Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 10. ágúst 1996 mmm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfuiltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerö/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1,105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Deigur vaxtarbroddur Sú þróun heldur áfram aö erlendum feröamönnum fjölgar en tekjur af feröamennsku aukast ekki aö sama skapi. Á fyrstu sjö mánuöum ársins fjölgaöi feröamönn- um frá útlöndum um sex af hundaraöi miöaö viö áriö í fyrra en tekjuaukning varö engin. Er þá átt viö tekjur í erlendum gjaldeyri. Svona hefur ferðamannabransinn æxlast í nokkur ár. Sé litið á þjónustu við ferðamenn sem mikilvæga at- vinnugrein eins og alla jafna er gert, þá er hér um öfug- þróun aö ræöa sem ferðamálafrömuðir hljóta aö takast á við. Þaö er í sjálfu sér gott og blessað að erlent fólk komi til landsins og líti á náttúruna og teygi að sér ómengað fjallaloft. En ef það skilur ekki eftir peninga í landinu skiptir þaö íslendinga ósköp litlu máli hvort það kemur eöa fer. Fjöldi ráöa, stofnana og fyrirtækja hafa þaö markmið eitt að laða útlenda feröamenn til landsins og er þjón- usta við þá orðin mikill atvinnuvegur. Hugsjónin er því ekki að kynna landið til annars en að græða á því. Þeir sem starfa í atvinnugreininni hljóta því að velta fyrir sér hvaö er aö fara úrskeiðis og hvort þeir luma á ráðum til útbóta. Margir telja að það sé dýrt að ferðast á íslandi, sem þýðir að ferðafólkið fær lítið fyrir aurinn. Einhvern veg- inn hefur samt aldrei tekist að sanna né afsanna hvort ísland sé svo miklu dýrara ferðamannaland en ýmis önnur eða hvort þjónustan er sambærileg hvað snertir gæði. Viðmiðun sýnist helst byggja á tilfinningu ein- staklinga og sögusögnum. Ef það er tilfellið að þeir sem þjónusta ferðamenn séu búnir að verðleggja sig langt upp fyrir það sem ferða- langar vilja greiða geta þeir pakkað saman og gefið at- vinnuveginn upp á bátinn. Þá virðast hugmyndir um hvað ísland hefur upp á bjóða sem ferðamannaland vera staðlaðar. Sagt er að það sé ómengað andrúmsloft og óspillt náttúra. Hvoru tveggja fæst ókeypis. Það eru helst útgerðarmenn lang- ferðabíla sem hafa eitthvað upp úr því krafsinu. Þá fjölgar þeim stöðugt sem ekki þurfa að kaupa sér neinn aðgang að náttúrunni en ferðast um hana á tveim jafnfljótum eða eigin farartækjum og éta skrínu- kost. Þetta er undantekningarlítið duglegt hæfileikafólk sem vissulega er fengur að fá til landsins. En peninga skilur það ekki eftir. Ef þeir sem mest tala um nauðsyn þess að efla ferða- mannaiðnað ætla að auka tekjur af greininni, hljóta þeir að leggja höfuðið í bleyti og huga að hvar skórinn kreppir í tekjuöfluninni. í hvað er hægt að láta erlenda ferðamenn eyða peningunum sínum og borga fyrir að fá að heimsækja ísland með bros á vör. Ef það tekst er fyrst hægt að tala um móttöku erlendra ferðamanna sem vaxtarbroddinn í atvinnulífinu. Birgir Gubmundsson: Ég vil aðra svona Á dögunum rifjaðist upp fyrir mér gömul saga af skoska hálendingnum sem þótti ekkert betra en gott viský. Hann var einhverju sinni að labba um heiðar landsins þegar hann rakst á búálf í nauð og bjargaði Skot- —......