Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
ÚTLÖND
FRÉTTAYFIRLIT
BONN — Hans Dietrich
Genscher utanríkisráöherra
Vestur-Þýskalands sagöist
ekki sjá að neinn leiðtogafund-
ur yrði haldinn fyrr en sam-
komulag um takmörkun vía-
búnaðar hefði náðst og biði
einungis undirskriftar.
MOSKVA — Pravda, dag-
blað sovéska kommúnista-
flokksins, sagði áfvopnunar-
viðræðurnar milli stórveldanna
í Genf sýna að Bandaríkja-
stjórn hygðist losa sig út úr
þeim málum sem rædd voru á
leiðtogafundinum í Reykjavík.
TEHERAN — (ranskar her-
þotur gerðu loftárásir á virki
Iraka handan við Suðurvíg-
stöðvarnar. Talsmaður (rans-
hers sagði skaeruliða írans-
stjórnar í herbúðum íraka
handan víglínunnar einnig
hafa sprengt vatnsorkuver í
Norður-lrak í loft upp.
JÓHANNESARBORG
— Stjórn Botha forseta neitaði
reiðilega ásökunum um að hún
hefði staðið á bak við flugslysið
fyrir tæpum tveimur vikum er
varð Samora Machel Mósamb-
ikforseta að bana.
SEOUL — Yfirvöld í Suður-
Kóreu sýndu vinstrisinnuðum
stúdentum fram á lögreglu-
styrk sinn en stúdentarnir, sem
haldið hafa sig inni í bygging-
um háskólans í Seoul í tvo
daga, neituðu að gefast upp.
TOKYO — Satoshi Sumita
bankastjóri japanska Seðla-
bankans gaf í skyn að bankinn
hygðist lækka vexti í fjórða
skiptið á þessu ári. Markaðs-
sérfræðingar töldu að ráð-
stöfunin myndi bæta dalandi
efnahagslíf Japana og auka á
vinsældir Reaganstjórnarinnar
nú þegar stutt er í kosningar til
þingsins.
STOKKHÓLMUR
Verkfalli 1,5 milljóna ríkis-
starfsmanna í Svíþjóð, sem
staðið hafði yfir í fjórar vikur,
lauk þegar komist var að sam-
komulagi um launasamning
sem gildir til tveggja ára.
RÓM — Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna(FAO) hefur ákveðið
að senda hjálpargögn fyrir
rúmlega 22 milljónir dollara til
afganskra og eþíópískra flótta-
manna sem og fórnarlamba
þurrka í Nepal og fellibyls í
Víetnam.
Föstudagur 31. október 1986
Bretland:
Sá sjálfstæði selst vel
- Nýjasta dagblað Breta þykir bera með sérferska strauma sem margir hafa beðið eftir
Breskur blaðamarkaður er mikili og nokkuð fjölskrúðugur. The Independent þykir þó koma með nýja strauma.
Lundúnir-Reuter
Nýjasta dagblað þeirra Breta, The
Independent (Sá sjálfstæði), gerir
það gott um þessar mundir. Salan á
blaðinu gengur vel og auglýsendur
laðast í meira mæli að því. Sam-
keppnisaðilar í blaðaheiminum
breska fylgjast því vel með gangi
blaðsins þessa dagana.
Sérfræðingar telja þó alltof
snemmt að fara að spá því að blaðið
eigi langa lífdaga fyrir höndum.
Fleet Street, heiti sem breska press-
an er vanalega kennd við þótt mörg
blaðanna séu ekki lengur með rit-
stjórnir sínar í þessu hverfi í
Lundúnum, er nefnilega ekki þekkt
fyrir að veita nýjum né gömlum
fyrirtækjum öruggt skjól í stræti
sínu.
Þrátt fyrir varnaðarorð sérfræð-
inga er ekki því samt að neita að
blaðið hefur, í þær þrjár vikur sem
það hefur komið út, komið með nýja
og ferska anda í blaðaheim Breta.
Blaðið reynir að höfða sem mest til
ungra og velstæðra menntamanna á
aldrinum 20 til 45 ára og þykir gera
fjármálum og erlendum málefnum
afargóð skil auk þess sem myndir í
blaðinu þykja skýrar og góðar.
Flest blöð Bretlands byggja efni
sitt á samsetningi af kynlífssögum og
nektarmyndum sem og glæpum og
hneykslismálum ýmiskonar. Nægir
að nefna blöðin Sun og News og The
World í þessu sambandi.
Enginn einn eigandi er að The
Independent og þykir það góð til-
breyting því venjulega eru það auð-
ugir blaðakóngar sem ráðið hafa
mestu ef ekki öllu um framtíð blað-
anna í Fleet Street. Eigendur The
Independent hafa reiknað út að
selja þurfi um 375 þúsund eintök af
blaðinu á dag til að reksturinn geti
staðið undir sér. Hingað til hefur
það tekist og gott betur, raunar
seldust um 600 þúsund eintök af
blaðinu fyrstu dagana.
„Salan hefur verið ótrúlega stöðug
síðustu daga“, sagði Douglas Long
framkvæmdastjóri hins nýja blaðs
sem telur söluna nú vera milli 350 til
400 þúsund eintök á dag.
