Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 20. júlí 1996 Vilji til ab gera enn betur Feröafélagib fór sína fyrstu Kjalar- ferð, sem var ferb inn að Hvítár- vatni, árib 1934, fjórum árum eft- ir ab sæluhúsib í Hvítámesi var reist, en Hvítá var brúub neðan vib útfallib úr Hvítárvatni árib 1935. Árib 1936 komust Feröafé- lagsmenn í fyrsta sinn á bíl inn ab Hvítárnesskálanum, en fyrsta bíl- feröin á Hveravelli var árib 1937. í framhaldi af þessu varb Kjalar- svæbib eitt helsta ferbasvæbi Ferbafélagsins, þar risu sæluhús hvert af öbra, þó ekki tækist á þeim áram ab hrinda í fram- kvæmd hugmynd um gönguleib í kringum Langjökul varbaba sælu- húsum eba skálum. Frá 1937, eft- ir ab bílfært var orbib á Hvera- velli, var talsvert um ferbir þang- ab og því töldu forrábamenn Ferbafélagsins naubsynlegt ab þar risi sæluhús. Ab uppruna er húsib verka- mannaskáli, er notabur var við Sogsvirkjunina, og var því valinn staður norðan við fossinn i læknum sem rennur til austurs frá hvera- svæðinu. Ástæða þeirrar staðsetn- ingar var nálægð við bæði kalt og heitt vatn, en húsið var strax hitað upp með hveravatni. Sæluhúsið, sem í daglegu tali er nefnt gamli skálinn, hefur verið margendurnýj- að. Það nýjasta er endurnýjun á svefnlofti fyrir tveimur árum, þar sem m.a. var komið fyrir svefnbálk- um. Húsið rúmar 30 næturgesti. Eftir að sæluhús Ferðafélagsins kom til, fluttu fjallmenn Húnvetninga og aðrir er smöluðu svæðið sig úr elsta sæluhúsinu og hafa æ síðan gist í sæluhúsi Ferðafélagsins og lík- að vel. Árið 1958 var gerð laug við læk- inn, er fer nokkuð vel í umhverf- inu, en hún er staðsett sunnan við gamla skálann og nýtur jafnan mik- illa vinsælda. Nýrra sæluhúsinu var komið fyrir árið 1980 á Breiðamel og veitti Náttúruverndarráð leyfi fyrir hús- byggingunni. Árið 1989 fékkst leyfi Náttúruverndarráðs til að flytja húsið niður að bílastæðinu á móts við eldra húsið, og komið var fyrir vatnssalerni, einnig með leyfi ráðs- ins. Með þessu móti var hægt að koma heitu vatni í húsib og einnig er eitt salernið hitaö upp með jarð- hita og nýtist það því að vetrarlagi. Verönd sæluhússins var stækkuð og skjólveggur gerður ab hluta. Húsið er um 90 fm og rúmar 38 nætur- gesti. Sjálfboðaliðar koma mikið vib sögu varðandi framkvæmdir og endurbætur sæluhúsanna og svo var um þennan flutning. Ferbafélagsskálar í felulitum Nýlokib er vib ab mála skála Ferbafélags íslands á Hveravöll- um í „felulitum", eba litum sem falla ab umhverfinu. Tilgangur- inn meb þessu er ab minnka hugsanlega sjónmengun af skál- unum, sem ábur vora í mjög áber- andi litum sem skára sig úr um- hverfinu. Ab sögn Páls Sigurðssonar, for- seta FÍ, var sú stefnumörkun gerð í stjórn félagsins að mála með þess- um hætti alla skála félagsins, enda væru ekki lengur fyrir hendi í sama mæli og áður þau rök, að skálar eða sæluhús FÍ þyrftu af öryggisástæð- um að vera í sterkum, áberandi lit- um. Fjallamenn í dag væru t.d. yfir- leitt búnir góðum staðsetningar- tækjum, ef þeir væru á ferð aö vetri til. Þó verða sett öflug glitaugu á skálana, sem eru þeim eiginleikum gædd að vera lítið áberandi í dags- birtu, en sjást vel ef bílljós eða önn- ur kastljós falla á þau. Auk skálanna tveggja, sem FÍ hef- Nýi skáli Feröafélags íslands hefur nú veriö málaöur jarögrænn og mold- rauöur til þess aö hann falli betur inn í umhverfiö. Sama gildir um önnur mannvirki FÍ á Hveravöllum og veröa allir skálar FÍ í óbyggöum málaöir í jaröarlitum. Tímamynd Rut ur á Hveravöllum, hefur salernisað- litum, sem og kofi sem sauðfjár- staðan þar líka verið málub í jarðar- veikivarnir hafa á svæðinu. ■ Hveravellir voru upphaflega frib- lýstir árið 1960 og hefur Náttúru- verndarráð með höndum stjórn svæöisins. Um svæðið gilda ýms- ar reglur, m.a. er öll mannvirkja- gerð háð leyfi Náttúruverndar- ráðs. Ferðafélag- inu er samkvæmt þeim heimilt að hafa þar skála, en samráð skal hafa um staðsetningu, stærð og gerb mannvirkja. Land- og skála- verðir starfa á Hveravöllum yfir sumarmánuðina, frá því upp úr miðjum júní til ág- ústloka, og eru þeir núorðið alveg kostaðir af Ferðafélaginu, en áður tók Náttúruverndarráð þátt í helm- ingi kostnaðar. Ferðafélagiö hefur samið við veðurathugunarfólk að sjá um gæslu yfir vetrartímann. Auk venjulegra endurbóta og við- halds má helst nefna göngupalla er settir voru upp í júlí 1993, en þeir halda fólki frá því að stíga út á hverahrúðrið og brjóta það. Með því að fólk heldur sig á göngupöll- unum hefur hættan á brunaslysum vegna hveranna stórlega minnkað og var raunar ekkert slíkt slys síðast- liðið sumar. Sjálfboðaliðar Ferðafé- lagsins hafa átt sinn þátt í gerð göngupallanna og göngustíga, en fjárstuðningur til framkvæmda við pallana og til endurbóta á elsta sæluhúsinu, sem kemur við sögu á eftir, kom frá Fjallasjóbi að frum- kvæði Feröafélagsins. Sama sumar voru rotþrær endur- nýjaðar fyrir salernið samkvæmt ströngustu kröfum, endurnýjuð hitalögn fyrir nýrra húsið og smíb- aður pallur fyrir laugargesti sunnan og vestan við eldra húsið, svo eitt- hvað sé nefnt. Fræðsla er besta aðferðin til að fyrirbyggja slæma umgengni og henni sinna landveröir með ágæt- um, en upplýsingabæklingurinn, sem gefinn var út í fyrra í samvinnu F.í. og Náttúruverndarráðs, hefur þarna mikið gildi. Verðir hafa reyndar nefnt það að sauðkindin skapi mun meira vandamál en ferðafólkiö, er hún traðkar út og brýtur viðkvæmt hverahrúðrið og jafnvel étur það. Eitt brýnasta nátt- úruverndarmálið þarna ætti því að vera að fækka sauðkindinni, eða a.m.k. halda henni frá svæðinu. Af þessu má sjá ab sitthvaö hefur verib gert svæðinu og húsunum til góða, og að sjálfsögðu er áhugi og vilji fyrir því að gera enn betur. Það, sem best kæmi út varðandi nýrri skálann, er að bæta við hann álmu er hýsti sal með borðaðstööu fyrir skála- og dagsferöagesti. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.