Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006
!
Silvía Nótt er Ísland, segir fólk.
Hvernig fær það staðist? Hún er
ósmekkleg, ósvífin, klúr, ver-
aldleg fram í fingurgóma og alls-
endis laus við allt sem andlegt er;
hún er plebbi, sjálfsupptekin, at-
hyglis- og framasjúk og síðast en
ekki síst er hún sjálfsánægð fram
úr öllu hófi.
Einhvern tíma hefðu það talist tíðindi til
næsta bæjar að montin, skálduð persóna
gæti verið tákn fyrir íslenskt þjóðareðli.
Það þarf ekki að lesa lengi í gömlum og ný-
legri íslenskum litteratúr til að átta sig á
því að ekkert var jafn mikið eitur í beinum
þjóðarinnar og sjálf-
hælni. Mont var höf-
uðsynd í augum
bændasamfélagsins,
hógværð og lítillæti
mestu dyggðir í hugmyndakerfi sem nú er
á fallanda fæti (við bólstrum grafir okkar
með hugmyndum, sagði skáldið). Á of-
anverðri 20. öld hélt fyrirtækja-sjálfs-
ímyndin innreið sína; stjórnunaraðferðir
og siðferði fyrirtækja komu stökkvandi í
hlaðið og haldin voru ótal námskeið sem
kenna þegar upp er staðið aðeins eitt:
Mont. Ef fyrirtækið á að blómstra verður
sjálfsmynd starfsmanna þess að vera: „Við
erum æði“ en ekki „afsakið þetta lítilræði“
– tertuhlaðborð á að kynna með stolti. Sá
sem blaðar í hálfsjálfsævisögulegum skrif-
um frá fyrri hluta síðustu aldar, sagnaþátt-
um og slíku, rekur sig á að lítillætið er svo
rótgróið að höfundar hefja mál sitt gjarnan
á að biðja góðfúsan lesanda að afsaka það
lítilræði sem textinn sé. Kvenhöfundar
líkja bókum sínum við hannyrðir og einsk-
isvert dútl. Sé gluggað í ritdóma (til dæmis
um bækur eftir Þórunni Elfu) sést að þar
bergmála ummæli kvennanna sjálfra
gagnrýnislaust, þær eru teknar á orðinu og
bókin sögð óttalegt dútl.
Lítillæti, segja námskeiðin, jafngildir
nefnilega ósigri, orð hins hógværa um
sjálfan sig rætast í áliti náungans. En þótt
nokkrir áratugir af námskeiðum í monti
hafa sitt að segja er ekki hlaupið að því að
uppræta í einni svipan aldalanga menn-
ingu af auðmýkt. Tvíhliða sjálfsmynd (allar
þjóðir á öllum tímum hafa annan fótinn í
fortíð sinni og hinn í nútímanum) birtist ef
að er gáð hvarvetna. Forstjórar fyrirtækja
koma fram í sjónvarpi og fara með rullu
sína um ágæti fyrirtækisins – en furðu oft
er einhver tvístígandi í máli þeirra. Ari Ed-
wald forstjóri 365 miðla steig í hefðina í
Kastljósi í vikunni og nánast bað afsökunar
á þessu lítilræði sem fyrirtæki hans væri.
Jóhannes í Bónus á það til að tala um sig í
niðrandi tóntegund sem kallinn í kjötborð-
inu. Orðræðan um útrásina tekur stundum
óvænt hliðarspor í næstum auðmjúkt tal
um uppruna í torfkofa. Þannig virðist
verða til jafnvægisganga þar sem sjálfs-
veran þeytist á milli aldalangrar hefðar af
lítillæti og nýrrar kröfu um jákvæða sjálfs-
ímynd (mont). Tökum nærtækara dæmi:
mýmargar nýlegar Lesbókargreinar (eða
eru þær bara þrjár?) eftir Sigurð Gylfa
Magnússon sagnfræðing þar sem Sigurður
útlistar afrekaskrá sína eins og hann sé
fyrirtæki, segir svo í beinu framhaldi að
fræðin fari halloka í samtímanum fyrir
sakir hæversku en pundar svo miskunn-
arlaust á sjálfshygli og sjálfhverfu fræði-
manna. Vafalaust er það rétt að fræði fari
halloka, vafalaust er líka eitthvað hæft í
150 ára gömlum áhyggjum Páls Valssonar
af stöðu íslenskrar tungu en Páll boðar vit-
undarvakningu í þeim efnum jafnt þótt við
blasi að staðan er ótrúlega góð í heimi þar
sem tungumál deyja hraðar út en nokkru
sinni. Það er eitthvað ögn tvíátta viðhvort
tveggja: kraftmikill málflutningur og mátt-
laus lausn: Vitundarvakning um stöðu
hinna og þessara mála minnir mig alltaf á
vélindabakflæði, ólæknandi sjúkdóm og að
því er mér skilst með öllu skaðlausan en
ákaflega umhugsunarverðan, óvirk með-
vitund um hann var boðuð með miklum
þjósti fyrir nokkrum árum.
