Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 N ýjasta skáldsaga breska rit- höfundarins Zadie Smith, On Beauty (Um fegurð, 2005), fjallar um tvær fjöl- skyldur sem eru afar ólíkar. Það mætti jafnvel segja að Belsey og Kipps fjölskyldurnar séu óvinir. Ástæðurnar eru fjölbreyttar en þær mikilvæg- ustu eru hugmyndafræðilegar og í þessu sam- hengi fjallar bókin líka um akademíuna eins og hún birtist í nútímalegri mynd bandarísk- breskra hugvísinda- deilda. Þar er sjónum beint að hinum svoköll- uðu „menningar- stríðum“ (í fleirtölu) sem hafa geisað innan og utan akademíunnar undanfarna tvo áratugi eða svo. Menningarstríðin snúast m.a. um það hvers konar samfélagssýn mótar farveg þjóð- félagsumræðunnar og undirbyggir ríkjandi viðhorf í samfélaginu. En bókin fjallar fyrst og fremst um fjölskyldueininguna, þessa furðu- legu skepnu sem þrátt fyrir augljósa galla heldur áfram að vera gangverk samfélagsins. Það er einmitt í lýsingum og umfjöllun sinni um margflókin vensl og víxlverkanir innan þessarar samfélagsstofnunar sem Zadie Smith nær hvað mestum hæðum. Þessi þriðja bók Smith sýnir svo ekki verður um villst að merkilegur höfundur hefur stigið fram á sjón- arsviðið. Það voru reyndar margir á þeirri skoðun strax eftir útkomu fyrstu bókar Zadie Smith, skáldsögunnar White Teeth (Hvítar tennur, 2000) sem einnig gerði flókin fjölskyldutengsl að viðfangsefni á gamansaman og aðgengileg- an hátt – fjölskyldutengsl sem að sumu leyti spegluðu enn flóknari fjölmenningarveruleika nútímans. White Teeth fjallaði um ákveðinn aðkallandi hluta af nútímanum, en nútíminn í meðförum Smith er alltaf afskaplega tímanlegur; hún leggur sig fram við að fanga andblæ og tónfall líðandi stundar, m.a. með því hleypa gríð- arlega fjölbreyttri flóru ólíkra radda inn í verk sitt og gera samtímanum skil í gegnum fram- setningu á sérkennum einstaklinga jafnt sem skemmtilega dregnum útlínum ýmissa hug- mynda- og tískustrauma. Að þessu leytinu til er Zadie Smith stundvís og fundvís höfundur og söguheimarnir sem hún skapar í verkum sínum kallast á við hitamál samtímans. En í fyrstu bók sinni hikaði hinn ungi höfundur ekki heldur við að vera dálítið gamaldags hvað formgerð varðar enda þótt viðfangsefni bók- arinnar væru, eins og áður segir, afskaplega nútímaleg, jafnvel póstmódernísk: sjálfsvera og vitund, menningarheimar og jaðarkimar menningarinnar, samskipti milli og blöndun kynþátta, svo fátt eitt sé nefnt. En það sem gerði bókina kannski dálítið gamaldags var það hversu einlæg Smith var í umfjöllun sinni um þessi málefni, auk þess sem skáldverkið býr yfir breidd og frásagnarlegum metnaði sem vinsælt er að kenna við nítjándu öldina. Sögusvið White Teeth var að sama skapi víðfeðmt þótt það væri staðbundið. Tíminn líð- ur í framrás bókarinnar, áratugir líða, bókin segir kynslóðasögur og þegar dregur til tíð- inda er auðkennanleg sálfræði drifkrafturinn. Smith fjallar um innra líf persóna sinna af mikilli alvöru og útskýrir þær á máta sem skapar samúð og ákveðna tegund dýptar sem stundum er kölluð húmanismi en kallast líka á við klassískt raunsæi í bókmenntum. Verkið sló í gegn, frægð höfundar náði jafn- vel til Bandaríkjanna þar sem White Teeth varð metsölubók. Rétt er að taka fram að Zad- ie Smith var aðeins tuttugu og fjögurra ára þegar bókin kom út. Einhvers konar draumur hlýtur að hafa ræst en með sinni næstu skáld- sögu, The Autograph Man (Áritunarmaðurinn, 2002; ísl. þýðing 2005), var þó eins og Smith lenti aftur á jörðinni. Bókin gekk ekki nærri jafnvel og forverinn. Ég las fyrstu bók Smith á sínum tíma með miklum áhuga og jafnmikilli ánægju en þessa bók verð ég að viðurkenna að ég las aldrei. Maður veitti því athygli að hún kom út, en komst aldrei að henni, einhvern veginn. Þá fékk bókin ekki jafn lofsamlegar viðtökur og frumraun höfundar, en þegar litið er yfir við- tökusögu skáldsagna Smith sýnist mér að bók- in hafi alls ekki verið það sem stundum er kall- að „flopp“. Henni var mætt með virðingu en kannski ekki hrifningu. Ég verð hins vegar að segja það að eftir að hafa lokið þriðju skáld- sögu höfundar, On Beauty, hefur áhuginn á því að kynna mér áðurnefnda bók breyst í ásetning. Um fegurðina Titillinn On Beauty hljómar dálítið eins og um átjándu eða nítjándu aldar heimspekirit sé að ræða. Hann vísar til og lofar vangaveltum um fegurðina og hið upphafna. Hann lofar eða jafnvel hótar höfnun á hinu dagfarslega og hefðbundna. Þegar fegurðin er annars vegar hlýtur hvunndagurinn að vera víðs fjarri, ekki satt? Er ekki fegurðin alltaf að einhverju leyti hugsjón? Skyldi hér yfirleitt vera um skáld- sögu