Tíminn - 28.04.1993, Síða 3

Tíminn - 28.04.1993, Síða 3
Miðvikudagur 28. apríl 1993 Tíminn 3 Engin kröfuganga verður í Bolungarvík 1. maí n.k. en ræðu dagsins flytur Jóhann Pétur Sveinsson, for- maður Sjálfsbjargar. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri: Ofviða að halda báðum skipunum Nokkurrar gremju og jafnvel reiði gætir meðal Bolvíkinga út í Gríndavík og Hafnarfjörð fyrír að bjóða á móti þeim í kvóta og tog- ara þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. Ólafur Krístjánsson bæjar- stjórí segir að þótt heimamenn vilji halda báðum skipunum í hér- aði kunni það að verða þeim ofviöa. Hins vegar verði allt kapp lagt á að nýta forkaupsrétt bæjarfélagsins aö öðru skipinu. Daði Guð- mundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins, segir að ef togaramir og kvótar þeirra verði keyptir í burtu úr plássinu og ekkert annað komi í staðinn, blasi ekkert annað en hmn við bæjar- félaginu. Verulega hefur fækkað á atvinnuleysisskrá hjá félaginu og um þessar mundir em þar 63 á skrá. Við síðustu bótaútgreiðslu fengu 103 greiddar atvinnuleysisbætur. AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON , bóndi á Laugabóli við Amarfjörð, missti nýlega allt sitt ( bmna sem kviknaði út frá Ijósavél. „Ég var að lesa Tímann, ekki Moggann, sagöi Aðalsteinn um það þegar hann varð eldsins var. Nautgripum, tveimur kúm, kálfum og nauti var bjargað úr fjósi áföstu hlöðunni. Að- alstein sakaði ekki og dvelst á dvalarheimili aldraðra á Bíldudal um þessar mundir. Næstu vikur munu heimamenn róa lífróður og reyna hvað þeir geta til að safna nægilega miklu fé til að geta nýtt sér forkaupsrétt sveitarfélagsins að lífsbjörginni. En eins og kunnugt er þá heimil- aði veðhafafundur í fyrradag skiptastjóra að ganga til samninga við Háagranda í Hafnarfirði og Grindavík sem áttu hæstu tilboðin í skip og kvóta. Engin kröfuganga verður í Vfk- inni á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí n.k. og hefur svo ekki verið í gegnum tíðina nema ef vera skyldi í árdaga verkalýðshreyfingar við Djúp. Hins vegar verður boðið upp á ræðu dagsins sem er nýmæli því þar hefur ekki verið haldin 1. maí ræða sl. 15-20 ár. Ræðumaður dagsins verður Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar. Það helgast m.a. af því að þann dag verða teknar í notkun þrjár íbúðir fyrir fatlaða í bænum. En sem fyrr verður boðið upp á ýmis skemmti- atriði og kaffiveitingar í tilefni gsins. Mafur Kristjánsson bæjarstjóri segir að þótt heimamenn vilji halda báðum togurunum og kvóta þeirra í héraði sé nokkuð ljóst eftir veðhafafundinn í fyrradag að það kunni að verða þeim ofviða. Hann segir að nú sé komið að þeim tíma- punkti að allir bæjarbúar verði að leggjast á eitt í þeim lífróðri sem framundan er til að geta keypt a.m.k. annað skipið og kvóta þess. Daði Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, gagnrýnir harðlega verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði fyrir þátttöku þess í því að reyna að taka lífsbjörgina frá heimamönnum með því að bjóða í Heiðrúnu og kvóta hennar í komp- aníi með Hafnarfjarðarbæ í Háa- granda hf. „Er það í anda þess bræðralags og samvinnu sem verkalýðshreyfing- in er alltaf að tala um, að pikka svo upp eitt og eitt byggðarlag við sjáv- arsíðuna og leggja það í rúst? Verkalýðshreyfmgin verður að fara að móta sér einhverja heildar- stefriu í þessum málum eða er það kannski markmiðið að leggja hin smærri pláss niður í krafti peninga og valds? Vill formaður Hlífar kannski fækka einhverju af sínu fólki í álverinu fyrir einhverja af sjómönnunum. Ég held ekki.