Tíminn - 31.10.1986, Qupperneq 20
STRUNP^RNIR
Vertu í takt viö
Tímann
AUGLÝSINGAR 1 83 00
Fjárlagafrumvarpið til fyrstu umræðu
NORWICH keppir við Liver-
pool á morgun í 1. deild ensku
knattspyrnunnar og er leikur-
inn talinn ráða úrslitum um
hvort Norwich verður áfram í
toppbaráttunni. Þá eru margir
leikir á dagskrá í höfuðborginni
Lundúnum. Sjónvarpsleikúr
helgarinnar verður hinsvegar
milli West Ham og Everton .
Sjá íþróttir bls. 10.
Aðhalds gætt án þess að
reiða öxina til höggs
sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni
Minnkun ríkissjóðshallans um
þriðjung, minni þáttur hins opinbera
í þjóðarbúskapnum og minnkun er-
lendra skulda í fyrsta skipti um
árabil voru meginatriði í ræðu Þor-
steins Pálssonar fjármálaráðherra,
þegar hann mælti fyrir frumvarpi til
fjárlaga á Alþingi í gær.
Ráðherra sagði að fjárlagafrum-
varpið væri ekki dæmigert fyrir slík
frumvörp sem lögð væru fram á
síðasta þingi fyrir kosningar, því í
því væri engin ábyrgðarlaus yfirboð
að finna, hvorki í gjöldum né
tekjum. Hann léti stjórnarandstöð-
unni eftir að mæla fyrir ábyrgðarleysi
sínu.
Fulltrúi Framsóknarflokksins í
umræðunni, Guðmundur Bjarna-
son, tók í svipaðan streng varðandi
þá meginstefnu, sem birtist í frum-
varpinu. Meginmarkmiðið hlyti alltaf
að vera að eyða ekki meira en aflað
væri. Þá kom fram í máli Guðmund-
ar að endurskipuleggja þyrfti skatta-
kerfið og herða aðgerðir gegn skatt-
svikum til muna, því núverandi ást-
and mála væri gjörsamlega óviðun-
andi.
Þá kom fram hjá Guðmundi
Bjarnasyni að framsóknarmenn
hefðu fyrirvara um nokkur veiga-
mikil atriði í frumvarpinu, s.s. skerð-
ingu á framkvæmdasjóði Ríkisút-
varpsins, framkvæmdir ÁTVR í
Kringlunni og álagningu svonefnds
orkugjalds.
Talsmenn stjórnarandstöðunnar
töluðu allir á sömu nótum og fundu
frumvarpinu flest til foráttu. Ragnar
Arnalds sagði að frumvarpið væri
andfélagslegt og boðaði áframhald-
andi óstjórn í fjármálum ríkisins.
Eiður Guðnason, aðalræðumaður
krata, kvartaði yfir að frumvarpið
boðaði enga nýja stefnu í efnahags-
málum. Kristín Halldórsdóttir
Kvennalista sagði m.a. að góðærinu
hefði ekki verið skilað til skattgreið-
enda og ýmis fyrirheit um sparnað í
opinberum rekstri hefðu verið
svikin.
Þ.Æ.Ó.
Nánari umfjöllun á bls. 5.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra alvarlegur í bragði við fjárlagaumræðuna í gær.
ITminn
Föstudagur 31. október 1986
Ríkisféhirðir
vill ekki BJ-
peningana
Ríkisféhirðir hefur að tilmæl-
um fjármálaráðuneytisins neitað
að taka við peningum þeim sem
á sínum tíma var úthlutað til
þingflokks Bandalags jafnaðar-
manna til styrktar útgáfu, á þeim
forsendum að það geti orkað
tvímælis hverjir tilkall eigi til
þessara peninga. Þeir sem enn
vilja teljast tilheyra Bandalagi
jafnaðarmanna hafa gert tilkall
til þessara peninga, sem nú eru
geymdir á bankabók í Iðnaðar-
bankanum.
Þorsteinn Hákonarson (fyrr-
verandi) formaður landsnefndar
BJ ásamt þrem öðrum (fyrrver-
andi) frammámönnum í flokkn-
um hafa kært Stefán Benedikts-
son til rannsóknarlögreglunnar
fyrir að halda þessu fé og fyrir
fjárdrátt og segja að þeir hafi
fyrirliggjandi gögn sem sanni að
Stefán hafi fengið 110 þúsund kr.
af þessum peningum til einka-
nota. Stefán Benediktsson hefur
vísað þessum ásökunum á bug
sem rökleysu og bendir á að
þessir menn hafi sagt af sér trún-
aðarstörfum fyrir BJ í lok sept-
ember s.l. og eigi því engan rétt
til peninganna.
Jafnframt segir Stefán að kvitt-
anir þær sem þeir tali um að hafa
undir höndum hafi allar verið
uppgerðar í bókhaldi BJ og reikn-
ingarnir áritaðir af löggiltum
endurskoðanda.
Stefán hefur hins vcgar gagnrýnt
þá ákvörðun embættis ríkisfé-
hirðis að taka ekki við peningun-
um, og segir að ef þetta sé vilji
fjármálaráðherra þá hafi skatt-
peningum verið úthlutað án vit-
nesku um það í hvað eða til
hverra þeir ættu að fara. - BG
Beiðni um gjaldþrotaskipti:
Offjárfesting og
missir samnings
ástæða ófaranna
- segir fjármálastjóri Veitingamannsins hf.
