Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 9
í » « ' i ' < •CiOi lí * Laugardagur 3. febrúar 1990 BÆKUR Tíminn 21 Heimsástandið 1989 State of the World 1989. A Worldwatch Institute Report on Progress Towards a Sustainable Society. Lester Brown, Christopher Flavin, Sandra Postel, Linda Starke. W.W. Norton & Company - New York - London 1989. Petta er sjötta ársrit Worldwatch Institute. Ársrit þetta nýtur al- mennrar viðurkenningar sem traust heimildarit til heimsástandið hverju sinni. Grundvöllur mannlífs á jörðinni er matvæli, en sú staðreynd hefur verið kunn frá upphafi. Þau nægja þó ekki ein, vatn, loft og hæfilegt hitastig koma einnig til. Því er minnst á þessar alkunnu staðreyndir að þetta rit fjallar að meginhluta um matvælaframleiðslu, loft og þar und- ir loftmengun og orkugjafa. 1988 dróst kornframleiðsla svo saman á helsta kornræktarsvæði heimsins, Bandaríkjum Norður- Ameríku, að hún nægði ekki til innanlandsneyslu. Þetta bjargaðist vegna þess að kornforðinn er enn mikill. Þetta stafaði af hita og þurrk- um og einnig kom til sífelld lækkun grunnvatnsins á helstu kornræktar- svæðunum. Afleiðingarnar urðu helmings hækkun korns á milli ár- anna 1987 og 1988. Þótt hafið þeki 7/io hluta yfirborðs jarðar og hafi hingað til tekið lengi við öllum þeim óþverra sem í það er látinn, má nú marka afleiðingar sóðaskaparins, t.d. á ströndum Eystrasalts og Adríahafs. Stærri og stærri svæði strandlengjanna eru ekki lengur talin baðhæf. Eitrun andrúmsloftsins eykst ef á heildina er litið, brennsla Amasónskóganna gengur vel, átta milljónir hektara skóglendis voru brenndir 1987 og tölur frá 1988 eru áætlaðar talsvert hærri. Höfundar ritsins sjá þrátt fyrir þetta nokkra ljósa bletti. Eitt mengaðasta svæði heimsins er Sovét: ríkin. Þar virðist hafa orðið einhver breyting í þá átt að ráðamenn eru teknir að skynja afleiðingarnar ef svo heldur fram sem horfir og kemur þar einnig til algjörlega misheppnað- ur áætlunarbúskapur hingað til. Svo sem kunnugt er brauðfæða Banda- ríkjamenn Sovétríkin og án gjör- breytinga á sovéskum landbúnaði eykst matvælaskorturinn hröðum skrefum. En breytingar eru ekki framkvæmdar vegna miðstýringar og hagsmuna stjómkerfisins sjálfs. Um tíma vom „gróðurhúsaáhrif- in“ mikill ógnvaldur, en þau áhrif eru nú álitin talsvert minni ógnun en áður. Víða í Asíu og Afríku hefur framleiðsla landbúnaðarafurða auk- ist, en sú aukning nægir alls ekki til að halda til til jafns við öra fólks- fjölgun, bilið breikkar milli fram- leiðslu og fólksfjölgunar. Hungrið blasir við og mun aukast nema komi til minnkandi viðkoma þessa fyrir- brigðis sem kallað er „homo sapi- ens“. Ofan á öll þessi vandræði bætist alnæmið, ekki síst í Afríku. Alnæm-. issjúklingar fylla nú Vi til Vi alls sjúkrarýmis sjúkrahúsanna í nokkr- um ríkjum Mið-Afríku og í mörgum öðrum ríkjum heims er búist við að alnæmissjúklingar fylli meira og meira rými sjúkrahúsanna, svo fram- arlega að ekki finnist ráð til þess að vinna bug á sjúkdómnum. Herópið „bjargið jörðinni“ hefur því miður fólginn í sér holhljóm, vegna þess að þeir sem hæst fjasa um umhverfisverndun, mengunarhættu og friðarátak njóta í fyllsta mæli þeirra fríðinda og þæginda sem hag- vaxtarþjóðfélagið tryggir þeim og sem þeir telja að sé að eyða jörðina með aukinni tæknivæðingu og með- fylgjandi mengun. Oft virðist sem þessir áhugasömu björgunarmenn séu aðeins að stytta sér stundir eða að fóðra sjálfsununina (narcissism- ann). f flestöllum greinum þessa ársrits kemur fram að höfuðvandræði jarð- arbúa stafa