Tíminn - 31.10.1986, Side 12
12 Timinn Föstudagur 31. október 1986
llllllllllllllllllillllll VIDSKIPTAI IFID ....................... 1: .................... ................. € i ^ ^ ..... f :............. I' ............. J" ............' :;r^ ..
Alþjóðlegt athafnafrelsi banka
Fund GATT í Punta del Este í
Uruquay sem hófst 16. september
sóttu fulltrúar frá 92 ríkjum. Helstu
ágreiningsmál fundarins voru niður-
greiðsla búvara og útfærsla alþjóð-
legu viðskipta- og tollasamþykktar-
innar til bankaviðskipta, vátrygginga
og ferðamála. Drög þau að ályktun,
sem fyrir fundinn voru lögð, sömdu
svissneskir og kólumbískir fulltrúar,
og féllust fulltrúar 80 ríkja á þau
fyrirfram. Á móti snerust aðildarlönd
Efnahagsbandalags Evrópu, þvf að í
drögunum sagði, að niðurgreiðsla
búvara skyldi niður lögð í áföngum,
og höfðu Frakkar einkum orð fyrir
þeim. Það voru Bandaríkin sem
æsktu upptöku bankaviðskipta, vá-
trygginga og ferðaþjónustu upp í
GATT-samþykktina, en gegn því
lögðust allmörg lönd mjög eindreg-
ið, og voru fremst í flokki Indland,
Brasilía, Argentína, Nígería, Eg-
yptaland, Perú Tansanía, Nicarag-
ua, Kúba og Júgóslavía. Að mati
Alþjóðabankans nema niðurgreiðsl-
ur búvara í löndum, sem aðild eiga
að Efnahags- og samvinnustarfsemi
í París liðlega $ 100 milljörðum í ár.
Af gengi dollars
Paul A. Volcker, forseti seðla-
bankaráðs Bandríkjanna, sagði 24.
september s.l. fyrir undirnefnd alls-
herjarnefndar Þjóðþings Bandaríkj-
anna: „Gagnstætt því, sem var fyrir
18 mánuðum, og að því gefnu, að
vaxandi markaðir standi okkur
opnir, lít ég svo á, að orðin sé
tilhlýðileg hliðrun (gengisskráningar
dollars)... Á þessu stigi er ég ekki
viss um, að þörf sé frekari hliðrunar
(á gengi dollars). Ég legg meira upp
úr öðrum ráðum.“ Kvað hann þörf á
að afnema halia á fjárlögum Banda-
rfkjanna og á viðskiptum við útlönd.
Aftur á móti vék hann ekki að hinni
„fljótandi gengisskráningu“ dollars,
sem Iá undir nokkurri gagnrýni í
fyrra sumar, þótt síðan hafi niður í
henni dregið. Á daginn kemur fljót-
lega, hvort við frekara falli dollars
verður nú spyrnt, en nokkrum dög-
um fyrir þessa yfirlýsingu Volcker
hafði kveðið við annan tón í ræðu
Bakers aðstoðar-viðskiptamálaráð-
herra.
Dollarar á launstigum
Nýlega birti seðlabanki Banda-
ríkjanna skýrslu um dollara í
Breiðafjarðarferja
Útboö á tækjum og búnaði
Bygginganefnd Breiðafjarðarferju hefur falið
Skipatækni hA að annast útboð á tækjum og búnaði
fyrir Breiðafjarðarferju, sem ráðgert er að hefja
smíði á á næsta ári.
Óskað er eftir tilboðum í eftirtalinn búnað:
— Tvær aðalvélar ásamt skrúfubúnaði, ásraföl-
um og tilheyrandi búnaði
— Eina hjálparvélasamstæðu.
— Eina bógskrúfu.
— Tvö stýri ásamt tilheyrandi búnaði.
— Einn afgasketil.
— Tvær akkerisvindur og tvær hjálparvindur.
— Einn þilfarskrana.
— Fjarskipta- og siglingatæki.
Gerðar hafa verið útboðslýsingar af þeim búnaði,
sem að ofan greinir og fást þær afhentar hjá
Skipatækni h/t, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík, 3.
hæð á milli kl. 9.00 og 17.00. Frestur til að skila
tilboðum í aðalvél, skrúfubúnað og ásrafala er
settur til 28. nóvember, en til 25. nóvember að því
er varðar annan búnað.