— inn álfinum úr vandanum. Til aö launa góðverkið bauð álfurinn ✓ velgjörðarmanni sínum að upp- fylla tvær óskir hans hverjar sem , þær væm. Það fyrsta sem kom timans upp í huga þess skoska var að ✓ biðja um fulla tunnu af dýrindis l*ðS viskýi, og tunnan væri þeim eig- inleikum gædd hún fylltist aftur ________ jafnharðan og af henni væri tek- ið. Skiptir engum togum að fyrir framan Skotann stendur viskýmnna sem fylltist um leið og ausið var af henni. „Frábært!" hrópaði þá Skotinn alveg bergnuminn af þessu undraverki og sagði strax við álfinn: „Ég ætla að fá aðra!" Náttúran og vib ísland hefur lengi gert í því ab skapa sér þá ímynd í samfélagi þjóð- anna að hér sé hreint og ómengað umhverfi, fög- ur náttúra full and- stæðna og áhugaverðra fyrirbæra sem hvergi eigi sinn líka. ísland sé í rauninni vistvæn vin í mengunar- og skítaeyði- mörk þeirri sem iðnaðar- þjóbfélag nútímans er að umbreyta jörbinni í. Á þessum forsendum höf- um vib líka að verulegu leyti skilgreint okkur gagnvart umheiminum, bæði hvað varðar sjálfs- mynd okkar sem þjóðar (ég vil elska mitt (hreina) land) og þá ekki síður hvað varðar efnhagslega af- komu okkar. íslendingar eru matvælaframleið- endur og stæra sig af því að matvælin sem frá þeim koma séu hrein og ómenguð. Það á bæbi vib um fisk og kjöt. Og ferðamennska íslendinga, gíf- urlega vaxandi atvinnugrein, byggir á því að fá út- lendinga til að koma og skoða hreint land og fag- urt land. Orkan sem við framleiðum hér er „hrein" orka en ekki eitthvert olíu eða kjarnorku- bix eins og menn þurfa að sætta sig við svo víða í útlöndum. Ríkidæmi þjóðarinnar og gildi aub- linda hennar felst með öðrum orðum í hreinleik- anum og sæmilega ómenguðu umhverfi. Al- mennt séð er stóriðja ógnun við þessa ímynd, þó svo að vel skipulögð og úthugsuð stóriðjuver geti auðveldlega fallið inn í þessa sjálfsmynd sem þjóbin hefur búið sér til varöandi umhverfismál- in. Raunar getur það verið lífsnauðsynlegt fyrir efnahagslegt heilbrigöi þjóbarskútunnar — og hefur verið — að leita eftir því að efla stóriðju því hún getur gert gæfumuninn varðandi afkomu þúsunda. Vandinn á undanförnum árum hefur hins vegar verið sá, að vegna almennra efnahags- þrenginga hafa ýmsir forustumenn þjóbarinnar gripið til þess rábs að benda á stóribju sem alls- herjar lausnarorb í þeim vanda sem ab steðjaði. Enda var þetta lausnarorb haft yfir á torgum dag hvern um langt skeið og á endanum fór það auð- vitað svo að þjóðin var farin að bíða eftir hinni lífslíknandi stóriðju af álíka mikilli eftirvæntingu og Vottar Jehova eftir heimsendi. En stóribjan lét á sér standa lengi vel og það var ekki fyrr en í fyrravetur að eitthvað fór fyrir alvöru að gerast í þeim efnum. Kannski var það einungis vegna þess að það var hvort sem er að vora í efnahagslífinu almennt hér heima og úti í löndum sem stóribju- áform urðu allt í einu líklegri en ábur. Eða kannski skipti máli að nýir menn höfðu komið að málunum. Kannski hvoru tveggja. Aö rjúfa kyrrstööuna Alltént er nú svo komið að stækkun þeirra tveggja verksmiðja sem fyrir eru í landinu, Álvers- ins og Grundartangaverksmiðjunnar er á leiðinni. Þab eitt út af fyrir sig ætti að vera meira en nóg til ab uppfylla hina langþráðu ósk að koma af stað bærilegum hagvexti í landinu á ný, „til að rjúfa kyrrstöðuna" eins og það var kallað. Ljóst er að umframorkan er uppurin í kerfinu og hjólin farin að snúast á fjölmörgum sviðum. Landsmenn eru semsé búnir að fá ósk sína uppfyllta - þeir hafa / hitt sinn álf og fengið sína viskýtunnu. En þó ís- lendingar telji sig hafa efni á því að hlæja að græðgi Skotans í sögunni