Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 20. júlí 1996 Adam og Eva: „Og Cuö sagöi: Vér viljum gjöra menn eftir vorri mynd, líka oss, og þeir skulu drottna yfir fiskum sjávar- ins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaöinum og yfir villidýrunum, og yfir öllum skriökvikindum, sem skríöa á jöröunni... Veriö frjósöm, margfaldist og uppfylliö jöröina, oggjöriö ykkurhana undirgefna ..." (Fyrsta bók Móse, I. k. 26.-28. v. Útgáfa á kostnaö Hins íslenska Biblíufélags, Reykjavík 1961.) Á sí&ustu tímum Finnskur heimspekingur: Afleiöingar ákefbar eft- ir ab rannsaka náttúruna á grundvelli hag- kvœmnissjónarmiba og „gybversk-kristna" vib- horfsins um manninn sem drottnara jarbarinn- ar eru ab koma mannkyninu á kaldan klaka ldrabur heimspekingur, Georg Henrik von Wright, hefur veriö til umræöu í norrænum fjölmiöl- um undanfariö út af nýútkom- inni bók eftir hann. Titill bók- ar þessarar er: Að skilja samtíð sína. Er hún úrval ritgeröa skrifaöra árin 1947-1994. Von Wright er Finni. Finnar heyra vissulega til menningar- heild Vesturlanda, en búa á jaðri hennar, í nábýli við Rússa, sem heyra til rétttrúnaðarkristínni menningarheild austanverðrar Evrópu. Drottinn náttúr- unnar Vera má að þessi staðsetning Finna hafi gert þeim fært að virða menningu Vesturlanda fyrir sér að nokkru utan frá og þar með af til þess að gera mikilli hlutlægni. Þetta virðist koma fram hjá von Wright. í augum hans sem Finna eru Rússar, sem að mestu misstu af renissansi og upplýsingatíð Vesturlanda, ekki svo dularfullir sem þeir að nokkrum líkindum eru í augum vesturlandamanna yfirleitt. Og í mati sínu á vestur- landamenningunni hefur von Wright hliðsjón af Rússum, ekki síst Berdjajev sagnfræðingi. í kafla um Berdjajev í áminnstri bók bendir von Wright á, ab Rússi þessi hafi haldið því fram, að menningarskeiöi því, sem hófst fyrir mörg þúsund árum með því að maðurinn komst upp á lagið meb að temja dýr og rækta jörð- ina, hafi byrjað að ljúka meb ren- issansinum. Þá hafi vesturlanda- maðurinn hætt að líta á jörðina sem Móður Jörð, sem lífveru, líf- ræna heild, og í staðinn farið að sjá náttúmna fyrir sér sem eins- konar vélrænan smíðisgrip, al- heimsúrverk. Þar meb hafi mað- urinn fariö að líta á sig sem nokk- urskonar skapara og hætt að virða jörð/náttúru sem móbur alls lífs og gjafara allra gæba. Með hliðsjón af þessu er von Wright ekki bjartsýnn á framtíð vestrænnar menningar og þar meb mannkynsins, sem allt hefur tileinkað sér vestræn gildi að ein- hverju marki. í ritgerðinni Padeia (1947) fjallar hann um annars vegar menningararfinn frá Grikkjum hinum fornu og hins vegar frá „gyðversk-kristinni trú". Upphaflega, skrifar von Wright, litu Grikkir svo á ab manninum væru vissar takmarkanir settar innan óbreytanlegs alheims, og færi hann út fyrir þær takmarkan- ir yrði honum refsað. Samkvæmt „gyðversk-kristinni trú" væri BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON maðurinn hins vegar drottinn náttúrunnar og hefði þar meb rétt á að leggja undir sig jörðina með öllum lifandi verum hennar. Þetta kemur skýrt fram í gyðinga- trú og íslam og þau viðhorf segja einn- ig til sín í kristn- inni. Semískir eybimerkur- gubir Til samanburðar er forvitnilegt að líta á það sem þekktur fræbimað- ur á vettvangi trú- arbragða, Joseph Campbell, hefur að segja um semíska ættbálka- og eybi- merkurguði, sem drjúg ástæða er til