Fréttablaðið - 16.03.2009, Qupperneq 27
Sigurður Bessason formaður Vilhjálmur Egilsson varaformaður
Árni Bjarnason Friðrik J. Arngrímsson
Heiðrún Jónsdóttir Konráð Alfreðsson
Sigurrós Kristinsdóttir Sveinn Hannesson
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
lífeyrissjóður
Efnahagsreikningur: 31.12.2008 31.12.2007
Verðbréf með breytilegum tekjum 70.713 115.236
Verðbréf með föstum tekjum 106.194 102.018
Veðlán 13.444 10.599
Bankainnstæður 21.809 9.026
Kröfur 1.706 1.940
Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 226 242
Skuldir - 5.150 - 829
Hrein eign til greiðslu lífeyris 208.942 238.232
Breytingar á hreinni eign: 2008 2007
Iðgjöld 11.354 10.134
Lífeyrir - 6.057 - 5.443
Fjárfestingartekjur - 34.231 18.401
Fjárfestingargjöld - 138 - 125
Rekstrarkostnaður - 265 - 242
Aðrar tekjur 47 96
Hækkun á hreinni eign á árinu - 29.290 22.821
Hrein eign frá fyrra ári 238.232 215.411
Hrein eign til greiðslu lífeyris 208.942 238.232
Kennitölur: 2008 2007
Nafnávöxtun -14,8% 8,4%
Raunávöxtun -26,6% 2,4%
Hrein raunávöxtun -26,7% 2,4%
Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 2,1% 11,6%
Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 3,3% 7,4%
Eignir í ísl. kr.(%) 63,4% 87,0%
Eignir í erl. gjaldmiðlum (%) 36,6% 13,0%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 26.441 25.101
Fjöldi launagreiðanda 4.327 4.237
Fjöldi lífeyrisþega 12.850 12.942
(Allar fjárhæðir í milljónum króna)
Stjórn sjóðsins.
Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. apríl nk. kl. 17.00
á Grand Hótel, Reykjavík. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
Ársfundur 2009
Afkoma
Ávöxtun sjóðsins á árinu 2008 var neikvæð um 14,8%. Miklir erfiðleikar á fjármálamörkuðum, bæði
innanlands og utan, og þá sérstaklega fall íslensku viðskiptabankanna höfðu mikil áhrif á afkomu
sjóðsins. Þá hafa önnur innlend fyrirtæki lent í verulegum greiðsluerfiðleikum. Vegna þessa hefur
sjóðurinn fært niður skuldabréf í eignasafni sínu. Þá voru erlendir hlutabréfamarkaðir einnig
óhagstæðir á árinu 2008 og lækkaði heimsvísitala hlutabréfa (MSCI) um 40,7%.
Þróun á erlendum verðbréfamörkuðum það sem af er árinu 2009 hefur einnig verið sjóðnum
óhagstæð. Verðbréf hafa haldið áfram að lækka í verði á sama tíma og gengi erlendra gjaldmiðla
hefur lækkað gagnvart íslensku krónunni.
Séreign
Hrein eign séreignardeildar var í árslok 2008 2.488 milljónir króna og hafði vaxið um 248 milljónir
króna frá fyrra ári eða um 11%. Nafnávöxtun séreignardeildar var þannig:
Framtíðarsýn I: 0,7% (raunávöxtun -13,5%) og Framtíðarsýn II: 2,9% (raunávöxtun -11,6%).
Framtíðarsýn III er verðtryggður innlánsreikningur sem bar að meðaltali 7,2% raunvexti á árinu 2008.
Tryggingafræðileg staða:
Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem miðast við árslok 2008 var staða sjóðsins neikvæð um 13%.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins mega eignir ekki vera meira en 10% lægri en skuldbindingar og
því hefur stjórn Gildis í samráði við tryggingafræðing sjóðsins ákveðið að leggja fyrir ársfund
tillögu um lækkun áunninna réttinda sjóðfélaga og lífeyrisþega um 10% frá 1. maí 2009.
Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar m.v. vísitölu neysluverðs. Frá stofnun Gildis 1. júní 2005 hafa
lífeyrisréttindi sjóðfélaga verið hækkuð um 17,7% umfram hækkun vísitölunnar.
Starfsemi á árinu 2008