“ -grh Ólafur Ragnar segir tímabært að kynnisferð Össurar y í Alþýðuflokkinn^úki: „Ég býð Ossur velkominn heim“ „Ég skil ummæli össurar bara á einn veg. Hann er að segja sínum stuðn- ingsmönnum að að hans dómi sé ekki orðinn mikiU munur á Alþýðubanda- laginu og Alþýðuflokknum og þess vegna geti hann hæglega komið aftur til okkar,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson, Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, hefur sagt í fjölmiðlum nýlega að hann telji að það sé að skapast grundvöllur fyrir samstarfi milli A- flokkanna, samstarfi sem í náinni framtíð geti leitt til breyt- inga á flokkaskipan í landinu. „Eg bauð Össur velkominn til okkar í vetur í þingræðu. Ég benti honum á að Winston Churchill hefði átt þann feril að vera fyrst í íhaldsflokknum en fara svo í smákynnisferð yfir í Frjáls- lynda flokkinn og fara svo aftur í sinn gamla flokk. Qg mér finnst alveg tíma- bært að þessari kynnisferð Össurar í Alþýðuflokkinn fari nú að ljúka. Hann er velkominn heim aftur," sagði Ólafur Ragnar. Ólafúr Ragnar sagðist hafa tekið eftir að ummæli Össurar hafi ekki fallið í góðan jarðveg hjá formanni Alþýðu- flokksins, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Það hljóti að skipta höfuðmáli í sam- bandi við umræður um samstarf A- flokkana. „Ég hef alltaf viljað búa til stóran flokk íslenskra jafnaðarmanna. Ég tel að Jón Baldvin og Jón Sigurðs- son hafi brugðist því algerlega eftir sfðustu kosningar. Þeir hafa ekki sýnd nein merki þess að þeir ætli að bæta fyrir þau svik. En ef Össur vill bæta fýrir þau og búa til stóran jafnaðar- mannaflokk með því að koma aftur heim þá er hann velkominn," sagði Ól- afur Ragnar. -EÓ Fjölskyldugarður opnar á Jónsmessu Áætlað er að opna svonefndan Fjölskyldugarð í Laugardal á Jónsmessu 23. júní í sumar. Að- gangur verður ókeypis í Húsdýn- og Fjölskyldugarð í einn mánuð eftir opnunina. Þetta kom fram í svari borgar- stjóra við fyrirspum á borgarráðs- fundi í gær. Þar var lagt til að rekstur Húsdýra- og Fjölskyldu- garðs heyrði undir íþrótta-og tóm- stundaráð og framkvæmdastjóri þess hafi yfirumsjón með dagleg- um rekstri garðanna. Á fundinum vom lögð ffam drög að gjaldskrá. Þar er gert ráð fyrir að fullorðnir greiði 450 kr. í að- gangseyri í Húsdýragarð og Fjöl- skyldugarð en böm á aldrinum 6 til 12 ára greiði 250 kr. Þá verður jafnframt boðið upp á árskort fyrir böm, fullorðna og hópa. Einn frægasti sjónvarpsmaður heims þulur í bandarískri sjónvarps- þáttaröð um Norðurlöndin: WALTER CRONKITE í ÍSLANDSÞÁTTUM Frægasti fréttaþulur í heimi, Bandaríkjamaðurinn Walter Cronkite, kemur til islands í ágúst til að gera sjónvarpsþætti, sem sýndir verða um gervalla Norður Ameríku á næsta árí. Þættirnir eiga aö flalla um Noröuríöndin fimm og verða 13 alls. Framleiðandi þeirra er væntanlegur til landsins í næstu viku til að ráða yfirmann