Tíminn - 26.08.1989, Side 14

Tíminn - 26.08.1989, Side 14
26 Tíminn Laugardagur 26. ágúst 1989 DAGBÓK LEIÐSÓGUSKÓLINN tekur til starfa Leiðsöguskóli Ferðamálaráðs tekur til starfa 25. september nk. Kennsla fer fram á mánudags- og miðvikudagskvöldum í vetur og stendur fram til vors (maí). Þeir sem standast öll próf skólans fá löggild- r uwr\r\iiu i Anr Landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. seplember n.k. Undirbún- ingsnefnd Landsþingsins starfar nú af fullum krafti. Guðrún Unnur I nefndinni eru: Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét ívarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Málefnaundirbúningur er á lokastigi í öllum kjördæmum landsins. Konur látið skrá ykkur á þingið sem fyrst í síma 91-24480, milli kl. 10 og 12 og á Hvanneyri i síma 93-70000 kl. 9-12 og 1-5. Ath. Þingið er öllum konum opið. Stjórn L.F.K. Guðm. Jóhannes Sigrúnog AnncGuðný Bjarnason Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 26. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðu flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Meðal skemmtiatriða verður einsöngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, við hljóðfærið Anna Guðný Guðmundsdóttir. Jóhannes Kristjánsson verður með gamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavlk, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. ingu Ferðamálaráðs sem leiðsögumenn ferðafólks. Leitað er eftir fólki sem hefur reynslu af ferðalögum hér innanlands, þekkir ísland og ísienskt þjóðfélag, hefur góða kunnáttu í erlendum tungumálum (sér- staklega þýsku eða frönsku auk ensku) og hefur áhuga á leiðsögustarfi. Umsóknar- eyðublöð og allar upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálaráðs lslands, Lauga- vegi 3, Reykjavík. Innritun lýkur fyrir lok ágústsmánaðar. Rauða hringekjan - eitt píanó og fjórar hendur Rauða hringekjan er nafn á nýútkom- inni bók, sem ætluð er fyrir eitt píanó og fjórar hendur. 1 bókinni eru 18 létt píanólög og er höfundur hennar Elías Davíðsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafsvík. Við gerð laganna leitaði höf- undur í dans- og söngvaarfleifð þjóðanna, en í öðrum lögum er brugðið á leik með hið óvænta. Nöfn laganna einkenna bókina, svo sem Vikivaki, París 1920, Palli prakkari, Kafara-Ragtime og að sjálfsögðu einnig Rauða hringekjan o.fl. lslensk tónverkamiðstöð gefur bókina út á þremur tungumálum: íslensku, þýsku og ensku. Rauða hringekjan er önnur bókin sem Tónverkamiðstöðin gefur út eftir Elías Davíðsson, en sú fyrri heitir „Á tíu fingrum um heiminn." Bækurnar hafa hlotið góða dómá, og nú sfðast í gagnrýni í tímaritinu Oben & Musizieren í Þýskalandi. Kápu bókarinnar hannaði Erlingur Páll Ingvarsson og var hún prentuð í ísafoldar- prentsmiðju. Rauða hringekjan fæst í íslenskri tón- verkamiðstöð, Freyjugötu 1 og í ýmsum bókaverslunum. Fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands um tölvunotkun I stærðfræðikennslu Mánudaginn 28. ágúst heldur Viggo Sadolin, lektor við Danmarks Lærerhöj- skole, fyrirlestur í Kennaraháskóla ís- lands um tölvunotkun í stærðfræði- kennslu. Fyrirlesarinn hefur langa reynslu af þróun forrita til stærðfræðikennslu. Mörg forrita hans hafa nú verið þýdd á íslensku á vegum ReiknistofnunarHáskóIa Islands og munu þau m.a. kynnt í fyrirlestrinum. Námsgagnastofnun mun annast sölu for- ritanna. Á undanförnum árum hefur áhersla í skólum hvarvetna beinst í auknum mæli að því að nýta tölvur beint í kennslu hinna ýmsu námsgreina. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:00 í stofu 201 og er öllum opinn. Sýning Eggerts Péturssonar -1 Galleríi Sævars Karls í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9 stendur yfir sýning Eggerts Péturssonar. Á sýningunni eru 6 málverk unnin á þessu ári. Þetta er ganga um fallegt vatnasvæði (1000 kr.) Kl. 13:00 Ýrufoss-ÁIftavatn. Samein- ast morgungöngunni. Enn er hægt aö taka þátt í ferðasyrpu í landnámi Ingólfs. (1000 kr.) Frítt er fyrir börn meö fullorðn- um. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. BIRTING: Fundur á Gauki á Stöng um „Framtíð jafnaðarflokkanna“ Birting, félag jafnaðar- og lýðræðis- sinna, hefur vetrarstarf sitt með opnum fundi um stöðu íslenskra og erlendra vinstriflokka, reynslu þeirra og nýjar hugmyndir. Fundurinn verður haldinn á Gauki á Stöng, laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00-17:00. Ræðumenn á fundinum verða: Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, Einar Heimisson, sagnfræði- nemi í Vestur-Þýskalandi og Svanur Kristjánsson, prófessor í stjómmála- fræði. Fundarstjóri verður Margrét S. Bjömsdóttir þjóðfélagsfræðingur. prestakallið verið prestslaust og því þjón- að af nágrannaprestum. Fyrrverandi sóknarprestum, og þeim prestum sem hafa þjónað prestakallinu, er sérstaklega boðið að taka þátt í hátíðinni þennan dag, auk allra sveitunga og velunnara kirkju og prestakalls. Söfn- uðurinn býður til kaffidrykkju í Húnaveri að lokinni hátíðarmessunni. Daginn áður, laugard. 26. ág., verður haldinn árlegur héraðsfundur Húnavatns- prófastsdæmis í Húnaveri. Má því búast við gestum úr öllu prófastsdæminu, auk þeirra senp koma lengra að. Allir eru velkomnir. Bólstaðarhlíðarkirkja 100 ára - Innsetning nýs sóknarprests Sunnudaginn 27. ágúst verður þess minnst við guðsþjónustu kl. 14:00 í Ból- staðarhlíðarkirkju, Bólstaðarhlíðar- hreppi í A-Hún., að kirkjan er 100 ára. Við sama tækifæri setur prófastur Hún- vetninga, sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað, nýjan sóknarprest, Stínu Gísla- dóttur, inn í embætti, en sl. 4 ár hefur Píanótónleikar Eddu Erlendsdóttur Fimmtudaginn 31. ágúst heldur Edda Erlendsdóttir styrktartónleika í íslensku Óperunni kl. 20:30. Edda hefur haldið hér fjölda tónleika auk þess sem hún hefur haldið tónleika í Skandinavíu, Belgíu, Spáni, Þýskalandi, Rússlandi, Bandaríkjunum og Frakk- landi. Þá hefur hún víða leikið í útvarpi og komið fram í sjónvarpi. Hún hefur einnig leikið með Sinfóníuhljómsveit lslands. Að loknu einleikaraprófi hér heima 1974 hélt hún utan til framhaldsnáms í píanóleik í Frakklandi, þar sem hún var við nám á árunum 1973-‘77. Edda hefur síðan verið búsett í Frakklandi og auk tónleikahalds kennir hún við tónlistarhá- skólann í Lyon. Tónleikarnir á fimmtudag eru til styrkt- ar kaupum á flygli í félagsheimilið Kirkju- hvol á Kirkjubæjarklaustri, en Edda á ættir sínar að rekja þangað austur. Á tónleikunum verða verk eftir: C.Ph.E. Bach, Schubert, Chopin, Grieg og Schúmann. Sunnudagsganga Utivistar Landnámsgangan 18. ferð Kl. 10:30 Úlfljótsvatn — Ýrufoss-Álfta- vatn (L-18a) Fiskvinnslustörf Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun. Mikil vinna framundan. Nægur kvóti til. Fæði og húsnæði á staðnum. Fiskiðjuver KASK, Höfn, Hornafirði, sími 97-81200. Ámoksturstæki óskast Óska eftir að kaupa ámoksturstæki á Universal dráttarvél eða notaða dráttarvél með ámoksturs- tækjum.Upplýsingar í sima 95-13242. Massey-Ferguson MASSEY- FERGUSON KAUPFÉLÖGIN OG IÍNADARDE Bændur athugið! Sérstök kjör í búvélakaupum í haust. Komið - hringið eða skrifið Til afgreiðslu strax m ^ *» ÁRMULA3 REYKJAVlK SlMI 38900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.