Tíminn - 31.03.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 31.03.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn Árleg bílaskoðun varla hafin vegna fjögurra mánaða frestsins. Byrjað að elta uppi þá sem ekki mættu í fyrra: Klippt af druslunum „Við höfum einkum verið að skoða bíla undanfarna daga sem ekki hafa verið færðir til skoðunar í fyrra. Á vegum Bifreiðaskoðunar er nú skoöunarmaður á ferðinni um höfuðborgarsvæðið og með honum lögreglumaður. I»eir leita þessa bíla uppi og taka af þeim númerin hvar sem til þeirra næst,“ sagði Rúnar Guðmannsson hjá Bifreiðaskoðun í gær. Skoðunarmennirnir Gunnar Adolfssun og Skúli Guömundsson fara um og taka úr umfcrö bíla sem ekki hafa verið skoöaöir. Jafnframt skoöa þeir bíla og athuga hvort þeir upplylli lágmarks öryggiskröfur. Meö þeim fer lögreglumaður úr hverju lögsagnarumdaMiii og á myndinni meö þeim Gunnari og Skúla er Eggert Jónsson lögreglumaöur í Hafnarfiröi. Þegar þessir óskoöuöu bílar og aðrir bílar, sem hinir hreyfanlegu eftirlitsmenn stöðva og skoða, reyn- ast í óbjörgulegu ástandi eru þeir færðir til bækistöðva Bifreiða- skoðunar og skoöaðir þar rækilega. I Ijós hefur komiö að ástand þeirra hefur veriö afleitt svo ekki sc sterkara að orði kveðið. Skoðunarmenn grcindu Tímanum frá bíl sem komið var með cftir að hafa verið stöðvaður. Eigandinn hafði komið með bílinn til skoðunar til Bifreiðaeftirlitsins árið 1987. Þá var ýmislegt aðfinnsluvert við bílinn, m.a. slitinn stýrisliður og fckk eigandinn l'rest til að láta gera við bílinn. Með þennan bíl kom eigandinn ekki til endurskoðunar og ekki til aðalskoðunar 1988. Þegar bíllinn var athugaður kom í Ijós að þær bilanir sem gerðar höfðu verið at- hugasemdir við árið 1987 voru enn ólagfærðar en voru vitanlega orðnar enn verri en þá, en nýjar höfðu auk þess bæst við. Eigandinn, maður á miðjum aldri, óskaði eftir að fá númerin aftur og brást hinn versti viö þegar honum var sagt að fyrst yröi að gera við bílinn. Hann sagðisl vera að fá sér nýjan bíl innan tíðar en ætlaði að keyra þennan út fyrst. Tímamenn óku um meö skoðun- armönnum og lögreglumanni um Hafnarfjörð í gær. Þá fundust átján bílar sem ckki höfðu veriö skoðaðir síðan í hitteðfyrra og afskipti höfð af fjölda annarra sent voru í heldur slæmu ástandi. Skúli Guðmundsson skoðunar- maður sagði okkur að fyrr í vikunni heföu þeir stöðvað bíl sem síðast hafði vcrið skoðaður 1984. Þá hefði bíllinn verið ótryggður frá 1985. Þegar búið var að fjarlægja númerin af bílnum bað eigandinn um að athugað yrði hver væri skráður eig- andi að bílnunt. Þá hafði hann steingleymt af hverjum hann hafði keypt bílinn ogcigendaskiptin aldrei verið tilkynnt. Kristinn Karlsson skoðunarmaður sagði Tímanum að sáralítið væri að gera í almennri skoðun og væru ástæðurnar vafalaust margar. Nú skulu menn mæta í skoðun í þeim rnánuði ársins sem sfðasta talan í númeri bílsins segir til um. Ef einn er síðasta talan á að skoða bílinn í janúar en eigandinn hefur þó fjög- urra mánaða frest þannig að hann gctur dregið skoðunina fram í lok apríl. Eindagi tryggingagjalda er hins 1 ■ ':,FasYacllagur '31.' tVfa'rsl-989 vegar I. apríl þannig að fólk verður að fara að ganga frá greiðslu þcirra svo að upp úr mánaðamótunum mætti búast við betri aðsókn. Bifreiðaskoöunarmenn vildu koma því á framfæri að fólk kæmi með bíla til skoðunar við fyrsta tækifæri því annars stefndi í örtröð og biðraðir og meðfylgjandi óþæg- indi þegar kemur fram á vor og sumar. - sá Rúmur mánuður eftir af starfstíma Alþingis: Skilafrestur málatiMO. Þing kernur aftur saman eftir páskaleyfi mánudaginn 3. apríl og starfar í rúman mánuð, en stefnt er að þingslitum 6. maí. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur forseta sam- einaðs þings hefur þinghaidiö gengið vel fyrir sig í vetur. ekki liggi fyrir mörg mál sem eftir er að afgreiða. Síðasti frestur þingmanna til að skila inn málum, er 10. apríl. Fruntvörp um viðskiptabanka og sparisjóöi, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds, frumvarp um tekju- og eignaskatt, vaxtalögin. frumvarp unt jöfnun námskostnað- ar, írumvarp um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga, frumvarp um hlutafélög og húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra sem frægt er orðið, eru meðal þeirra mála sem bíða afgreiðslu Alþingis er þing- menn koma úr páskaleyfi. Líkur eru til, sem endranær. að mikið verði að gera hjá þingmönnum við að ljúka afgreiðslu mála fyrir þinglok. cn að sögn Guðrúnar er útlit fyrir að hægt verði að klára á þeim tíma sem gert er ráð fyrir í starfsáætlun. - AG Trausti settur fræðslustjóri Trausti Þorsteinsson, skóla- stjóri Grunnskólans á Dalvík hef- ur verið settur fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra frá og með 1. júní nk. að telja. Fræðsluráð umdæmisins mælti einróma með Trausta í stöðuna. Mikil óánægja skotveiðimanna vegna frumvarps til laga um „friðun hreindýra og eftirlit með þeim“: Tryggir hvorki eftirlit né mannúðlegar veiðar Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp á veguni menntamála ráðherra um „friðun hreindýra og eftirlit með þeim“. Skotveiðimenn eru mjög óánægðir með innihald frum- varpsins og telja að við samningu þess hafi ekki verið tekið tillit til sjónarmiða þeirra. Segja þeir m.a. að frumvarpið tryggi ekki að dýrin séu deydd á mannúðlegan hátt, og benda á að lagagreinunr varðandi skotfæri og hæfniskröfur veiðimanna sé mjög ábótavant. Þá hafa þeir gagnrýnt að skotveiðimönnum verði ekki gefinn kosturá veiðileyfum, heldur verði hreindýraveiðarnar áfram eingöngu hlunnindi fyrir bændur. Ennfremur telja þeir að eftirlit með veiðunum sé alls ekki nógu virkt og frumvarpið tryggi ekki hámarksnýtingu á þcint dýrum sem veidd eru. Undanfarin ár hefur veiðikvóti varðandi hreindýrin verið á bilinu 500 til 600 dýr. Lauslegt mat á verðgildi hreindýrakjöts er samtals um 30 milljónir fyrir árið 1988. Ýntsir hafa haldið því fram að miklu fleiri dýr séu veidd en kvót- inn segir til um og telja sumir að fleiri hundruð dýr séu veidd án heimildar. Vegna þcssa frumvarps sem ligg- ur fyrir hefur Skotveiðifélag ís- lands tekið saman fræðslubréf þar sem rakin eru sjónarnrið félags- manna og hverju þeir telja ábóta- vant og jafnvel ámælisvert í nýja frumvarpinu. Þar segir m.a: „Hreindýr eru göfug veiðidýr og prýða þar að auki það landslag sem þaubfa í. Vegna einstrengingslegr- ar stjórnunar á nýtingu landsgæða hefur dýrunum ekki verið leyft að nema ný lönd og er þcim haldið eingongu á Austurlandi. Ráðskast hefur veriö með þessi dýr cins og væru þau cign Austfirðinga en ekki tillra landsmanna. Minna má hér á þá staðreynd að dýrin voru upphaf- jega gefin