ab ætla að séu fyr- irmyndir að guðs- hugmynd ekki ein- ungis gyðinga og kristinna manna, heldur og ekki síst múslíma. Guðir þessir eru, segir Campbell, mjög upphafnir, yfirskilvitlegir, ofar náttúrunni en ekki í henni. Guðir margra annarra, t.d. margra indóevrópea, eru hins vegar frekar „íverandi", þ.e. í náttúrunni, hluti af henni. Alkunnugt er hið fornkveðna ab maðurinn sé skapaður „eftir Gubs mynd". Von Wright telur, ab í heim- speki sinni hafi Grikkir farið að gera sér hærri hugmyndir um manninn en áður. Hjá Platoni hafi þetta endað meb „dýrkun á manninum sem guði". Með heimspeki Grikkja hafi og komið sú stefna að rannsaka náttúmna á grundvelli skynsemi/hagkvæmn- issjónarmiða. 1993 skrifaði von Wright að einmitt þetta tvennt samantvinn- að, nýnefndur rannsóknaáhugi og „gyðversk-kristna" viðhorfið um manninn sem drottnara jarðarinnar, hafi komið siðmenn- ingu nútímans í það ástand ab hún stefni fram af björgum. Von Wright viröist líta svo á, að viðhorfiö um drottnunarhlut- verk mannsins, er sé yfir náttúruna hafinn fremur en hluti af henni, hafi leitt til að- skilnaðar manns- ins og lífríkisins á jörbinni að öðru leyti. Maðurinn telji að náttúran öll sé eign hans eða a.m.k. fengin honum í hend- ur, í þeim tilgangi að hann nýti hana án nokkurra takmarkana sjálfum sér til góða. Maðurinn sé af þessum ástæðum farinn að of- bjóða náttúrunni, hvað hljóti ab hafa í för meb sér stórtjón á hinu náttúrlega umhverfi, mannkyn- inu sjálfu eba a.m.k. núverandi menningu þess til tortímingar um síðir. Niðurstaða von Wrights er í sem stystu máli sagt: Við lif- um á síðustu tímum. Mannkyn í tímaþröng Nú fer því fjarri að maðurinn sé ómebvitaður um þennan háska; ráðstefnur um hann og skýrslur út- gefnar um hann heyra daglega líf- inu til. En von Wright og fleiri virð- ast efast um, að maðurinn hafi eins og málum þessum er nú komið nægan tíma til að snúa umræddri óheillaþróun við. Enn ótrúlegra sé að ráðandi aðilar í heiminum treysti sér til ab leggja til rábstafan- ir, sem í þessum efnum kynnu ab koma að haldi, og framkvæma þær. Bíllinn sé dæmi um það. „Allir vita um þann feiknalega skaða sem bíla- eign mannkynsins hefur í för með sér. En hvaða ríkisstjórn með ábyrgðartilfinningu myndi treysta sér til að valda þeirri félagslegu og efnahagslegu ringulreið, sem hlyti að verða ef verulega yrði dregið úr bílaframleiðslu?" Svo skrifar Klavs Birkholm í grein um von Wright í danska blaðið Information. Svona mætti halda lengi áfram. Ef allt þenslusvæðið Austur- og Suð- austur-Asía kæmist á sama neyslust- ig og Vesturlönd, hvað þýddi þab fyrir náttúruna og það sem hún hefur upp á ab bjóða? Og erfitt mundi fyrir flestar ríkisstjórnir að reyna að bjóba þjóöum sínum upp á framtíö með rýrari lífskjörum en þær nú njóta. „Fyrir þá, sem ákvarð- anir taka, er slíkt bannfært." (Birk- holm). Með hliðsjón af þessu segir von Wright á þá leib ab ríkisstjómir virðist vera á leiðinni með að hverfa niður í tómarúm á milli al- þjóðlegra og yfirþjóðlegra aðila og stofnana annars vegar og hins veg- ar hagsmuna almennings í eigin ríkjum. Þarafleiðandi færist í vöxt ringulreið, bæði í efnahags- og fé- lagsmálum. ■ Hröö þróun í fjarskiptum gerir ríkisstjórnum erfiöara um vik aö keppa um völd og áhrif viö alþjóölega og yfirþjóölega aöila. Von Wright: Crikkir hinir fornu settu manninum takmarkanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.