Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 24
Veöriö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Breytileg átt eba vestan gola og skýjab meb köflum. Hiti 9 til 16 stig. • Breibafjörbur og Vestfirbir: Heldur hæg vestan átt og skýjab meb köflum. Hiti 8 til 14 stig. • Strandir og Norburland vestra: Vestan og norbvestan gola og skýjab meb köflum. Hiti 8 till 6 stig. • Norburland eystra: Vestan og subvestan gola eba kaldi og léttir til. Hiti 10 til 20 stig. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Subvestan kaldi en síban gola. Léttir til. Hiti 10 til 20 stig. • Subausturland: Subvestan og síban sunnan gola og skýjab meb köflum á morgun. Hiti 10 til 17 stig. • Mibhálendib: Subvestan gola og víba bjart vebur. Hiti 10 til 15 stig. Hvergi hávœrar raddir um niöurfellingu flutningsjöfnunar á olíu nema í Skeljungi, segir Ceir Magnússon forstjóri Olíufélagsins hf: Alrangt ab þetta sé rekstr- arstyrkur til Olíufélagsins Atkvœöi talin í dag um kjarasamning vegna jarö- ganga undir Hvalfjörö: Tímakaup- iö hækkar um 19% „Þetta var án illinda og kom ekki til annarra átaka en þeirra sem venjulega fara fram vib samningaborðið. Þá voru engir hurðaskellir á vettvangi," segir Snær Karlsson fulltrúi Dags- brúnar í samninganefnd þriggja stéttarfélaga sem skrif- uðu meö fyrirvara um sam- þykki starfsmanna undir tíma- mótasamning við atvinnurek- endur í fyrrakvöld vegna jarö- gangagerðar undir Hvalfjörð. Auk Dagsbrúnar standa að samningnum Verkakvennafé- lagið Framsókn og Verkalýðsfé- lag Akraness. „Meðaltímakaupið hækkar um 19% og verður 1030 krónur fyrir þá sem vinna í borflokknum," segir Snær. Sem dæmi þá hefur samningurinn þau áhrif að laun fyrir 50 tíma vakt hækka úr 43 þúsundum króna í 51 þúsund krónur. í heildina tekiö hækka laun starfsmanna að meðaltali um 3%-6% jafnframt því sem starfsaldur í viðkomandi starfs- grein er metinn að fullu. Starfsmenn greiddu atkvæði um samninginn í gær en þau verða talin í dag. Samningurinn nær til 50-60 starfsmanna eins og starfsmannafjöldinn er um þess- ar mundir við gerð jarðganganna og gildir til 1999. í samningnum er ennfremur ákvæði um endur- skoðun á launalið sem á að tryggja að allar almennar launa- hækkanir sem verða á samnings- tímanum hjá sambærilegum hópum að viðbættu hugsanlegu launaskriði á almennum vinnu- markaði munu koma til hækkun- ar á launataxta starfsmanna. Hinsvegar eru engin verölágs- ákvæöi í samningnum til að mæta hugsanlegum verðbólgu- áhrifum. Snær segir að það hafi verið tekist á um vel flest atriði kjara- samningsins í Karphúsinu, eins og raunar var búist viö þegar í hlut á fyrsti samningur sinnar tegundar sem gerður hefur verið á milli atvinnurekenda og stétt- arfélaga vegna vinnu við jarð- göng. Hann segir að það hafi aldrei reynt á nýju vinnulöggjaf- arlögin sem samþykkt voru frá Alþingi sl. vor vegna þess að menn unnu að gerð samningsins með hefðbundnum hætti. -grh Bæjarlögmaburinn í Hafnarfirði er ósáttur vib Héraðsdóm Reykja- ness sem dæmdi Einari Þorgils- syni og Co hf. 34 milljónir króna fyrir gamlan saltfiskreit sem nú er lentur inni í miðjum bæ. Hér er um ab ræða erfðafestuland sem var meb alls ónýtan húsa- kost á lóbinni. Saltfiskverkun „Það er alröng fullyrbing að það sé einhver rekstrarstyrkur til Olíufélagsins í einu eba öbru formi," segir Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins hf. en Kristinn Bjömsson forstjóri Skeljungs segir í leiðara frétta- blabs fyrirtækisins ab jöfnun flutningskosnaðar á olíu valdi því að Skeljungur greibi nibur flutningskosnab samkeppnis- aðilanna á olíumarkaöinum hér á landi. „Þetta er algjörlega landsbyggð- arpólitískt mál og er spurning sem Alþingi hefur svarað um jöfnun aðstöðu í landinu af því að innflutningshöfnin er hér í Reykjavík. Viö mundum kannski hafa annað sjónarmið ef inn- flutningshöfnin væri á Seyðisfirði og þyrfti að trukka allt í bæinn. Það er nú hver sjálfum sér næstur í því. Geir segir það rangtúlkun að um sé að ræða greiðslu frá Skelj- hafði ekki átt sér stað á reitnum um áratuga skeiö. „Ég er þeirrar skobunar að dæmdar bætur fyrir þær fasteignir sem á reitnum voru og fyrir erfða- festuréttinn séu of háar," segir Guðmundur Benediktsson, bæjar- lögmaður í grein í Sveitarstjórnar- málum. „Þá er það óásættanlegt að ungi til Olíufélagsins, það sé al- gerlega rangt. „I réttri skilgrein- ingu er verið að borga með hér í Reykjavík til samlanda okkar úti á landi og olíufélögin eru bara far- vegur alveg eins og það er farveg- ur að innheimta virðisaukaskatt sem notast í sameiginlegar þarf- ir." Þýðingin af því að afnema flutningsjöfnun