Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 2
' 2 Tíhiinrt,'1'1'j ' Laúgardágur'3. ffebrúar 1990 Hressileg verðmyndun á augnlinsum frá verði þeirra komnum á hafnarbakkann og þar til þær koma í augun: Smásöluverslun á augnlæknastofum Nokkur brögð eru aö þvi að augnlæknar séu jafnframt smásalar fyrir linsur og selji þær á lækningastofum sínum. Þessar lækningastofur fjölga þannig útsölustöðum fyrir augnlinsur en þær er einnig hægt að fá í gleraugnaverslunum. Tímanum er ekki kunnugt um að fleiri hópar sérfræðinga stundi smásölu á varningi sem tengist sérgrein þeirra samhliða læknisstörfunum. Nokkuð skiptar skoðanir eru um rekstur af þessu tagi sumir spyrja um siðferðileg sjónarmið, en þeir sem honum mæla bót benda á hagræði fyrir sjúkling að geta keypt sér linsur hjá augnlækni sínum. Eftir því sem næst verður komist er meðalverð á pari af augnlinsum komið á hafnarbakka (c.i.f. verð) nálægt 1.000,- kr. Eitt þúsund krónur. Komið upp í augun góður kostar linsuparið um 12.400,- kr. ef þú ert að fá þér linsur í fyrsta sinn. Annars 9.000. Tíminn kannaði lauslega hvað það kostar að fá linsur og í Ijós kom að það er dýrt. Nokkrir augnlæknar selja linsur sem þeir ýmist kaupa af innflytjendur hérlendis eða flytja inn sjálfir og nánast enginn verð- munur virtist vera á linsum keyptum hjá augnlækni eða hjá gieraugna- verslun og í báðum tilfellum þarf að greiða lækni fyrir að mæla upp augun ef vel á að vera. Erfiðlega gekk að fá upplýsingar um hvað par af linsum kostar komið á hafnarbakka í Reykjavík. Stærsti innflytjandinn; Austurbakki h.f. neitaði að gefa það upp, sagði það trúnaðarmál milli heildverlsunarinn- ar og smásala. Gleraugnaverslanir sögðu að verð væri nokkuð misjafnt eftir framleiðendum og ýmsum öðr- um þáttum en flestir sögðu að lin- surnar kostuðu þá nálægt 2 þúsund krónum að meðaltali. Á síðasta ári voru flutt inn sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar um 325 kíló af mjúkum linsum og sé gert ráð fyrir því að parið vegi um eitt gramm eru það 162.500 pör. C.i.f. verð linsanna var tæpar 12 milljónir kr. Búast má við samkvæmt þessum magntölum að talsverðar birgðir séu til í landinu af linsum. Ef við gefum okkur áfram að linsuparið vegi eitt gramm þá er meðal c.i.f. verð um 740 kr. Parið af augnlinsum kostar því með virðis- aukaskatti um þúsund kall. Ef við gefum okkur áfram að innflytjandinn leggi 100% ofan á til að fá upp í kostnað sinn við innflutn- ing og birgðahald þá fær gleraugna- kaupmaðurinn eða augnlæknirinn parið á um tvö þúsund kall. Fyrir sinn snúð rukka þessir aðilar því neytandann um mismuninn eða eitthvað um tíu-ellefu þúsund krón- ur ef manneskja er að fá linsur í fyrsta sinn, annars um 3.400 kr. lægri upphæð. Hafi tíu þúsund pör af linsum verið seld á árinu sem gæti verið nærri lagi og sé reiknað með að helmingur þeirra fengið linsur í fyrsta sinn hafa þeir greitt nálægt hundrað milljónum ofan á kostnað- arverð þessara tíu þúsund linsa. Pess skal getið að frjáls álagning er á augnlinsum. Engir tollar eða önnur opinber gjöld leggjast á linsur, önnur en virðisaukaskattur. „Þú getur unnið á Tímanum og átt hálft Morgunblaðið. Þú gætir setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið ritstjóri Tímans,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir. Landlæknir sagði þetta þegar hann var spurður að því hvaða augum hann liti það að augnlæknar væru að vasast í innflutningi og sölu á augnlinsum á stofum sínum í samkeppni við sérhæfða innflytjend- ur. „Þetta er löglegt. Hins vegar má deila um það hvort þetta sé heppilegt út frá