Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
STURTUHAUS sem stíflast hefur með tímanum
má gera eins og nýjan með því að leggja hann í bleyti
í kók yfir nótt. Kókið leysir upp það sem safnast hefur
fyrir innan í honum svo fullur kraftur fæst á vatnið á ný.
„Ég kalla þetta skeiðina sem felldi
ríkisstjórnina í lok janúar, en þá
var ég staddur á Austurvelli þar
sem allir héldu takti en vantaði
eitthvað til ásláttar. Rétti mér þá
þessa skeið að heiman mín heitt-
elskaða eftir að hafa sporðrennt
skyri úti undir berum mótmæla-
himni, og hana notaði ég næstu
tvo sólarhringana til að hamra á
allt sem gaf frá sér hljóð,“ segir
leikarinn Sveinn Ólafur Gunnars-
son um uppáhalds heimilisgagn
sitt, sem einnig var hans framlag
í búsáhaldabyltingunni frægu.
„Skeiðin var tilfallandi, svínvirk-
aði og passaði vel þemanu. Appel-
sínuguli borðinn kom seinna, þegar
menn höfðu tekið upp á grjótkasti,
en þá kom barn aðvífandi og
dreifði borðum, sem ég vafði utan
um skaft skeiðarinnar til að und-
irstrika að skeiðarmótmæli mín
væru friðsamleg,“ segir Sveinn
Ólafur um spóninn sem nú skipar
sögulegan sess á heimili hans.
„Skeiðin verður aldrei framar
notuð til matseldar en lendir senn
í ramma og uppi á vegg. Mér finnst
ábyrgðarhluti hjá listamönnum að
mótmæla ekki, því stöðu sinnar
vegna er fólk misjafnlega í stakk
búið til að geta tjáð sig frjálslega.
Því er skylda listamanna að tjá sig
á svona stundum, enda fylktu þeir
liði og sinntu hlutverki sínu vel,“
segir Sveinn Ólafur um krefjandi,
en fallega mótmælaupplifun sína.
„Ég hefði ekki trúað að saklaus
skeið gæti fellt ríkisstjórnina, en
þetta er gott dæmi um litla þúfu
sem velti þungu hlassi. Ég upp-
lifði aldrei þreytu í þessum slætti,
því þungur takturinn varð eins og
magnaður seiður og fyllti á ein-
hverja aukatanka sem gáfu enda-
lausa orku. Ég er annars lítið fyrir
prjál heima fyrir og það er ekki
nema að góð saga sé á bak við hlut-
inn að hann nær verulegum sessi
hjá mér.“ thordis@frettabladid.is
Skeiðarvopn nýja Íslands
Það loðir við þá sem slitu barnsskóm í Breiðholti að vera kallaðir Breiðholtsvillingar og víst að þar er
frjósamur jarðvegur kröftugra einstaklinga sem leggja sitt svo um munar af mörkum til samfélags síns.
Sveinn Ólafur ólst upp í Hólahverfi
Efra-Breiðholts ásamt sterkum vina-
hóp sem hann segir fyrir algjöra til-
viljun hafa lent í listageiranum, eins
og hann sjálfur í leiklist, Mugison í
tónlist og Davíð Örn Halldórsson í
myndlist, en myndin í bakgrunni er
einmitt eftir æskufélagann Davíð.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Stavanger-
línan
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Tæki færi í mars
Fjöldi annarra
girnilegra tilboða!
11.900
7.900
Vandaðir lampar á kostakjörum.
Með færanlegum armi og
innbyggðum dimmanlegum rofa.
Margir litir.
Gólflampi – AN19632-xx.
Tækifærisverð: kr. stgr.
Borðlampi – AN18632-xx.
Tækifærisverð: kr. stgr.
A
T
A
R
N
A
Sérlega þægilegir dömuskór
úr leðri, skinnfóðraðir
Stærðir: 36 - 41
Litir: rautt, brúnt
Verð: 9.685.-
Stærðir: 36 - 41
Litir: Rautt, brúnt og svart
Verð: 9.685.-
stærðir: 37 - 41
Litur: svart
Verð: 14.450.-
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is
Auglýsingasími
– Mest lesið