Það sem virkar svo vel við Silvíu Nótt er
að hún er alveg örugglega montnari en við
öll til samans. Hún er fullkomlega laus við
þjóðlega hógværð, þessa sem nagar í okk-
ur samviskubitið. Hún hefur hefur farið
með fyrirtækja-sjálfsímyndina út í sína
rökréttu öfga, hún er fyrirtæki fram í fing-
urgóma, sigurvegari. Silvía Nótt boðar
ekkert helvítis vélindabakflæði, bara að
hún sé frábær. Það er ekkert lítilræði.
Frábært
lítilræði
Eftir Hermann
Stefánsson
hermannstefansson-
@yahoo.com
Ærið verkefni bíður nú þeirra semkoma munu að gerð nýs frum-varps um fjölmiðla hér á landi.Að mörgu þarf að huga eins og
fram kom í inngangsorðum Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á mál-
þingi um fjölmiðla sem haldið var í Þjóðminja-
safninu í vikunni. Með laga-
setningunni þarf nefnilega
allt í senn – að stuðla að
samkeppni á fjölmiðla-
markaði og tryggja fjöl-
breytni fyrir neytendur en
gæta þess þó að vega ekki að rekstrargrundvelli
fjölmiðla á smáum markaði. Á umræddu mál-
þingi sköpuðust margþættar umræður sem eru
til marks um aukinn skilning á hinu þungvæga
hlutverki fjölmiðla í samfélaginu og um leið
aukna meðvitund um þá þróun í átt til samruna
fjarskipta- og fjölmiðlamarkaða sem er að eiga
sér stað á alþjóðavísu.
Þótt ljóst sé að frumvarpsgerðin kalli á
ígrundun er að sama skapi ljóst að fjölmiðlalög
þola enga bið. Frá því að tillögur fjölmiðla-
nefndar menntamálaráðherra voru kynntar fyr-
ir tæpu ári (svo ekki sé minnst á frá því að tekist
var á um frumvarpið um eignarhald á fjöl-
miðlum fyrir um tveimur árum) hefur íslenska
fjölmiðlalandslagið tekið örum breytingum,
bæði í tækniþróun og í átt til aukinnar sam-
þjöppunar.
Á þessu tímabili hefur hægt og bítandi orðið
til fjölmiðlasamsteypa, sem án efa á sér fáa líka
í heiminum hvað varðar sameiningu á marg-
þættri starfsemi á sviði fjarskipta og fjölmiðl-
unar undir einum hatti. Fjölmiðlasamsteypa
þessi kennir sig við rótgróið verkamannafélag
en á að öðru leyti lítið skylt við nöfnu sína Dags-
brún annað en að kallast félag. Umrætt félag
rekur sem flestum er kunnugt 365 prent- og
ljósvakamiðla, sem halda úti þónokkrum dag-
blöðum, tímaritum, sjónvarpsstöðvum, útvarps-
stöðvum og netmiðli. Hér mætti færa rök fyrir
því að stærðar- og rekstrarhagkvæmni geri
fjölmiðlunum kleift að bjóða neytendum upp á
fjölbreytt og vandað efni. Dæmi hver fyrir sig,
en sögunni lýkur ekki hér. Með því að eignast
framleiðslufyrirtækin Sagafilm (og Storm) sem
áður deildu milli sín innlenda markaðnum í
sjónvarpsþátta- og auglýsingaframleiðslu hefur
móðurfélagið Dagbrún náð undirtökunum í
þeim geira. Þá keypti félagið Senu í byrjun
mánaðarins og bættust þá nýjar víddir við um-
svif fyrirtækisins, þar á meðal tónlistarútgáfa,
umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir,
bíórekstur, hljóðver og tónlistarveitan tónlist.is.
Sena er með um það bil helminginn á íslenskum
markaði fyrir kvikmyndadreifingu og sýningu,
sem verður að teljast nokkuð öflug viðbót við af-
þreyingarumsvif félagsins. D3 fylgdi einnig
með í kaupunum, en það er efnisveita afþrey-
ingarefnis fyrir stafræna miðla, m.a. farsíma,
netið og gagnvirkt sjónvarp. Þá kemur við nán-
ari skoðun í ljós að meðal hlutdeildarfélaga
Dagsbrúnar er Internet á Íslandi hf. (ISNIC),
fyrirtæki sem Samtök um upplýsinganet rann-
sóknaraðila á Íslandi ráku áður og annast út-
hlutun léna. Kaup Dagsbrúnar á öryggisþjón-
ustufyrirtækinu Securitas vísa síðan til
framsýni fjölmiðlasamsteypunnar sem hyggst
væntanlega bæta öryggisþjónustu í gegnum
margmiðlunarkosti farsímans í hinn ómót-
stæðilega heildarlausnapakka á sviði fjarskipta,
fjölmiðla og afþreyingar til viðskiptavina sinna.
