Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9
Föstudagur 31. október 1986
VETTVANGUR
SKATTKERFID ER BÆÐI
GOTOTT OG ORETTLATT
Sagði Guðmundur Bjarnason í umræðum um fjárlagafrumvarpið
Hér fer á eftir hluti ræðu Guðmundar Bjarnasonar, alþingis-
manns sem hann flutti við fjárlagaumræðuna.
Frumvarp það til fjárlaga fyrir
árið 1987 sem hér er nú til umræðu
í sameinuðu alþingi er að þessu
sinni lagt fram með umtalsverðum
rekstrarhalla, rekstrarhalla upp á
' samtals 1 milljarð 583 millj. kr.
Sjálfsagt geta allir verið sammála
um það, að óæskilegt er að reka
ríkisbúskapinn með umtalsverðum
halla, eins og hér er gert ráð fyrir.
Slíkt á auðvitað ekki eingöngu við
um ríkisbúskap heldur að sjálf-
sögðu einnig um öll fyrirtæki,
stofnanir, sjóði og síðast en ekki
síst um rekstur heimilanna. Öll
verðum við að setja okkur það sem
meginmarkmið, að við eyðum ekki
meiru heldur en við öflum. Slíkt er
aðeins réttlætanlegt við sérstakar
aðstæður og þær aðstæður, sem
hér hafa skapast eiga sínar skýring-
ar. Megin orsökina má rekja til
þess er ríkisvaldið tók þátt í kjara-
samningum á sl. vetri og lagði þar
verulega af mörkum með því ann-
ars vegar að fella niður tekjur,
einkum í formi Iækkaðra tolla og
aðflutningsgjalda og hins vegar með
því að auka útgjöld svo takast
mætti að ná samningum á vinnu-
markaðinum. Ég hygg að flestir
séu sammála um, að þeir samning-
ar hafa verið mikilvægir, þar hafi
verið brotið blað og sú samninga-
gerð hafi haft veruleg áhrif á fram-
vindu og þróun efnahagsmála þess-
arar þjóðar. Og sú þróun hefði
ekki orðið í þá veru sem raun ber
vitni ef ríkisvaldið hefði ekki tekið
þátt í samningunum með þessu
móti.
Þetta leiddi hins vegar til þess,
að verulegur halli er nú fyrirsjáan-
legur á ríkisfjármálum yfirstand-
andi árs og ljóst, að útilokað var,
að snúa algjörlega við blaði og
leggja að þessu sinni fram halla-
laust fjárlagafrumvarp, til þess þarf
lengri tíma, aðlögun einhverra ára,
en vissuiega er hér reynt að snúa
þróuninni við og áætlaður halli
næsta árs er verulega lægri heldur
en fyrirsjáanlegt er að verður á
þessu ári.
Tekjuhlið frumvarpsins upp á 40
milljarða króna skiptist f þrjá
meginflokka, beina skatta, en þar
er stærsti liðurinn tekjuskatturinn
upp á 4,8 milljarða eða rúmlega
12% af heildartekjum ríkissjóðs,
óbeina skatta upp á 31,3 milljarða,
en þar er stærsti liðurinn sölugjald-
ið, sem áætlað er að gefi nettó 15,5
milljarða kr. eða tæplega 40% af
heildartekjum ríkissjóðs og svo
fjármunatekjurnar, sem eru vaxta-
greiðslur og arðgreiðslur af fyrir-
tækjum eða stofnunum ríkisins upp '
á 2,7 milljarða kr.
Endurskipuleggja
þarf skattkerfið
Varðandi skattamálin almennt
vil ég setja fram það álit mitt eða
þá skoðun, að það skattakerfi, sem
við nú búum við sé bæði götótt og
óréttlátt og þarfnist verulegra
breytinga, og endurskipulagning-
ar. Öllum er ljóst í raun og viður-
kenna það a.m.k. undir niðri, að
veruleg skattsvik viðgangist í þessu
þjóðfélagi og það er brýnt að
stjórnvöld takist á við þann vanda.