Ljóst þykir að hið nýja blað muni
ekki einungis þurfa að ná til sín
nýjum lesendum til að halda lífi
heldur einnig taka lesendur frá risum
á borð við The Times, The Guardian
og The Daily Telegraph. Slíkt gæti
reynst erfitt en á meðan fylgjast
margir með af áhuga og íhuga nýja
möguleika sem nú bjóðast í blaðaút-
gáfu vegna nýrrar og fjölbreyttrar
tækni.
Vatíkanið:
Samkynhneigðir
bundnir við þrá
Valíkanið-Keuter
Vatíkanið gaf í gær út sína fyrstu
meiriháttar yfirlýsingu í tíu ár varð-
andi samkynhneigða menn og
konur. Þar var sagt að kenna ætti
samkynhneigðum einstaklingum að
kynlíf þeirra væri siðferðislega óboð-
legt rómversk-kaþólsku kirkjunni.
Afstaða kirkjunnar hefur verið
skrifuð upp af siðanefnd þeirri, sem
lítur eftir að farið sé að reglum
kirkjunnar, og send til allra biskupa
rómversk-kaþólsku kirkjunnar.
Yfirlýsingin birtist í tólf síðna
plaggi sem Jósef Ratzinger kardínáli
og æðsti embættismaður siðareglu-
nefndarinnar skrifaði upp og sam-
þykkt var af Jóhannesi Páli páfa.
Ratzinger sagði að nauðsynlegt
hefði verið að skrifa plaggið þar sem
borið hefði á því á undanförnum
árum að sumir teldu samkynhneigð
vera réttlætanlega eða jafnvel góða.
í plagginu er sú afstaða rómversk-
kaþólsku kirkjunnar, að þrá sam-
kynhneigðra sé ekki syndsamleg
heldur kynlíf þeirra, ítrekuð. Bent
er á að samkynhneigðir einstaklingar
geti tekið þátt í starfi kirkjunnar svo
framarlega sem þeir stundi ekki
kynlíf af þessu tagi.
Þær skoðanir sem fram hafa kom-
ið á undanförnum árum, nefnilega
að samkynhneigð sé ekki sérstaklega
fordæmd í biblíunni eða að fyrirmæli
hennar eigi ekki lengur við í nútíma-
þjóðfélagi, eru harðlega gagnrýndar
í áðurnefndu plaggi og sagðar standa
„gegn sannleikanum".
Vatíkanið rak í ágústmánuði síð-
astliðnum bandarískan guðfræðing,
Charles Curran, úr starfi sínu sem
kennara við kaþólska háskólann í
Washington. Hann þótti hafa aðrar
skoðanir en kirkjan á siðferðislegum
hlutum tengdum kynlífi, þar á meðal
samkynhneigð. í september varð
Raymond Hunthausen erkibiskup í
Seattle einnig að láta af mörgum
störfum sínum vegna skoðana sinna
á þessum málum.
Hafa þessar ákvarðanir Vatíkans-
ins vakið miklar umræður og deilur
innan bandarískra kirkjusafnaða.
Páfi vill fara til Brasilíu aftur
árið 1988 en þangað kom hann árið
1980.
Páfi vill heimsækja
Brasilíu í annað sinn
Brasilía - Reuter
Jóhannes Páll páfi vill heimsækja
Brasilíu í annað sinn árið 1988. Það
var Ivo Lorscheiter erkibiskup, for-
seti landssamtaka brasilískra
biskupa, sem tilkynnti þetta í gær.
Lorscheiter, sem hitti páfa í Va-
tíkaninu í síðustu viku, sagði Jó-
hannes Pál hafa lýst yfir áhuga
sínum að koma aftur til Brasilíu
einhvern tímann á árinu 1988.
Erkibiskupinn sagði páfa hafa hug
á að heimsækja eitthvað af þeim
svæðum sem hann kom ekki til í
heimsókn sinni til Brasilíu árið 1980.
Brasitía er eitt af fjölmennustu
rómversk-kaþólsku ríkjum heims og
er talið að um 90% þeirra 135
milljón manneskja sem landið
byggja játi þá trú.
ÚTLÖT
UMSJÓN:
Heimir
Berqsson
BLAÐAMAÐUR
Ástralía:
Brautglugga
og gerði
síðan við
Melbourne-Reuter
Gluggaviðgerðamaður einn í
Ástralíu hefur verið dæmdur í
tólf mánaða skilorðisbundið
fangelsi fyrir að láta brjóta glugga
sem hann síðan bauðst til að gera
við.
Cesare Dichiera, 43 ára gamall
Melbournebúi, borgaði ungum
aðstoðarmanni sínum fé fyrir að
henda múrsteinum í gegnum
glugga. Dichiera kom síðan vett-
vang og bauðst til að skipta um
rúðu og gera það á kostakjörum.
Dichiera játaði að hafa látið
brjóta glugga félagsmiðstöðvar
einnar sem hann fékk síðan það
hlutverk að gera við.
Dómarinn í málinu sagði að
Dichiera hefði neyðst til að selja
fyrirtæki sitt vegna þess hve mikla
athygli mál þetta hefði vakið.
Hann sagðist því hafa ákveðið að
dæma gluggabrjótinn og viðgerð-
armanninn Dichiera í skilorðis-
bundið fangelsi þar sem hann
hefði fyrir fjölskyldu að sjá.