Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 31. október 1986 Tíminn 19 HELGIN FRAMUNDAN Elín Ósk Óskarsdóttir sem Tosca (Tímamynd Pjetur) TOSCA í Þjóðleik- húsinu í kvöld Elín Ósk Óskarsdóttir fer í kvöld með hlutverk Toscu í fyrsta sinn í staðElísabetarF. Eiríksdóttur, en í kvöld kl. 20:00 er síðasta sýning á óperunni Toscu fyrir sýningar- hlé, sem verður um tíma. Er sýn- ingar hefjast aftur munu þær Elín Ósk og Elísabet skiptast á í hlut- verki Toscu, ástkonu listmálarans Cavaradossi, sem Kristján Jó- hannsson túlkar. Tosca er fyrsta óperuhlutverk Ehnar Óskar. Hún hóf nám i Söng- skólanum haustið 1979 og var Þuríður Pálsdóttir kennari hennar þar. Hún lauk einsöngvaraprófi 1984 og hélt þá til framhaldsnáms hjá Pier Miranda Ferraro í Mílanó. Fyrir nokkrum árum hlaut hún önnur verðlaun í keppni ungra einsöngvara í sjónvarpinu og hélt sína fyrstu einsöngstónleika í Gamla bíói á liðnu hausti. Hún söng í G-dúr messu Schuberts í Mílanó og víðar á Ítalíu, auk þess að taka þátt í tónleikahaldi þar. En frumraun Elínar Óskar á óperu- sviðinu verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. f kvöld fer Malcolm Arnold með hlutverk Scarpia, en í því hlutverki verður Róbert Becker þegar sýningar hefjast að nýju. Þá verða einnig mannabreyt- ingar á hljómsveitarstjórninni og verður Guðmundur Emilsson þá hljómsveitarstjóri í stað Maurizio Barbacini. Uppreisn á ísaf irði Sýningar á Uppreisn á ísafirði, hinu vinsæla leikriti Ragnars Arn- alds um Skúlamálin í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur verða bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20:00 í Þjóðleikhús- inu. Aðsókn og undirtektir hafa verið mjög góðar. T.d. skrifar Gunnar Stefánsson í Tímann í leikhúsgagnrýni: "Þarkomaðþví að íslenskur leikritahöfundur setti saman leik um raunverulegar per- sónur í sögu okkar, fólk sem Ufði fram á minni núlifandi manna... skemmtileg og lifandi upprifjun í nútímaljósi. Sýning fyrir þá sem hafa gaman af leikhúsi og sögu." Helgi Björnsson í „Kötturinn sem f er sínar eigin leiðir" (Ljóun. E.Ól.) Alþýðuleikhúsið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir Söngleikurinn Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, eftir Ólaf Hauk Símonarson verður sýndur í Bsejarbíói í Hafnarfirði sunnud. 2. nóvember kl. 15.00. 7 leikarar og söngvarar koma fram í leiknum. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. Síðan verður söngleikurinn sýndurþriðjud.4.nóv. kl. 17.00 og miðvikudaginn 5. nóv. kl. 17.00 og fimmtud. 6. nóv. kl. 17.00. Miða- pantanir allan sólarhringinn í síma 50184. Velkomin í Bæjarbíó. WHT HHiÆf-™, Norræna húsið: Finnskur sellóleikari leikur á sunnudaginn Sunnudaginn 2. nóv. kl. 17.00 verða tónleikar í Norræna húsinu, þar sem finnskur sellóleikari, Pauli Heikkinen leikur ásamt breska píanóleikaranum David Knowles. Á efnisskránni eru verk eftir Bach. Beethoven (12 tilbr. við „ Ju- das Maccabaeus"), Aulis Sallinen (Metamorfora) og Schubert („ Arp- eggione" sónatan). Pauli Heikkinen er fæddur 1950. Hann nam við Síbelíusarakadem- íuna í Helsingfors hjá prófessor Arto Noras. Þá hefur hann sótt tima (Master class) hjá Paul Torte- lier, André Navarra og Mihail Homizer. Pauli Heikkinen starfar sem sellóleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Tammerforsborgar. Hann hefur haldið tónleika víða um Finnland og leikið með mörgum hljómsveitum í Finnlandi. Hann hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri keppni fyrir sellóleikara 1978 í Ábo, en áður hafði hann hlotið verðlaun í samskonar keppni í Bristol. Pauli Heikkinen hlaut styrk frá Finnsk-íslenska menningarsjóðn- um til íslandsfararinnar. David Knowles lauk námi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Manchester. Hann hefur verið búsettur á íslandi í nokkur ár og kennir m.a. við Tónlistarskóla Garðabæjar og leikur undir hjá Söngskólanum í Reykjavík. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. N emendaleikhús Leiklistarskóla íslands: Leikslok í Smyrnu Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands sýnir „Leikslok í Smyrnu" í leikgerð Horst Laube, eftir samnefndu leikriti Goldonis í kvöld, föstud. kl. 20:30 og síðan á sama tíma á laugardags- og sunnudagskvöld. Þýðingu gerði Árni Bergmann, leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, leikmynd og búninga Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, lýsingu sér Ólafur Örn Thoroddsen um og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, en tónlist Hilmar Örn Hilmarsson. Miðapantanir er hægt að gera allan sólarhringinn í síma 21971. Hægt er að greiða með Visa greiðslukortum. II Trovatore - allra síðasta sýning Laugardagskvöldið 1. nóvember sýnir íslenska óperan II Trovatore eftir Verdi í allra síðasta sinn. Sett var inn aukasýning vegna mikillar aðsóknar á síðustu sýningu, en þar komust færri en vildu Hljómsveitarstjóri er David Parry. E.M. segir í leikdómi. sýningin í heild er áhrifamikil sem fyrr og skilur eftir hjá manni þá tilfinningu að óperan Utla handan við hornið sé töluvert mikið og merkilegt leikhús." Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó: Síðustu sýningar á Svartfugli Leikfélag Reykjavíkur sýnir Svartfugl , leikgerð Bríetar Héð- insdóttur á frægu skáldverki Gunnars Gunnarssonar, tvisvar nú um helgina - á föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20:30 bæði kvöldin. Þetta eru allra síðustu sýningar á Svartfugli, en brátt verður frumsýnt nýtt verk í Iðnó og þvi verður Svartfugl að víkja. Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir sem Steinunn Sveinsdóttir og Bjarni Bjarnason á Sjöundá í Svartfugli. Land míns föður Landið hefur nú verið sýnt alls 156 sinnum og er því komið í röð vinsælustu stykkja Leikfélagsins frá upphafi. Uppselt er á nær allar sýningar. Leikritið verður sýnt nú á laugardagskvöld kl. 20:30. Harald G. Haralds, Gísli Halldórsson og Margrét Ólafsdóttir í leikritinu „Upp með teppið, Sólmundur!" Upp með teppið, Sólmundur! Leikritið Upp með teppið, Sól- mundur! verður næst sýnt á mið- vikud.5. nóv. kl. 20:30. Ekkiergert ráð fyrir að sýningar á Sólmundi standi lengur en út nóvember- mánuð. Leikfélagið bendir starfs- mannafélögum, skólum og öðrum hópum, sem ætla að sjá Sólmund, á að þeir ættu því að fara að hugsa sér til hreyfings. Sýning í GANGSKÖR gallerí: Pastelmyndir Probstners Á morgun, laugard. 1. nóv kl. 14:00 opnar Janos Probstner sýningu á pastelteikningum í Gallerí Gangskör Amtmannsstíg 1. Hann sýnir 13 teikningar í stærðinni 63X78 sm. Janos Probstner er fæddur í Búdapest í Ungverjalandi 1943 og útskrifaðist úr keramikdeild Listiðnaðarháskóla Ungverjalands 1970 og kennir nú við sama skóla. Hann stofnaði 1977 alþjóðlegt keramik verkstæði í borginni Kecskémét, þar sem hann býr. Þangað er keramik-listamönnum boðið víða að til að vinna að list sinni við mjög fullkomnar aðstæður. S.l. 6 ár hefur hann einnig unnið að teikningum og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hann starfar nú sem gestakennari við Myndhsta- og handíðaskóla íslands og kennir teikningu við keramikdeild og auglýsingadeild. Sýningin stendur til föstudags 14. nóv. og er opin virka daga kl. 12:00-18:00 og um helgar kl. 14:00- 18:00. Eitt af verkum Janos Probstners í Gallerí Gangskör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.