Tíminn - 31.03.1989, Page 11
Föstudagur 31. mars 1989
Tíminn 11
-Illllllllllllllllllll IÞRÓTTIR llii|ll":l"IIiliilllll!l'l!rl :l.lillll!l11" .l;ill|!|i! ,liilllH'r „lilllllFI ;-lilll|l|" .llillllll ..lillll: i'llllll!l1 .lillll!!' lillllil lil
Eiríkur Björgvinsson leikmaður með Völsungi borinn útaf eftir harðan atgang Valsmanna.
Óíþróttamannslegar fyrirskipanir
knattspyrnuþiálfara í hita leiksins:
„Sumir þjálfarar gera allt fyrir árangur og ef þeir telja að
þeir komist upp með það, þó það sé gróft, hika þeir ekki við
það. Þeir ganga eins langt og dómarinn Ieyfir.“ Þessi orð eru
höfð eftir reyndum sóknarmanni sem spilar með iiði utan
Reykjavíkur og eru fengin úr Skinfaxa, tímariti UMFÍ.
í Skinfaxa er ítarleg umfjöllun um sóknarmann hjá andstæðingunum
það fyrirbæri sem kallast neglingar
eða tæklingar í fótbolta, þ.e. þegar
sóknarmaður er fellur gróflega aftan
frá. Þar kemur fram að slíkar bar-
áttuaðferðir eru ekki nýtt vandamál
en virðast verða æ meira áberandi
eftir því sem baráttan verður meiri
og fjárhagslegir hagsmunir koma til
sögunnar. A einum stað segir
leikmaður sem hefur staðið í harðri
baráttu í fyrstu deildinni: „Ég varð
fyrir þeirri hroðalegu reynslu að láta
hafa mig út í að negla mann niður að
ósk þjálfara, „taka fyrir“ ákveðinn
vegna þess að hann væri veikur fyrir
í ökkla. Nú man ég ekki hvort
umræddur leikmaður var nýútkom-
inn af spítala eða eitthvað í þá
áttina... Þetta er hlutur sem er
óskaplega niðurdrepandi. Ég upp-
iifði þetta síðar þannig að ég væri að
standa sjálfan mig að verki við
glæp.“ í sama viðtali segir leikmað-
urinn einnig: „Það er eitt að vera
harður eða að vera tuddi. Og það er
allt of mikið af þessu grófa tudda-
hugarfari. Þegar svona tuddahugar-
far er fyrir hendi breytist ekkert fyrr
Körfuknattleikur:
HARLEM
HOLLINNI
en dómarinn segir stopp með rauðu
spjaldi... “
Viðmælendur Skinfaxa eru á einu
máli um að dómarar veröi að taka á
þessu vandamáli og dæma hart fyrir
brot af þessu tagi, og óttinn við
rauða spjaldið sé hið eina seni geti
komið þessum málum í lag.
í viðtali við Stein Guðmundsson.
fyrrverandi dómara sem á sæti í
dómaranefnd KSÍ, kemur frani að
þessi mál hafa mikið verið rædd
innan nefndarinnar og þar hafi verið
lagt að dómurum að taka hart á
þessum brotum, en síðan sé spurn-
ingin sú hvort dómarar þora að fara
eftir þessum reglum. Þá segir Stcinn
ennfremur að fastlcga megi gera ráð
fyrir því að tekið verði á þessum
málum með nýjum hætti í ár. I lok
viðtalsins segir Stcinn: „En ég er
fullviss um að þegar dómarar sam-
einast um að reka menn alltaf út af
fyrir þessi brot þá hverfur þessi
ófögnuður úr knattspyrnunni."
SSH
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
AÐAL
FUNDUR
Aðalfúndur Útvegsbanka íslands hf. árið 1989,
verður haldinn í Ársal Hótel Sögu við Hagatorg
í Reykjavík, föstudaginn 7. apríl 1989 og hefst
kl. 16.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28.
greinar samþykkta bankans.
2. Önnur mál, löglega uppborin.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar
verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3.
hæð, dagana 4., 5. og 6. aprfl nk. svo og á
fundardag við innganginn.
Reikningar bankans fyrir árið 1988, dágskrá
fundarins, ásamt tillögum þeim sem fyrir fund-
inum liggja verða hluthöfum til sýnis á framan-
greindum stað í aðalbanka frá 31. mars nk.
ÚD
ag
Útvegsbanki íslands hf
Bankaráð
Meiddir leikmenn
lagðir í einelti
Jörð til sölu
Til sölu er jörðin Hátún, Vestur-Landeyjahreppi,
Rangárvallasýslu, ásamt eyðijörðinni Fíflholts-
norðurhjáleigu í sömu sveit. Bústofn og vélar
fylgja. Tilboð sendist Fannari Jónassyni, Þrúð-
vangi 18, 850 Hellu, sem einnig gefur nánari
upplýsingar í síma 98-75028 milli kl. 13 og 16 virka
daga. Tilboðsfrestur er til 17. apríl 1989.
Þrúðvangi 18, 850 Hellu.
Það verður aldeilis körfubolta-
veisla í lok aprílmánaðar, en þá
verður heil vika lögð undir körfu-
bolta. Eins og Tíminn hefur áður
Handbolti l.deild
Staðan
Valur . . 16 15 0 1 431:326 30
KR .... 16 12 1 3 404:370 25
Stjarnan 15 8 3 4 343:326 19
FH .... 15 8 1 6 404:381 17
Grótta . . 16 7 3 6 353:348 17
Víkingur 16 6 1 9 405:440 13-
KA .... 15 5 2 8 352:366 12
ÍBV ... 14 3 3 8 299:332 9
Fram . . . 16 3 3 10 354:391 9
UBK . .. 15 1 1 13 318:383 3
greint frá kemur hið heimsfræga
körfuboltalið Harlem Globetrotters
hingað til lands og spilar hér tvo leiki
í Laugardalshöllinni 22. og 23. apríl
og er möguleiki á viðbótarleik ef
áhugi landans er fyrir hendi. Ástæða
er til að hvetja fólk til að fjölmenna
þar sem nú gefst einstakt tækifæri til
að sjá þessa „listamenn" spila. Liðið
hefur áður komið hingað til lands og
spilaði þá þrjá leiki og var uppselt á
þá alla og í allt sáu um 11 þúsund
manns liðið í þá daga.
En þessir leikir eru aðeins upphit-
un fyrir það sem koma skal, því að
þann 26. apríl hefst Polar Cup mótið
í körfunni sem nú er haldið á íslandi,
eða öllu heldur á Suðurnesjum,
vöggu íslensks körfuknattleiks.
-PS
SPARISKIFfTEINA RIKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-1. fl. 15.04.89-15.04.90 kr. 2.097,81
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, mars 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS