Tíminn - 28.04.1993, Page 2

Tíminn - 28.04.1993, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 28. apríl 1993 Miðskólinn er farinn að þrengja að Námsflokkunum Forráðamenn Miðskólans telja nauðsynlegt að skólínn fái aukið húspláss, en starfsemi hans er í gamla Miðbæjarskólanum. Aukið pláss Miðskólanum til handar getur aðeins orðið á kostnað Náms- flokkanna. Guðrún Halldórsdóttir, skólastjórí Námsflokkanna, tel- ur Námsflokkana ekki geta séð af húsplássi til Miðskólans og telur raunar að það farí illa saman að reka barnaskóla og fulloröins- fræðslu í sama húsinu. Skólabókasafn Reykjavíkur var staðsett í fjórum kennslustofum í gamla Miðbaejarskólahúsinu við Tjamargötu. Þegar safnið var flutt úr húsinu fékk Miðskólinn stofum- ar til afnota undir starfsemi sína. Það hefur hins vegar ekki dugað honum og hefur skólinn fengið eina stofu til viðbótar til afnota. Auk þess hefur skólinn fengið að nota fleiri kennslustofur Náms- flokkanna þegar þannig hefur stað- ið á hjá skólanum. Guðrún sagði að sér væri kunnugt um að forráðamenn Miðskólans vilji fá aukið rými á kostnað Náms- flokkanna. Hún sagði að Náms- flokkamir séu alls ekki aflögufærir með húsnæði ef starfsemin verður áfram eins og hún hefúr verið í vet- ur. Guðrún tók fram að hún vissi ekki hvaða kröfur forráðamenn Miðskólans ætli að gera. Ekkert hafi verið rætt við sig um málið enn sem komið er. „Sannast sagna þá fer svona starf- semi, bamaskóli og fullorðins- fræðsla, illa saman,“ sagði Guðrún. Hún nefndi sem dæmi að krakk- amir séu með hávaða á göngum eins og jafnan er þegar krakkar koma saman. Af þessu sé visst ónæði fyrir það fullorðna fólk sem stundar nám hjá Námsflokkunum. Nemendur í Námsflokkunum komi flestir á bílum í skólann og það rekst á við hagsmuni bamanna sem þurfa leiksvæði á þeirri litlu lóð sem er við miðbæjarskólahús- ið. Guðrún sagðist því telja að það sé betra fyrir báða aðila að Miðskól- inn finni sér annað og hentugra framtíðarhúsnæði. Raunar hefði verið betra fyrir skólann ef það hefði gerst strax þegar hann tók til starfa. Guðrún sagði að aðsóknin að dag- kennslunni hjá Námsflokkunum hafi vaxið mjög mikið í vetur og sagðist ekki sjá að hún minnki á næstunni. Mikil aðsókn er að nám- skeiðum fyrir atvinnulausa og sömuleiðis að svokölluðum starfs- námskeiðum. T.d. hafa um 600 manns sótt starfsnámskeiðin í vet- ur. -EÓ Búnaðarbanki íslands: Utibúið á Hólmavík tuttugu ára Starfsfólk útibús Búnaðarbanka fslands á Hólmavík; Bima Richardsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Elsa B. Sigurðardóttir og Guörún Guðmundsdóttir. Myndlr og texti, Stefán Gislason, Hólmavfk. Laugardaginn 24. apríl sl. voru liðin 10 árfrá því að útibú Búnaðar- banka islands á Hólmavík tók til starfa. í tilefni af því var viðskipta- vinum útibúsins boðið upp á veitingar í afgreiðslu bankans 23. apríl. Búnaðarbanki íslands opnaði útibú á Hólmavík 24. apríl 1973. Til þess tíma var ekkert bankaútibú starf- rækt á Hólmavík, en sparisjóðsdeild Kaupfélags Steingrímsfjarðar Jón Kristlnsson, útibússtjórt Bún- aöarbankans ð Hólmavfk. gegndi hlutverki peningastofnunar. Eftir að útibú Búnaðarbankans tók til starfa, var um það samið að það yfirtæki starfsemi sparisjóðsdeildar- innar. Fyrstu árin var útibúið til húsa í svonefndu Loftarhúsi, þar sem nú er skrifstofa Verkalýðsfélags Hólmavíkur, en árið 1981 var starf- semin flutt í núverandi húsnæði að Hafnarbraut 25. Fyrsti útibússtjóri Búnaðarbank- ans á Hólmavík var Guðmundur Eiðsson, en árið 1974 tók Jón Krist- insson við starfinu og hefur gegnt því síðan að frátöldu tímabili á árun- um 1984-1985, þegar Karl Loftsson hélt um stjómtaumana í útibúinu. Karl staríaði reyndar við útibúið frá upphafi, og á 20 ára afmæli útibús- ins hélt hann jafnframt upp á 20 ára starfsafmæli hjá Búnaðarbankan- um. Hann er nú útibússtjóri bank- ans í Mosfellsbæ. í útibúi Búnaðarbanka íslands á Hólmavík starfa nú 5 manns ífullu starfi. Landsvirkjun: Framkvæmdir aldrei minni Landsvirkjun mun einungts verja 410 milljónum tii framkvæmda og rannsókna i þessu irí og hefnr fyrirtekiö aldrei varið minna tð þessa mátaflokks. f fyrra varöi fyr- irtxkift yfir 1.200 milljónum til fnmkvæmða og árið 1991 fóru yf- ir 4.800 miiljónir til framkvæmda. Starfsmenn Landsrirkjunar hafa undanfarið