Tíminn - 26.08.1989, Page 8
8 Tíminn
Laugardagur 26. ágúst 1989
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda segir
niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum ekki heppilegt hagstjórnartæki:
Skattlagning er
álíka styrkjum
Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda
segir það ekki heppilegt fyrir íslenska bændur að stjórnvöld
noti niðurgreiðslur sem tæki til að hafa áhrif á vísitölu
framfærslukostnaðar eins og gert hefur verið. Hann bendir
á að mismunandi miklar niðurgreiðslur búvara milli ára
skapi óheppilegar sveiflur á sölu þeirra. Þess vegna geri
Stéttarsambandið nú tillögur um að í áframhaldandi
búvörusamningi verði hundraðshlutfall niðurgreiðslna sett
fast, t.d. við 30% af verði vörunnar. Hann bendir einnig á
það að kjarnfóðurskattur og söluskattur af búvörum sé
nánast sama upphæð og fer til niðurgreiðslna. Þess vegna
sé geri ríkið lítið annað en að taka það með annarri
hendinni sem það gefur með hinni.
Haukur segir að í fyrsta lagi verði að
útkljá ágreiningsatriði sem eru á milli
Stéttarsambands bænda og ríkisins um
framkvæmd núgildandi búvörusamn-
ings, ágreiningur er uppi um hversu
mikið magn af kjöti ríkið hafi ábyrgst
við gerð samningana. Þar er deilt um
framleiðslurétt sem bændur nýttu sér
ekki á viðmiðunartíma samninganna,
m.a. vegna riðuniðurskurðar.
Fyrir skemmstu lagði Stéttarsam-
bandið fram umræðugrundvöll að
áframhaldandi búvörusamningi. Þar er
um að ræða hugmyndir að rammasamn-
ingi á milli ríkisins og bænda, og tæki
sá samningur meira mið af markaðsað-
stæðum en sá sem nú er í gildi.
„Að fenginni reynslu teljum við að
nauðsynlegt geti verið fyrir alla aðila að
búvörusamningurinn sé meira mark-
aðstengdur en hann er“, segir Haukur.
„Við erum með samning til 1992 sem
er verðábyrgð á ákveðnu magni kinda-
kjöts og mjólkur. Það eru litlar líkur á
að stjórnvöld séu tilbúin að gera hlið-
stæðan samning aftur þess vegna segj-
um við: „Við erum strax tilbúnir að
endurskoða núverandi búvörusamning
sem aðlögun að því sem tekur við eftir
1992.“
Aðlögun kjötframleiðslu
hefur mistekist
„Sé litið á núverandi samning má
segja að markmiðið um aðlögun mjólk-
urframleiðslu að innanlandsmarkaði
hafi tekist. Neysla innanlands hefur
meira að segja verið heldur meiri á
tveimur síðastliðnum árum en fram-
leiðslan og birgðir mjólkur og mjólkur-
vöru eru nú komnar í það sem stefnt
var að. Aðlögun kjötframleiðslunnar
hefur hins vegar ekki tekist sem skyldi.
Það má segja að tvennt hafi farið
úrskeiðis. í fyrsta lagi hefur neysla á
innanlandsmarkaði dregist miklu meira
saman en ráð var fyrir gert. Þó að
framleiðsla kindakjöts hafi minnkað
um 30% á þessum áratug hefur innan-
landsneyslan dregist saman um heldur
meira. Þá hefur skilaverð lambakjöts-
ins á erlendum mörkuðum fallið ennþá
frá þvf sem það var, bæði vegna mikils
framboðs af kjöti frá Nýja-Sjálandi og
annars staðar frá og vegna óhagstæðrar
gengisþróunar. Skilaverðið er það lágt
núna að menn verða að horfast í augu
við að það er ekki hagstætt að flytja út
íslenskt lambakjöt."
Salan minnkaði í kjölfar
frjálsrar álagningar
- Er minnkandi sala lambakjöts á
innanlandsmarkaði ekki skilaboð til
framleiðenda um að varan sé of dýr?
