Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Qupperneq 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 V ala stundaði nám sitt í leik- list árin 1992–1995 í Eng- landi, nánar tiltekið í Bret- ton Hall College sem er hluti af Háskólanum í Leeds. Þaðan lauk hún BA prófi í leiklist með láði og segist hafa fengið smjör- þefinn af því að skrifa efni fyrir sjálfa sig á námsárunum þó henni hafi ekki komið til hug- ar á þeim tíma að hún yrði leikskáld. Hún hik- ar örlítið við að nota þetta orð „leikskáld“ og segist hafa verið mjög lengi að finnast þetta virðulega orð eiga við sig. „Lengi vel þurfti ég að segja við sjálfa mig að það sem væri að skrifa væri bara grín, ekki í al- vörunni, til þess að missa ekki móðinn gagn- vart verkefninu.“ Hún er lítið fyrir að taka sjálfa sig hátíðlega og afstaða hennar til eigin listsköpunar hefur mótast af því. Með Dario Fo og Franca Rame „Ég þurfti að skrifa eintal fyrir sjálfa mig sem hluta af útskriftarverkefninu í Bretton Hall og gerði einleik um ítölsku leikarahjónin Franca Rame og Dario Fo. Ég setti verkið saman úr textum eftir þau og köflum úr ævisögu þeirra. Ég sendi þeim svo verkið til Ítalíu og þakkaði þeim fyrir að hafa orðið mér þessi innblástur til að starfa að leiklist. Þau buðu mér í heim- sókn til sín í kjölfarið á þessu og ég var með þeim í Mílanó í eina viku. Það var alveg stór- kostlegt. Ég þvældist með þeim á milli staða þar sem Franca var að leika einn af kvennaein- leikjunum sínum og mitt hlutverk var að halda blaðamönnum frá þeim hjónunum og bera blómin út í bíl eftir sýningar. Þetta voru mjög skemmtilegir dagar og einmitt þessa viku var skipt um ríkisstjórn á Ítalíu og þá fékkst leyfi til að sýna 20 ára gamla sjónvarpsþætti sem þau hjónin höfðu gert og höfðu verið í banni í þessi 20 ár. Það var alveg ótrúlega gaman að sjá þau þegar þetta var sýnt í sjónvarpinu; Franca, sjáðu hvað við erum ungleg! hrópaði Dario Fo. Þetta var söguleg stund, fannst mér. Vala stofnaði Lundúnaleikhópinn eftir að náminu lauk með tveimur íslenskum vinkonum sínum, Ágústu Skúladóttur sem nú er orðin að góðu kunn sem leikstjóri og Önnu Hildi Hildi- brandsdóttur sem var við nám í fjölmiðlafræð- um. „Þessi leikhópur okkar hlaut svo síðar nafn- ið Icelandic Takeaway Theatre en áður en að því kom þá sló ég mér saman við nokkra skóla- félaga mína og við stofnuðum leikhóp sem ætl- aði að taka Suður-Spán með trompi. Það tókst nú ekki alveg eins og til var ætlast en var samt mjög skemmtilegt og góð reynsla. Við settum okkur í samband við alla háskóla á Suður- Spáni, sem eru bara býsna margir, og við ætl- uðum að sameina kennslu og sýningar með stúdentum. Svo keyrðum við til Spánar og átt- um engan pening og sváfum í bílnum og þegar til kastanna kom vorum við alltof snemma á ferðinni og háskólarnir ekki tilbúnir að taka á móti okkur svo ekkert varð úr þessu nema æv- intýrið við búa í bílnum og keyra um í góðu veðri. En þetta var samt mjög skemmtilegt þó verkefnið hafi runnið út í sandinn og líklega hefði þetta getað gengið ef við hefðum verið skipulagðari og þolinmóðari. En við urðum bara að koma okkur aftur til Englands og fá okkur vinnu til að borga skuldir.“ Vala sneri heim til Íslands en var fljótlega komin aftur til London og nú til að búa til sýn- ingu með annarri íslenskri leikkonu, Ágústu Skúladóttur. „Þegar ég kom út aftur voru Ágústa og Anna Hildur búnar að stofna Icelandic Ta- keaway Theatre ásamt mér þó ég hefði verið fjarverandi! Katrín Þorvaldsdóttir brúðu-, grímu- og búningahönnuður gerðist meðlimur í leikfélaginu okkar upp úr þessu, og svo skemmtilega vill til að hún gerði svo grímur og búninga í Eldhúsi eftir máli í Þjóðleikhúsinu núna – svo nú erum við þrjár úr Icelandic Take Away aftur að vinna saman. En þarna tóku við tvö ár þar sem ég var á stöðugum ferðalögum milli Íslands og Englands.“ Ferðalög hafa nú ekki verið Völu á móti skapi því hún hefur farið víða og er ágætlega fær í ýmsum tungumálum og talar nokkur þeirra reiprennandi. Spænsku, þýsku, ensku, dönsku „… og get svo bjargað mér á nokkrum til viðbótar.“ Hún segist nú ekki alveg vita hvers vegna þessi hæfileiki til að læra tungumál sé til stað- ar en rekur þó upphafið til þess tíma er hún ólst upp á austur á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem foreldrar hennar ráku tilraunabú rík- isins. „Ég þagði eiginlega alveg til fimm ára aldurs og mér skilst að það hafi verið hlutamál hvort ég kynni almennilega að tala eða ekki. Ég man ekkert eftir þessu. En ég kunni það ágætlega og notaði tímann til að hlusta. Þetta var mannmargt heimili, milli 20 og 30 manns, með starfsmönnum og hreinlega bara erfitt að komast að ef mann langaði að segja eitthvað. Systir mín, Inga Svala myndlistarkona, talaði fyrir mig. Og kannski nennti ég bara ekki að tala. En ég hafði mjög gaman af að herma eftir útlendingunum sem komu oft í heimsókn á Skriðuklaustur og þar held ég að fyrstu tungu- málafræin hafi byrjað að spíra. Svo fór ég að tala og reyndist bara ágætlega talandi og hef ekki verið í vandræðum með það síðan.“ Hún bætir því við að ein af æskuminningum hennar hafi verið sú merkilega uppgötvun að til væru lönd þar sem fólk talaði fleiri en eitt tungumál. „Mér fannst þetta ógurlega spenn- andi og spurði mömmu af hverju ég hefði ekki fæðst í Lúxemborg. Þar væru töluð þrjú tungumál.“ Eitt af því sem Vala hefur lagt fyrir sig inn á milli verkefna í leiklistinni er að kenna útlend- ingum íslensku í Námsflokkum Reykjavíkur og það segir hún hafa verið góðan skóla í að kynnast ólíku fólki og fá nýja sýn á Ísland. „Ég byrjaði reyndar að vinna í Námsflokkunum á Gaman með hvöss Leikskáldið og leikkonan Vala Þórsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir leikrit sitt Eldhús eftir máli sem nú er sýnt í Þjóðleik- húsinu. Vala er þó enginn nýgræðingur í leik- listinni og hefur samið og leikið eigið efni í ríflega áratug. eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vala Þórsdóttir „Leikhúsið er miðill fyrir aksjón eins og kvikmyndin.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.