Fréttablaðið - 16.03.2009, Side 6

Fréttablaðið - 16.03.2009, Side 6
6 16. mars 2009 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL „Það væri metnaðar- leysi annað en að stefna að því að ná inn fjórum þingmönnum í kjör- dæminu eins og í þarsíðustu kosn- ingum,“ segir Birkir J. Jónsson en hann varð efstur í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Norðausturkjör- dæmi í gærkvöldi. Höskuldur Þórhallsson sem bauð sig fram til formanns flokksins á síðasta landsþingi er í öðru sæti. „Það var ljóst að þetta yrði barátta á milli okkar um fyrsta sætið en barátt- an var heiðar- leg og samstarf- ið verður áfram gott eftir þetta,“ segir Birkir. „Nokkrir þingmenn fengu á baukinn vegna kröfunnar um endurnýjun en samt er endurnýjunin ekki svo mikil þegar litið er á listana um land allt,“ segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur nú þegar nær allir framboðslistar liggja fyrir. „Til dæmis hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík og Suðvest- urkjördæmi er nær engin endur- nýjun,“ segir hann. Hann tók það saman hverjir kæmust á þing ef úrslit kosninganna yrðu þau sömu og mældist í síðustu skoðanakönn- un sem Gallup gerði nýlega og birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag. Kjördæmiskjörnir þingmenn eru 54 og samkvæmt könnuninni sem ég studdist við þá færu 32 sitjandi þingmenn inn og 18 nýir kæmu inn en ekki var hægt að úthluta átta þingsætum,“ segir Einar Mar. Ekki er búið að ganga frá lista Sjálfstæð- isflokksins en þaðan kæmu fjórir þingmenn samkvæmt þessu. Í Suðurlandskjördæmi urðu þó þau tíðindi að Kjartan Ólafsson þingmaður lenti í fimmta sæti á lista sjálfstæðismanna en flokk- urinn fékk fjóra þingmenn í kjör- dæminu í síðustu kosningum. Orðrómur var um að konur hefðu tekið sig saman í kjördæminu um að kjósa einungis kynsystur sínar en þrjár konur eru í þremur efstu sætunum. „Það er alveg með ólíkindum að svona orðrómur komi upp þegar þrjár konur eru í fjórum efstu sæt- unum,“ segir Margrét Sanders, for- maður kjörstjórnar. „Ég hef aldrei heyrt svona löguðu fleygt þótt karlar séu í fjórum eða jafnvel sex efstu sætunum. En það er hreint ekki neitt sem bendir til þess að um samantekin ráð sé að ræða.“ jse@frettabladid.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Reykjavík 1. Illugi Gunnarsson 2. Guðlaugur Þór Þórðarson 3. Pétur H. Blöndal 4. Ólöf Nordal 5. Sigurður Kári Kristjánsson 6. Birgir Ármannsson 7. Ásta Möller 8. Erla Ósk Ásgeirsdóttir 9. Þórlindur Kjartansson 10. Sigríður Andersen 11. Jórunn Frímannsdóttir 12. Gréta Ingþórsdóttir Flokkurinn fékk níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum í kosningunum 2007 Suðvesturkjördæmi 1. Bjarni Benediktsson 2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 4. Jón Gunnarsson 5. Óli Björn Kárason 6. Rósa Guðbjartsdóttir 7. Ármann Kr. Ólafsson Flokkurinn fékk sex þingmenn í kjör- dæminu í kosningunum 2007 Suðurkjördæmi 1. Ragnheiður Elín Árnadóttir 2. Árni Johnsen 3. Unnur Brá Konráðsdóttir 4. Íris Róbertsdóttir 5. Kjartan Ólafsson 6. Björk Guðjónsdóttir Flokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í kosningunum 2007 Norðausturkjördæmi 1. Kristján Þór Júlíusson 2. Tryggvi Þór Herbertsson 3. Arnbjörg Sveinsdóttir 4. Björn Ingimarsson 5. Soffía Lárusdóttir 6. Anna Guðný Guðmundsdóttir Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í kjör- dæminu í kosningunum 2007 SAMFYLKING Reykjavík 1. Jóhanna Sigurðardóttir 2. Össur Skarphéðinsson 3. Helgi Hjörvar 4. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 5. Skúli Helgason 6. Valgerður Bjarnadóttir 7. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 8. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 9. Mörður Árnason 10. Anna Pála Sverrisdóttir 11. Dofri Hermannsson 12. Sigríður Arnardóttir Flokkurinn fékk átta þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum í kosning- unum 2007 Suðvestur kjördæmi 1. Árni Páll Árnason 2. Katrín Júlíusdóttir 3. Lúðvík Geirsson 4. Þórunn Sveinbjarnardóttir 5. Magnús Orri Schram 6. Magnús Norðdahl Flokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í kosningunum 2007 VINSTRI GRÆNIR Suðvesturkjördæmi 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 2. Ögmundur Jónasson 3. Ólafur Þór Gunnarsson 4. Andrés Magnússon 5. Margrét Pétursdóttir 6. Ása Björk Ólafsdóttir Flokkurinn fékk einn þingmann í kjördæminu í síðustu kosningum Norðvesturkjördæmi 1. Jón Bjarnason 2. Lilja Rafney Magnúsdóttir 3. Ásmundur Einar Daðason 4. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir 5. Telma Magnúsdóttir 6. Grímur Atlason Flokkurinn fékk einn þingmann í kjördæminu í kosningunum 2007 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Norðausturkjördæmi 1. Birkir J. Jónsson 2. Höskuldur Þórhallsson 3. Huld Aðalbjarnardóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Svanhvít Aradóttir Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í kjör- dæminu í kosningunum 2007 Norðvesturkjördæmi 1. Gunnar Bragi Sveinsson 2. Guðmundur Steingrímsson 3. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson 4. Elín Líndal 5. Halla Signý Kristjánsdóttir Flokkurinn fékk einn þingmann í kjördæminu í kosningunum 2007 STJÓRNMÁL Lúðvík Geirsson segir óeðlilegt annað en að 147 atkvæði sem afgreidd voru sem ógild í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi verði talin með. Hann segir greinilega eitthvað bjagað við félaga- skrána sem stuðst var við því þess séu dæmi að fólk sem hafi verið framámenn í flokknum hafi ekki verið þar á skrá. Aðeins munaði 57 atkvæðum á honum og Árna Páli Árnasyni í efsta sætið. „Við höfum ítrekað rekið okkur á það að það er ekki hægt að treysta félagaskránni hundrað pró- sent,“ segir hann. „Til dæmis upplýsti fyrrum for- maður kjördæmisráðs það á fundi kjördæmisráðs- ins fyrir hálfum mánuði síðan að hann hefði dottið út af félagaskrá; sjálfur formaður kjördæmaráðs- ins. Svo það segir okkur að það er eitthvað bilað einhvers staðar.“ Helgi Pétursson, formaður kjörstjórnar, segir að þeir sem greiddu þessi atkvæði hafi ekki verið á miðlægri félagaskrá og því hafi þau ekki tal- ist gild. „Þessi aðferð var samþykkt af fulltrúum frambjóðendanna sem voru viðstaddir talning- una, það er í raun það eina sem ég hef um málið að segja. Hvað hafi hugsanlega gerst eða hvað menn vilja nú gera; það er í raun annarra að ákveða það.“ Rannveig Guðmundsdóttir, formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins, segir að málið verði sett í úrskurðunarnefnd ef kæra berist. „En ég hef þó ekki heyrt að von sé á slíku,“ segir hún. - jse Úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í Kraganum gætu tekið breytingum: Segir 147 atkvæði enn ótalin LÚÐVÍK GEIRSSON Bæjarstjórinn segir óeðlilegt annað en að atkvæðin 147 verði talin með en þau gætu breytt ýmsu en aðeins munaði 57 atkvæðum á honum og Árna Páli í efsta sætið. SAMFÉLAGSMÁL Fjöldi útlendinga sem vilja flytja úr landi leit- ar aðstoðar hjá starfsmönnum Alþjóðahúss þar sem þeir eru bundnir af eignum sínum hér- lendis sem þeir geta hvorki selt né leigt. „Sumir vilja bara skila lyklun- um og fara,“ segir Margrét Stein- arsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss. Hún segir að frá áramótum hafi oft um tíu manns leitað til þeirra í viku hverri vegna slíkra vanda- mála. Eins segir hún marga hafa leit- að til þeirra þar sem leigusalar hafi ekki viljað endurgreiða þeim trygginguna þó engar forsend- ur séu