Tíminn - 31.10.1986, Side 11

Tíminn - 31.10.1986, Side 11
. Föstudagur 31. október 1986 Tíminn 11 Einstæðir foreldrar: Auglýsa eftir sjálfboðaliðum við uppsetningu á verslun Félag einstæðra foreldra vinnur nú að því að opna verslun á Lauga- vegi 34 B. Fulltrúar félagsins komu á ritstjórn Tímans og sögðust vera að leita að sjálboðaliðum til fram- kvæmda við uppsetningu á innrétt- ingum í húsnæðinu. Verður verslun- in með nokkur'n veginn allt milli himins og jarðar á boðstólum, eða það sem félaginu er gefið. Fólki gefst tækifæri á að prútta um verðlag, finnist því vöruverði ekki stillt í hóf. Hvenær verslunin verður opnuð er ekki hægt að segja til um, en það fer aðallega eftir því hversu góóar undirtektir verður að hafa frá hinum almenna félagsmanni í sjálf- boðaliðsvinnunni. Þeir sem vilja hjálpa til verða að galla sig upp og halda hið skjótasta að Laugavegi 34 B og hjálpa til við frágang verslunar- innar. Ekki hefur enn verið ákveðið nafn á hana enda liggur ekki á því sögðu fulltrúar félags einstæðra for- eldra í samtali við Tímann í gær. Nóg verður til af vörum þegar opnað verður, því félaginu hefur borist talsvert magn af notuðum fötum og er meiningin að selja hluta þeirra og verður ríkjandi eins konar flóamarkaðsstemmning. -ES Menningarglaðningur fyrir Norðurland: Þrennir tón- leikar fluttir um helgina Símon H. ívarsson gítarleikari og dr. Orthluf Prunner orgelleik- ari munu halda tónleika á nokkr- um stöðum um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða á morgun í Húsavíkurkirkju klukkan 17. Þeir næstu í Akureyrarkirkju á sunnudag klukkan 17 og þeir síðustu í Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 3. nóvember klukk- an 21. Allir nemendur gagn- fræðaskóla fá ókeypis aðgang að tónleikunum, sem eru öllum opnir. Það mun vera fátítt að heyra samleik þessara tveggja hljóð- færa, sem eru hin elstu tónlistar- sögunnar. Á efnisskrá verða verk eftir Bach, Vivaldi og Rodrigo. Mikill hluti myndarinnar gerist á víkingatimanum. Her má sjá leikarahopinn samankominn við myndatokur. Áfengisvarnarráð: Gerir fræðslumynd tökur hófust 20. október Áfengisvarnarráð vinnur nú að gerð fræðslumyndar um áfengis- neyslu. Hófust tökur myndarinnar þann 20 október síðastliðinn. Vinnuheiti myndarinnar er „Tvær leiðir“ og á myndin fyrst og fremst að sýna ýmsar staðreyndir varð- andi áfengisneyslu, sem alltof margir gleyma dags daglega. Fjall- ar myndin m.a. um félagslegar afleiðingar áfengisneyslu. Gerð myndarinnar er liður í átaki Áfengisvarnarráðs sem miðar að þvf að minnka áfengisneyslu um fjórðung fyrir aldamót. Myndin verður boðin Sjónvarpinu til sýn- ingar og einnig verður hún send öllum skólum landsins. Meðal leikara má nefna Magnús Ólafs- son, Jakob Þór Einarsson og Jón Ormar Ormarsson. Valdimar Leifsson er leikstjóri en Myndbær hf. sér um framleiðslu hennar. Hrafnista í Reykjavík: Árleg sölu- sýning haldin á morgun Árleg sölusýning á handavinnu vistfólks á Hrafnistu f Reykjavík verður haldin á morgun. Þetta er tólfta árið sem þessi sýning er haldin og með hverju ári sem líður hefur sýningin undið upp á sig og fjöl- breytni þeirra muna sem eru til sölu og sýnis aukist. Vistfólkið selur nú eins og áður mikið úrval af prjónavörum, hekl- aða dúka, vefnað, útsaum og jóia- vörur, svo eitthvað sé nefnt. Margt af þessari handavinnu er óvenju fallega unnin. Sölusýningin verður opin frá klukkan 13:30 fram til klukkan 17. Þegar Ijósmyndari Tímans kom við á Hrafnistu í gær, var fólk í óðaönn að undirbúa sýninguna. Þær stöllur Sigþrúður Eyjólfsdóttir, Margrét Einarsdótt- ir, Sigriður Eyjólfsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir standa hér við brot af því sem verður til sýnis og sölu á morgun. rimamynd: Pjeiur ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN m Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMl 45000 Reiðhestar til sölu 3 geldingarfrá stóðhestastöðinni, Austri, Svarri og Hörði, allir 5 vetra traustir og gangmiklir. Lág- marksverð um kr. 100.000.- á hvern. Upplýsingar í símum 99-6162 og 99-5088. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 16.00, 20. nóvember 1986 til Búnaðarfé- lags íslands Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík. Stóðhestastöð ríkisins. LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörium 16, símar 82770-82655. CONTINENTAL Betri barðar undir bílinn allt árið hjá Hjólbarðaverslun Vesturbæjar, Ægissíðu 104. Sími s Ss 23470 ÁSKRIFTARSÍMI 686300 EKKl FLJÚGA FRÁ PFR Spilavist Framsóknarfélög Snæfells og Hnappadalssýslu halda spilakvöld og dansleik að Lýsuhóli 1. nóvember kl. 21.00. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra mætir á skemmtikvöldið. Allt framsóknarfólk og stuðn- ingsmenn velkomnir. Kaffiveitingar í hléi. Stjórnin Félagsfundur Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur félagsfund í dag, föstudaginn 31. október kl. 17.00 að Rauðarárstíg 18. Fundarefni: Tilnefning fulltrúa á 19. flokksþing Framsóknarflokksins. Stjórnin. Árnesingar Aðalfundur FUF Árnessýslu verður haldinn þriðjudaginn 4. nóvember nk. kl. 21.00 að Eyrarvegi 15 Selfossi. Dagskrá: 1. Stjórnarkosning 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Önnur mál. Stjórnin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.