Þá sagbi úrskurbarnefndin að meðferð kjörgagna hafi ekki verið með eðlilegum hætti, milli ann- arrar talningar og þeirrar þriöju vom kjörgögnin geymd í ólæst- um og óinnsigluðum kjörkassa, og orðalag kjörseöilsins hefði mátt útfæra betur. -gos Flórída og Barcelona í hávegum hjá Flugleibum: Landinn ferbast af stöbugt meira kappi Landinn er á faraldsfæti og virðist eitthvab rétt í því ab fjárhagur ýmissa sé ab rétta vib. Þannig hefur orðib að fjölga ferbum Flugleiða til Or- lando í haust um sjö feröir í sumaráætlun. Barcelonaferðir eru orbnar af skornum skammti. í þessu ferbum ein- um saman fjölgar íslenskum ferbamönnum um mörg hundrub. Margrét H. Hauksdóttir kynn- ingarfulltrúi hjá Flugleiðum segir að sérstök haustferðatilboð á ákveðna gististaði í Flórída verði boðin á næstu dögum, bæði í Orlando og fleiri stöðum. Margrét segir ab fleiri staðir en Orlando séu vinsælir um þessar stundir og bendir á Barcelona. Áætlun til Barcelona nær lengra fram á haustið nú en tíökast hefur, eða til loka sumar- áætlunar. í Barcelona er boðið upp á sérstakar helgarferðir og ljóst að margir munu notfæra sér svokölluð haustsólartilboð. Verð á helgarferö, þrjár nætur á hóteli, er rétt liðlega 30 þúsund krónur með öllu. Vilji menn 7 nætur kostar túrinn 41 þúsund krónur. Sagði Margrét að þessar ferbir væru óbum ab fyllast. -JBP Hafrannsóknastofnun: Stór þorskur er ekki alltaf gam- all þorskur Stærö hrygningarþorsks inn- an hvers árgangs getur verið mjög breytileg og stór þorskur er ekki alltaf gamall þorskur. Úti fyrir suburströndinni er t.d. algengt að 6 ára hrygning- arþorskur sé 60-90 cm langur og 4-10 kg þungur, 8 ára sé 80- 110 cm og 6-16 kg og 10 ára sé 100-130 cm og 8-20 kg. Þetta kemur m.a. fram í frétta- bréfi Hafró þar sem greint er frá niðurstöðum athugana með hrygningu þorsks á grunnsævi frá Þjórsárósum vestur að Sel- vogi, á Selvogsbanka, í Grinda- víkurdýpi og í Háfadýpi á ver- tíðinni 1994. Þá voru einnig tekin sýni úr lönduðum afla og þá einkum úr netum, auk þess sem sýni voru tekin úr botn- vörpu um borö í rannsóknar- skipinu Árna Fribrikssyni. í þessum rannsóknum kom fram ab lengd og þyngd hrygn- ingarþorsks var mjög mismun- andi eftir svæðum og m.a. er þorskurinn úti á Selvogsbanka yfirleitt minni en sá sem heldur sig upp við land. Þá er ekki óal- gengt að þorskur af sömu stærb hópar sig saman á afmörkuðum hrygningarsvæöum. Sem dæmi þá var þorskur sem gekk til hrygningar á Selvogsbanka vor- ið 1994 aö jafnaði um 50-90 cm langur en þorskur sem hrygndi upp við strönd var töluvert stærri, eða 90-120 cm langur. Niðurstöbur aldursdreifingar leiddu í ljós ab elsti fiskurinn hélt sig á svæðinu frá Þjórsárós- um að Knarrarós, eða 9-11 ára þorskur og einnig töluvert af 7 ára fiski. Nær Selvogi og innar- lega á Selvogsbanka var meira af 6 og 7 ára þorski en minna af þeim eldri. í Grindavíkurdjúpi og á sjálfu Selvogsgrunninu voru aðallega 4-5 ára þroskar en mest af 6-8 ára þorski í Háfa- dýpi. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.