Hér gegnir rekstur félagsins á fjarskiptafyr-
irtækinu Og Vodafone jafnframt lykilhlutverki.
Þeir sem vilja tryggja sér aðgang að hinni nýju
stafrænu sjónvarpsstöð 365 ljósvakamiðla,
Digital Ísland, þurfa því að fá sér nettengingu í
gegnum umrætt fyrirtæki og láta Símann eiga
sig. Síminn reynir hins vegar að lokka til sín
áskrifendur með því að reka sjónvarpsstöðina
Skjáinn, og þurfa neytendur vitanlega að fá sér
nettengingu hjá Símanum vilji þeir hafa aðgang
að stafrænu sjónvarpi Skjásins. Stór hluti
beggja stóru fjölmiðlafyrirtækjanna, þ.e. Dags-
brúnar og Símans-Skjásins, tilheyrir síðan
eignarhaldsfélögum (Baugur annars vegar og
Exista hins vegar) sem eru með mikil umsvif á
mörgum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármála-
lífi.
Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræð-
ingur kortlagði umsvif þeirra fjölmiðlafyr-
irtækja sem keppa nú á markaðnum í erindi
sem hún hélt á málþinginu um fjölmiðla í vik-
unni og staldraði þar nokkuð við umfangsmikil
umsvif Dagsbrúnar. Eins og Guðbjörg benti á
eru möguleikar nýrra aðila til að komast inn á
t.d. ljósvakamarkað litlir sem engir. Eins og
staðan er nú er einfaldlega ekki hægt að keppa
við þá aðila sem fyrir eru, og blasa hindranir við
bæði þegar kemur að því að tryggja dreifileiðir
og aðgang að afþreyingarefni. Þannig hefur
Sjónvarpið t.d. forgangsrétt að evrópsku gæða-
efni, á meðan ljósvakamiðlar Dagsbrúnar geta
nú í krafti stærðar sinnar gert einkarétt-
arsamninga um sjónvarpsefni, líkt og þeir hafa
þegar gert við fjölmiðlarisana Warner og Fox
um einkarétt á dreifingu sjónvarpsefnis sem
þeir framleiða.
Meðal þeirra tillagna um aðgerðir sem fjöl-
miðlanefnd menntamálaráðherra setur fram
eru ekki aðeins reglur um takmörkun á eign-
arhaldi á fjölmiðlum, heldur einnig bann við
einkaréttarsamningum og reglur um flutnings-
skyldu sjónvarpsefnis og laga sem miða að því
að rjúfa tengslin milli fjarskipta- og fjölmiðla-
fyrirtækja, efnisveitna og dreifiveitna. En hvað
verður þá um þær myndarlegu samsteypur sem
eru að myndast á íslenskum fjölmiðlamarkaði?
Ef til vill er það nokkurs konar varnarbragð hjá
stærsta fiskinum í tjörninni, þ.e. Dagsbrún, að
belgjast út sem mest það má, svo að æ flóknara
verði að höggva á hnútinn þegar að lagasetn-
ingu kemur.
Ofurfjölmiðlafyrirtæki
Fjölmiðlar
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
’Hér mætti færa rök fyrir því að stærðar- og rekstrarhagkvæmni geri fjölmiðlunum kleift að
bjóða neytendum upp á fjölbreytt og vandað efni.‘
I „Þið vitið ekki hvað þið hafið kosið yfir ykk-ur,“ kallaði Romario, kærasti Silvíu Nóttar,
þegar úrslit höfðu verið tilkynnt í söngva-
keppni Sjónvarpsins á laugardaginn, og auð-
vitað hljóta áhorfendur að hafa velt því fyrir
sér hverju þeir eiga von á næstu vikur og mán-
uði svo ekki sé talað
um þegar út í alvör-
una í Aþenu, háborg
fornrar menningar, verður komið. Ef fram
heldur sem horfir verður fáránleikinn orðinn
alger þegar þar að kemur. Silvía Nótt hefur
smátt og smátt orðið öfgafyllri, hún hefur
gengið lengra og lengra í meinhæðinni skop-
stælingu sinni á kvenímynd samtímans, útlits-
dýrkuninni, innihaldsleysinu, klámvæðingunni
– hápunktinum verður náð í Aþenu þar sem
hún springur úr harmi framan í hlæjandi og
fagnandi áhorfendurna.
