Tíminn - 22.08.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. ágúst 1996
3
Tökur standa yfir á Snœfellsnesi vegna nýrrar ís-
lenskrar kvikmyndar:
Byggja gamlan
sveitabæ
r
Ve _ (.1
i&M ÍJt íi v 1
Sl. mánudag hófust tökur á Snæ-
fellsnesi á kvikmyndinni Maríu.
Þar hefur veriö reistur gamall
sveitabær og er hann í nágrenni
Kirkjufells við Grundarfjörö. Tök-
um á Snæfellsnesi lýkur í loks ág-
úst og endanlega er stefnt aö því
aö klára heildartökur um miöjan
september í Reykjavík. Búiö er aö
taka hluta kvikmyndarinnar í
Lubeck, Þýskalandi.
María segir örlagasögu þýskrar
konu sem kemur til íslands í kjölfar
síðari heimsstyrjaldarinnar ásamt
hópi þýskra kvenna til starfa á
bóndabæjum í sveitum landsins.
Aöalhlutverkið er í höndum Bar-
böru Auer sem hefur leikið aðal-
hlutverk í mörgum þekktum þýsk-
um kvikmyndum. Hún hefur hlotið
fjölda verðlauna fyrir leik sinn, m.a.
þýsku kvikmyndaverðlaunin sem
besta leikkona í aðalhlutverki. í
fyrra vom henni veitt verðlaun sem
besta leikkona Þýskalands frá þýsku
rí kiss j ónvarpsstöðvunum.
íslensku leikaramir Arnar Jóns-
son, Helga Jónsdóttir og Hinrik Ól-
afsson fara með önnur helstu hlut-
verk í myndinni.
Handritshöfundur og leikstjóri
Maríu er Einar Heimisson, kvik-
myndataka er í höndum Sigurðar
Sverris Pálssonar og Árni Páll Jó-
hannsson hannar leikmynd.
María er framleidd af íslensku
kvikmyndasamsteypunni, fyrirtæki
Friðriks Þórs, í samvinnu við þýska
kvikmyndafyrirtækið Blue Screen
Film. Þegar hefur verið gerður
samningur við Stöð 1 (ARD) í Þýska-
landi um sýningar á myndinni.
-BÞ
Nýr leikgaröur, eba fjölnota garbsvœbi var opnaö á opnu svœbi nálœgt
Vífilstaöalæk milli Smáraflatar og Lindarflatar í Carbabæ. Garburinn er hugsabur sem
leiksvæbi fyrir unga Carbbæinga, áfangastabur meb trimmtœkjum fyrir skokkara og
sem abstaba fyrir íbúa í abliggjandi götum til ab halda götuveislur, en í garbinum er
lítib skrúbhús sem skýlir fyrir regni. Garburinn er hannabur af Ragnhildi Skarphébins-
dóttur arkitekt og var strax kominn í fulla notkun ígær. Tímamynd bc
Erfibara aö fá „réttindakennara" til starfa en oft áöur. Astceöan:
Fleiri stöðuígildi og þensla
Þab virðist vera erfibara en oft
ábur ab fá fólk sem hefur
kennararéttindi til starfa vib
grunnskólana úti á lands-
byggbinni. Skýringamar telja
menn vera fjölgun stöbu-
ígilda, betra ástand á hinum
almenna vinnumarkabi og ab
fleiri kennarar nýti sér nú, vib
flutning grunnskólans, rétt til
leyfa frá störfum.
Það liggja engar klárar tölur
fyrir þessu til stubnings þar sem
ráðningarnar em nú eins og
annað sem vibkemur rekstri
gmnnskólanna alfarið á vegum
hvers sveitarfélags fyrir sig.
Skólaskrifstofurnar sem tóku
við af gömlu fræðsluskrifstofun-
um geta ekki haldib utan um
þessar tölur öfugt vib forvera
sínar. Þær gegna fyrst og fremst
rábgjafahlutverki gagnvart skól-
unum sjálfum, veita þeim fag-
leg rábgjöf sem má flokka í
kennslufræðilega og sálfræbi-
lega þjónustu.
Leiðbeinendum fjöigar
Jón Baldvin Hannesson, for-
stöðumaður Skólaþjónustu Ey-
þings, segir að svo virðist sem
það vanti meira af kennurum á
Norðurlandi-Eystra en undan-
farin eitt tvö ár. „Það hafi að
vísu gengið þokkalega að
manna í stöður kennara hér á
Akureyri og í nágrenninu, s.s.
