Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 8
Timimi
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjóri: Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrimurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-,
Vemdum velferðarkerfið
Fjárlög fyrir áriö 1987 voru rædd á Alþingi í gær.
Útgjaldaliðir frumvarpsins eru upp á 41,5 milljarð
króna en tekjur eru áætlaðar um 40 milljarðar, og er
rekstrarhalli ríkissjóðs því áætlaður um 1,5 milljarður
króna.
Megin orsök þessa rekstrarhalla má rekja til þess er
ríkisvaldið tók á sig fjárhagsbyrðar vegna kjarasamning-
anna í vetur sem eiga sinn stóra þátt í þeirri góðu stöðu
efnahagsmála sem nú er.
Guðmundur Bjarnason, varaformaður Fjárveitinga-
nefndar flutti ítarlega ræðu við umræðuna og kom
m.a.inn á málaflokka sem þarfnast úrbóta.
Hann taldi núverandi skattakerfi bæði ranglátt og
götótt og að það þarfnaðist verulegra breytinga og
endurskipulagningar.
Sérstaklega átaldi hann hvernig komið væri fyrir
tekjuskattinum og sagði um það atriði: „Tekjuskattur-
inn á í eðli sínu að vera jöfnunartæki stjórnvalda til þess
að jafna milli þeirra sem mikið bera úr býtum og hinna
sem minna mega sín, en því miður virðist þróunin hafa
orðið sú að undanförnu að hann hefur þvert á móti leitt
til þess að auka ójöfnuð í þjóðfélaginu.“
Ljóst er að nokkur atriði í frumvarpi fjármálaráð-
herra eru sett fram án nokkurs samráðs við þingflokk
Framsóknarflokksins, og þar af leiðandi óvíst um
afgreiðslu þeirra. Par má nefna viðbótarlækkun
framlaga ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem
stendur í sambandi við skólaakstur grunnskólanema, en
ekkert samkomulag liggur fyrir milli sveitarfélaganna
og ríkisins um skiptingu þess kostnaðar.
Hugmyndir fjármálaráðherra um frestun á fram-
kvæmdum ÁTVR eru góðra gjalda verðar en aftur á
móti orkar tvímælis að sá niðurskurður bitni einungis á
byggingu Áfengisverslunarinnar í Mjóddinni sem ákveð-
in var 1977, en þess í stað allt kapp lagt á að opna
áfengisútsölu í Kringlunni en þar keypti ÁTVR húsnæði
á þessu ári. Svo virðist sem ákvörðun um þetta hafi verið
tekin eftir að KRON keypti verslun í Mjóddinni fyrir
nokkru. Sé svo, er um pólitíska geðþóttaákvörðun
fjármálaráðherra að ræða sem ekki er líðandi.
í ræðu sinni gagnrýndi Guðmundur skerðingu tekna
ríkisútvarpsins og benti á að nauðsynlegt væri að
endurnýja dreifikerfi þess og koma útsendingum Rásar
2 til allra landsmanna. Þetta mál hefur aldrei verið rætt
innan þingflokks Framsóknarflokksins og taldi Guð-
mundur ólíklegt að þessi niðurskurður yrði samþykktur
þar.
Orðrétt sagði hann síðan:„í harðnandi samkeppni
hljótum við að gera þá kröfu, að svo sé að Ríkisútvarp-
inu búið , að það geti gegnt því hlutverki sínu að þjóna
öllum landsmönnum. Því er síst tími til þess nú, að
ráðast á tekjustofnana, veikja með því undirstöðurnar
og draga úr möguleikum Ríkisútvarpsins að gegna sínu
mikilvæga hlutverki.“
í lok sinnar ræðu lýsti Guðmundur Bjarnason varafor-
maður Fjárveitinganefndar ánægju sinni með megin
markmið frumvarpsins sem miða að því að viðhalda
efnahagslegu jafnvægi í landinu, og sagði síðan: „Við
verðum að standa vörð um það velferðarþjóðfélag sem
við höfum á undanförnum árum verið að byggja upp og
eigum að vera óhrædd við að afla ríkinu þeirra tekna
sem nauðsynlegar eru til að halda því uppi með fullri
sæmd.“
8 Tíminn
Föstudagur 31. október 1986
GARRI
1400 heildverslanir
Alþýðublaðid fjallaði um heild-
versianir á íslandi í ieiðara í gær og
sagði m.a.:
„ Umfang verslunar á íslandi hef-
ur aukist mikið hin síðari ár, og
fjárfesting í verslun hefur sjaldan
veríð meiri en nú. í upplýsingum,
sem Alþýðublaðið fékk frá Þjóð-
hagsstofnun, kemur fram að heild-
verslanir á íslandi voru tæplega
1400 áríð 1984. Þetta jafngildir
því, að hér sé ein heildverslun á
hverja 168 neytendur.
