Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. júlí 1996 17 f^/e Sálmar og ljó5 Sigurbjöms biskups í tilefni af 85 ára afmæli dr. Sig- urbjörns Einarssonar biskups hefur Friðrikskapella gefib út bókina Sálmar og Ijóð Sigurbjöms biskups. í bókinni eru 87 sálmar, þýddir og frumortir. Sumir þess- ara sálma hafa birst áður, en all- margir þeirra koma nú í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir. Þá eru í bókinni þýðingar á nokkr- um ljóöum eftir sænska skáldið Hjalmar Gullberg. Formála ritar Bolli Gústavs- son vígslubiskup. Þar segir með- al annars: „Sálmaskáldið Sigur- björn Einarsson á sér ekki lang- an feril, þótt sýnt sé nú, ab með þýddum og frumsömdum sálm- um muni hann marka dýpst spor, jákvæö og tímabær, í sálmasögu íslendinga á ofan- verðri 20. öld. ______________ Hann hefur glatt kristna samferba- --------------------- menn sína, vakið vonir um þaö, að dagar nýrra sálma séu ekki liðnir. Allir eru sálmar hans með sígildu yfirbragði, hafnir yfir skammæja dægurlist, en ná eigi ab síður vel til samtímans, til þeirra aðstæbna, sem ríkja hér og nú. Af andagift og næmri málkennd bætir hann við eldri arf og oftar en ekki með þær að- stæður og athafnir í huga þar sem sálma vantar." Sálmar og ljóð Sigurbjörns biskups eru í handhægu brotþ Fréttir af bókum Herra Sigurbjörn Einarsson. _______________ alls 144 bls. Sálmarnir eru flokkaðir og --------------- þeim skipað eftir efni með sama hætti og í Sálmabók þjóðkirkjunnar. Efn- isyfirlit er þannig gert að þar er jafnframt vísað til laga við sálm- ana. Umsjón með útgáfunni hafði séra Sigurður Pálsson, umbrot og filmuvinnu annaðist Offset- þjónustan, Prenthúsið prentaði og Félagsbókbandið-Bókfell sá um bókband. Ábur hefur Frið- rikskapella gefið út Söngva séra Friðriks. m Aðalbankastjori Citibank á upp- gangsskeibi hans Walter Wriston, Citibank and the Rise and Fall of American Financial Supre- macy, eftir Phillip L. Zweig. Crown Pu- blishers, 952 bls., $ 40. Phillip L. Zweig er ritstjóri Business Week og þessi bók hans er öllu fremur saga Citibank undir stjórn Walters Wriston heldur en ævisaga Wristons sjálfs, að sagði í -------------- “ "Z Fréttir af bókum Book Review 12. júlí 1996 og enn: „Wriston réðst 1946 til National City Bank, eins og hann hét þá, og varb að- albankastjóri hans 1967. Fyrstu starfsár hans hvíldi skuggi hrunsins 1929 enn yfir bönk- um. ... Það, sem stórir bankar aðhöföust, var að laba til sín peninga, innstæður, á lágu verði og að lána þá aftur út til fyrirtækja með litlum hagnaði. ... Það, sem Walter Wriston tókst þau 17 ár sem hann var aðalbankastjóri, var aö gera Cit- icorp (eins og bankinn hefur nefnst frá 1974) ab leiðandi og stærsta banka Bandaríkjanna og að umbreyta líka starfssviði hans. ... Fyrir sakir þrýstings frá Citicorp og öðrum bönkum drógu stjórnvöld úr hömlum við starfsemi banka utan eigin fylkis, við fésýslu viðskipta- banka og við háum vöxtum á innstæðum." „Á milli mála fer ekki, að í '4f -------Í4— þeirri bankabyltingu var Wri- ston hinn dæmigerði forystu- maður og Citibank hinn dæmi- gerði banki ... en ævi Wristons verður varla talin ævintýraleg. Hann hefur aðeins unnið hjá einu fyrirtæki, bankanum, og átt aðeins eina heimabyggð, Manhattan. Þegar helsti lántak- ______________ andi hans á uppgangsár- unum, Ari- stotle Onassis, bauð honum starf með miklu hærri launum en hann hafði í bankanum, hafnaði hann því boöi, því að hann hugðist klífa metorðastiga bankans. Hann átti kost á að verða fjármálaráð- herra 1968 og aftur 1974, en sló ekki til, því að forsetinn sjálfur hafði ekki gert honum þau boð." „Á veltutímum hafa starfs- menn Citibank um heim allan verib á höttunum eftir stórum lántakendum, sem undir háum vöxtum standa. Helst þeirra bakfalla, sem Citibank beið, var skuldakreppan í Suður-Amer- íku, sem Wriston hafði kynt undir meb óhóflegum lánveit- ingum þangað. Annað ljótt dæmi þess til hvers getur dregið þegar uppi er sú skoðun Wri- stons, að peningastofnunum skuli ekki settar strangar reglur, var sparisjóðakreppan, sem hann átti þó engan hlut að." ■ r'Q.aðgpr&ttu.