Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 2
2 Mibvikudagur 28. ágúst 1996 Tíminn spyr... Á aö stefna ab hallalausum fjár- lögum rniöab vib þær abstæbur sem eru í þjóbfélaginu í dag? Lára Margrét Ragnarsdóttir, þingmabur Sjálfstæbisflokks- ins. „Hallalaus fjárlög eru ekki lykil- lausn á hverjum tíma. Vib er- um náttúrulega búin að vera mjög dugleg og passasöm og allt þab. Af því megum vib vera mjög hreykin en það er spurn- ing hversu hart á ab stíga á bremsuna." Lúbvík Bergvinsson, þing- mabur Alþýbuflokksins. „Þab hlýtur alltaf ab vera mark- mið að reka ríkissjóö hallalaus- an, um þab er ekki deilt. Hins vegar er spurning hvernig farib er ab því. Mér sýnist sem svo ab þab sé hætt vib ab ýmsar af þeim sparnaðaraðgerðum sem gengið er frá í dag muni leiða til frekari útgjalda á síbari tím- um." Svavar Gestsson, þingmabur Alþýbubandalags. „Svarið er já, það á að stefna að hallalausum fjárlögum. Slíkt var gert síðast í tíð Ragnars Arn- alds sem fjármálaráöherra. En það þýðir ekki að það eigi að loka heilbrigðisstofnunum, eins og verið er að gera og eyöi- leggja heilbrigðiskerfið. Það þýðir ekki niöurskurð til menntamála, eins og nú er í gangi. Það þýðir að það á að afla viðbótatekna og það verður að auka við fjármuni til heil- brigöiskerfisins og menntamál- anna eins og sakir standa núna." Keppendur Aksturklúbbs Starfsmannafélags SVR ásamt stjórn og túlki. Frá vinstri. Hörbur Tómasson, jóhann G. Gunnarsson, jóhann Þorvaldsson, Björg Cubmundsdóttir, Kristján Kjartansson og Konráb Kristjánsson. Liggjandi fyrir framan eru Kjartan Pálmarsson og Þórarinn Söebech. Keppt í ökuleikni á strætisvögnum Árlegt Norburlandamót í öku- leikni á strætisvögnum fór fram í Helsinki þann 17. þessa mánabar. Þar öttu vagnstjórar Akstursklúbbs Starfsmannafé- lags Strætisvagna Reykjavíkur kappi vib starfsfélaga sína frá höfubborgum hinna Norbur- landanna. Reykvísku keppendunum tókst eftir harða baráttu við Svía að tryggja sér annað sæti þrátt fyrir aðstæður sem þeir eiga ekki að venjast, þ.e. glampandi sól og 28 gráðu hita. Finnar unnu fyrsta sætið með nokkrum yfirburðum, Svíarnir lentu í því þriðja, Norðmenn í fjórða og Danir ráku lestina og fengu skamm- arverðlaun fyrir. Skammar- verðlaunin eru smíðuð af Guðgeiri Ásgeirssyni, vagn- stjóra hjá SVR, og eru af bíl- stjóra sem snýr baki í aksturs- stefnu. Fullunniö íslenskt lambakjöt í neytendapakkningum til Belgíu: Útflutningur þrefaldast Útflutningur á fullunnu lamba- kjöti í neytendapakkningum frá Sláturhúsi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga, KASK, mun líklega þrefaldast núna á árinu. „Þaö er áætlað að 12 þúsund skrokkar fari í vinnslu fyrir versl- unarkebju í Belgíu sem heitir Co- vee en þab er ekki búib ab ganga endanlega frá samningum. Þetta er einn þriðji af slátruninni í haust og þrisvar sinnum meira en ábur," segir Kjartan Hreinsson, sláturhús- stjóri KASK. Með tilkomu nýrrar kjötpökkunarstöbvar sem KASK tekur í gagnið núna í haust þá mun afkastageta vinnslunnar aukast verulega og þá verbur hægt að mæta óskum verslunarkeöjunnar um meira magn. Að sögn Pálma Guömundssonar, kaupfélagsstjóra KASK, er sláturhús þess eitt af þremur hér á landi sem hefur leyfi til saubfjárslátrunar á markab í Evr- ópursambandinu og annað tveggja sem hefur fullgilt ieyfi til aö full- vinnna lambakjöt fyrir þann mark- ab. Til þess ab fá slík leyfi þarf ab uppfylla ströng skilyrbi varöandi húsnæöi, abbúnaöi og hreinlæti. Þetta er þribja árib sem verslun- arkeöjan kaupir lambakjöt frá KASK. Viöskiptin komust upphaf- lega á í samstarfi vib íslenskar sjáv- arafuröir sem áttu ab hluta til frumkvæbi ab þeim og aöstoöuöu viö markabsstarfiö. Vinnsla lamba- kjötsins er frábrugbin því sem viö eigum aö venjast hér heima. Kjötib er ab mestu leyti úrbeinab, t.d. læri, frampartar og hryggir, í stab þess ab saga þaö niöur. Um þessa aukningu í sölu lambakjöts út fyrir landsteinana segir Kjartan ab þab sé þróun í rétta átt. „Ein af forsendum þess ab saubfjárrækt geti lifaö og dafnab í framtíbina er náttúrulega sú aö þab takist ab flytja út kjöt fyrir gott verb." -gos vSlNDAMENN v.' g/? ÞÆrr/í ATOKk'uxr l/f^ '/) JÖkÐO/VA//, BOGG/ Líf á Marsífyrndinni. 