Skipatækni h/t
Ríkisendurskoðun
sem samkvæmt lögum nr. 12/1986 starfar á
vegum Alþingis frá 1. janúar 1987, óskar að ráða
til starfa:
Endurskoðendur
Viðskiptafræðinga
Hagfræðing
Lögfræðing
Fulltrúa
Annað skrifstofufólk
Umsóknir um störfin ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, óskast sendar Ríkisendur-
skoðun, Laugavegi 105, 150 Reykjavík, fyrir 1.
desember 1986.
--------------S
Bílbeltin
hafa bjargað
UUMFEROAR
RAO
Aldraðir þurfa líka
að ferðast — sýnum
þeim tillitssemi
UXEB0Afi
umferð. Útistandandi seðlar (og
mynt) bankans (og þá Bandaríkj-
anna) námu 1984 $ 153,9 milljörð-
um. Fulltíða fólk í Bandaríkjunum
hefur að jafnaði með höndum $ 104
og svarar það til $ 18 milljarða.
Álíka há upphæð er í hirslum banka,
fyrirtækja og stofnana. En hvar eru
$ 118 miíljarðar? Um 40-60% þeirrar
upphæðar mun vera erlendis, (og þá
frekar 60 en 40%).
Sögur ganga af dollurum í felum í
mörgum löndum, í Argentínu meira
að segja $ 3-5 milljörðum. í Israel er
talað um patam balatot, peninga
undir rúmdýnum, um $ 2 milljarða,
(en af shekel eru í umferð um $ 245
milljónir). f dollarareikningum í
bönkum í Pakistan munu um $ 1,5
milljarðar. Og í Brasilíu, Mexíkó og
Suður-Afríku munu líka leynast álit-
legar upphæðir.
Allt að $ 70 milljarðar dollara í
seðlum eru þannig utan Bandaríkj-
anna og bætast árlega um $ 4 millj-
arðar við þá fúlgu. Þessi upphæð er
vaxtalaust lán til Bandaríkjanna, en
vextir á slíku láni væru $ 7-8 millj arð-
ar á ári.
Keynes gengur Ijósum
logum í Japan
Japanska ríkisstjórnin boðaði 18.
september sl. framkvæmdir upp á $
24 milljarða til að halda uppi atvinnu
og kaupmætti, en um þriðjungs þess
fjár verður aflað með lántöku. Um
$ 14,5 milljörðum, verður varið til
opinberra framkvæmda, um $ 9,2
milijörðum á vegum ríkis, um $ 5,3
milljörðum á vegum sveitarfélaga,
og um $ 4,6 milljörðum verður varið
til bygginga íbúðarhúsa.
Fáfnir.
Úr stríöi Dana viö drykkjuskapinn
Lif rin og áfengið
Strax í fornöld vissu grískir lækn-
ar um samband áfengisneyslu og
lifrarskemmda. Lifrarskemmdum
fylgir oft gulur litur á hörundi og
einkum þvíhvíta í augunum. Þann-
ig fer þegar lifrin getur ekki hreins-
að lit frá gallinu í blóðinu.
Enn í dag halda margir, þar á
'meðal læknar að það sé einkum
lifrin sem skemmist vegna áfengis-
neyslu. Nú vitum við þó að flestöll
líffæri líkamans skemmast af
neyslu áfengis og sum kannske
fljótar og meir en lifrin (heili og
bris). En lifrin á með réttu ntikinn
þátt í mati læknisins á því hve
mikið tjón sjúklingurinn hefur beð-
ið vegna drykkjuskapar. Það er
vegna þess að lifrin liggur vel viði
rannsókn svo að þar má merkja
skemmdir á byrjunarstigi.
Hve stór er lifrin og
hvar er hún?
Lifrin vegur nál. l'A kg og
liggur hátt í kviðarholi hægra
megin, venjulega í skjóli við rif-
beinin. Eðlileg lifur er á að sjá rétt
eins og við sjáum lifrar úr sláturfé,
rauðbrún, stinn, sveigjanleg.