fyrir því að halda henni. „Ég man eftir vel á annan tug slíkra tilfella sem er nú kannski ekki svo hátt hlutfall en það eru greinilega alltaf einhverjir sem vilja nýta sér erfiða stöðu ann- arra,“ segir hún. Hún segir einnig mörg dæmi þess að útlendingar leiti til þeirra þar sem þeir vilji vera hér áfram en geti ekki lengur greitt afborg- anir af húsum sínum. En kreppan hefur einnig haft jákvæð áhrif á hag sumra. Til dæmis var nokkuð um það í góð- ærinu að fólk borgaði hátt leigu- verð jafnvel fyrir lítil herbergi en ekkert ber á slíkri okurleigu, eins og Margrét kallar það, nú þegar keppst er um leigjendur á mark- aðnum. - jse Fjöldi útlendinga vill flytja úr landi en kemst ekki frá fasteign sinni: Útlendingar í fasteignafjötrum MARGRÉT STEINARSDÓTTIR Fjöldi útlend- inga leitar nú til Margrétar og kollega hennar í Alþjóðahúsinu í þeim vanda sem efnahagsástandið er að baka þeim. Takmörkuð endurnýjun Birkir J. Jónsson sigraði Höskuld Þórhallsson í slag um efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðaustur- kjördæmi. Stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að 32 sitjandi þingmenn, að minnsta kosti, nái kjöri. Það er alveg með ólíkind- um að svona orðrómur komi upp þegar þrjár konur eru í fjórum efstu sætunum. MARGRÉT SANDERS FORMAÐUR KJÖRSTJÓRNAR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Eiga þingmenn að starfa fram að kosningum frekar en að fara í kosningabaráttu? Já 86,8% Nei 13,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Fjármálaeftirlitið að greina frá launum skilanefnda gömlu bankanna? Segðu þína skoðun í Vísi.is TRÚMÁL Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, mun taka ákvæðið um að barn fylgi trú- félagi móður til endurskoðunar. Þetta er gert í kjölfar álits Jafn- réttisstofu um að ákvæðið stang- ist á við jafnréttislög. Þetta kom fram á Alþingi í gær í kjölfar fyrirspurnar Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, til dómsmálaráðherra. Í áliti Jafnréttisstofu kemur fram að ekki sé að sjá neina sér- staka hagsmuni fyrir nýfædd börn að þau séu skráð í trúfélag móður. Dómsmálaráðherra sagð- ist myndu skoða málið með hags- muni barnanna í huga. - kóp Ákvæði verður endurskoðað: Trúfélag móð- ur ekki ráðandi FYRIRSPYRJANDI Árni Þór Sigurðsson vill að sjálfkrafa skráning nýfædds barns í trúfélag móður verði afnumin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flensan hefur náð hámarki Í febrúar 2009 greindist inflúensa A í 35 prósentum tilfella sem leituðu læknis vegna sýkinga í öndunarvegi. Greiningar frá bráðamóttökum á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að faraldur inflúensu hafi þegar náð hámarki. Tölur frá Læknavaktinni benda til þess sama. HEILBRIGÐISMÁL Háspenna fari í undirgöng Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar vill að skoðaðir verði möguleikar á að flytja fyrirhugaðar háspennulínur frá Sand- skeiði til Hafnarfjarðar í undirlögn á kafla við Suðurlandsveg til að minnka sjónræn áhrif og auka öryggi. UMHVERFISMÁL FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að tími sé kominn til að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi Atlantshafsbandalagsins eftir að hafa staðið utan við það í 43 ár. Sarkozy sagðist fyrir helgi myndu skrifa ríkisstjórnum hinna NATO-landanna til að tilkynna þessa ákvörðun formlega. All- margir franskir þingmenn eru á móti því að Frakkar stígi þetta skref á þeirri forsendu að þar með framselji þeir of mikið vald til bandalagsins. Það var í forseta- tíð Charles de Gaulle á sjöunda áratugnum sem Frakkar yfirgáfu herstjórnarkerfi NATO. - aa Sarkozy um Frakka í NATO: 43 ára gömul gjá brúuð EINAR MAR ÞÓRÐARSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.