Undan því verður ekki lengur ekist
og hefði gjarnan mátt sýna við-
brögð við þessu máli fyrr og af
meiri festu heldur en gert hefur
verið. Reyndar er það ekki ný
saga, að slælega sé staðið að þess-
um málum, því að þeir fjármála-
ráðherrar sem ég hef átt samstarf
við hafa lítið sýnt þessu máli skiln-
ing eða lítið beitt sér varðandi það,
að herða innheimtuaðgerðir og
efla innheimtu skatttekna, sem
eiga að renna til ríkissjóðs og nú er
svo komið, að ekki verður lengur
við unað. Það má e.t.v. segja að
Albert Guðmundsson hafi í fjár-
málaráðherratíð sinni sýnt tilburði
í þá átt að efla innheimtu skatta
með auglýsingaherferð og fjölgun
starfsfólks á skattstofum en ég
minnist ekki einnar einustu tillögu
í þá átt úr fjármálaráðherratíð
Ragnars Arnalds. Þaö þarf að taka
á þessum skattsvikum og það þarf
að herða til muna allar refsiaðgerðir.
Það á að svipta þá menn atvinnuleyf-
um, sem gerast brotlegir við skatta-
lögin og beita öllum þeim ráðum
öðrum tiltækum, sem leitt gætu til
bættrar skattinnheimtu og leitt geta
til þess, að menn skili í ríkissjóð
þeim gjöldum, sem þeim ber og í
réttu hlutfalli við tekjur þeirra eða
afkomu fyrirtækja þeirra, sem því
miður virðist þó vera verulegur
misbrestur á.
Ósanngjörn skattlagning
Varðandi tekjuskattinn að öðru
leyti vil ég einnig láta það álit mitt
koma fram að mér finnst hann á
undanförnum árum hafa orðið
óréttlát og ósanngjörn skattlagning
í þeirri mynd, sem hann nú er. Við
horfum á fjöldann allan af þjóðfél-
agsþegnum, sem virðast hafa ærið
nóg að bíta og brenna, en taka
lítinn þátt í rekstri þessa samfélags.
Einhverra hluta vegna hefur þeim
tekist að koma sér upp slíku kerfi,
að þeir komast hjá því að greiða
þau gjöld, sem þeim ber miðað við
þann lífsmáta eða þá lifnaðarháttu,
sem þeir hafa tamið sér. Tekju-
skatturinn á í eðli sínu að vera
jöfnunartæki stjórnvalda til þess
að jafna á milli þeirra sem mikið
bera úr býtum og hinna sem minna
mega sín, en því miður virðist mér
þróunin hafa orðið sú að undan-
förnu, að hann hefur þvert á móti
leitt til þess, að auka ójöfnuð í
þjóðfélaginu. Sjálfsagt má segja,
að það sé uppgjöf stjórnvalda að
takast ekki á við þessi mál og láta
skattinn á ný gegna því hlutverki,
jöfnunarhlutverki, sem hann á að
gegna, en miðað við óbreytt ástand
stefnir hugur minn miklu fremur til
þess, að tekjuskattur verði lagður
niður í núverandi mynd og fundið
verði upp nýtt skattaform, sem
betur þjóni sínum tilgangi og þá
þarf að fara aðrar leiðir til þess að
jafna lífskjörin. Það ættum við
fremur að gera í gegnum trygginga-
kerfið heldur en skattakerfið. Geti
menn hinsvegar bent á leiðir sem
renna á ný styrkum stoðum undir
tekjuskattskerfið og nái menn sam-
an um að fara þær leiðir þá er ég
tilbúinn til að endurskoða afstöðu
mína.