II Silvía Nótt er ótrúlega vel heppnuð háðs-ádeila á samtímann en það er satt að segja
hrollvekjandi þversögn að um leið og hún
sendir fullorðnum gagnrýnin skilaboð þá fyllir
hún börnin aðdáun. Silvía Nótt er eiginlega
allt það sem við viljum ekki að börnin okkar
séu – yfirdrifin, vitlaus, málhölt, sjálfselsk,
montin, glennuleg, glysgjörn og undirgefin –
en börnin dýrka hana og vilja vera eins og
hún. Hvað segir það okkur? Hefur uppeldið
brugðist? Hvers vegna falla börnin okkar fyrir
lægsta samnefnaranum? Voru ædolin ekki
einhvern tímann hinir sterku, kláru og hug-
rökku?
III Í Kastljósviðtali var Silvía Nótt að pissa ísig, hún var með marblett á brjóstinu eftir
Romario sem er „að flippa“, hún tafsaði og svar-
aði út í hött þar til kærastinn hringdi og skipaði
henni að drullast út í bíl til sín sem hún auðvitað
gerði eins og þæg og auðmjúk stelpa sem þorir
ekki að egna kærastann til reiði. Vondir kær-
astar eru auðvitað þekkt minni í poppheiminum
– Ike hennar Tinu Turner kemur fyrst upp í
hugann – en þetta leikrit hafði víðari skírskotun
þó að það hafi farið fram hjá börnunum sem
voru að horfa. Það er þess virði að útskýra fyrir
þeim hvað Silvía Nótt stendur í raun fyrir. Og
það er örugglega ráðlegt að undirbúa þau fyrir
það sem gæti átt eftir að gerast í Aþenu þegar
Silvía Nótt mun afhjúpa gjaldþrot samtíma-
menningar sem upphefur fólk eins og hana.
Neðanmáls
Eins og Ármann bendir á þurfa íslenskufræðingar ekki að takatil sín margvíslega ádeilu fyrir einangrunarhyggju, þjóð-rembu eða málverndarfasisma sem gýs upp í hvert sinn sem
einhver hefur orð á að hlúa þurfi að íslenskri menningu og tungu og
minna á að þær standa djúpum rótum í sögunni. Ef slíkt jurtarík-
ismyndmál skyldi fara í taugarnar á einhverjum, má vísa til þess
sviðs mannlífsins sem efst er nú á baugi. Sá sem fær arf þarf að huga
að því að ávaxta hann. (Nú fyrst er íslenskur auður farinn að vaxa
svo mjög að margir fá peningaarf sem eitthvað munar um, andstætt
því sem tíðast var um mína kynslóð, við urðum að láta okkur nægja
menningararf). Satt að segja er „malið um menningararfinn“ ákaf-
lega fyrirferðarlítið í umræðu fólks hér á landi miðað við síbyljuna
um fé og fasteignir og ávöxtun slíkra verðmæta.
Hvernig má það vera að ungu, vel menntuðu fólki sé svo illa við
eigin menningararf (því að orðið hefur merkingu, en auðvitað eru
bæði Biblían og Hómer menningararfur okkar eins og ótalmargt
annað, og sífellt bætist við) að það telji hag þjóðarinnar best borgið
með því að senda arfinn norður og niður og óska þjóðinni þess að
hún fari að tala pidgin-íslensku eða íslenskt-enskt hrognamál? Víst
er íslenska að breytast, mun halda áfram að breytast og hlýtur að
breytast á óðfluga breytingaskeiði þjóðfélagsins og umheimsins.
Sama á við um það hvernig við túlkum menningararfinn og reynum
að ávaxta hann. Því mótmælir held ég enginn. Spurningin er hvernig
við er brugðist. Á að reyna að stýra í straumiðunni?
Að mínum dómi snýst þessi umræða ekki síst um metnað og
sjálfsvirðingu, m.ö.o. um menningu. Þjóð sem vill láta taka mark á
sér leggur rækt við eigin menningu, kannar hana og kynnir, slík þjóð
leggur líka rækt við móðurmál sitt og telur það aðalsmerki að vanda
mál sitt, og reyndar að vanda sig við hvað sem hún gerir, hvort sem
hún reisir hús, smíðar grip, semur ritgerð eða skipuleggur starf-
semi.
Vésteinn Ólason
Kistan www.kistan.is
Um mal
Reuters
Skíðaskotmarkafimi!
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Höfundur er rithöfundur.