60G6I Sagt var... Þetta er allt eitt allsherjar leiksvib „Því verður ekki trúab að óreyndu ab þetta makalusa leikhús fáranleikans, sem opinberar stofnanir hafa sett á svib fyrir alþjób nú ab undanförnu, fái ab hindra áformaba uppgræbslu." Úr leiöara DV. Leibarahöfundur gagn- rýnir ríkisstofnanir fyrir a& vinna gegn landgræbsluáformum áhugafólks, Hús- gulls. Kynbundnar bókmenntir „Almælt er líka ab kvennabókmennt- irnar séu íslenskri sagnagerb þab sem kommúnisminn var rússneskri menn- ingu, ab drepa eigin hugsun meb stagli." Skrifabi Gubbergur Bergsson, rithöf- undur, í Kjallaragrein DV á degi bókar- innar. Dýr merkurinnar sameinast „Vib erum eins og dýrin í Hálsa- skógi" Sagbi Gísli Fáll Pálsson, forseti bæjar- stjórnar í Hveragerbi, um nýja meiri- hlutan þar í bæ. Allir í bæjarstjórn eru nú, efir ab Knútur Bruun hætti, saman í meirihluta enda eru öll dýrin í skógin- um vinir fyrir utan Mikka ref. Alþýbu- blabib Trúarofstæki „Stundum skilar einkavæbing ein- hverju en stundum er hún af trúar- ástæbum og þab er aubvitab ekki eins gott." Sagbi Vilhjálmur Grímsson hjá Vernd um þær hugmyndir ab bjóba út rekstur Kvíabryggju í samtali vib Alþýbublabib. Húsverbir og húsbændur „Húsverbir eru valdamenn í sínu um- dæmi, þeir rába talsverbu um þab hvernig málum er fyrir komib í þeim húsum sem þeir gæta. Húsverbir eru ab verulegu leyti sjálfs sín herrar og rába verk- og vinnulagi sínu sjálfir." Sagbi Garri um pólitískt vægi húsvarba í litlum bæjarfélögum í Ijósi atburba libanna daga í blómstrandi bæ, þ.e. Hveragerbi. Tíminn Vanir menn „Þeir eru vanir ab nota ýmis tæki og tól og þetta veldur því ab þeir rábsk- ast meb allt sem vib kemur tilraun- inni." Sagbi Svein Sjöberg, prófessor vib Óslóarháskóla, og viburkenndi ab stúlk- ur verba jafnan útundan í kennslu, einkum í tilraunastundum. „Strákarnir hertaka bókstaflega öll hjálpartækin sem á ab nota. Stúlkurnar eru látnar skrá niburstöburnar og taka til eftir á." Mogginn Ýmsir hafa orbiö til ab hneykslast á skrifum Alþýbublabsins um forseta- embættib, enda óhætt ab segja ab blabib hefur farib næsta óhefb- bundnar slóbir í nálgun sinni á embættinu. Þykir greinilega mörg- um ab forsetinn eigi ab vera hafinn yfir venjulega dægurumræbu og ab þab sé ekki vib hæfi ab gantast meb forsetann eba embætti forset- ans eins og Alþýbublabsmenn hafa gert. í pottinum heyrbist þab haft eftir Hrafni Jökulssyni ritstjóra blaðsins ab þar myndu þeir halda sinni stefnu meban niburstaban væri ab fleiri áskrifendur bættust vib en hættu ... • í pottinum var verib ab segja frá ferb blabamanna Tímans norbur til Akureyrar um síbustu helgi, en þeir fóru þangab til ab kynnast verb- andi samstarfsmönnum á ritstjórn Dags. Mun hafa veriö haldiö sam- kvæmi á föstudagskvöld þar sem starfsmenn kynntu sig formlega hver fyrir öbrum meb því ab standa upp, segja til nafns og hvað þeir höfbu starfab vib. Þegar um fimmtán manns höfbu stabið upp og sagt: „Ég heiti.... og ég hef starfað...." var röbin komin ab Gunnari Sverrissyni Ijósmyndara á Tímanum sem verbur Ijósmyndari á hinu nýja blabi. Gunnar sló í gegn meb góbum húmor þegar hann stób upp og sagbi grafalvar- legur: „ Ég heiti Gunnar Sverris- son og ég er alkóhólisti ..."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.