Varðandi söluskattinn má segja
svipaða sögu. Söluskatturinn hefur
á undanförnum árum þróast
þannig, að auðvelt virðist vera
fyrir ýmsa aðila, sem á annað borð
eru þannig hugsandi að skjóta
honum undan, gera ekki rétt skil
til ríkissjóðs, jafnvel þó svo að þeir
hafi nú innheimt þennan skatt af
skattgreiðendunum, en stungið
honum síðan í eigin vasa. Einnig
vitum við, að brögð eru að því, að
menn geri samninga sín á milli um
að söluskattur skuli ekki lagður á
og þannig skila sér ekki til ríkis-
sjóðs þær tekjur, sem þó er ætlað
Guðmundur Bjarnason flytur ræðu
sína um fjárlagafrumvarpið.
Tlmamynd Sverrír
og ráðgert að eigi að greiðast af
viðkomandi vörum eða þjónustu.
Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi.
Ég hef átt viðræður við menn,
sem mikið hafa fjallað um skatta-
mál á undanförnum árum og þeir
hafa látið það álit sitt í ljós, að
e.t.v. sé nauðsynlegt að taka upp
nýtt gjörbreytt skattkerfi. Það
þurfi kerfisbreytingu. Nú másegja,
að það hafi aldrei þótt góð latína,
að framkvæma breytingar aðeins
breytinganna vegna, en ( þessu
tilfelli kann það að reynast nauð-
synlegt og þessir skattfróðu menn,
sem ég hef rætt við hafa einmitt
bent á það, að með tíð og tfma
verði skattalög úrelt, bæði götótt
og óréttlát einkum af tveimur
ástæðum. Önnur ástæðan er sú, að
smám saman læra menn á viðkom-
andi skattkerfi finna í því smugur
og finna leiðir og aðferðir til þess
að komast undan að greiða réttmæt
gjöld.
Smugur og undanþágur
Hin ástæðan er sú, að í tímans
rás freistast stjórnvöld einnig til
þess, að samþykkja alls konar
undanþágur og breytingar á skatta-
lögum, ýmiss konar smugur, sem
verða síðan þess valdandi, að þeir
sem lag hafa á og vilja til geta
einnig komið sér undan að greiða
réttmæt gjöld eða þau gjöld sem
þeim ber með því að nota sér þessi
göt, sem stjórnvöld hafa búið til.
Þetta er það sem hugsanlega
réttlætir kerfisbreytingu breyting-
arinnar vegna og jafnvel má færa að
því rök, að slíka kerfisbreytingu
þyrfti að gera með vissu árabili,
e.t.v. 10, 15 eða 20 ára bili, þá
þyrfti að taka upp nýtt skattkerfi
og hverfa frá því, sem menn hafa
áður búið við, sem þá er gjarnan
og trúlega orðið hriplekt. Þetta
kann að þykja nokkuð harður
dómur, en svona horfir þetta mál
við mér og þó nú sé ekki tími til
þess að ræða frekar um þær leiðir
eða þær aðgerðir, sem ég teldi
skynsamlegt að viðhafa, þá er
nauðsynlegt að menn geri það, og
það fyrr en síðar, því að óviðun-
andi er að sætta sig við það ástand,
sem nú ríkir.
Orkuskatt á alla orku
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
sérstöku innflutningsgjaldi af olíu
og bensíni sem áformað er að skili
ríkissjóði 600 millj. kr. á árinu
1987. Nauðsynlegt er að styrkja
fjárhag ríkissjóðs og hafa ýmsar
þjóðir í Vestur-Evrópu notað
lækkun olíuverðs á heimsmarkaði
til að styrkja fjárhag ríkjanna og
lækka erlendar skuldir. Hér hefur
allur hagur lækkaðs olíuverðs á
síðastliðnum mánuðum komið í
hlut fyrirtækja og einstaklinga og í
sjálfu sér ekki nema gott eitt um
það að segja. Ekki hefur enn verið
endanlega ákveðið hvernig að
þessu máli skuli staðið og er þessi
skattlagning því enn í athugun hjá
ríkisstjórn og stjórnarflokkum. Ég
hefi sett fram þá skoðun mína og
geri það einnig hér, að leggja beri
orkuskatt á alla orku, jafnt inn-
lenda sem innflutta, afla með því
ríkissjóði tekna og jafna um leið
þann gffurlega og óréttláta mismun
sem er á orkuverði í landinu. Það
má t.d. gera með því að skatturinn
sé jafnhá upphæð í aurum eða
krónum á orkueiningu og verði
síðan felldur niður eða endur-
greiddur hjá þeim orkukaupendum
sem nú þegar kaupa orkuna yfir
einhverju ákveðnu hámarksverði.
