Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Síða 8
E ftir að hafa kynnst þanka- brotum Kanon arkitekta í síðustu Lesbók Morg- unblaðsins heimsækjum við arkitekta Studio Granda, þau Margréti Harðardóttur og Steve Christer. Í samvist sinni við náttúruna og borgaralegt umhverfi leggja þau áherslu á að búa til staði, frekar en ein- angruð fyrirbrigði í umhverfinu. Þannig flétta þau sögulega og félagslega þætti inn í hvert verkefni. Þegar arkitektar eins og í Studio Granda hugsa út í umhverfið, hafa áhrif á það og breyta því, af hverju finna þeir fyrir þörf til að búa til stað? Svarið er ekki einhlítt en manneskjan er jú alltaf bundin við ákveðinn stað. Tilvera hennar snýst um staðinn: hún kemur frá honum, er á honum og fer á annan. Eitthvað gerist; tengt menningu og sögu, stærð hans og hlutföllum. Túnið hans Bjarts í Sum- arhúsum er sem nafli alheimsins en staður get- ur líka orðið að stærra fyrirbæri eins og heilli borg. Hvort heldur sem er er hann ávallt skoð- aður í samhengi við umhverfið sem í kringum hann er. Það gerir hann einstakan. Þetta leiðir okkur að því hvaða tilfinningar við berum til staðarins og hvernig hann bregst við vænt- ingum okkar. Í borgaralegu umhverfi er það ekki fullnægj- andi að búa til hús eða byggingu með gluggum og hurðum þótt bestu efni séu notuð og vand- aðir vinnumenn að verki. Slík hönnun býr hvorki til stað né byggingarlist. Byggingarlist verður til út frá frásögninni, því sem er að ger- ast og hægt er að segja frá. Hún tekur þátt í til- veru manneskjunnar, eins og í Ráðhúsi Reykja- víkur, Hafnarhúsinu, Hæstarétti og bíla- stæðinu við Kringluna svo aðeins nokkur verk séu nefnd. Þau segja frá túlkun á lýðræðinu, tengingu listarinnar við hafnarlífið, dómsveg- inum og landslagi bílsins. Allt eru þetta frá- sagnir sem urðu til út frá ákveðnum for- sendum. Um leið og við tileinkum okkur frásögnina fáum við svigrúm til ráðstöfunar og höldum sögunni áfram á staðnum. Til þess að kynnast viðhorfi Studio Granda gagnvart náttúrunni og hinu byggða umhverfi var arkitektastofan sótt heim. Voru það bæði Margrét og Steve, eigendur stofunnar, sem sátu fyrir svörum. HA: Nú á dögum er orðið erfitt að skilgreina hugtakið umhverfi: merking þess er ýmist landfræðileg eða menningarleg, föst í hendi eða afstæð. Hvernig nálgist þið umhverfið við upp- haf hönnunarferilsins? Studio Granda: Þegar talað er um að um- hverfi geti verið afstætt eða áþreifanlegt er auðvitað mjög langt þar á milli. Menn greina áþreifanlegt umhverfi með augunum og eyr- unum, en svo er líka til annars konar umhverfi, eins og t.d. sögulegt, pólitískt eða samfélags- legt umhverfi sem líka hefur áhrif á það hvern- ig við byggjum. Það getur sett mjög ákveðin formerki sem ganga verður út frá við úrvinnslu hugmynda, þegar byggingin er unnin. Um- hverfi er þannig bæði áþreifanlegt, það sem maður sér og líka andrúmsloft, sem er mjög mikilvægt að finna fyrir og reyna að skilja, það er allt sem augað ekki nemur, en er samt mjög mikilvægt í okkar vinnu. Stundum er þetta skil- greint sem Genius loci, þ.e. allt sem staðurinn býr yfir, ekki bara landfræðilega heldur einnig sögulega og félagslega, ákveðnar persónur geta jafnvel haft áhrif á umhverfið. Það er líka mikilvægt að gefa sér góða fjar- lægð frá öllu þessu umhverfi. Ef arkitektinn þekkir of mikið til getur það verið hindrandi, hann getur orðið fyrir þrýstingi um það hvað eigi að gera. Best er að horfa hlutlaust á heild- armyndina og reyna að skilja hana á eigin for- sendum. HA: Í nútímaþjóðfélagi stendur náttúran