Af þessum fjölda heildverslana
voru aðeins 36 sem unnu að út-
ílutningsverslun, 1008 störfuðu að
almennri heildverslun, 50 voru í
bensín- og olíuinnflutningi. Hjá
850 hcildverslunum voru starfs-
menn 5 eða færri.
Menn geta velt því fyrír sér hver
þörf er á slíkum fjölda heildversl-
ana hérá landi, og hvaða áhrifþuð
hefur til verðhækkana að svo marg-
ar heildverslanir þurfa að halda lífi
með öllum þeim tilkostnaði sem
þvífylgir.“
Ja, Ijótt er ef satt er, eins og
kertingin sagði, og sannar þetta
enn einu sinni það sem Garri hefur
oft haldið fram að samvinnuversl-
un sé miklu hagkvæmari í rekstri
en einkavcrslun. Samvinnufyrir-
tæki reka hvað sem öðru líður ekki
neinar 1400 heildverslanir hér í
landinu. Og það ánægjulega er að
hér er Alþýðublaðið farið að halda
fram sjónarmiðum félagshyggju-
fólks, og mætti gera slíkt oftar.
Vinnuþrælkun
í verslunum
Annað sérkennilegt bar líka fyrir
augu þegar blöðunum í gær var
flett. Morgunblaðið hefur eins og
menn vita vcrið að stunda það nú
næstliðið að vera á móti Sjálf-
stæðisflokknum og sjálfstæðis-
mönnum.
Þessu er haldið áfram í Stak-
steinum blaðsins í gær. Þar er
vitnað í grein úr blaði Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur eftir for-
mann þess félags, margyflrlýstan
sjálfstæðismann og raunar lengi í
fremstu röð í flokknum.
Hann ræðir þar afgrciðslutíma
verslana og vill sem skiljanlegt er
halda honum innan skynsamlegra
marka. Þar er hann með hagsmuni
félagsmanna í VR í huga, sem ella
eiga á hættu að þeim verði þrælkað
út með óhóflega iöngum vinnu-
tíma.
Stakstcinahöfundur setur sig
hins vegar upp á móti þessu. Hann
heldur fram gagnstæðum hags-
munum og hirðir engu þótt starfs-
fólk í búðum þurfi að sæta vinnu-
þrælkun á borð við það sem þekkt-
ist fyrir tíma vinnulöggjafarinnar.
Hann cr allur í því sem frjáls-
hyggjumenn kalla frelsi í vcrslun,
hvað sem það kostar.
J6n Baldvin í klemmu
Jón Baldvin Hannibalsson hefur
á víxl og nokkurn veginn jöfnum
höndum stefnt yflr til vinstri og
hægri og biðlað ýmist til sjálf-
stæðismanna eða alþýðubanda-
lagsmanna. Hitt er Ijóst að hér
lendir hann í klemmu.
Ætlar hann að standa með blaði
sínu og reyna að halda hér ein-
hverju í líkingu við heilbrigða sky n-
semi í verslunarmálum? Eða ætlar
hann að elta frjálshyggjuöflin í
Sjálfstæðisflokknum í því að leyfa
hindrunarlausa vinnuþrælkun á
verslunarfólki?
Garri.
VÍTTQG BREITT
Bókvit og
framleiðsluraunir
Upplýsingaöld er gengin í garð
og bætt og aukin menntun gerir
kleift að nýta upplýsingarnar. Ask-
arnir eru fleytifullir af bókviti.
Sýnt er fram á með gildum rökum
að menntastofnanir séu í fjársvelti,
æðri menntun ábótavant og að
Lánasjóður námsmanna 'sé svo
naumur að ekki sé við unandi og
komi það í veg fyrir að enn fleiri
geti stundað langskólanám en raun
ber vitni. Háskólum þarf að fjölga
um helming.
Á sama tíma og menntunarpost-
ularnir smala ungviðinu í háskóla
sína og reka linnulausan áróður
fyrir að belgja menntakerfið enn
út, og sér enginn maður fyrir hvar
verður látið staðar numið, vantar
5- 6 þúsund manns á almennan
vinnumarkað, aðallega í fram-
leiðslugreinar.
„Nauðsynlegt að sækja vinnuafl
erlendis frá,“ segir formaður Fé-
lags íslenskra iðnrekenda í viðtali
við Tímann í gær. Aðeins í iðnfyr-
irtækin vantar yfir þúsund manns.
Víglundur Þorsteinsson telur að
huga þurfi að skólakerfinu „þannig
að það bjóði ungu fólki upp á
menntun til starfa við framleiðslu-
greinarnar - en stýri ekki öllum í
stúdentspróf með það að takmarki
að háskólamennta alla þjóðina“.
Útlendingar í skítverkin?