inná Hrafnagili og í Þelamörk,
en annars staðar er það erfið-
ara". Hann segir að mikil fjölg-
un hafi orðið á stöðuígildum
kennara á landinu öllu þegar
kennsluskylda þeirra var
minnkuð í síðustu kjarasamn-
ingum og eftir því sem fleiri
skólar eru einsetnir, en slíkt á að
vera búið fyrir aldamótin og þá
eykst þörfin fyrir mannskap þar
sem kennarar geta síður unnið
yfirvinnu í einsetnum skóla
heldur en tvískiptum. „Menn
hafi nefnt tölur allt upp í 300
stööuígildi sem bæst hafi viö
vegna þessa. Ef þessar tölur um
fjölgun stöðuígilda eru eitthvað
nærri lagi þá á ég von á því að
leiðbeinendum, þ.e. þeim sem
ekki hafa kennararéttindi, eigi
eftir að fjölga." Þá segir Jón
Baldvin ab þab sé alltaf minna
framboð af kennurum um leið
og það glaðnar eitthvað aðeins
yfir á almenna vinnumarkaðin-
um. Aðspurður segir Jón Bald-
vin sig ekki hafa heyrt af því ab
sveitarfélögin á Norðurlandi-
Eystra séu að lokka til sín kenn-
ara með gylliboðum en ab það
hafi tíðkast ab bjóba upp á
ódýrt húsnæði og sú venja hafi
ábyggilega ekki breyst.
Engin gylliboö
Það er jafnan erfiðara að ráða
kennara í grunnskóla á fámenn-
um og afskekktum stöðum. Að
sögn sveitarstjórans á Þórshöfn,
Reinhards Reynissonar, hafa
þeir átt í mesta basli með ab fá
til sín kennara í ár en þab tókst
þó fyrir nokkrum dögum, nema
hvað enn er ómannað í stöbu
íþróttakennara. Aðspurður neit-
ar Reinhard því að þeir hafi ver-
ib ab bjóba fólki eitthvað um-
fram það sem strípaðir taxtar
kjarasamninga kveða á um.
„Vib erum bara ab bjóba þab
sem við höfum verið ab bjóða,
þ.e. flutningsstyrk og ódýrt hús-
næði, en engar viöbótar launa-
greibslur."
Reinhard tekur undir með
Jóni Baldvin og segir að það sé
erfiðara að fá kennara til starfa
en áður. Sennilega vegna fjölg-
unar stöbuígilda og uppsveiflu í
efnahagslífinu. Ab auki segir
Reinhard fleiri kennara og aðra í
stoðþjónustu, þ.e. gömlu
fræðsluskrifstofunum, séu nú
við flutning grunnskólans að
nýta sér í meira mæli en ábur
rétt til leyfa frá vinnu. „Þannig
séu enn færri en ella á markað-
inum í dag sem hafa kennara-
réttindi." Að lokum segir Rein-
hard ab hann sé sáttur við það
hvernig til hafi tekist að manna
skólann á Þórshöfn, útlitið hafi
verið orðið svart en úr hafi ræst,
um hlutfall leiöbeinenda segir
hann vera einn á móti sex með
kennararéttindi.
Ný skólamálastefna
Hornfirðingar hafa verið í
fréttum vegna nýlundu í skóla-
málum. Þeir sameinuðu þrjá
skóla, þ.e. Nesjaskóla, Heppu-
skóla og Hafnarskólar, og skiptu
honum í þrjú grunnskólastig
eftir aldri nememenda sem eru
kennd á sín hverjum staðnum,
þ.e. í gömlu skólunum. Þannig
var hægt að einsetja skólana
strax, skipta árgöngunum í tvo
bekki í stab óæskilega stórra
bekkja og samkennslu árganga
og kosta minnu til í byggingar-
framkvæmdir. Hallur Magnús-
son, félagsmálastjóri á Horna-
firöi, segir Hornfirðinga hafa
fundið að það er miklu erfibara
ab fá réttindakennara núna en
undanfarin ár. „Okkur tókst þó
ab maiína vel í stöburnar, eink-
um í skólann á Nesjum, þar eru
ýmsar nýungar í gangi sem
reynt fagfólk hafbi áhuga á að
taka þátt í. Skólinn er opinn,
þannig að bekkjunum er ekki
alltaf haldib aðskildum, það er
mikið lagt upp úr hópvinnu og
þemavinnu, þar sem hver nem-
endi fær ab vinna í samræmi
við eigin getu og hæfileika,
sömuleiöis er mikil áhersla lögð
á tónlist, myndlist og leiklist."
Hallur segir ab þeir standi nokk-
uð vel á Höfn ab því er varöar
hlutfall leiðbeinenda í bóklegu
fögunum, það sé um þab bil
tveir á móti hverjum níu. Hann
segir engar umframgreibslur
vera til kennara fyrir utan þaö
sem tíðkast gagnvart aðfluttum
bæjarstarfsmönnum, þ.e. niður-
greibsla á húsaleigu, helmingur
á fyrsta ári og fjóröungur á
öðru.
-gos
Þingflokkur Framsóknarflokks-
ins á ferö um Suöurland:
Landbún-
aburinn
að hruni
kominn?
