Tíminn - 31.10.1986, Side 2
2 Tíminn
Föstudagur 31. október 1986
Ný reglugerð um fullvirðisrétt á kindakjöti:
Verður hún til þess að
sláturhús opna aftur?
Jóhannesi Kristjánssyni formanni Félags sauðfjárbænda líst illa á blikuna.
„Við höfum lagt höfuðáherslu á
að menn fengju að vita fullvirðisrétt
sinn fyrir ásetning, en það hefur ekki
tekist. Menn eru alltaf með allt
niður um sig - samanber þetta
„kostaboð" Framleiðnisjóðs um
kaup eða leigu fullvirðisréttar þegar
bændur eru búnir að heyja og búa
sig undir veturinn. Petta getur m.a.
þýtt það, ef menn koma verulega
illa út varðandi fullvirðisréttinn, að
það verði hreinlega að opna slátur-
húsin fyrir sauðfjárslátrun á ný,“
sagði Jóhannes Kristjánsson, form.
Félags sauðfjárbænda.
Tilefnið var reglugerð um 11.800
tonna fullvirðisrétt á kindakjöti á
næsta verðlagsári, og tilkynning um
að hver einstakur bóndi fái upplýs-
ingar um rétt sinn fyrir 10. nóvember
n.k., þ.e. um 3 vikum eftir lok
sláturtíðar. Enginn á þó að fá meiri
skerðingu en 10% miðað við innlegg
1984 eða 1985 og þá miðað við það
ár sem hagstæðara er hverjum
bónda.
Hvað opnun sláturhúsanna á ný
snertir benti Jóhannes auk þess á að
svarafrestur á „kostaboði" Fram-
leiðnisjóðs til 15. nóvember hljóti
raunar að þýða að mögulegt verði að
slátra fé þeirra sem taka því boði.
Miklu meira mál
en hvalamálið
Framtíðarhorfur sauðfjárbænda
sagði Jóhannes verulega dökkar.
Og það sem þeim þætti kannski
einna verst að sætta sig við sé það að
ekki skuli vera reynt að gera verulegt
átak í markaðsmálum samhliða því
sem unnið er að fækkun sauðfjár.
„Við getum skoðað þetta dæmi
með hliðsjón af því sem er að gerast
í kring um okkur. Pegar lætin út af
hvalnum voru sem mest í sumar þá
var þetta strax orðið að miklu áróð-
urs og milliríkjamáli, með viðræðum
við stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Japan m.a. En hvalurinn er þó
smámunir á móti afleiðingunum af
þeirri gífurlegu sauðfjárfækkun sem
verið er að tala um. Síðan þegar
Rússar vilja ekki kaupa síldina þá
er strax farið að ræða um að hætta
að kaupa af þeim olíu. Ekkert þessu
líkt á sér stað í sambandi við land-
búnaðinn. Að minni hyggju örlar
ekki á vilja hjá stjórnvöldum til að
hreyfa svo mikið sem litla fingur til
að liðka til í sambandi við mark-
aðsmál erlendis.“
Það fór enginn
Sem lítið dæmi um áhugaleysið
nefndi Jóhannes að honum hafi verið
kunnugt um að fljótlega í sumar
hafi dr. Björn Sigurbjörnsson, fyrrv.
forstöðumaður RALA, hringt frá
Vínarborg til að benda mönnum á
að nú væri lag til að senda út
sölumenn til að selja lambakjöt - því
nú vantaði það á markaðinn. „En
það fór enginn", sagði Jóhannes -
„málinu var ekkert sinnt. Bara
ákveðið fyrirfram að þetta sé ekki
hægt.“
Samsvarar niðurskurði
í 3 sýslum
Hvað snertir tillögur þær sem
komið hafi fram á fundum Fram-
leiðnisjóðs, um minnkun á kjötfram-
leiðslu úr 12.200 tonnum nú allt
niður í 9.500 tonn, benti Jóhannes á að
það samsvaraði t.d. niðurskurði á
öllu sauðfé á Suðurlandi, þ.e. í
Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslu.
Eignamenn í gær
- öreigar í dag?
„Menn eru þarna raunverulega að
tala um hluti sem þeir hafa bara
skoðað upphafið á. En ég hygg að
enginn sé búinn að skoða endann á.
Það er enginn vandi að setja fram
hugmyndir um að minnka fram-
leiðsluna í 9.500 tonn - en það er
aftur á móti vandamálið að segja
hvar á að fækka, hverjir eiga að
hætta og hvað á að segja við manninn
sem átti jörð sem hann taldi sig
hugsanlega geta selt fyrir 5-7 milljón-
ir í gær, en er svo orðin nánast
verðlaus í dag, eftir eina litla Iaga-
setningu. Að kipþa fótunum svo
gjörsamlega undan mönnum er tölu-
vert alvarlegt mál, en um leið og svo
mikil fækkun búfjár er orðin yfirlýst
stefna, skeður einfaldlega það að
enginn getur sótt í búskap nema
einhverjir örfáir hugsjónamenn. Hin-
ir snúa sér allir að einhverju öðru.
Ég held því að menn séu hreinlega
ekki búnir að skoða þetta dæmi til
enda,“ sagði Jóhannes. - HEI
Strompurinn hjá Hvammsvík, verður hann kæfður?
Mynd Sverrir
Malbikunarstöð í íbúðarhverfi:
Hvammsvík kærð
vegna mengunar
- brýtur gegn banni heilbrigðisnefndar
Vegna þess hversu seint fullvirðisrétturinn barst, eða þremur vikum eftir sláturtíð, vaknar spurningin, þarf að opna
sláturhúsin aftur?
Ný reglugerð um sauðfjárafurðir:
Einstaklingar fá nú full-
virðisrétt í fyrsta sinn
Reglugerð um fullvirðisrétt til
framleiðslu sauðfjárafurða verðlags-
árið 1987-1988 var undirrituð af
landbúnaðarráðherra, Jóni Helga-
syni sl. miðvikudag. Á næsta verð-
lagsári fá framleiðendur greitt fullt
verð fyrir 11.800 tonn af kindakjöti
og tilsvarandi magni af slátri og
gærum. Þó breytist sú tala í samræmi
við þau skipti, sölu eða leigu á
fullvirðisrétti sem verða á tímabil-
inu.
Hver einstakur bóndi á að hafa
fengið upplýsingar um fullvirðisrétt
sinn fyrir 10. nóvember nk. Al-
menna reglan er þó sú að enginn fær
meiri skerðingu á fullvirðisrétt sinn
en 10% miðað við innlegg sitt 1984
eða 1985, og þá miðað við það ár
sem var viðkomandi bónda hagstæð-
ara. Einnig er tekið tillit til stað-
bundinna aðstæðna og persónu-
legra, sem kynnu ella að draga niður
réttindi manna.
Á þeim svæðum sem fullvirðisrétt-
ur einstaklinga verður skertur,
vegna þess að búmark svæðisins
springur gildir sú regla um skerðing-
una að innlegg sem svarar til: 95,1-
100% af sauðfjárbúmarki skerðist
að hámarki um 10%-85,l-95% að
hámarki um 7% - 75,1-85% að
hámarki um 5% - 70,1-75% að
hámarki um 3% og innlegg sem
svarar til 65,1-70% skerðist að há-
marki um 1%.
Einstaklingi er reiknaður fullvirð-
isréttur ef hann hefur búmark í
sauðfjárrækt samkv. reglugerð nr.
339/1986 og hefur lagt sauðfjárafurð-
ir inn í afurðastöð á verðlagsárinu
1985/1986.
Framleiðendur í þéttbýli geta
fengið fullvirðisrétt af 80% innleggi
á þessu verðlagsári, en aldrei meira
en 60% af búmarki.
Sérstakar reglur gilda m.a. þar
sem sauðfé hefur verið fellt vegna
sauðfjársjúkdóma, framleiðendur
orðið fyrir sérstökum áföllum, eru
frumbýlingar eða hafa tekið ný hús
og hlöður í notkun eftir 1983. Eng-
inn getur þó að öðru jöfnu fengið
meiri fullvirðisrétt en nemur innleggi
hans innan búmarks verðlagsáranna
1984/85 og 1985/86. Hafi kindum
framleiðanda fækkað um meira en
20% frá hausti 1983 til haust 1985
getur hámarkstala viðkomandi
lækkað.