Eitthvað til í þessu hjá for-
manninum. En honum sést yfir
lítið atriði sem iðnrekendur mættu
huga nánar að. Eru þau launakjör
sem þeir bjóða starfsfólki við fram-
leiðslustörf svo kræsileg að sótt sé
í störf hjá þeim? Hætt er við að fátt
ungt fólk sætti sig við þá framtíðar-
sýn að vinna æfilangt við færiband
eða saumavél fyrir þau kjör sem í
boði eru. Þessu er náttúrlega svar-
að með því að atvinnugreinarnar
standi ekki undir hærri launum. En
þá er spurning hvers konar rekstur
það sé sem ekki getur boðið lífvæn-
leg laun, og hvort hann eigi yfirleitt
nokkurn rétt á sér.
íslendingar eru hér að vaða inn
í vel þekkt mynstur. Unga fólkið
er orðið svo vel menntað að það
getur ekki og viil ekki starfa við
framleiðslu, ómenntuðu gamlin-
gjarnir svo fáir að þeir anna ekki
illa launuðu skítverkunum og þá er
gripið til þess ráðs að flytja inn
vinnuafl frá löndum þar sem at-
vinnuleysi ogeymd ríkir. Menntaði
starfskrafturinn er jafn illa settur
og áður, framboðið á honum er
meira en eftirspurnin. Og þegar
atvinna minnkar við framleiðslu og
sorphreinsun situr aðflutta vinnu-
aflið sem fastast og bætist í sívax-
andi hóp jafnt sprenglærðra sem
menntunarsnauðra atvinnuleys-
ingja. Þjóðfélagsleg vandamál
hrannast upp og sumum þjóðum
virðist ekki sjálfrátt um hvernig
þær leika sjálfar sig af skammsýni,
menntunarhroka og snarbrjáluð-
um framtíðarspám einhverra aula
sem fengið hafa á sig sérfræðings-
stimpil.
Launakjörin
ráða úrslitum
Víða um land er tilfinnanlegur
skortur á fólki til að vinna við
fiskvinnslu. Á tyllidögum er hún
kölluð undirstöðuatvinnugrein. En
hún er víst öll meira og minna á
hausnum og fólk sækir í hreinlegri
og betur launuð störf. Það er sama
hvað fiskverð hækkar erlendis,
fiskvinnslan getur ekki greitt þau
laun sem gerir hana að lífvænlegum
og eftirsóttum atvinnuvegi.
Skorturinn á vinnuafli er ekki
vegna þess að þessi vinna sé erfið
og lítt hreinleg. Það eru launakjör-
in sem ráða úrslitum. Það sést
glöggt á því að margir eru um hvert
pláss sem losnar á fiskiskipaflotan-
um. Vinna um borð í togurum og
öðrum fiskiskipum er erfið og
vosbúð meiri en annars staðar. En
góðir tekjumöguleikar gera sjó-
mennskuna eftirsóknarverða.
Menn vilja vinna og leggja hart að
sér, aðeins ef launin eru í góðu
lagi. Það er því ekki af leti eða
ómennsku að fólk vantar í fram-
Ieiðslustörf. Launakjörin ráða því
hvaða störf eru eftirsóknarverð og
hver ekki.
Páll Torfi Önundarson,læknir,
skrifar grein í Mbl. í gær. Þar sýnir
hann fram á mikla offramleiðslu á
læknum, þar sem um 3oo þeirra
sem starfa erlendis hafi litla von
um atvinnu hér á landi. Telur hann
að ekki sé þörf á að útskrifa fleiri
lækna hér næstu 10- 15 árin. En
allir viðkomandi aðilar skelli
skollaeyrum við staðreyndum og
áfram er haldið með síauknum
hraða að mennta fleiri lækna til
þess eins að senda þá og fjölskyldur
þeirra, nauðugar viljugar til starfa
á erlendri grund.
Greinarhöfundur segir að það sé
engum til góðs að halda áfram á
sömu braut, ekki læknanemum,
heilbrigðiskerfinu né þjóðfélaginu
yfirleitt.
Það skyldu ekki vera fleiri grein-
ar sem eru að yfirfyllast af sér-
menntuðu fólki, sem enginn veit
hvað á að gera við, síst af öllu það
sjálft.
Nýjustu fréttir eru að það sé
fýsilegt að láta Kínverja fara að
prjóna íslenskar ullarpeysur, þar
sem vinnulaun eru fimmfalt lægri
en hér á landi.
Það er tími til kominn að mál
þessi séu tekin föstum tökum og
menn reyni að fara að gera sér
grein fyrir hvar skórinn kreppir í
atvinnulífi og hvers uppvaxandi
kynslóð má vænta í framtíðinni í
sambandi við atvinnu og afkomu.
Einsýnir sérhyggjumenn hafa ráðið
ferðinni alltof iengi og atvinnurek-
endur verða að átta sig á því að
rekstrargrundvöllur fyrirtækja
þeirra hiýtur að miðast við að
starfsfólk sé sæmilega haldið.
Flótti úr framleiðslugreinunum
og innflutningur á vinnuafli sam-
rýmist hvorki íslensku atvinnulífi
né þjóðlífi yfirleitt. OÓ