Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 28. ágúst 1996 Utanríkisráöherra virtist hagvanur í vinnslusal fiskvinnslunnar Árness og gœti allt eins hafa veriö verkstjóri á staönum eöa brýnslumaöur. Meö honum á myndinni er Anna jensdóttir frá Patreksfiröi og Magnús Stefáns- son eríbaksýn. A ferb um Suðurland Fulltrúar framsóknarmanna íhinum ýmsu kjördœmum standa hér á kornakri á Þorvaldseyri, en kornaxiö er ein- mitt tákn flokksins. F.v. Ólafía Ingólfsdóttir af Suöurlandi, Stefán Cuömundsson af Nl. vestra, Siv Friöleifsdóttir Reykjanesi, Magnús Stefánsson Vesturlandi. Halldór Ásgrímsson fékk aö prófa 34 ára gamlan slökkviliösbíl á Selfossi og höföu feröafélagar hans á oröi aö þaö gœti komiö sér vel aö formaöurinn kynni á slíkt farartæki, ef til þess kœmi aö slökkva þyrfti veröbólguelda sem geröu vart viö sig íþenslunni. Þingflokkur og landsstjórn Framsóknarflokksins hélt fund á Selfossi um síðustu helgi og ferðuðust síðan um allt Suðurland til að kynna sér ástand mála í fjórðungn- um. Var víða komið, m.a. í Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi, Grímsnesið, Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, Skógum, Vík og Dyrhólaey, Hellu og Hvolsvöll og víðar. Hér á síðunni má sjá svip- myndir af þekktum stjórn- málamönnum og konum úr liði Framsóknar við óhefð- bundnar aðstæður. Hákarl og brennivín vará boöstólum ífjörunni viö Dyrhólaey, en þaö er sama og feröamönnum er gjarnan boöiö upp á þegar þeir fara í feröir meö hjólabátunum frá Vík í Mýrdal. Hér má sjá Pál Pétursson, Siv Friöleifs- dóttur og Stefán Cuömundsson og viröast þau taka sig vel út í sjógöllun- Fleira var það nú ekki Meban nýkjörinn forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, var enn að vasast í pólitík, sáu sumir á hægri væng stjórnmál- anna í honum þann rauba sjálf- an. Ýmsum öðrum þótti hann hins vegar bera kápuna á báðum öxlum. Einkum átti þetta við um herstöövaandstæðinga. Þeir áttu erfitt með að skilja friðar- brölt úti í heimi, án þess að það virtist vera í nokkrum tengslum við baráttu þeirra sjálfra hér heima. Ólafur taldi sig þó sjálfur í þeirra hópi, hvað sem öðrum fannst um þá skoðun hans. En nú er Ólafur Ragnar sem sagt orðinn forseti og herra að nafnbót. Sem slíkur er hann höfuð þjóðarinnar og gegnir þeim skyldum sem embættið krefst. Eitt af embættisverkum forseta íslands er veiting fálkaorðunnar. í Morgunblaðinu var nýlega sagt frá fyrstu orðuveitingu hins nýja forseta. Svo vill til, að sá sem þáði orðuna er fráfarandi yfir- maður Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli, en hann lætur af störfum hér innan fárra vikna. Eins og fram kemur í frétt Morg- unblaðsins er það til siðs, að menn í slíkri stöðu séu sæmdir stórriddarakrossi með stjörnu áður en þeir yfirgefa Völlinn. Einnig kemur fram í fréttinni, að orðuveiting þessi hafi verið ákveðin í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. Væri fróðlegt að vita hví hún hengdi þá ekki glingrið á manninn. Nema hvað, á rölti mínu um miðbæinn í gær hitti ég einn sérdeilis meinfýsinn nagg. Sá benti mér á, að stórriddarakross með stjörnu væri sko ekkert venjulegt heiðursmerki, sem SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson nælt væri í jakka, heldur væri hér um að ræða viðamikla orðu í keðju til að bera um hálsinn. Það er m.ö.o. beggja handa verk að heiðra mann með þessari merkilegu orðu. Þessi kunningi minn stóð á því fastar en fótun- um, að við þessa virðulegu at- höfn hefði herra Ólafur Ragnar Grímsson notað hægri höndina sem forseti íslands og þannig heiörað flotaforingjann fyrir veru hans á íslandi. Hins vegar hefði hann notað vinstri hönd- ina sem gamall herstöðvaand- stæðingur og með henni heiðr- að þann einkennisklædda fyrir að yfirgefa landið. Ég skal ekkert um þessa kenn- ingu segja. En best gæti ég trúað því, að þessa dagana væri ónefndur maður í Múrnum við Lækjartorg í ljómandi góðu skapi. Þótt ég segi sjálfur frá, þá er ég fremur góðhjartaður maður og leiðist því að hryggja fólk með fjarveru minni. Eigi að síður er nú komið að leiðarlokum hvað varðar spjall mitt hér á síðum Tímans. Fyrsta „spjallið" í Tím- anum birtist þann 4. apríl 1994, en alls urðu þau 123 talsins. Því er mál að linni, nú þegar þær breytingar verða á blaðinu sem lesendum hafa verið kynntar. Forvitnum til fróðleiks má geta þess, að fyrstu spjallgreinar mínar birtust í málgagni Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, Nýju landi — frjálsri þjóð, eða upp úr 1970. U.þ.b. hálfum öðrum áratug síðar birti ég nokkrar greinar undir sama titli í Morgunblaðinu. Má af þessu sjá, að víða hefur verið spjallað og margt borið á góma. Vonandi hefur almennum les- endum spjalls míns í Tímanum ekki verið raun af lestrinum. Og hafi einhver talið að sér vegið, skal á það bent að sá á sök er finnur. Ritstjóra, blaðamönnum og öðru starfsfólki blaðsins þakka ég ánægjuleg kynni. Hafi og les- endur þökk fyrir að hafa eytt tíma sínum í lestur þessa hrafls míns. Að lokum óska ég nýjum ritstjóra velfarnaðar í starfi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.