„Of hátt verð gæti verið einn þáttur-
inn. Ég neita því ekki að við teljum að
lambakjöt sé of dýrt. Neytendur hafa
alla vega þær hugmyndir að þetta kjöt
sé of dýrt. Nú hefur verið gert sérstakt
átak í sölu lambakjöts undir slagorðinu
„lambakjöt á lágmarksverði“, og það
átak hefur gegnið mjög vel. Þetta kjöt
er selt í hálfum skrokkum og álagningin
á því bundin föst. Ég minni á það að
hér á árum áður seldist mjög mikið
magn af lambakjöti í heilum og hálfum
skrokkum en álagning þar er bundin
við 9-12%. En menn virðast ekki gera
sér grein fyrir að það er hægt að gera
verulega hagstæðari kaup í heilum og
hálfum skrokkum.“
- Ert þú að segja með þessu að það
að gefa álagningu á kjötvörur frjálsa
hafi stuðlað að minni sölu en ella?
„Ég er að segja, að eftir að álagning
á lambakjöti var gefin frjáls hefur salan
aldrei dregist eins mikið saman og það
hefur í raun og veru aldrei verið eins
dýrt samanborið við annað kjöt. Þrátt
fyrir að samkeppnin á markaðinum sé
mikil, viðgengst alveg gífurleg smá-
söluálagning á lambakjöti. Að vísu er
þá búið að vinna kjötið, mis mikið, en
ég fullyrði að verðmismunurinn hefur
aldrei verið neitt svipaður á óunnum
skrokkum með bundinni áiagningu, og
kjötinu eins og neytendur kaupa það út
úr búð. Þannig að áður en farið var út
í söluherferðina núna var kjöt í heilum
og hálfum skrokkum að mestu hætt að
seljast en í staðin keypti fólk einu sinni
í matinn út í búð. Sé árið í fyrra tekið
sem dæmi þá var unnt að fá óunnið kjöt
á 350 kr. kílóið, en salan fór mest fram
á unnu kjöti sem kostaði á bilinu
600-1.000 krónur kílóið, mismunandi
mikið eftir því hvernig það var hand-
fjatlað.“
Eigum að leggja áherslu
á að lækka verðið
- Þú talar um mikla álagningu, en er
hægt að lækka framleiðslukostnað
kindakjöts frá því sem nú er?
„Eitt af því sem við eigum að gera og
leggja höfuð áherslu á er að lækka
búvöruverð almennt. Það ber að stefna
að því að lækka verð á búvörum með
öllum tiltækum ráðum, án þess þó að
það þurfi að bitna beint á kjörum
bænda og ég er sannfærður um að það
er hægt.
Ef næsti búvörusamningur verður
markaðstengdari en sá sem fyrir er,
leggjum við áherslu á að tryggja stöðug-
leika milli framleiðslu og eftirspurnar.
Ríkisvaldið ræður gífurlega miklu um
það hvað markaðurinn er stór og við
leggjum til að stjómvöld greiði niður
ákveðið hlutfall af verði búvara. Að
stjórnvöld taki höndum saman við
bændur um að lækka verð á búvörum
til hins almenna neytenda, til þess að
þeim gefist kostur á hollri og góðri vöru
á hagstæðu verði. Það er nú einu sinni
þannig að sé vara lífsnauðsyn, eru
meiri kröfur uppi um að hún sé ódýr og
ef til vill má segja að það sé okkur
óhagstætt að vera að framleiða vömr
sem teljast til lífsnauðsynja."
Niðurgreiðslur eru ekki háar
„Menn tala um að niðurgreiðslur
búvara hafi sjaldan eða aldrei verið
hærri en nú. Þetta er rangt. Heildar
niðurgreiðslur núna eru í kringum
fjórann og hálfan milljarð, en sölu-
skattur af búvörum og kjarnfóðurgjald
sem renna í ríkissjóð eru ekki langt frá
því að vera svipuð upphæð. Söluskattur
er svo endurgreiddur að hluta og þegar
talað er um niðurgreiðslur er endur-
greiðsla söluskatts reiknuð inn í þá
upphæð. En ef ekki væri söluskattur á
matvælum og skattur á kjarnfóðri,
þyrfti litlar sem engar niðurgreiðslur tií
þess að búvöruverð yrði það sama og
það er í dag. Þess vegna er ríkisvaldið
lítið annað að gera en að taka það með
annari hendinni sem það gefur með
hinni.