verið að endurbæta hönnun virkjana og segir Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsviricjunar, að þessi vinna skfli þeim árangri að virkjunar- kostnaður naestu virkjana muni lækka um nokkur hundmð ónir. Landsvirkjun neyddist til að leggja 50 áform um frtkari virkj- anh- til hliðar þegar ákveðið var að fresta framkvaemdum við álver á Kefllsnesl. Þess vegna hefur dreg- ið mjög mfldð ár framkvxmdum og rannsóknum á vegum Lands- virkjunar. Síðan Undsvirkjun hóf starísemi hefur fyrirtekið aldrei varið nndir einum miiljarði til framkvxmda og rannsókna. Á þessu íri verður aöeins 410 millj- ónum variö til framkvæmda sem er lægsts upphxð frá upphafi. Af þessum 410 milljónum verður 220 milljónum varið Ul endurbóta á Búrfellsvirkjun, 65 milljónum vegna raöþéttis í Suöuriínu, 77 mifijónum vegna annarra fram- kvæmda og 48 mflljónum vegna virkjanarannsókna. Landsvirkjun hefur aö jafnaðí varið um4% af heildartekjum sfn- um tii rannsókna. ÁriÖ 1991 fór þetta hiutfall upp í 7%. f fyrra var það 3% og gert er ráð fyrir aö það fari niður f 2% á þessu árL Stjómendur Landsvirkjunar hafa mikinn hug á aö halda áfram að auka orkuöílun með því aö virkja meira, en ijóst er aö ekkert verður virkjað nema að orkufrekur kaup- andi finnisL Það hefttr hins vegar ekki einungis neikvaeðar hh'ðar að framkvtemdir við nssh) virkjanir skuli ekki vera hafnar. Starfsmenn Landsvhkjunar hafa verið að end- urbæta hönnun þessara viritjana og stefnir í að hægt verði að spant umtalsverðar upphæðir í virýun- arkostnaði eða sem svarar hundr- uðum mflljóna króna. Bttið var að bjóða út framkvæmd- ir við vél og rafbúnað Fljótdals- virkjunar. Ttiboðshafar hafa fallist á að fnmiengja tilboðið tii næstu áramóta. Óvíst er hins vegar hvort nokkuð verður orðið ljósara varð- andi byggingu áh>crs á Keilisnesi þá. -Eó Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda: Hugmyndir sem geta skapað mörg ný störf „Það voru 215 hugmyndir sem bárust núna miðaö viö 75 í fyrra. Þar af eru 25 framleiösluhæfar strax og gætu skapaö mörg ný störf. Sýningin vekur athygli á því hvaö við eigum sniðugt ungt fólk. Þetta eru alvöru verkefnl sem hægt er að ná árangrí meö,“ seglr Guörún Þórsdóttir, kennslufulltrúi Fræösluskrifstofu Reykjavíkur. Um helgina fór fram afhending verðlauna grunn- skólanemenda á nýsköpunarkeppni. Guðrún segir að í deiglunni sé að reyna að koma einhverjum af þess- um hugmyndum í framkvæmd og hún er bjartsýn á að það takist Keppt var í tveimur flokkum að sögn Guðrúnar. Annars vegar var um að ræða uppfinningu á nýjum hlut og hins vegar endurbætur á gömlum hlutum. í fyrmefnda flokknum varð hlutskörpust Linda Rut Hreggviðsdóttir frá Eskifirði. Hún hannaði svo nefnt „Eldavéla- borð“ sem er ætlað að varna ung- um bömum frá því að geta kveikt á eldavél og komast í potta. í hinum flokknum hlaut Rúnar Páll Rún- arsson verðlaun fyrir „Hirslu fyrir símaskrá." Jafnframt vom veitt verðlaun fyr- ir tæknilegt innsæi sem Tækni- skóli íslands gaf. Þar varð hlut- skarpastur „íslenskur bakpoki" sem Gerður Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal hannaði. Auk þess að vera bakpoki er hann þeirrar náttúm að geta verið tjald og svefnpoki um leið. Athygli vakti að meðal verðlauna- hafa var Katrín Waagfjörð frá Ket- ilstaðarskóla, sú hin sama og sigr- aði í sams konar keppni í fyrra. Hér er um mikið efni að ræða að áliti matsnefndar. í þetta sinn hannaði Katrín nótnastatíf sem hægt er að nota sem penna. Um 200 manns vom viðstaddir verðlaunaafhendinguna. Auk að- standenda nemenda mátti sjá marga af helstu framámönnum ís- lensks atvinnulífs. Það mátti glögglega sjá að þessir ungu uppfinningamenn höfðu ýmsu að miðla. Svonefndur bros- krókur var m.a. boðinn til sölu og fylgir honum sú náttúra að sé hon- um stungið upp í viðkomandi myndast töfrandi bros að bragði. Haft var á orði að borgarstjóri hafi tekið sig sérlega vel út með þetta fyrirbrigði og þótti þetta þarft inn- legg í hina alvarlega þjóðfélags- umræðu. Verðlaunanefndin var skipuð helstu framámönnum í íslensku atvinnulífi. Að sögn Guðrúnar vom fundir nefndarinnar mjög skemmtilegir. „Þeir voru fljótir að sjá hvað skipti máli og vom arðsemissjónarmið þeim ofarlega í huga,“ segir Guð- rún.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.