virðast menn ætla að falla í alveg sömu gryfju og hann .. .... - og sökkva jafnvel enn dýpra. Stóriðjan er komin og kyrrstaðan er rofin en samt haida menn áfram að segja „ég vil fá aðra!" Mengandi stóriöja Áhyggjuefni efnahagssérfræð- inga og landsfeðra í dag er ekki stöðnun heldur þensla. Það bull- ar og kraumar í efnahagspottin- um og allir eru logandi hræddir um að upp úr muni sjóba. Samt halda menn áfram hver í sínu horni og biðja stóðiðjuálfinn um enn abra tunnu. Það er verið ab reyna vib eina pappírsverksmiðju og aðra magnesíumverksmiðju á Suburnesjum, notað álver á Grundartanga, og nú síðast eru menn farnir að setja niður olíuhreinsunarstöð í miðju íbúbarhverfi í Reykjavík í stað Áburðar- verksmiðjunnar. Allt er þetta sú tegund stóriðju sem annars stabar í heim- inum flokkast undir ógn- un við umhverfið og hef- ur sem slík meira að segja oriö yrkisefni skáldum. Seigfljótandi og gegnsýr- andi ódaunn olíuhreins- unarstöbvanna í New Jersey í Bandaríkjunum þykir jú undirstrika vel þau hughrif sem fylgja eymd og fátækt og niður- níölsunni hjá því fólki sem í grennd vib þessa starfsemi býr. Og snýst ekki leikverk Ibsen um Þjóðníðingin einmitt um afleiðingar eitrunar í vatni frá pappírsverksmiðju? Og þó notuð álver og nýjar magnesíum verk- smiðjur séu kannski ekki eins skáldlegar og olíu- hreinsunarstöðvar þá er það einhvern veginn táknrænt að öllum virðist nánast sama (nema nokkrum lífrænum bændum í Kjósinni?) um um- hverfisþáttinn í málinu — umræðan um þann þátt nær sér aldrei á strik. Ameríkaninn Það var ákveðin lífsreynsla á dögunum að snara lauslega yfir á ensku frétt hér í blaðinu fyrir Bandaríkjamann sem einmitt býr í New Jersey í Bandaríkjunum. Fréttin var um viðbrögð Holl- ustuverndar ríkisins við hugmyndum um að reisa olíuhreinsunarstöð þar sem nú er Áburðarverk- smiðja í miðri Reykjavík. í fréttinni kom fram að Hollustuvernd hafði ekkert skoðað þessar hug- myndir, en taldi hins vegar alls ekki víst að nokk- ur mengunarhætta þyrfti að stafa af því að hafa olíuhreinsunarstöð inni í miðri höfuborg lands, sem kennir sig við ómengaða náttúru. Bandaríkja- maðurinn spurði hvort við værum með svona grínfréttir innan um abrar fréttir í blaðinu, því hann trúbi ekki, í fyrsta lagi að nokkrum manni dytti í hug að reisa olíuhreinsunarstöð í Reykjavík og stefna inn á sundin tankskipaumferð með olíu, og í öðru lagi að einhver opinber aðili hefði ekki allt á hornum sér bara vib þab að slíkri hugmynd væri hreyft! Slíkt gætu menn varla leyft sér í ör- væntingarfyllstu þróunarlöndum hvað þá í um- hverfisparadísinni íslandi. Aö hlusta á þann rétta Þessi Ameríkani hins vegar var ekki búinn að bíða misserum saman eftir að kyrrstaban yrði rof- in með stóriðju og áttar sig þess vegna ekki á þeirri ótrúlegu hungurtilfinningu sem tekið hefur sér bólfestu í þjóðarlíkamanum hvað þetta varbar. En kannski eru það einmitt slíkir menn sem við þurfum að hlusta á? Einhver sem segir ekki sjálf- krafa „ég vil aðra svona tunnu". Sannleikurinn er nefnilega sá að það ýmislegt bendir til að þab sé hreint ekkert eðalviský í þeim tunnum sem menn eru farnir ab biðja stóriðjuálfinn um. Getur það ekki veriö að græðgin sé farin að leika mann illa og þeir standi nú frammi fyrir tréspíra- tunnum og hrópi hver í kapp við annan að þeir vilji aðra svona, til þess að rjúfa kyrrstöðuna. ■ N»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.