Hvernig fær lifrin blóð?
Lifrin fær blóð bæði frá hjartanu
og þarmagangi. Blóðið sem kemur
frá þarmagangi með næringarefni
fer þannig gegnum lifrina fyrr en
þau dreifast um líkamann. Lifrin
síar það blóð sem frá þörmunum
kemur. Starf hennar er að safna og
vinna úr næringarefnum, þar á
meðal að brjóta niður eiturefni
sem við höfum meðtekið af frjáls-
um vilja eða óviljandi.
Hvað gerir lifrin úr
matnum?
Eggjahvítuefni svo sem t.d. kjöt
breytast í þörmunum í köfnunar-
efnissambönd (anínósýrur). ( lifr-
inni byggist upp löng röð eggja-
hvítuefna (prótein) sem blóðið
flytur um allan líkamann. Eggja-
hvítan nýtist m.a. til að byggja upp
vöðvana. Amínósýrurnar brenna
líka. Eftir verða þvagefni sem
hreinsast út um nýrun.
Kolvetni það sem þarmarnir
skila bíður sem varasjóður í lifrinni
til notkunar þegar sérstök átök
bíða vöðvanna svo að óvenjuleg
þörf er á kolvetni.
Lifrin getur sjálf myndað fitu-
efni, einkum úr kolvetni, en líka
kann hún að breyta aðkominni fitu
í sambönd sem geta orðiðorkugjafi
öðrum líffærum. Eitt þessara fitu-
efna (kolestrol) getur lifrin brotið
niður aftur svo það nýtist við
myndun gallsýru. Gallsýran er
nauðsynleg við meltingu fitu.
Lifrin stjórnar margskon-
ar starfsemi í líkamanum
Auk þess að stjórna dreifingu
næringarefna hefur lifrin stjórn á
mörgum hormónum, m.a. við að
brjóta niður offramleiðslu þeirra.
ÖIl starfsemi lifrarinnar geldur
þess ef hún skemmist af áfengi, -
að vísu mismunandi mikið.
Eftir nokkurra ára ofneyslu
áfengis, t.d. 5-10 staup daglega,
getur læknir séð með athugun á
örlitlum lifrarvef hvort lifrin er
sjúk. Þá kemur í ljós hvort lifrar-
frumurnar eru heilar eða séu
hlaðnar fitu. Sé svo er talað um
fitulifur. Venjan er sú að riokkurra
mánaða hvíld frá áfengi eða jafnvel
bara hóflegri drykkja gerir lifrina
góða aftur.
Sjúkrasaga
Pétur J. er 32 ára, innkaupastjóri
hjá stórri verslun, ferðast mikið
innanlands og utan. Giftur og á tvö
börn. Hann á fallegt hús óg unir
ævi sinni yfirleitt vel. Pétur J. er
alltaf á fullri ferð, opinn, þægileg-
ur, á létt með að ná sambandi við
aðra, bæði í einkalífi og viðskipt-
um. Hann er vanur mikilli áfengis-
neyslu, bæði á vinnustað og heima
fyrir. Venjulegurdagureroftþessu
líkur: Vaknar illa upplagður með
dálítinri höfuðverk og ógleði, fær
sér morgunverð aðeins með kaffi-
bolla. Á skrifstofunni byrjardagur-
inn með fundi, samkvæmt hefð er
bitterflaskan á borðinu með morg-
unkaffinu. Pétur J. laumast til að
fá sér eitt eða tvö glös aukreitis og
heldur að enginn taki eftir því. Við
árdegisverð hittast menn vegna
viðskipta og Pétur J. þarf nú vegna
fyrirtækisins að sjá um að nóg sé af
vínföngum og getur auðveldlega
drukkið 5-6 staup. Þá finnst honum
að hann sé vel á sig kominn. Lifrin
á að geta brennt áfenginu á þessu
stigi, höfuðið er þessu vanið og
smávegis óþægindi frá morgninum
eru nú horfin.
Síðdegis heldur Pétur J. þessari
þægilegu ölvun við, drekkurdálítið
einn, hefur sinn eigin barskáp á
skrifstofunni. Fær 1 eða 2 staup
með félögunum seint á deginum og
getur ekið heim.