siðferðislegum sjónarmiðum,“ sagði landlæknir ennfremur. - sá Grímsey: Dökkt útlit í atvinnumálum Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Ráðast gegn vargfuglinum Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að stefnt skuli að útrýmingu vargfugls á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Jónasar Eyjólfssonar framkvæmdastjóra SSH var óskað eftir því við veiðistjöra Pál Hersteinsson að hann mótaði tillögur I þessum efnum. Grímseyingar eru nú mjög uggandi um horfur í atvinnumál- um vegna mikillar kvótaskerð- ingar undanfarið. Fyrir 3-4 árum bárust um 2000 tonn af þorski á land í Grímsey, en nú er svo komið að stærri bátar staðarins hafa um 600 tonna kvóta, auk þess sem nokkrar trillur leggja upp. Afli Grímseyjarbáta hefur því verið skertur um ríflega helming. íbúar Grímseyjar 115 talsins byggja afkomu sína nær alfarið á fískveiðum og úrvinnslu sjávarafurða og hafa ekki að neinu öðru að hverfa. í samtali við Tímann sagði Þorlák- Akureyri: Háskólinn fær eina milljón Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda ákvað á fundi sínu nýlega að gefa nýstofnaðri sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri eina milljón króna. Verja skal fénu til rannsókna tengdum saltfiskvinnslu á íslandi í samráði við SÍF. Skólamenn á Akureyri taka gjöf- inni með opnum örmum og segja hana koma sér vel til að unnt sé að ráðast í rannsóknir, enda sé óendan- lega margt hægt að gera í stærri eða minni verkefnum. Gjöf stjórnar SÍF sýnir áhuga sölusambandsins til að byggja upp öflug tengsl milli at- vinnugreinarinnar og Háskólans. ur Sigurðsson oddviti í Grímsey að þrfr 10 tonna bátar sem skiluðu 300-400 tonna þorskafla að landi áður en kvótinn var settur á mættu nú veiða um 100 tonn. Það gefur auga leið að það þýðir mikinn sam- drátt í atvinnu og að með þessum litla kvóta geta útgerðarmenn ekki endurnýjað báta sína. Grímseyingar stunda nær eingöngu úrvinnslu sjáv- arafla, svo þeir hafa ekki að neinu að hverfa ef útgerð dettur uppfyrir. Þorlákur sagði að með tilkomu nýrr- ar ferju opnuðust möguleikar á betri nýtingu, því karfi og fleiri tegundir sem ekki hafa verið tök á að vinna í Grímsey yrðu þá sendar til vinnslu- stöðva í landi. Það leysir hins vegar ekki vanda Grímseyinga varðandi kvótamál, þar verða aðrar aðgerðir að koma til. Garðar Ólafsson útgerðarmaður tók í sama streng. Hann gerir út 50 tonna bát, og er það stærsti báturinn í Grímsey. Garðar sagðist hafa feng- ið 30 tonna skerðingu nú og eftir stæðu um 270 tonn auk þess sem hann gæti gert út á rækju. Garðar sagði að þegar kvótakerfinu var komið á hafi því verið lýst yfir að við skerðingu kvóta yrði tekið tillit til staða eins og Grimseyjar, Bakka- fjarðar og Borgarfjarðar eystri sem eingöngu byggðu afkomu sína á sjávarútvegi. Það hefði hins vegar ekki gengið eftir og nú væri staðan sú að menn gætu varla dregið fram lífið hvað þá farið út í fjárfestingar eða endurnýjun báta. Þá er höfnin hérna svo Iítil að hún rúmar ekki stærri báta ef menn vildu reyna að fara þá leiðina. Menn hafa velt fyurir sér að kaupa báta til úrelding- ar og ná þannig í kvóta, en það dæmi gengur ekki upp þegar engir pening- ar eru til sagði Garðar að lokum: - HÍ A - Akureyri Óvenjulegt ástand að ska-ast á bókamarkaðnum vegna niðurfellingar virð- isaukaskatts af bókum: Engar bækur tfyrir 1. nóv.? Virðisaukaskattur fellur niður af bókum frá og með 1. nóvember n.k. og lækka þá bækur umtals- vert í verði eða um 24,5%. Má af þessum sökum búast við því að bókaútgáfa leggist í dvala þangað til? Hilmar Baldursson aðstoðar- framkvæmdastjóri