Bæði hér og erlendis er niðurgreiðsla
búvara hluti af samneyslunni. Við beit-
um ákveðnum aðferðum til tekju-
jöfnunar, sem taldar eru eðlilegar. Það
eiga til dæmis allir kost á niðurgreiddri
heilbrigðisþjónustu og hún er um 42%
af útgjaldaliðum á fjárlögum. Það er
einnig aðalsmerki okkar að allir eigi
kost á skólagöngu. Menntakerfið er
greitt gífurlega mikið niður og er á milli
16% og 17% af fjárlögum ríkisins.
Þetta hvoru tveggja er eitt af frumþörf-
um okkar, en ég spyr er það ekki ein af
okkar brýnustu frumþörfum að eiga
kost á hollum matvælum á viðráðan-
legu verði? Það er að mínu mati fátt
jafn tekjujafnandi og að greiða niður
verð á matvælum."
Slæmt að nota niðurgreiðslur
sem hagstjórnartæki
„Við íslendingar erum með lægra
hlutfall samneyslu en EB-löndin og
löndin í kringum okkur. Staðreyndin
er sú að við veitum minni peningum til
landbúnaðarmála en flestar nágranna-
þjóðir okkar. Og ég fagna því að
verkalýðsforystan hefur lýst því yfir
nýlega að það séu mannréttindi að allir
skuli eiga ícost á hollri og góðri matvöru
á góðu verði.
í áframhaldandi búvörusamningum
viljum við fá yfirlýsingu frá ríkisvaldinu
um að það sé eðlilegt að greitt sé niður
eitthvað ákveðið hlutfall af búvöru-
verðinu. Til dæmis vinnsluþáttinn en
hann er oft um 30% af verði vörunnar.
Þetta setjum við fram vegna þess að
það er ákaflega slæmt fyrir landbúnað-
inn að niðurgreiðslur séu mjög mis-
munandi á milli ára. Ég nefni sem dæmi
að árið ’81 seldum við 11 þúsund tonn
af lambakjöti, sem er mun meira magn
en framleiðslan í dag. Þetta gerir okkur
ákaflega erfitt fyrir, vegna þess að
niðugreiðslurnar hafa verið meira not-
aðar sem tæki stjórnvalda til að hafa
áhrif á vísitölur, heldur en til þess að
halda verði á landbúnaðarvörum stöð-
ugu.“
Þróun, ekki heljarstökk
- Jón Baldvin Hannibalsson og fleiri
hafa látið hafa það eftir sér að lang-
tímasamningar við bændur séu ekki
æskilegir. En hvers vegna leggið þið
áherslu á samning til langs tíma, t.d. til
aldamóta?
„Það þarf að leyfa landbúnaðinum
að þróast, en ekki láta hann taka
heljarstökk. Það að framleiða búvöru á
sér langan aðdraganda, í mörgum til-
fellum tvö til þrjú ár. Þess vegna þarf
að horfa til langs tíma þegar fjallað er
um aðlögun að markaðsaðstæðum. Við
verðum að horfast í augu við breyttar
aðstæður, minnkandi innanlandssölu
og lítinn eða engan útflutning. Á þeirri
aðlögun viljum við byrja strax og í
þeim tillögum sem lagðar hafa verið
fram sem umræðuplagg lýsum við okk-
ur reiðubúna til þess að endurskoða
magntölur samningsins, en viljum
binda tekjutrygginguna sem í samn-
ingnum felst. Istaðinn fyrir að fram-
leiða vöru sem síðan flytja verður úr
landi fyrir lágt verð, yrði reynt að koma
því þannig fyrir að halda tekjutrygging-
arákvæðunum þannig að bændur njóti
þeirra tekna sem þeim voru ætlaðar
samkvæmt upphaflegum samningum.
En við teljum það ekki neinum til
hagsbóta að framleiða kjöt til þess að
geyma í birgðum eða flvtja úr Iandi.“
Arni Gunnarsson.