Pétri J. finnst þetta hafa verið
erilsamur dagur og blandar sterkan
drykk fyrir sig og konuna. Hann
fyllir glasið sitt meðan maturinn er
tilreiddur. Maturinn er góður að
vanda og verðskuldar eina flösku
af rauðvíni. Pétur J. er nú orðinn
þreyttur og slakar á frammi fyrir
sjónvarpinu með fjölskyldu sinni,
nýtur kaffisopa með einum eða
tveimur wiskysopum. Hann erekki
beinlínis drukkinn og hefur staðið
sig vel.
En Pétur J. er samt nú þegar
merktur þessari drykkju. Hann
hefur þyngst verulega. Spegillinn
sýnir bæði bjórvömbina og þrútið
andlit. Pétur J. finnur til streitu
bæði heima og í vinnunni, og
verður lítið að verki. Honum er
ætluð ærin verkefni og þau safnast
fyrir og bíða.
Pétur okkar ætti nú að tala við
lækni sinn. Kannske er hann nógu
skynsamur til að leita læknis. Ann-
ars ætti fjölskylda hans eða vinir að
fá hann til þess.
Hjá lækninum ber hann fram
algengar kvartanir, magaverkur,
kverkaskítur, erfitt um svefn og
streita. Því rniður vill Pétur J. ekki
játa fyrir lækninum hverjar
drykkjuvenjur hann hefur. Það er
einkum vegna þess að hann langar
til að drekka eins framvegis og að
öðrum þræði skammast hann sín
fyrir að hafa ekki viljaþrek til að
stöðva drykkjuna.
Auðvitað getur læknir fengið
grun um ofneyslu áfengis vegna
útlits Péturs og kvartana hans.
Nokkur blóðsýni geta skorið úr
málinu. Hér þarf svonefnt lifrar-
mat og að vita um blóðfitu og
þvarsýru. Hafi áfengisneyslan stað-
ið fremur stutt, t.d. bara nokkur
ár, kemur þó í ljós vaxandi fita og
nokkur þvagsýra f blóðinu.
Læknirinn reynir að fá Pétur J.
til að viðurkenna að hann drekki
of mikið og minnka það. Kannske
hefur Pétur J. vit á því að skilja
ástand sitt og fara að ráðum læknis-
ins.
Eftir fáeinar vikur mun Pétur J.
svo finna að allt gengur betur, bæði
á vinnustað og heima, honum
vinnst betur og þar með hverfur
streitan. Andlega líðurhonum bet-
ur með betra sambandi við fjöl-
skyldu.og félaga.
Seinni kornur til lækisins sýna að
maðurinn Iétttist og lifrin reynist
eðlileg. Pétur J. er hress og heil-
brigður á ný með eðlilega lifur.
Því miður gengur ekki
alltaf svona vel
Drykkja Péturs J. kann að valda
því að hann getur ekki verið áfeng-
islaus, orðinn háður því. Hann
sjálfur, fjölskylda, vinir og félagar
eiga í baráttu við að halda neysl-
unni niðri og sú barátta getur
staðið árum saman. Með tíð og
tíma verða allir leiðir á þeim vand-
ræðunt Péturs. Sjálfur breytist
hann, talar bara um sjálfan sig,
leitar eftir vorkunnsemi, biðlar til
allra. Bregst aftur og aftur loforð-
um um bindindissemi. Endalokin
verða oft hörmuleg, einangraður
maður án fyrri fjölskyldu, vina og
atvinnu og að lokum þjáður sjúkl-
ingur.
I hvaða röð taka líffær-
in skaða af áfengi?
Eins og áður er sagt er brisið oft
það líffæri sem fyrst skemmist. Oft
fer þó svo að drykkjumaðurinn
losnar við brisbólgu, a.m.k. alvar-
lega, og drekkur í óhófi árum
saman þar til lifrin bilar. Þegar
lifrarskemmdir koma f ljós finnur
læknir við athugun skemmdir víða
annars staðar. Engin rcgla finnst
um það í hvaða röð líffæri bila.
Stundum eru orðnar verulegar
heilaskemmdir hjá manni með
heilbrigða lifur og stundum er lifur
illa farin þó ekki sjái á heila.
H.Kr.