prentsmiðj- unnar Odda sagði að vegna niður- fellingarinnar væri næsta vfst að sérkennilegt ástand eigi eftir að skapast á bókamarkaðnum. Mjög líklegt væri að bóksala yrði lítil sem engin fram til 1. nóvember. Að sögn Hilmars er enn ekki byrjað að prenta bækur á þessu ári enda er bókaútgáfa almennt mjög lítil fyrstu mánuði ársins. Lang flestar bækur sem út koma eru gefnar út síðustu fjóra mán- uði ársins. Hilmar sagði að vegna niður- fellingarinnar 1. nóvember mætti því búast við að annað hvort muni bækur safnast verulega upp hjá prentsmiðjum og útgefendum þegar sá dagur tekur að nálgast eða þá að frestað verði allri útgáfu og jafnvel prentun bóka að verulegu leyti þar til eftir þann dag. Eitt væri þó ljóst að þær 300- 350 milljónir sem ríkisvaldið hugðist ná með virðisaukaskatti af bókum, þær ættu ekki eftir að skila sér. - sá Fj árveitinganefnd Alþingis ákvað að tillögu veiðistjóra að veita fé til rannsókna á vargfugli, þar sem lítil vitneskja liggur fyrir. Jónas sagði að á þessu ári yrði aðallega unnið að rannsóknum, þ.e. mæla stofnstærð- ina, varpstaði, hegðun fuglsins og ferðir, og fæðuval, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta þarf að vita svo hægt sé að fara út í einhverjar stórtækar fækkunaraðgerðir. Það er sjálfsagt að fara út í fækkunaraðgerðir og verður gert, en það verður að vita hvaða árangur fækkunaraðgerðirnar bera,“ sagði Jónas. Hann sagði að til væru ýmsar leiðir til að eyða fuglinum, hægt væri að skjóta hann, eitra fyrir honum eða steypa undan honum og annað slíkt. „Það væru bara happa og glappa aðferðir. Það sem veiðistjóri vill gera er að telja fuglinn fyrst, sjá hvar hann heldur sig o.s.frv. Fara síðan á næsta ári út í stórtækar fækkunaraðgerðir og þá er hægt 1992 að mæla árangurinn af starf- inu,“ sagði Jónas. Alþingi samþykkti að leggja til 1,8 milljón króna í rannsóknir á varg- fugli, einkum sílamáv á suðvestur horni landsins á þessu ári og er sú vinna þegar hafin. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem er níu talsins munu leggja til um eina milljón króna til takmarkaðra veiða sem lið í rannsóknaráætluninni. „Hugmyndin er að skipta höfuð- borgarsvæðinu í ákveðin hólf og veiða innan þeirra," sagði Jónas. Hann sagði að í raun vissu menn lítið hversu víðtækt vandamálið væri. Á síðasta sumri kom upp tilfelli í Rangárvallasýslu þar sem í teknum sýnum voru 60 til 80% skoðaðra fugla smitaðir salmónellu. „Það er gígantísk tala miðað við sambærilegar tölur erlendis. Ef þetta er staðbundið þá er minni ástæða til að óttast, en ef þetta næði yfir landið allt. Hjá Hollustuvernd ríkisins er fyrirhugað að fara að vinna að allsherjar aðgerðum í fækkun á fugl- inum, því þetta er orðið alvarlegt heilbrigðismál ef fuglinn er smitaður salmónellu,“ sagði Jónas. Jónas sagði að hlutverk SSH væri að samræma aðgerðir sveitarfélag- anna og fá þau sameiginlega í verk- efnið og sagði hann að það samstarf gegni ágætlega. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu eru níu talsins, þ.e. Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Bessastaðahreppur, Kjal- arneshreppur, Kjósarhreppur, Garðabær, Seltjarnarnes og Mos- fellsbær. - ABÓ Leiðrétting í þriðjudagsblaði Tímans var fjall- að um leikrit Ólafs Hauks Símonar- sonar „Kjöt“. Mishermt var að leikrit þetta hefði hlotið verðlaun í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur í fyrra. Verðlaunin hlaut Guðrún Kristín Magnúsdóttir fyrir leikritið „Ég er hættur! Farinn." Guðrún er beðin velvirðingár á mistökum þessum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.