Þingflokkur og landsstjóm
Framsóknarflokksins ferðast
um Suburland í dag og á
morgun. Af því tilefni verbur
efnt til fundar meb fjölmibl-
um, forystumönnum atvinnu-
lífsins, oddvitum eba sveitar-
stjómm og forrábamönnum
fyrirtækja á Suðurlandi.
Ráðherrar flokksins munu
sitja fyrir svörum á stuttum og
snörpum fundi í eina klukku-
stund í dag frá klukkan 13.30-
14.30 í Gesthúsum við Engja-
veg, Selfossi (skammt frá
íþróttavellinum). Fundarstjóri
verður ísólfur Gylfi Palmason
alþingismaður.
Á meðal spurninga sem fram-
sóknarmenn munu leitast við
að svara eru: Um hvað er deilt í
læknadeilunni? Er stóriðja eina
lausnin í atvinnumálum? Var
óþarfi að breyta vinnulöggjöf-
inni? Er félagslega íbúðarkerfib
hrunið? Gerir ríkið einstakling-
um og fyrirtækjum ókleift að
gera fjárhagsáætlanir? Er út-
flutningur Seyðishólanna mis-
tök og skammtímasjónarmið?
Emm við þverhausar og uppi-
vöðsluseggir í samskiptum við
önnur ríki? Þarf ríkisstjórnin að
fara í endurhæfingu? Er land-
búnaður ab hruni kominn á ís-
landi? -BÞ
Upplýsingar um heilsugæsluþjónustu
Starfshópur vegna uppsagna
heilsugæslulækna vill koma á
framfæri eftirfarandi upplýs-
inguin um heilbrigbisþjónustu
um allt land.
Reykjavík:
Þrír heislugæslulæknar starfa í
Heilsugæslustööinni, Miðbæ. í
Efra Breiðholti er 1 læknir, 3
læknar á Heilsugst. Seltjarnarnesi,
1 í Kópavogi og 1 læknir Heils-
ugst. Sólvangi, Hafnarfirði.
Hjúkrunarfræðingar em að störf-
um á öllum heilsugæslustöövum.
Sjúklingar sem ekki tilheyra of-
angreindum heilsugæslustöbvum
geta leitað aðstoöar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og á bráðamóttöku
Landspítalans en þjónusta á þeim
stöðum hefur verið efld til að
mæta auknu álagi.
Barnalæknaþjónustu er hægt
að fá í Domus Medica frá kl.
17.00-22.00 virka daga, 11.00-
15.00 á laugardögum og 19.00-
22.00 á sunnudögum. Æskilegt er
að fólk hringi og panti tíma fyrir-
fram. Auk þess getur fólk leitað
beint til barnadeildar Landspítal-
ans.
Jafnframt starfa í Reykjavík 19
sjálfstætt starfandi heilsugæslú-
læknar. Þeir sinna fyrst og fremst
erindum frá eigin skjólstæðing-
um. Loks ber að geta þess ab fjöldi
sérfræðinga er starfandi á einka-
stofum á höfuðborgarsvæðinu og
sinna þeir sem fyrr erindum, hver
á sínu sérsviði.
Þjónusta utan Reykjavík-
ur og nágrennis:
Á Akranesi starfar enginn
heilsugæslulæknir en þar er
sjúkrahús. Þrír læknar starfa í
Borgarnesi, enginn í Ólafsvík,
enginn á Gmndarfirði, 1 í Stykk-
ishólmi (sjúkrahús) enginn í Búð-
ardal, enginn á Patreksfirði
(sjúkrahús) 1 á Þingeyri/Flateyri,
enginn í Boiungarvík (sjúkrahús)
1 á ísafiröi (sjúkrahús), 1 í Hólma-
vík, 1 á Hvammstanga (sjúkra-
hús), enginn á Blönduósi (sjúkra-
hús) enginn á Sauðárkróki
(sjúkrahús) 2 á Siglufirði (sjúkra-
hús) enginn á Ólafsfirði, enginn á
Dalvík, 3 á Akureyri (sjúkrahús)
enginn á Húsavík (sjúkrahús) og
enginn á Þórshöfn, Raufarhöfn,
Kópaskeri og Vopnafiröi (læknir á
neyðarvakt).
(Um heilsugæsluþjónustu á
Austurlandi má lesa á öðrum stab
í Tímanum í dag.)
í Vík er læknir á neyðarvakt,
enginn læknir er á Hvolsvelli,
enginn á Hellu, enginn á Laugar-
ási en 2 á Selfossi (sjúkrahús). í
Vestmannaeyjum starfar einn
læknir (sjúkrahús), 1 læknir er í
Hveragerði, 1 í Þorlákshöfn, eng-
inn í Grindavik, 2 í Reykjanesbæ
(sjúkrahús) og enginn í Mosfells-
bæ (sjúkrahús).
Hjúkrunarfræðingar em ab
störfum á öllum heilsugæslu-
stöðvum, en sjúklingum er að
öðru leyti bent á að leita eftir
læknisþjónustu í næsta sjúkra-
húsi. -BÞ