Þetta yrði þá um leið eitt skref í þá
átt að jafna búsetuskilyrðin í land-
Þingmenn falla í freistni
Einn liður útgjaldahliðar fjár-
lagafrumvarpsins eru fjárfest-
ingarnar. Þessi liður hækkar einnig
nokkuð umfram verðlagsforsendur
frumvarpsins og er samtals upp á 5,2
milljarða kr. Á undanförnum árum
hafa stjórnvöld gengið mjög á
þessa fjárfestingarliði. Opinber
fjárfesting hefur dregist saman og
minnkað hlutfallslega miðað við
heildarútgjöld ríkisins, en nú er
reynt að snúa nokkuð við á þeirri
braut. Það er að sjálfsögðu bæði
auðvelt og einnig mjög freistandi
að vera með yfirboð hvað varðar
framlög til fjárfestinga og stofn-
kostnaðargreiðslna af hálfu ríkis-
ins og ýmsir þingmenn hafa einmitt
fallið í þá freistni. Þó að framlög til
hafnarframkvæmda svo eitthvert
dæmi sé tekið hækki úr 74 millj. kr.
í 160millj., um 86millj. eða 116%,
þá er vissulega auðvelt að segja að
hér sé um allt of lítið fjármagn að
ræða. Það hefði þurft að vera
mikið hærra. Og mér er það auðvit-
að vel ljóst ekki síður en öðrum
þingmönnum, að kröfur og óskir
um fjárveitingar til hafnarmála og
allra annarra opinberra fjárfest-
inga eru háar, svo háar að þær
upphæðir sem tilgreindar eru hér í
þessu frumvarpi duga hvergi nánd-
ar nærri.
Ef ég tek t.d. dæmi úr mínu
kjördæmi, Norðurlandskjördæmi
eystra, þá gerir áætlun Vita- og
hafnarmálastofnunarinnar ráð fyr-
ir því, að brýnar framkvæmdir í
því kjördæmi séu upp á 130-140
millj. og er þó sjálfsagt ekki allt
talið. Það mætti því segja með
nokkrum sanni og með fullum
rökstuðningi, að það veitti ekki af
þessum 160 millj. kr., sem áætlaðar
eru í framkvæmdirnar í þetta eina
kjördæmi og ég býst einnig við því,
að svipaða sögu megi segja um
mörg önnur kjördæmi. Þeim veitti
ekki af tugum eða jafnvelhundruð-
um milljóna króna til þess að
fullnægja óskum og því sem talið
er brýnustu þarfir varðandi fram-
kvæmdir í höfnum á viðkomandi
stöðum.
Varðandi hafnarmannvirki lang-
ar mig að nefna eitt mál sem ég tel
hafa mikla sérstöðu. Hluti af sam-
göngumálum Hríseyinga er ferja
sem gengur milli eyjarinnar og
hafnar á Árskógssandi en þar eru
svo mikil þrengsli orðin í höfninni
m.a. vegna vaxandi og öflugrar
útgerðar þar að ferja Hríseyinga
hefur nánast enga aðstöðu til að
leggjast þar að og athafna sig.
Þetta er orðið algjört ófremdará-
: stand. Fólksflutningar með ferjunni
eru stöðugt vaxandi og verður vart
lengur ekist undan því að taka á
þessu máli. Tillaga Vita- og hafn-
armálastofnunarinnar er að þar
verði byggð sérstök ferjubryggja
og er það auðvitað dýrt mannvirki.