„Beiðni um að fyrirtækið verði
tekið til gjaldþrotaskipta kcmur
frá eigendum fyrirtækisins sjálfs.
Því er ekki að neita að staðan er
slæm annars hefðum við ekki farið
út í þetta,“ sagði Óðinn Helgi
Jónsson, fjármálastjóri Veitinga-
mannsins hf. í samtali við Tímann
í gær. Beiðni um gjaldþrotaskipti
var lögð fram í gær og var þá
Sigurður G. Guðjónsson, lög-
fræðingur, skipaður bústjóri.
Fyrirtækið Veitingamaðurinn
hf. rekur kjötvinnslu að Vagn-
höfða 11, eldhús að Bíldshöfða 16
og „Veislueldhús og smurbrauðs-
stofu“ á sania stað. Aðaicigandi er
Pétur Sveinbjarnarson, frkv.stj. en
störf nema 20 stöðugildum.
„Því er ekki að neita að í of
miklar fjárfestingar hefur verið
ráðist. Það var gert þegar við
fengum einn stærsta samning sem
ríkisspítalarnir og Kópavogshæli
hafa gert. Sfðan misstum við þenn-
an samning 1. september sl., sem
kom okkur mjög á óvart og það ýtti
undir að þetta skeði,“ sagði Óðinn.
„Við munum ekki fara fram á
greiðslustöðvun, heldur á að reyna
halda áfram rekstri og hefur bú-
stjóri tekið við honutn ásamt þeim
starfsmönnum sem eru hér til
staðar. Við munum reyna að halda
rekstri áfram þar til sanngjarnt
tilboð fæst. Ef við hefðum lokað í
dag er augljóst að verðhrun hefði
veriö talsvert. Ég cr bjartsýnn á
framhaldið, því fyrirtækið er í
vexti og skilar arði, og reikna með
að kröfuhafar komi til með að ná
inn stórum hluta af sínum
kröfum", sagði ÓðinnH. Jónsson.
- phh
Halldór Ásgrímsson um laun lækna:
Tryggingastofnun greiðir
200*400 þúsund á mánuði
- til sérfræðinga
„Já, mér finnst þeirra kaup vera
hátt, sérstaklega hjá sérfræðingun-
um, og hærra en gengur og gerist í
þjóðfélaginu," sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra þeg-
ar hann var spurður hvort hann teldi
að 30 þúsund kr. byrjunarlaun á
mánuði og 70 þúsund króna mánað-
arlaun sérfræðings með 18 ára starfs-
reynslu væri of hátt fyrir lækna.
Halldór Ásgrímsson lét þau orð falla
á þingi í fyrradag, að laun lækna í
Reykjavík „gætu ekki talist aum“,
en í morgunútvarpi í gær sagði
formaður Læknafélagsins að ofan-
greindar tölur væru laun lækna á
sjúkrahúsum. Halldór sagði enn-
fremur að hann hefði í kjölfar um-
ræðunnar á Alþingi látið taka laus-
lega saman hversu há laun lækna
væru í raun og veru og í ljós hefði
komið að miðað við 212 stöðugildi
hefðu meðallaunin verið 114 þúsund
á mánuði, mánuðina mars til maí.
Hann sagði jafnframt að samkvæmt
upplýsingunt frá Tryggingastofnun-
inni væru algengar greiðslur stofnun-
arinnar til sérfræðinga á mánuði á
bilinu 200- 400 þúsund krónur, og
dæmi væru um mun hærri tölur.
Halldór sagði, að þessi ummæli
sín hefðu komið í umræðu um
frumvarp nokkurra þingmanna um
að byggðarlög, þar sem meira en
35% vinnuaflsins starfaði við fisk-
vinnslu eða sjávarútveg fengiu 25%
meira aflamagn en aðrir. „Eg taldi
þetta vera fráleitan mælikvarða,
vegna þess að hann gæti orðið til
þess að ef fólki fjölgaði t.d. við
sjúkrahúsið á ísafirði gæti ísafjörður
farið niður fyrir þetta hlutfall og þar
með ætti byggðarlagið að stórlækka
í aflaréttindum. Þá misskildu menn
þetta og töldu mig vera að gagnrýna
rekstur sjúkrahússins á ísafirði. Það
var í sjálfu sér ekki mín ætlan. Hitt
pr svo annað mál að það getur verið
þreytandi að við höfum staðið fyrir
miklum aðhaldsaðgerðum í sjávar-
útveginum vegna þess að við höfum
talið það þjóðhagslega nauðsynlegt,
en þegar kemur að ýmsum öðrum
þáttum í þjóðfélaginu, eins og heil-
brigðiskerfinu, bankakerfinu, og
ekki síst uppbyggingu í versluninni,
vilja menn gjarnan slá upp þagnar-.
múr og það má ekki gagnrýna mistök
þar eins og annars staðar. Það er
þetta, sem ergir þá aðila, sem leggja
mikið á sig til að gera sjávarútveginn
að arðbærari atvinnugrein en hún
hefur verið og hljóta þeir að ætlast
til þess að aðrir leggi eitthvað á sig
líka,“ sagði Halldór Ásgrímsson.
Hann bætti því við að honum fyndist
að læknar ættu að hafa frumkvæði í
umræðu um það sem betur mætti
fara í heilbrigðiskerfinu, í stað þess
að leggjast í vörn þegar minnst væri
á málin.
- BG