- ^íöil tn/Kcfjm /artöjtfm Fyrir 4 450 gr rauðsprettuflök 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 20 gr hveiti 20 gr matarolía 250 gr tómatar 10 gr smjör Skraut: Sítrónubátar Steinselja Témfeafat 5 þroskaðir tómatar 1 laukur 1 msk. söxuð steinselja Frönsk blanda út á: 1 msk. vínedik 1/2 tsk. salt 3 msk. olía 1 1/2 msk. vatn Á veisluboröiö er fallegt ab nota spegilgler, raöa rósum íkríng, nota svo sprittkerti innan í hringinn. Cæta skal varúöar, ef viö notum þurrkuö blóm, aö kertin séu ekki nœrri blómunum. Hér á þessari mynd er blómahringjum utan um kertastjaka raöaö íkringum spegilinn á boröinu. Skerið tómatana í sneiðar, raðið þeim á fat eða grunna skál. Saxið laukinn smátt og stráið honum yfir tómatana. Blandið saman edikinu, salti og pipar, þeytið olíuna út í ásamt smávegis vatni. Hellið þessu yfir og stráið saxaðri steinselju yfir. Látið salatiö bíba í 15 mín. ábur en þab er borið fram. Gott með steiktum réttum, bæði kjöti og fiski. Veltið flökunum upp úr hveiti, salti og pipar. Steikið þau á pönnu í smjör- og olíu- blöndu, ca. 3-4 mín. á hvorri hlið. Smyrjið skál og látið tómatbáta í, kryddið með salti og pipar, álpappír settur yfir. Látið skálina eins og hlemm yfir kartöflupottinn, sem kart- öflurnar eru soönar í, í 10-15 mín. Fiskurinn borinn fram heitur, skreyttur með sítrón- um og steinselju. Sítrónufrómas. JamUapg eíMna- /óms 4 matarlímsblöb 4 egg 1 dl sykur Ritib hýði og safi úr 2 sítrónum 1 dl rjómi Matarlímið sett í bleyti í kalt vatn. Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum. Sítrónusafi og raspið af sítrónunum sett út í hræruna. Þeytið eggjahvíturn- ar og rjómann sitt í hvoru lagi. Takið matarlímsblöbin upp úr vatninu, bræðib þau í 1 msk. Steikt rauösprettuflök meö kartöflum. af sjóðandi vatni. Kælið þar til matarlímið er ylvolgt. Hellið því í mjórri bunu út í eggja- og sykurhræruna. Hrærið í á meðan og þar til þetta fer að stífna. Bætið þeyttu eggjahvít- unum varlega saman við og síðast þeytta rjómanum. Látib frómasinn bíða á köldum stað eða í kæliskáp þar til hann er borinn fram. Þá skreytum við hann með þeyttum rjóma. SUNNUDAGSKAKAN: Aagtamfc/ áv-cuotaiaía 1 dl sykur 125 gr smjör 3 dl hveiti 250 gr plómur, epli, perur eba ferskjur Stráð yfir kökuna: 50 gr smjör 1 dl hveiti 3/4 dl sykur Smjöriö mulið saman við hveitið með sykrinum. Hnoð- að létt saman og flatt út á bök- unarpappír í kringlótta köku. Mjó deigræma er skorin úr deigafgangi með kleinujárni og þrýst meðfram kantinum á deigkökunni. Plómurnar eða aðrir ávextir, sem nota á, eru skornir í þunnar sneibar eða báta og raðað fallega ofan á kökuna. Hveiti og sykri bland- að saman og smjörið saxað saman við með hníf þar til það er smákornótt deig. Því er svo stráð yfir ávextina á kökunni. Kakan er bökuð við 225° í ca. 15 mín. Borin fram volg með þeyttum rjóma eða ís. Ræ/ja/ tn/ ^neiftaUini Fyrir 6 3 greipaldin 500 gr rækjur Salt, pipar, dill 1 græn paprika 1 epli 12 svartar olífur 100 gr majones Sítrónusafi Chilisósa 1 salathöfub Greipaldinin skorin í tvennt, holuð að innan, ávöxturinn skorinn í smábita. Fallegt er að skera greipaldin- skálarnar í takka ab ofan. Sax- ið paprikuna og skerið eplið í smábita. Skolið salatblöðin. Hrærið majonesib með greip- aldinsafa og sitrónusafa, bragbið til með salti, pipar og chilisósu, eplabitum og papr- ikubitum, látið ofan á salat- blöðin í greipaldinskálarnar. Skreytt með olífunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.