af offjölgun og fyrsta frumskilyrðið til skárra ástands sé að takmarka fjölgunina. í öðru lagi koma fram ábendingar um hæfnis- skort valdamanna og áhrifamanna til þess að skynja raunverulegt ástand og áhrif þess sem höfundar telja að muni leiða til hins mesta ófarnaðar. Hvort hér kemur til sá greindarleki sem ýmsir glöggir menn telja áberandi er ekki vandalaust um að fjalla. En eitt er vfst að allt blaður um einhverja paradísarheimt í ná- inni framtíð er bull og þvaður og má þá benda á þá atburði sem eru að gerast um þessar mundir í Austur- Evrópu. Samkvæmt kenningum þeirra, sem nú eru að steypast þar úr valdastólum, blasti aðeins björt framtíð við og fyrirmyndarríkin, al- þýðulýðveldin, voru björgun alls mannkynsins. Reyndin var önnur, enda fór sem fór. Þess vegna er tendrun mýrarljósa í náinni framtíð og svonefnd „góð áform“ vísasti vegurinn til heljar eins og vitur maður sagði fyrir nokkrum öldum. Ágæti þessa ársrits er ekki síst fólgið í raunsæju mati höfundanna á ástandinu og ófölsuðum hagskýrsl- um um framleiðslu og notkun auð- linda jarðarinnar. Siglaugur Brynleifsson John Golding: Cubism. A history and Analysis 1907-1914. Faber and Faber 1988. í Orðabók Menningarsjóðs er kúbismi nefndur klumbustefna og klumbustíll og útlistaður sem „sér- stakur myndlistarstíll sem sýnir hlut- veruleikann með myndum af tening- um og ferhyrningum sem raðað er saman eftir myndrænum lögmál- um.“ Orðið klumba er skemmtilegt orð eins og svo mörg orð í voru máli. Klumba getur þýtt kylfa, köggull, hnúður, þrístrendur hleðsluhnaus, úr dýrafræði er klumba eyruggabein, einkum á ýsu, álka og loks einhvers konar fallbyssa eða fallstykki. Af þessu orði er klumbustíll dreg- inn og vissulega skýrir orðið hugtak- ið kúbismi, ekki síst merking þess sem þrístrendur hleðsluhnaus. Til- breytingar í vel hlöðnum torfveggj- um bæja og útihúsa fyrrum voru í sjálfu sér hrein listaverk, vegg- hleðslumenn, sem kunnu til verka, höfðu auga, skyn á hvað færi vel í vegg, nærfærinn smekkur þeirra mótaði útlit veggsins. Bók þessi kom í fyrstu út 1959 og hefur verið endurprentuð tvisvar og er þetta þriðja útgáfa, endurskoðuð. Höfundur ritar formála fyrir þriðju útgáfunni og að „hugmyndir (hans) um kúbismann hafi tekið litlum breytingum". Hann skrifar einnig að þótt það kunni að hljóma sem þver- stæða, „þá skilji hann kúbismann síður nú, en hann gerði fyrr“. Auðvitað er þetta engin þversögn, hann hefur íhugað þessa stefnu meira og minna síðastliðin 30 ár og þess vegna fjölgar þeim spurningum sem erfitt er að svara eftir því sem hann gruflar meira. Tilraunastarfsemi Picassos og Braques, sem leiddi til kúbismans sem varð upphaf óhlutlægrar mál- aralistar, hófst skömmu eftir síðustu aldamót. Kúbisminn er oft talinn hefjast með sýningu verka í þessum stíl í París 1907. Sýningin vakti mikla athygli, bæði aðdáun og for- dæmingu, svipuð viðbrögð og fyrstu sýningar impressionistanna. Höfundarnir leituðust við að ná skilvirkri tjáningu á tveggja vídda myndfleti en því að brjóta upp ytra borð fyrirmyndanna og koma þeim til skila sem mynd hygmyndar um hlutinn í klumbuformi og mögnuð- um litum. Frumstæð negralist og spænskar útskurðarmyndir og form voru að ýmissa áliti kveikjan að kúbismanum. Hefðbundnar útlits- myndir nægðu ekki myndskyni Pic- assos og Braques og annarra lista- manna sem héldu umbyltingunni áfram. Blómaskeið kúbismans var frá 1907 til 1914. Golding telur að listamennimir hafi hrifist af öflum sem þeir sjálfir gerðu sér ekki grein fyrir. Þetta gerðist á þeim árum þegar þjóðir Evrópu virtust vera þvingaðar til þeirra ragnaraka sem hófust með heimsstyrjöldinni 1914. Upplausn hefðbundins smekks og forma var hafin þegar á nítjándu öldinni, ekki síst með Nietzsche, og því nær sem leið á, því magnaðri urðu upplausnareinkennin. Upp- lausn forma leiðir til sköpunar nýrra forma og varðandi myndlist þá varð myndin óbundnari fyrirmyndunum, lifði eigin lífi. Bók Goldings rekur þessa sögu breytinga sem urðu með kúbisman- um sem opnaði nýjar víddir, magn- aði kraft myndarinnar í formi og litum. Siglaugur Brynleifsson TÖLVU NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3. 200 Kópavogur. Sími 45000 KÚBISMI Ester Hermannsdóttir Fædd 23. mars 1928 Dáin 26. janúar 1990 Ester Marta Hermannsdóttir, en svo hét hún fullu nafni, er fædd 23. rnars 1928. Hún lést á Landspítalan- um föstudaginn 26. janúar 1990 eftir þunga sjúkdómslegu. Foreldrar hennar voru Hermann Þórðarson, bóndi og kennari á Glit- stöðum í Norðurárdal og víðar, og Sigríður Jónsdóttir. Ester ólst upp hjá móður sinni ásamt bróður sínum Jóni, sem er nokkrum árum eldri. Þau systkinin komu sér, ásamt með . móður þeirra, upp vistlegu heimili að Skúlagötu 19a í Borgar- nesi. Þar er fallegt hús á óvenjulega fögrum stað og útsýnið óviðjafnan- legt. Húsið og lóðin að Skúlagötu 19a bera íbúunum gott vitni um snyrtimennsku og smekkvísi. Sigríð- ur, móðir þeirra Jóns og Esterar, er látin fyrir allmörgum árum. Síðan hafa þau systkinin haldið heimili. Ester hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga árið 1943 sem af- greiðslumaður í verslun. Árið 1948 hóf hún störf á skrifstofu kaupfélags- ins og vann þar allt til sl. hausts, að hún varð að hætta störfum vegna sjúkdóms þess er varð hennar bana-, mein. Eitt ár mun hún þó hafa unnið í Sparisjóði Mýrasýslu. Ester var góðum gáfum gædd og var á margan hátt óvenjulegur pers- ónuleiki. Hún kom gjarnan auga á hinar spaugilegu hliðar varðandi menn og málefni, en talaði þó aldrei illa um nokkurn mann. Hún var ákaflega samviskusamur starfsmað- ur, stundvís og reglusöm. Á skrifstofu kaupfélagsins vann hún fyrst almenn skrifstofustörf, síð- ar varð hún ritari kaupfélagsstjóra. Síðasta áratuginn eða svo sá hún um allt vörukaupabókhald félagsins. Öll þau störf sem henni voru falin vann hún eins og best varð á kosið og á sinn hljóðláta hátt. Allir sem sam- skipti áttu við Ester treystu henni fullkomlega og aldrei brást hún. Ester var margt til lista lagt. Hún hafði auga fyrir því sem fagurt er og kunni vel að meta góða tónlist. Sá sem festir þessar línur á blað átti því láni að fagna að eiga Ester sem samstarfsmann í 20 ár. Fyrir það samstarf og góð kynni er nú þakkað. Ég veit að undir þær þakkir taka allir starfsmenn Kaupfélags Borgfirðinga og margir fleiri sem kynntust Ester. Ég, Anna kona mín og fjölskylda þökkum gott nágrenni í 20 ár við Skúlagötuna í Borgarnesi. Við dauðlegir menn horfum hjálp- arvana á eftir vinum okkar og sam- starfsmönnum hverfa yfir landamæri lífs og dauða. En meðal okkar, sem eftir stöndum um sinn, er opið skarð, óútfylltur reitur, fyrsta kastið. Nú á jarðarfarardegi Esterar færi ég Jóni bróður hennar innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Ólafur Sverrisson Ester Hermannsdóttir, Skúlagötu 19a, Borgarnesi, andaðist föstudag- inn 26. janúar 1990 á Landspítalan- um í Reykjavík. Hún hafði átt við veikindi að stríða á síðastliðnu ári og var á sjúkrahúsi á Akranesi og í Reykjavík frá 31. október en var heima um jól og áramót. Ester var fædd í Borgarnesi 23. mars 1928. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir frá Einifelli í Stafholtstungum og Hermann Þórð- arson frá Glitstöðum í Norðurárdal. Hún ólst upp hjá móður sinni í Borgarnesi ásamt bróður sínum, Jóni Hermannssyni, sem er fjórum árum eldri. Sigríður hélt heimili með börnum sínum, Jóni og Ester, þar til hún dó 4. janúar 1973. Síðan hafa þau tvö systkinin búið saman. Ég kynntist þeim systkinum fljót- lega eftir 1930, þar sem við vorum nokkuð jafnaldra og stutt var þá á milli húsa í Borgarnesi. Síðan skipuðust mál’ þannig að við Ester urðum starfsfélagar í meira en fjöru- tíu ár hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ester byrjaði að vinna í verslun K.B. árið 1943. í ársbyrjun 1948 fór hún að vinna á skrifstofu félagsins og vann þar alla tíð, nema eitt ár sem hún vann hjá Sparisjóði Mýrasýslu (1958). Hún aflaði sér menntunar utan skóla og var dugleg og nákvæm við skrifstofustörfin. Lengst af fjall- aði hún um vörukaupareikninga, en áður á árum voru henni falin mörg önnur störf þegar starfsfólkið var færra og verkaskiptingin minni. Alla tíð þótti okkur samstarfsfólkinu gott að leita til hennar vegna þekkingar, reynslu og færni í störfum. Löngum var leitað til hennar um orðafar vegna góðrar kunnáttu hennar í íslenskri tungu og smekks fyrir tæru og skrúðlausu máli. Að sjálfsögðu væri hægt að minn- ast margs að leiðarlokum. Margra góðra stunda og skemmtilegra. Því verður þó sleppt. Gott þótti börnum að eiga orðræður við Éster, ef þau áttu leið um skrifstofuna. Það votta bæði mín börn og fleiri. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Ester fyrir árin liðnu og leyfi mér að gera það fyrir hönd sam- starfsfólksins hér í kaupfélaginu. Við sendum Jóni og öðrum vinum hinnar látnu samúðarkveðjur, þegar hún nú er horfin okkur. Jón Einarsson Á stundu kveðju og skilnaðar er okkur ljúft að minnast kærrar vin- konu, Esterar Hermannsdóttur. Hún var fædd 23. mars 1928, dóttir Sigríðar Jónsdóttur og Hermanns Þórðarsonar. Ester ólst upp í Borgarnesi hjá móður sinni ásamt Jóni bróður sínum. Eftir að Sigríður lést hafa þau systkini haldið heimili saman. Vafalaust hefur heimilisbragur á æskuheimilinu mótað skapgerð hennar og lífsviðhorf. f erfðir og uppeldi hlaut Ester gott veganesti. Hún var góðum gáfum gædd, bók- hneigð, tónelsk og mjög vel verki farin að hverju sem hún gekk. Vand- virkni hennar og listhneigð komu vel fram á hannyrðum hennar og rit- hönd sem var sérstaklega falleg. Á heimili þeirra, hvort heldur var í litla húsinu við Egilsgötu eða á Skúlagötu, var gott að koma. Þar var glatt á hjalla og móttökur allar einstaklega góðar. Mestan hluta starfsævi sinnar vann Ester hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, rækti hún starf sitt af alúð og var skemmtilegur vinnufélagi. Ester leyndi á sér, hún var kvenna hlédrægust þar til maður kynntist henni nánar, þá kom í ljós að hún hafði einstaka kímnigáfu og var fljót að sjá skemmtilegu hliðarnar á hverju máli. Hún var vel menntuð þó skóla- gangan væri ekki löng, kom vel fyrir sig orði og hafði gott lag á að miðla öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Börn hændust mjög að Ester, enda var hún sérlega barngóð, hún var vinur þeirra og félagi og sú vinátta hélst eftir að börnin urðu unglingar og fullorðið fólk. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir að hafa kynnst Ester og átt vináttu hennar. Jóni og öðrum að- standendum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning hinnar Iátnu. Vinkonur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.