Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 26. ágúst 1989 VATRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Peugeot 309 árgerð 1988 Suzuki Swift árgerð 1988 Nissan Sunny árgerð 1987 Mazda 626 árgerð 1987 Mazda 626 árgerð 1987 Galant 1600 árgerð 1986 Nissan Micra árgerð 1985 Toyota Corolla árgerð 1985 Ford Sierra árgerð 1985 Daihatsu Charmant árgerð 1985 Renault 9 árgerð 1985 Toyota Corolla árgerð 1984 Volvo 240 árgerð 1983 Toyota Lifte ace árgerð 1983 Toyota Carina árgerð 1982 Mercedes Benz 300 D árgerð 1982 VW Golf árgerð 1982 VW Golf GL árgerð 1982 Nissan Cherry árgerð 1982 Mazda 323 árgerð 1981 Opel Kadett árgerð 1981 Mercury Monarc árgerð 1978 Vélhjól: Honda VF500 árgerð 1986 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka Reykjavík, mánudaginn 28. ágúst 1989, kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands h.f., Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 16, mánudaginn 28. ágúst 1989. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF - ökutækjadeild - ÁpTRIMA Moksturstæki á allar dráttarvélar I2TRIMA * BergsjóTrima AB Sérstakt tilboðs- verð á tækjum sem pöntuð eru fyrir 15. sept. KAUPFÉLÖGIN OG BÚNABARDEILD ÁRMLJLA3 REYKJAVlK SlMI 38900 MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þorbjörn Jóhannesson Fæddur 10. mars 1912 Látinn 6. júlí 1989 Til foldar var færður og kvaddur hinstu kveðju þann 13. júlí síðastlið- inn heiðursmaðurinn Þorbjörn Jó- hannesson kenndur við Borg. Þor- björn markaði sér með lífshlaupi sínu óbrotgjarnan minnisvarða í uppbyggingu að Bæ í Borg enda frábær dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk. Ég sem þessar línur rita á því láni að fagna að hafa kynnst Þorbirni Jóhannessyni. Á barnsaldri þá var hann starfsmaður hjá kjötbúð Borg- firðinga að Laugavegi 20, ég sem barn í fylgd með föður mínum, sem var að versla í búðinni, vakti þessi maður athygli mína fyrir útlit og orðakipti hans og föður míns! Ég spurði föður minn á leiðinni heim úr búðinni hver þessi maður væri. Svar- inu hef ég aldrei gleymt; þessi dreng- ur á eftir að sýna hvað í honum býr. Þar reyndist faðir minn sannspár, því átti ég svo sannarlega eftir að kynnast í öllum viðskiptum mínum við Þorbjörn í Borg, sem matsveinn á bátum, togurum og millilandaskip- um að allt sem kom frá kjötbúðinni Borg var afbragðs vara og allt sem lofað var stóð sem stafur á bók. Þorbjörn vissi af kynnum sínum að í skipum sem lögðu frá landi stór sem smá, var undirstaðan brauð þeirra er verkin unnu vegna þess að brugðist gat til beggja vona þótt lagt væri frá landi í blíðu veðri. Og áætlaður timi þeirra sem í landi ákvæðu upp á dag hvað veiðiferðin tæki langan tíma. Þorbjörn gaf mér eins og í svo mörgu öðru góð ráð, að það væri betra að hafa einu kjöt- kílóinu fleira en færra. Ég er þakk- látur Þorbirni fyrir hans ráðleggingar enda aldrei orðið fyrir þeim skakka- föllum að hafa ekki nógan kost. Þorbjörn var hreinskiptinn maður, harður í horn að taka en ætlaðist ekki til af öðrum, sem hann sjálfur stóð ekki undir. Sannasta dæmið um það er að áratugum saman hefir hann haft í þjónustu sinni sama starfsfólkið og segir það fleira en mörg orð. Hann var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, stjórnarformaður bygging- arfélagsins Brú hf. og fyrsti formað- ur Háteigskirkju. Hann var formað- ur Sambands dýraverndunarfélags íslands og einn af stofnendum sam- bandsins. Foreldrar Þorbjörns voru Jóhann- es Jónsson trésmiður og Helga Vig- fúsdóttir. Þorbjörn kvæntist eftirlif- andi konu sinni Sigríði Huldu Ein- arsdóttur árið 1933. Börn þeirra eru Elín gift Othari Hanssyni fiskverk fræðingi í Boston, Svanhildur, látin, var gift Guðmundi Friðrikssyni bif- reiðarstjóra hjá Reykjavíkurborg og Einar verkfræðingur hjá Reykjavík- urborg, en kona hans er Astrid Kofoed Hansen. Ég hefi stiklað hér eins og á steinum yfir vað í lífshlaupi Þor- björns í Borg, eins af merkustu styrktarstoðum fæðingarbæjar síns, en dýrmætasta perlan hans og sú sem studdi við bakið á honum í blíðu og stríðu í 56 ár, líka Reykvíkingur, eiginkona hans Sigríður Hulda Ein- arsdóttir, því enginn eignast betra en góðan lífsförunaut, konu og mannvænleg börn. Ég sendi Sigríði, börnum og niðjum, vinum og vensla- fólki mína innilegustu samúð við fráfall Þorbjarnar