Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 1
^ ^ ^ STOFNAÐUR1917 liminn SPJALDHAGI allarui upplýsingar á einum staó SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986 - 248. TBL. 70. ARG. ISTUTTU MALI... SAMORA MACHEL forseti Mósambik lést samstundis þegar flug- vél hans hrapaði á suður-afrískt land- svæði fyrr í þessum mánuði. Það var Pik Botha utanrfkisráðherra Suður- Afríku sem sagði þetta í tilefni blaða- fregna um að Machel hefði verið í lífi fjórum klukkustundum eftir flugslysið. HRAUN flæddi út úr opum í norð- austurhlíðum eldfjallsins Etnu í gær og fylgdi hraunflæðið í kjölfar þriggja jarðskjálfta á Sikiley. Sérfræðingar flugu til fjallsins en ekki var haldið að hraunflæðið ógnaði byggðum við ræt- ur fjallsins. MATTHÍAS BJARNA- SON , samgöngumálaráðherra hef- ur hafnað hugmyndum um að aðrir aðilar en Flugleiðir sjái um póstflug. Hugmyndir þess efnis komu fram ný- lega hjá Pósti og síma vegna óánægju stofnunarinnar með þjónustu Flug- leiða. Telur P&S að of oft hafi komið fyrir að Flugleiðir hafi látið póstflutn- inga sitja á hakanum. Hefur P&S lýst vonbrigðum sínum með þessa ákvörð- un ráðherrans. VINNUSLYS Bíldshöfða í gær þegar 16 ára piltur lenti með annan fótinn undir malbikunarvél. Unnið var að malbikunarframkvæmdum þegar slysið átti sér stað. Mun líðan piltsins vera eftir atvikum góð. VINNUVEITENDASAM- BAND íslands hefur sent ASÍ bréf, þar sem hvatt er til þess að undirbún- ingi fyrir komandi kjarasamninga verði flýtt svo sem kostur er. VSÍ telur áríðandi að hefja viðræður hið fyrsta milli fólaganna. Bréf þetta er árangur af birtingu ályktunar ASÍ, sem Tíminn greindi frá í gær, en þar var mörkuð stefna félagsins í komandi samning- um. MARGARETHE II Dana- drottning hefur sæmt Guðrúnu J. Hall- dórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, riddarakrossi Dannes- brogsorðunnar fyrir hin miklu og góðu störf hennar í sambandi við dönsku- kennsluna í íslenskum skólum. Sendi- herra Dana, H.A. Djurhuus, afhenti henni orðuna 24. þ.m. KOMIN ERU á markaðinn jóla- kort Styrktarfélags vangefinna. Að þessu sinni eru þau með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur og Úlfs Ragnars- sonar, læknis. Kortin verða til sölu á skrifstofu félags- ins, Háteigsvegi 6, í versiuninni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimilum félagsins. Öllum ágóða af sölu jólakortanna verð- ur varið til styrktar málefnum vanaef- inna, en um þessar mundir er verið að Ijúka framkvæmdum við byggingar félagsins í Víðihlíð. GUNNLAUGUR Finnsson kaupfélagsstjóri á Flateyri og fyrrum alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Áður hafa tilkynnt þátttöku Ólafur Þ. Þórðar- son, Pétur Bjarnason og Guðmundur Hagalínsson. Prófkjörið fer fram 6.-7. desember en framboðsfrestur rennur út 8. nóvember. KRUMMI „Næsta skrefið er flytja inn síld Rússlandi. “ Hér má sjá nokkra þeirra, sem staðið hafa í undirbúningi fiskmarkaðar í Hafnarfirði, en það er stjórnarfólk úr Útvegsmannafélagi Hafnarfjarðar og hafnarstjórn bæjarins. í baksýn má sjá hvar fiskmarkaðnum er hugsaður staður. límamjnd: Svemr Fiskmarkaöur í Hafnarfirði: Leitað verður eftir hlutafjárloforðum á alménnum fundi á laugardag Útvegsmannafélag Hafnarfjarð- ar í samvinnu við hafnarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að gangast fyrir söfnun hlutafjárlof- orða fyrir hlutafélag sem stofnað yrði um rekstur fiskmarkaðar í Hafnarfirði. í þessu skyni hefur Útvegsmannaféíagið ákveðið að boða til sérstaks fundar um málið á laugardag. Auk þess að safnað verður hlutafjárloforðum á fundin- um mun Gunnlaugur Sigmundsson gera þar grein fyrir niðurstöðu nefndar sem skipuð var af sjávar útvegsráðuneytinu um rekstur fisk- markaðar og fulltrúi frá hafnar- stjórn Hafnarfjarðar mun gera grein fyrir fyrirhuguðum bygginga- framkvæmdum bæjarfélagsins í tengslum við þennan uppboðs- markað. Á blaðamannafundi sem boðað var til af hafnarstjórn og Útvegs- mannafélagi Hafnarfjarðar í gær gerðu hlutaðeigandi aðilar grein fyrir hugmyndum sínum um upp- boðsmarkað á fiski í Hafnarfirði. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur formanns Útvegsmannafélagsins er hugmyndin sú að markaðurinn geti annað 240 tonnum af fiski á' sólarhring og til þess að koma rekstri slíks markaðar af stað þurfi að koma til 12-14 milljónir í hluta- Fíkniefnalögreglan í Reykjavík: Tveir í gæsluvarðhald vegna amfetamínsmygls Tveir menn hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald vegna talsverðs magns af amfetamíni sem fannst á vinnustað þeirra. Maður var handtekinn fyrir réttri viku síðan, og var hann úr- skurðaður í tuttugu daga gæslu- varðhald síðastliðinn laugardag. Hann er 45 ára gamall. Síðastlið- inn mánudag var síðan annar maður handtekinn, 32 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald frá þriðjudegi að telja. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið sagt frá þessu máli er sú að fréttaleynd hefur hvílt á rannsókn málsins meðan hún hefur staðið yfir. Reynir Kjartansson rann- sóknarlögreglumaður, sem vinn- ur að rannsókn málsins sagði í samtali við Tímann að ekki væri víst að öll kurl væru enn komin til grafar. Málið hefur verið nokkuð um- fangsmikið og hafa sjö aðilar verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina. Þá hafa alls verið framkvæmdar sex húsleitir, og við þær hafa fundist nokkur grömm af amfetamíni. Amfetamínið sem varð kveikj- an að handtöku mannanna tveggja fannst á vinnustað þeirra í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Var efnið falið í aðstöðu starfsfólks- ins. Báðir mennirnir sem hand- teknir voru, voru starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hafa báðir ítrekað komið við sögu hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar. - ES fé. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar boðist til að útvega húsnæði undir starfsemina, enda kæmi slík- ur markaður til með að verða mikil lyftistöng fyrir bæjarlífið. Bæjar- ráð hefur ákveðið að láta reyna á það hvort unnt sé að fá aðra en bæinn til þess að taka þátt í bygg- ingu húsnæðis fyrir fiskmarkaðinn og í því skyni var leitað eftir tilboðum í slíkar byggingar. Til- boðin sem bárust voru mjög mis- munandi og voru á bilinu á milli 20-50 milljónir króna. Á blaða- mannafundinum í gær kom fram að vilji er fyrir því að hafnarstjórn- in taki að sér nauðsynlegar bygg- ingaframkvæmdir ef hagsmunaað- ilar eða aðrir hafa ekki áhuga á að taka þátt í þeim. Þegar er hafnar- aðstaða fyrir hendi þar sem er Óseyrarbryggjan, en byggja þarf fiskmarkaðshúsið sjálft, frysti- og kæligeymslu, og hús undir skrif- stofur og ýmis konar þjónustu. Mikill áhugi mun vera meðal Hafnfirðinga um að fiskntarkaður- inn verði staðsettur í bænum, en önnur byggðalög, s.s. Reykjavík, Sandgerði o.fl. hafa einnig hug á að fá markaðinn í sitt bæjarfélag. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur sagt að hann muni á þessu þingi beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum á lögum um Verðlagsráð sjávarút- vegsins til þess að tilraun um uppboðsmarkað á fiski geti komist í framkvæmd sem fyrst. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.