Ekki er líklegt að hafnarsjóður
Árskógshrepps telji sig skuldbund-
inn til að Ieggja fram hlut á móti
ríki í þessari framkvæmd og Hrís-
eyingar eiga að sjálfsögðu nóg með
sína höfn. Á þessu verður því að
taka með sérstökum hætti enda er
hér um samgöngumál að ræða,
nánast hluta af vegakerfi Hrísey-
inga, sem ekki verður lengur ekist
undan að leysa.
Um fjárveitingar til skólamann-
virkja má segja svipaða sögu og um
framlög til hafna. Þar er einnig
ljóst, að um allt of lága upphæð er
að ræða til þess að fullnægja
óskum. Og á undanförnum árum
hefur þar að auki skapast sú staða
milli ríkis annars vegar og sveitar-
félaga hins vegar, að mörg sveitar-
félög sem virðast hafa haft rúman
fjárhag hafa farið í framkvæmdir,
byggt skóla, sundlaugar, íþrótta-
hús eða einhver önnur mannvirki,
sem rr'kið á að taka þátt í sam-
kvæmt lögum, án þess að framlög
frá ríki hafi verið fyrir hendi. Við
þetta hafa myndast verulegar
skuldakröfur af hálfu sveitarfélag-
anna á hendur ríkissjóði og í
sumum sveitarfélögum eru þessar
upphæðir famar að skipta milljóna
tugum.
Ég tel því, að mjög brýnt sé að
skoða það, hvernig hægt sé að
standa að uppgjöri við þessi sveit-
arfélög. það er í raun hreinn
skrípaleikur, að vera að úthluta
einhverjum hundruðum þúsunda
eða í besta falli tveimur, þremur
e.t.v. fjórum millj. kr. til sveitar-
félaga, sem telja sig eiga inni
milljóna tugi hjá hinu opinbera.
Menn verða að átta sig á, hvernig
standa eigi að þessum uppgjörs-
málum og reyna síðan að koma á
áætlanagerð fyrir áframhaldandi
framkvæmdir á þessu sviði og sjálf-
sagt mætti segja, að gott væri að
koma á slíkri áætlanagerð varðandi
flestar eða allar framkvæmdir hins
opinbera.
Þessi aðferð hefur gefist vel
hvað varðar vegaframkvæmdir.
Þar hefur um langt árabil verið
, unnið samkvæmt svokallaðri fjög-
urra ára áætlun og þó að hún
standist e.t.v. ekki alltaf, þá hygg
ég þó að ekki hafi gengið betur að
standa við áætlanir í öðrum mála-
flokkum heldur en einmitt þar og
það ætti því að vera gott fordæmi
fyrir stjórnvöld til þess að taka upp
svipaða langtíma áætlanagerð
varðandi aðrar opinberar fram-
kvæmdir.
Þessari hugmynd hef ég reyndar
hreyft oft áður bæði hér í fjárlaga-
umræðu og á öðrum vettvangi og
vil enn ítreka það, að ég tel að hér
þurfi að taka til hendi og e.t.v. er
staðan í skólamálunum einmitt
hvatningin eða það sem rekur á
eftir að í þetta verkefni verði nú
gengið án frekari tafar eða um-
hugsunar.
Framlög til að styrkja sveitarfé-
lög við vatnsveituframkvæmdir eru
í frumvarpinu áætluð kr. 10 millj.
Fjölmörg smærri sveitarfélög eru
nú að undirbúa eða vinna að mjög
dýrum vatnsveituframkvæmdum
sem sumar hverjar kosta tugi mill-
jóna kr. Það er því ljóst að upp-
hæð sú sem gert er ráð fyrir í
frumvarpinu dugar skammt til að
aðstoða þau sveitarfélög sem hér
eiga hlut að máli.