Heilbrigðisfulltrúinn í Garðabæ,
Guðmundur Einarsson hefur kært
malbikunarstöðina Hvammsvík fyrir
. brot á samþykktum heilbrigðis-
nefndar Garðabæjar um að verk-
smiðja sé ekki gangsett nema að
undangenginni úttekt og að tryggt sé
að hún valdi ekki mengun í nærliggj-
andi íbúðarhverfum. Bann heil-
brigðisnefndar hefur verið í gildi í
hálfan mánuð, en engu að síður var
verksmiðjan sett í gang rétt eftir
hádegið í gær. „Ég talaði við verk-
stjórann á staðnum og bað hann um
að hætta en við því var ekki orðið,
og málið verður sent núna til lög-
reglustjórans í Garðakaupstað,"
sagði Guðmundur Einarsson í sam-
tali við Tímann í gær.
Hann sagði ennfremur að ætlast
væri til þess að mark væri tekið á
heilbrigðisnefndum, enda væri í lög-
um um hollustuhætti og heilbrigðis-
eftirlit sagt skýrurn stöfum að heil-
brigðisnefndir gætu, til þess að knýja
á um framkvæmd ráðstafana, veitt
áminningu og tilhlíðilegan frest til
úrbóta, stöðvað viðkomandi starf-
semi eða notkun að öllu leyti eða að
hluta til, með aðstoð lögreglu ef með
þarf. „Það er ekki beinlínis farið og
slökkt á tækjunum í þessu tilfelli
eins og gert hefði verið ef mannsh'f
væri í hættu eða eitthvað þess háttar.
Nú verður þetta tekið fyrir hjá
lögreglunni, en nákvæmlega hvaða
málsmeðferð það fær þar get ég ekki
svarað," sagði Guðmundur.
Mengunarvandamál vegna mal-
bikunarstöðvar Hvammsvíkur er
ekki nýtt af nálinni og hafa kvartanir
stöðugt borist frá íbúum í nærliggj-
andi hverfum í ein þrjú ár, en þau
hverfi sem einkum hafa orðið fyrir
barðinu á tjörureyknum og olíu-
stybbunni sem verksmiðjunni fylgir
eru Hnoðraholts-, Bæjargils-, og
Búðahverfi. Stöðin hefur starfsleyfi
þar til í lok nóvember 1987, gegn
þeim skilyrðum að rekstri hennar sé
hagað þannig að íbúar í nágrenninu
geti umborið mengunina. í því felst
m.a. að stilla tækin rétt og keyra þau
ekki á of miklum krafti og að starfa
þegar vindur stendur ekki upp á
byggð. íbúar hafa safnað undirskrift-
um um að eitthvað verði gert í þessu
máli þar sem verksmiðjan hefur ekki
tekið tillit til þeirra og hefur heil-
brigðisnefnd Garðabæjar leitast við
að koma á einhverri málamiðlun í
þessu máli, nú síðast með því að
leggja við því blátt bann að hún
verði sett í gang án þess að ákveðin
skilyrði séu uppfyllt.
„Þetta hefur verið hrein martröð
að þurfa að búa við þetta,“ sagði
Anna Guðmundsdóttir sem býr í
nágrenni malbikunarstöðvarinnar
við Tímann í gær.„Þetta byrjaði
fyrir alvöru fyrir um þremur árum og
var sérstaklega slæmt hjá mér því ég
var með ungabarn. Það var hreinlega
ekki líft að hafa börnin úti eða hafa
opinn glugga, raunar ekki heldur að
hafa lokaða glugga því olíustybban
smeygði sér inn í hús. Það var oft
ekki um annað að ræða en að flýja
að heiman," sagði Anna. „í dag var
ég svo heppin að vindurinn stóð ekki
upp á mig, en ég fagna því svo
sannarlega ef eitthvað á að fara að
gerast í þessu máli,“ sagði hún
ennfremur.
Ekki náðist í talsmann malbikun-
arstöðvarinnar í gær til þess að skýra
þeirra sjónarmið. -BG
I