á olíu væri ein- faldlega sú að landsbyggðin þyrfti að greiöa 700 milljónirnar sem fara í jöfnunin að sögn Geirs. „Þab er alveg klárt að flutnings- kostnaður dettur ekkert niður með flutningsjöfnun eða ekki flutningsjöfnun. Það er bara spurning hvort það fer niður um krónu í Reykjavík og upp um ein- hverjar sjö, átta krónur á sumum stöðum úti á landi. Þá er það dýr- ast þar sem menn geta ekki nýtt sjóflutninga," segir Geir. Afstaða Olíufélagsins er sú að þetta sé alfarið landsbyggðarpólit- þurfa að greiba bætur fyrir fiskreit- inn, mannvirki, sem orðið er úrelt og verðlaust." Guðmundur segir fræðimenn á sviöi eignarréttar sammála um ab við ákvörðun eignarnámsbóta gildi sú meginregla ab eignarnámsþoli eigi aðeins kröfu til ab fá bætt fjár- hagslegt tjón. ískt mál og bendir á að þetta við- horf hafi verið ríkjandi síðan 1953 þar sem mönnum þótti kostnaður þeirra sem em úti á landi verða það miklu meiri held- ur en hann verður á Sub- Vestur- horninu. „Löggjafanum þótti rétt að jafna því. Löggjafinn er nýbú- inn að endurskoba og fara yfir flutningsjöfnunarlögin. Alþingi er þeirrar skobunar að þessum þætti í landsbyggðarpólitík eigi ab halda áfram. Það hefur ekki áhrif á samkeppnisstöðu okkar hvort það er flutningsjöfnun eða ekki. Það hefur áhrif á verðlag til neytenda okkar, viðskiptavina okkar sem koma til með að borga reikninginn. Þab er að segja, það mun lækka aðeins bensín og olía í Reykjavík en hækka mikib meira úti á landi af því það er mikið meira magn selt hér í Reykjavík, t.d. af bensíni, þannig að það eru færri aurar sem deilast á fleiri lítra." „Um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón er því ekki ab ræba. Þessi dóm- ur er því um þetta atriði í andstöðu við skoöanir fræðimanna í eignar- rétti hér á landi," segir Guðmund- ur og vitnar þar til Ólafs Jóhannes- sonar og Gauks Jömndssonar. Mál þetta er komib til Hæstarétt- ar. -JBP Varðandi beina afstöðu Olíufé- lagsins til þess hvort æskilegt sé að verbjöfnun sé í gildi eða ekki segir Geir: „Viðskiptalega stönd- um vib jafnir. Við höfum verið fylgjandi flutningsjöfnun út frá landsbyggðarsjónarmiði. Við er- um hlutfallslega stórir úti á landi og það em hagsmunir okkar við- skiptavina úti á landi ab þetta sé. En það getur vel verið að það sé hægt að segja eins á móti að það séu hagsmunir viðskiptamanna okkar í Reykjavík að gera þetta ekki, ef þeir vilja þetta ekki. En það hafa ekki verið uppi háar raddir neinstabar nema í Skelj- ungi að leggja þetta af." -ohr Kennarar áhyggjufullir um stöbu sína vegna yfirtöku sveitarfélaga á grunnskólan- um. Hátt í 50 fyrirspurnir til KÍ á degi hverjum: Glóandi símalínur Gubrún Ebba Ólafsdóttir vara- formaður Kennarasambands ís- lands segir ab hátt í 50 fyrir- spumir hafi borist á degi hverj- um til sambandsins vegna ým- issa mála sem kennarar og skólastjórnendur hafa spurt um vegna yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstri grunnskólans þann 1. ágúst nk. Hún segir ab yfirtakan hafi engar breytingar í för meb sér í réttindum kenn- ara, en naubsynlegt sé fyrir hvern og einn að vaka vel yfir sínum málum til að koma í veg fyrir óþarfa hnökra. Af hálfu KÍ hefur m.a. verið gef- ið út sérrit um helstu kjaratriði í kjarasamningi KÍ og fjármálaráð- herra sem dreift hefur veriö til allra kennara landsins, þeim til glöggvunar og upplýsingar. Varaformaður KÍ segir aö þótt undirbúningur fyrir yfirtökuna hafi verið mikill þá sé ýmislegt sem enn er ógert í því sambandi. Mebal annars hefur ekki verið samib um umsjón með skólastof- um og tækjum auk þess sem ekki er til kjarasamningur um heil- dagsskólann. Hinsvegar hefur verið gert samkomulag sem gildir frá ári til árs. Guðrún Ebba segir að kennarar vilji gjarnan að þessi atriði verði í heildarkjarasamn- ingum kennara og telur viðbúið að sú krafa verði uppá borðum við gerð næstu kjarasaminga, en núgildandi kennarasamningar renna út um komandi áramót. Þá hafa kennarar reynt að ná sam- komulagi um þessi mál á milli samningsaðila, sem mundi þá gilda fram ab áramótum en það hefur strandað á því aö launa- nefnd Sambands ísl. sveitarfélaga hafði ekki, þegar síbast fréttist, fengið samningsumboö frá öllum sveitarfélögum. -grh Einarsreitur í Hafnarfirbi, þar ólgabi mannlíf allt frá því snemma á öldinni, en saltfiskbreibsla hefur ekki verib stundub um áratugi. Dómur telur ab erfbafestuhafa beri ab fá tugi milljóna fyrir reitinn. - Tímamynd þök Bcejarlögmaöur í Hafnarfiröi um bœtur til Einars Þorgilssonar og Co.: Tugmilljóna bætur fyrir úrelt og verölaus mannvirki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.