berskjölduð fyrir manninum. Örlög hennar eru ráðin af ráðherrum, sveitar- og bæjarstjórnum. Hver er ykkar staða í þessu víðfeðmi? Studio Granda: Ég held að mikilvægast sé að skilja náttúruna sjálfa og það sem skapar hið náttúrulega umhverfi. Hún hefur tekið nokkrar billjónir ára að verða til, eða frá upphafi jarðar. Það sem við gerum, sem mannkyn, mælist að- eins sem sekúndubrot miðað við það sem nátt- úran hefur gert. Þegar við berum saman nátt- úrulegt umhverfi og hið manngerða þá er þetta eins og svart og hvítt. Okkar hlutverk er að reyna að tengja þetta saman. Tengja saman skilning mannsins á náttúrunni og reyna að túlka í byggingum og í skipulagi. Hvaða hug- hrifum miðlar byggingin? Er einhver þörf fyrir byggingu? Oft eru menn framkvæmdaglaðir og vilja byggja stórt en e.t.v. er bygging fyrir sem hægt er að endurnota eða endurnýta á ein- hvern hátt og gæti orðið mun áhugaverðari en nýbygging. Að mörgu leyti er umræðan um náttúruna og verðmætin sem fólgin eru í náttúrunni hér á Ís- landi mjög lík umræðunni um sköpun og verð- mæti byggingarlistar umfram fermetraverð, sem nú er eina mælieiningin. Það að skynja verðmæti í ósnortinni náttúru er lítið við- urkennt í okkar nútíma samfélagi. Það er alveg eins með góða byggingarlist og það sem skapað er af virkilegri alúð og umhyggju, það er ekki metið meira en fermetri framleiddur hugs- unarlaust. Þarna á byggingarlistin erfitt upp- dráttar alveg eins og náttúran, vegna þess að öll sú vinna sem lögð er í að skapa góða bygg- ingarlist er ekki metin til fjár. HA: Endurvinnsla, sparneytni á vatn, nýting sólar-, vatns- og vindorku eru hugtök sem hafa bæst við orðaforða almennings, og sífellt meira er talað um mikilvægi þess að öðlast sjálfbært umhverfi, sem grunngerð skipulags. Á hverju byggjast hugmyndir ykkar um umhverfið? Studio Granda: Ísland er hreint land og nátt- úruperla með ferskt loft og ferskt vatn, en á sama tíma breiðum við okkur út, njótum heita vatnsins endalaust og stíflum hálendið til þess að búa til rafmagn. Andstæðurnar eru ótrúleg- ar. Síðan björgum við þessu öllu með vetn- isbílum. Það er enn viðtekið að skrúfa ekki nið- ur ofninn heldur opna betur gluggann! Það sem við gerum sem einstaklingar hefur áhrif á heildarumhverfið. Ábyrgðin er ekki einungis hjá stjórnvöldunum, hún er hjá hverjum ein- asta manni sem býr í þessu landi, svo í rauninni er þessi orðaforði sem þú nefnir aðeins notaður „spari“. Arkitektar gegna reyndar mikilvægu hlut- verki í að innleiða nýja hugsun og veita aðhald hvað þetta varðar. En þegar við komum að verki með þennan góða ásetning strandar slík hugsun oft á því sem öllu ræður, peningasjón- armiðum. Það má ekkert kosta þó lang- tímaáhrifin og ávinningurinn fyrir samfélagið sé margfaldur. Það er þetta skammtíma sjón- armið sem er svo erfitt að yfirstíga, því flestir hugsa fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, ekki hvernig þeir geti lagt sitt af mörkum fyrir heildina. Ef við sem arkitektar förum út í þessar vangaveltur gerum við það bara fyrir okkur, verkkaupanum er yfirleitt alveg sama. Í hverju verki sem við komum nálægt reynum við að nýta það sem fyrir er og erum afar íhaldssöm í þeim efnum; er hægt að nýta eitthvað áfram frekar en að brjóta allt niður og byggja nýtt? Við reynum mjög mikið að halda í þessa hugsun því allt getur haft sín áhrif, reynum að spinna út frá því sem er fyrir, ekki bara ryðja því úr vegi umhugsunarlaust og byggja eitthvað nýtt. HA: Hver staður, bær, sveit, land hefur sitt einkenni. Þegar þú hugsar út í