Jóhannessonar. Það er skarð fyrir skildi, en minning um heilsteyptan persónuleika og góðan dreng yljar okkur um hjarta- rætur. Blessuð sé minning Þorbjörns í Borg. Steingrímur Nikulásson. FRÍMERKI 11 lllllllllí I Nýjar frímerkjaútgáfur Þann tuttugasta september næst- komandi koma út tvær nýjar frí- merkjaútgáfur á vegum Póstmála- stjórnar. Eru það annarsvegarlands- lagsfrímerki með myndum af Skeggja við Arnarfjörð að verðgildi 35,00 krónur, og hinsvegar með mynd af Hverarönd við Námaskarð að verðgildi 45,00 krónur. Hin útgáf- an er svo til að minnast aldarafmælis Bændaskólans á Hvanneyri. Þröstur Magnússon hefir hannað landslagsfrímerkin, en Pétur Friðrik Sigurðsson hefir hannað merkið með mynd af Hvanneyri. Öll eru merkin marglit. Landslagsmerkin eru prent- uð í Sviss hjá Gourvoisier, en Hvanneyrarfrímerkið hjá Austur- rísku ríkisprentsmiðjunni í Vín. Arkarstærð þeirra er 50 merki í örk. Fjallið Skeggi við Amarfjörð er eitt af tignarlegri fjöllum landsins. Austan Námaskarðs er aragrúi lit- ríkra leirhvera og eitt mesta hvera- svæði landsins. Er allt svæðið um- myndað af jarðhitanum og litríkt sökum úrfellinga og brennisteins, sem eitt sinn var unninn þar. Bændaskólinn á Hvanneyri var stofnaður árið 1889. Suðuramtið keypti jörðina Hvanneyri og hóf skólarekstur þar um krossmessu þá um vorið. í fornum sögum segir að fyrsti bóndinn á Hvanneyri hafi verið Grím hinn háleyska frá Noregi, sem nam þar land um árið 890. Hann hefur sennilega valið Hvanneyri til búsetu vegna hinna góðu flæðiengja þar. Það em sömu kostir og urðu til þess að bændaskólinn var stofnaður þar þúsund ámm síðar. Þegar á 13. öld var Hvanneyri orðin kirkustaður. Bændaskólinn á kirkjuna. Á fyrstu átján ámm skólans tók námið að jafnaði tvö ár. Meiri hluti skólatímans var notaður í verklega kennslu. Bændadeild skólans er nú tveir vetur. Ein námsönn, 13 vikur, er verklegt nám hjá bændum sem skólinn hefur gert samning við. Nemendur sem útskrifast úr bænda- Frúnerkin sem út koma 20. september. deild skólans fá titilinn búfræðingur. Árið 1947 var hafin háskóla- kennsla í búfræði á Hvanneyri, deild sem nú nefnist Búvísindadeild. Námið tók í upphafi tvo vetur en árið 1965 var það lengt í þrjá vetur. Nemendur fá Iærdómstitilinn bú- fræðikandidat eða B.Sc. Árið 1979 var farið að bjóða þeim sem út- skrifuðust eins vetrar framhalds- nám. Að því loknu hljóta menn gráðuna B.Sc. 120, þar sem talan vísar til þess að námið hafi staðið í 120 vikur. Skólinn hefur allt frá aldamótum boðið upp á námskeið og aðra endurmenntun fyrir starfandi fólk í landbúnaði. Árið 1988 var ráðinn endurmenntunarstjóri við skólann, sem er ætlað að skipuleggja og auka þessa starfsemi í landinu. Allt frá upphafi skólans hefur skólabúið verið notað til kennslu og rannsókna. Stærð jarðarinnar er um 650 ha, þar af 100 ha tún og 100 ha fiæðiengi. Töluverð laxveiði er í ám í eigu skólans. Lengst af hefur verið búið með sauðfé, hross og nautgripi. Árin 1937-1949 og frá 1984 hefur auk þess verið loðdýrabú á Hvann- eyri. Gripahúsin eru fjós, byggt árið 1929, hesthús og fjárhús byggt 1943 og loðdýrahús frá 1984. Fljótlega eftir að skólinn var stofn- aður fóru kennarar að stunda rann- sóknir. Eftir að Búvísindadeildin var stofnuð jókst þessi þáttur. Kom- : 35°° / mm > * J> M. Æ M Æ A m»M M.JL,M..M.Æ Jk J» JL.M.J ið var upp aðstöðu til efnarannsókna 1947 og byggt yftr þá starfsemi rannsóknahús sem tekið var í notkun árið 1987. Árin 1954 og 1955 komust bútækni- og jarðræktartilraunir á fastan grundvöll. Síðan 1965 hafa bútæknitilraunir á Hvanneyri verið gerðar af Bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Þau hundrað ár sem skólinn hefur starfað hafa útskrifast 2472 bú- fræðingar, en allmiklu fleiri hafa stundað nám við skólann í lengri eða skemmri tíma. Meirihluti búfræð- inga hefur starfað við landbúnað einhvern tíma á ævinni. Síðan Búvís- indadeildin var stofnuð hafa útskrif- ast 165 búfræðikandidatar sem lang flestir starfa við landbúnað. Þá má geta þess að sérstakur stimpill verður í notkun á frímerkja- sýningunni Riccione á Ítalíu dagana 26.-28. september 1989. Smáörkin sem gefin var út á degi frímerkisins í fyrra verður ekki til sölu hjá póstinum nema til 1. sept- ember næstkomandi. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.