þjóðinni og eru þvt eign þjóðfélagsþegna allra. Oftast hafa bændur eystra amast viö þessunt dýrum og haft allt á hornum sér varðandi þau, - nema um veiðitímann þegar þau gefa eitthvað af sér." Sem fyrr segir gagnrýnir Skot- veiðifélagið pau ákvæði fruntvarps- ins er lúta að skotfærum og hæfnis- kröfum, en félagið hefur bent á að þau stangist á við allar samsvarandí reglugerðir í nálægum löndum, vestan hafs og austan. í fyrrnefndu fræðslubréfi segirorörélt: „í sjálfu sér jaðra ákvæðin í frumvarpinu við siðleysi hins menntaða veiði- manns og eru auk þcss hugsanlega á skjön við alþjóðareglur og lög um dýravernd." Á sama stað er einnig rakið hvaða reglur sé eðlilegt að setja varðandi gerð skotfæra svo og yfir hvaða kunnáttu og hæfni veiðimað- ur eigi að búa. „Felling dýranna verður að vera eins mannúðleg og frekast er unnt. Því veröur að miða öll ákvæði um gerð og þyngd veiðitækja að þessu atriði - og vera með raunhæft eftirlit á veiðunum í fullu samræmi við ákvæðin og taka mið af nöturlegri reynslu í þeim málum." Einnig er bent á aö vegna vafa- samra aðferða og vanþekkingar hafi nýting hreindýrahúða verið í lágmarki fram að þessu og verð- mætasköpun varðandi húðir, horn og bein sé íslenskunt veiðimönnum til vansæmdar. Skotveiðifélag íslands hefur ítrekað reynt að fá viöurkenningu á rétti íslenskra skotveiðimanna til að stunda hreindýraveiðar en ekki tekist. Sú tillaga hefur komið frá félaginu að ef slíkt yrði heimilað yrði ráðlegast að andvirði veiði- leyfanna renni í s.k. Hreindýrasjóð en úr Ireim sjóði eigi að veita til bænda sem fyrir mestum ágangi verða af hreindýrum, til rannsókna á hreindýrastofninum og til eftir- litsmanna. Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður Fræðslunefndar Skot- veiðifélags íslands, sagði í samtali við Tímann að miðað við þau ákvæði fruntvarpsins sent snúa að skotfærum og kröfum til veiði- manna þá ntuni engin þjóð taka íslendinga alvarlega og líta niður á þá fyrir að tala um að grisja hreindýrin með þessum skilmálum. Sverrir sagði einnig að rétt væri að íhuga það gaumgæfilega livort skynsamlcgt sé að setja lög um grisjun hreindýra sem ganga í ber- högg við gildandi ákvæði nálægra landa á sama tíma og öflug alþjóð- leg náttúruverndarsamtök hafa mótmælt hverskyns ómannúðlcgu dýradrápi. í dag eru hreindýraveiðar stund- aðar í rúmlega 30 hreppum. Sagði Sverrir að það væri alveg ljóst að eftirlit nteð veiðunum væri alls ekki nógu öflugt og í nýja frum- varpinu væri ekki gert ráð fyrir öflugra eftirliti, þar sent ekki er ráðgert að utanaðkomandi aðili fylgist með hvernig og hve mikið er veitt í hverjum hreppi. Sverrir var spurður að því hvort Skotveiðifélagið hefði eitthvað sem beinlínis sannaði að veiðar á hreindýrum væru langt umfram kvótann. „Út af fyrir sig höfum við ekkert í höndunum um það, en í dag erum við ekki lengur að velta því fyrir okkur hvort svo sé heldur í hve miklu magni. Ágiskanir okk- ar eru byggðar að hluta til á heimildum frá aðilunt á þessum svæðum og eigin vitneskju og við giskum á að ekki sé um nokkra tugi dýra að ræða heldur nokkur hundr- uð dýr og ég held að það sé rétt menn fari að endurskoða fullyrð- ingar eins og þær sem komu fram í sjónvarpsþætti nýlega að það séu utansveitarmenn sem drepa hreindýrin ólöglega." SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.