fram- kvæmdanna á islandi. Heiti þáttaraðarinnar verður Scandinavia, því að í Bandaríkjun- um eru Norðurlöndin þekkt undir því nafni. Þættirnir verða sendir út á sama tíma og vetrarólympíuleikam- ir fara fram í Lillehammer. Mynda- tökur em þegar hafnar í Svíþjóð og Noregi og ætlast er til að tökur hefj- ist á Islandi eftir mánuð. „Ég vona að þættimir hafi mikil áhrif á bandaríska sjónvarpsáhorf- endur," segir Beverley Hubric, for- stöðumaður The Viking Project Inc. í Virginíu, sem framleiðir þættina. „Öll löndin fá einhverja umflöllun í hverjum þætti. Fjallað verður um umhverfismál, iðnað, félagsmál og svo framvegis, en umfram allt um stöðu Norðurlanda í dag og hver áhrif þau hafa á Norður Ameríku. Við beinum einnig athygli okkar að þeim Bandaríkjamönnum, sem eiga uppmna sinn að rekja til þessara landa. Að loknum sýningum á þátt- unum ættu áhorfendur að minnsta kosti ekki að velkjast í vafa um hvar þessi lönd séu á landakortinu." Framleiðendur þáttanna álíta að Norðurlönd standi framar Banda- ríkjunum á ýmsum sviðum. Þeir vilja opna augu Bandaríkjamanna fyrir því að sitthvað megi læra af norrænum mönnum. „Þá á ég öðm fremur við umhverfis- og heilbrigð- ismál, en einnig ýmislegt varðandi iðnað og verkfræði." The Viking Project ver 4,3 milljón- um dollara (um 271 milljón króna) til framleiðslunnar og hefur nú þeg- ar aflað 65 hundraðshluta þess. Þættimir verða sýndir á sjónvarps- stöðinni PBS, sem ekki hefur tekjur af auglýsingum, en styðst við kost- ara. Talið er að 30 milljónir áhorf- enda muni fylgjast með þáttunum, ekki síst úr því að fréttahaukurinn gamli, Walter Cronkite, hefur fallist á að vera leiðsögumaður um Norð- urlöndin. Cronkite er íyrrverandi fréttastjóri CBS sjónvarpsstöðvar- innar. Um skeið sýndu skoðana- kannanir að hann væri virtasti mað- urinn í Ameríku. Hugmyndin að þáttaröðinni kemur upphaflega frá Claes Jacobsen, dönsk- um sjónvarpsmanni, sem var upplýs- ingafulltrúi Norðuríandaráðs frá ár- inu 1985 til 1989. Hann er fram- kvæmdastjóri þáttagerðarinnar í Dan- mörku, Aake Ortmark í Svíþjóð, Matti Kohva í Finnlandi og Rita Anja Huste í Noregi. Enn hefur enginn verið ráð- inn framkvæmdastjóri á íslandi. —Þór Jónsson Svíþjóð Konur og reykingar Opin ráðstefna Krabbameinsfélags Reykjavíkur Ráðstefhan er haldin á Hótel Borg fimmtudaginn 29. apríl — reyklausa daginn — kl. 14:00-17:00. Dagskrá: Kl. 14:00 Afhending gagna. Kl. 14:15 Ráðstefnan sett Hvemig konum er haldið reykjandi. ngibjörg Sólrún Gísladóttir alþingiskona. Hafa reykingar áhríf á starfsemi húðar og slímhúðar? Rannveig Pálsdóttir, húð- og kynsjúkdómalæknir. Áhrif reykinga á húðina. Guðrún Þorbjarnardóttir snyrtisérfræðingur. Reykingar á leiksviði. Valgerður Dan leikkona. Leikarar og reykingar. Súsanna Svavarsdóttir leiklistargagnrýnandi. Kl. 15:20-15:50 Kaffihlé. Reykingar og fatastíll. Anna Gunnarsdóttir, lista- og fatastílfræðingur. Reykingar og tannheilsa. Einar Ragnarsson tannlæknir. Hvað getum við gert? Ingileif Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Kl. 17:00 RáðstefhusliL a Skráning fer fram hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur í 621414. Aðgangur ókeypis. f < Krabbameinsfélagið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.