bygging- arlistina, og til þess að finna jafnvægi milli þessara einkenna og þíns eigin bakgrunns, hver eru þau hugtök sem hjálpa þér að ná sátt- um? Studio Granda: Ég held að besta bygging- arlistin sé „ósýnileg“, þ.e. að þegar búið er að skapa umbeðið verk sé það þannig leyst að eng- inn taki eftir því, af því að það fellur inn í um- hverfið, eins og það hafi alltaf verið þar. Hvar sem maður er í heiminum er mikilvægt að hyggja að sérkennum og því sem gerir stað- inn að því sem hann er. Þetta á sérstaklega við nú á tímum þegar byggingarkostnaðurinn mið- ast oftast við ódýra innflutta fjöldaframleiðslu frá löndum með lítil mannréttindi. Manneskjan á svo margt sameiginlegt og byggingarlistin grundvallast á mannlegum þáttum, ekki bara menningarlegum og sögu- legum heldur líka tilfinningalegum. Í öllum þessum sviptingum hnattvæðingar og mark- aðshugsunar er mikilvægast að þora að vera svolítið mannlegur og gera sitt besta til að opna augu verkkaupans fyrir annars konar verð- mætum ef það er mögulegt. Stundum eru þetta verðmæti sem hvergi er hægt að finna nema einmitt í þessum bæ eða í þessari sveit, það eina sem þarf er að opna augun og þora að trúa á það. Þetta á sérstaklega við um okkar litlu þjóð, sem oft skynjar ekki sín eigin verðmæti en vill gera allt eins og erlendis. Þetta þarf auð- vitað að haldast í hendur, trúin á eigin verðleika og áhugi á því sem kemur utanfrá. HA: Byggingarlist fjallar um ólík viðhorf þjóðfélagsins, ekki síst þegar hún leggur út á áður ókunn mið innan staðbundinnar menning- ar eða persónulegra aðstæðna viðskiptavin- anna. Á hvern hátt endurspeglast þessir eig- inleikar byggingarlistarinnar í tillögum ykkar? Studio Granda: Umhverfið okkar er afleið- ing þess hvernig peningaöfl og svokallaðir „at- hafnamenn“ stýra samfélaginu okkar. Arki- tektar eru ekki að vinna fyrir borgarana beint í gegnum ríki og sveitarfélög, heldur í gegnum fjárfesta. Staða arkitekta er orðin allt önnur en til t.d. fyrir 10 árum þegar við vorum að vinna við Ráðhúsið, verk sem fjallaði um opið lýðræði. Reykvíkingar áttu að geta fylgst með öllu sem gerðist innandyra og lýðræðið endurspeglaðist í húsinu. Nú eru forsendurnar breyttar og slík verk eru oft unnin í einkaframkvæmd, þar sem arkitektinn vinnur fyrir fjárfestingaraðilann sem ekki hefur alltaf sömu hagsmuni og hinn almenni borgari. HA: Þróun húsnæðisins hefur verið gagn- rýnd fyrir að haldast ekki í hendur við Að búa til staði Í dag birtist fimmta og síðasta viðtalið í röð greina um íslenska byggingarlist þar sem átt er viðtal við arkitekta og þeir beðnir að íhuga afstöðu sína til umhverfisins. Að lestri þessum loknum eru lesendur hvattir til að íhuga sína eigin afstöðu gagnvart umhverf- inu. Getum við svarað því núna hvort náttúr- an eigi að fá að vera ósnert og villt eða hvort við getum komist að samkomulagi um hvern- ig hægt sé að umgangast hana af virðingu? Morgunblaðið/Sverrir Ráðhús Reykjavíkur (1992) „Staða arkitekta er orðin allt önnur en til t.d. fyrir 10 árum þegar við vorum að vinna við Ráðhúsið, verk sem fjallaði um opið lýðræði. Reykvíkingar áttu að geta fylgst með öllu sem gerðist innandyra og lýðræðið endurspeglaðist í húsinu.“ Studio Granda Margrét Harðardóttir og Steve Christer (ljósmynd: Sigurgeir Sigurjónsson). Stóllinn Hófur, fyrir Hæstarétt Íslands (1995) „Það sem gert er í verksmiðju hefur ekki sömu vigt og hlutir sem gerðir eru á staðnum.“ (ljósmynd: Sigurgeir Sigurjónsson). Eftir Halldóru- Arnardóttur h.a@ono.com 8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.