að ræða? Sú reynist þó raunin en þá verður erfitt að verjast þeirri hugsun að bókin hljóti að fjalla um það óútskýranlega í nátt- úrunni og verkum mannsins. Nema titillinn sé eintóm blekking … Þótt ekki sé um heimspekirit að ræða fjallar bókin um það sem að mörgu leyti getur talist óútskýranlegt: tilfinningabönd og fegurðina sem býr í sköpunarverkum af ýmsum toga. Og hér er hinu dagfarslega og hefðbundna svo sannarlega ekki hafnað – dálítið eins og Jóa- kim frændi átti það til að synda í pen- ingasjóðnum sínum í Andabæ til forna nýtur Zadie Smith þess að baða sig í hversdags- legum smáatriðum og setja hluti sem stundum er litið fram hjá í forgrunn. En þá er hún held- ur ekkert sérstaklega feimin við að nota gam- alkunnar dramatískar fléttur – hún nýtir vel þekktar formgerðir og keyrir þær miskunn- arlaust að melódramatískum endimörkum sín- um – og í nýjustu bókinni má segja að tilhneig- ingin sé einkar meðvituð og verði nær áþreifanleg þar sem dramatískar útlínur flétt- unnar eru fengnar að láni úr skáldsögunni Howard’s End eftir E.M. Forster, bók sem ég hef ekki lesið þótt vafalaust væri athyglisvert að bera þessar tvær bækur saman í smáat- riðum. Það er þó ekki umgjörðin sem mér sýnist skipta mestu máli. Smith nær hvað mestu flugi þegar hún lýsir því hvernig atburðir eiga sér stað, fremur en hvaða atburðir eiga sér stað. Það sem svo gerist í framrás bókarinnar teng- ist áðurnefndum fjölskyldum en milli þeirra andar köldu, svo vægt sé til orða tekið. Reyndar er alls ekkert hlaupið að því að rekja söguþráð skáldsögunnar, a.m.k. í stuttu máli. Kemur það til vegna þess að spurningar vakna um hvað nákvæmlega heyri til sögu- þráðar bókarinnar (í flokkunarkerfi sem inni- heldur ekki einvörðungu hugtakið „söguþráð- ur“ heldur líka hugtök á borð við framhjáhlaup, innskot og útúrdúra) og eins af því að hálfgerð ofgnótt persóna prýðir frá- sögnina. Margir koma við sögu og sumir detta hálfkláraðir út úr bókinni en aðrar persónur ná eftirminnilegum hæðum, en þar ber fyrst að nefna Belsey fjölskylduna en meðlimir hennar eru aðalpersónur verksins. Eitt af því sem einkennir bókina og nauðsynlegt er að minnast á er hin einskæra frásagnargleði sem einnig gerði vart við sig í fyrstu bók höfundar, gleði sem skilar sér vissulega í lestraránægju en vísar, að mér finnst, líka til þess hvernig Smith nálgast skáldsagnaformið sjálft. Hún er nákvæmur stílisti en í meðförum hennar verð- ur frásögnin sjálf að vettvangi óstýrilátar sköpunar sem fylgir ánægjulögmálinu frekar en veruleikalögmálinu. Sumir kaflarnir líkjast einna helst löngu gítarriffi sem síðhærður og leðurbuxnaklæddur rokkguð slengir yfir áhorfendur, þetta er sóló sem fangar áhorf- endur í krafti innlifunar og smitandi gleði listamannsins yfir eigin frammistöðu. Akademískar andhetjur Skáldsagan á sér að mestu leyti stað í hinum ímyndaða háskólabæ Wellington sem okkur er sagt að sé staðsettur í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum. Þegar virðulegar grundir og íburðarmiklir turnar Wellington-háskólasvæð- isins eru gaumgæfðir hafa sumir viljað sjá eins konar birtingarmynd, e.t.v. dálítið smækkaða, af Harvard-háskóla en þar dvaldist Zadie Smith sem gestakennari á árunum 2003–2004. Hvað sem því líður er skáldsagan að sumu leyti háskólabók – Wellington er umhverfi frá- sagnarinnar og þau málefni sem höfundur fjallar um af hvað mestri alvöru birtast sem deiluefni innan akademíunnar. Andstæðir pól- ar frásagnarinnar birtast síðan í tveimur Rem- brandt-fræðingum, þeim Monty Kipps og Howard Belsey. Sá fyrrnefndi, Monty, er blökkumaður sem er fæddur í Trinidad en það sem skiptir máli er að hann er hægri sinnaður fræðimaður í akademísku umhverfi sem er að mestu leyti vinstri sinnað. Hann er kannski ekki mjög frumlegur sem hugmyndasmiður en hann er duglegur, og kemur vel fyrir sig orði. Í krafti þessara kosta er hann orðinn þjóðþekktur per- sónuleiki og pólitískur ummælandi í fjöl- miðlum. Howard Belsey er svo sem ekkert frumlegri Monty en nýtur ákveðinnar for- gjafar í því að vera hvítur og að pólitísk viðhorf hans passa inn í hugvísindaumhverfið sem þeir báðir starfa í. Howard er ættaður frá Englandi en þegar skáldsagan hefst hefur hann búið lengi í Bandaríkjunum. Og hann er því miður ekki jafnafkastamikill og Monty þegar að fræðistörfum kemur. Sá síðarnefndi er nýbú- inn að gefa út vandaða bók um Rembrandt sem var vel tekið. Howard hefur verið að vinna að sinni bók í áratug en hún er engu að síður langt frá því að vera fullkláruð. Howard er kraftmikill afbyggjandi og sanntrúaður póst- módernisti en hefur því miður mistekist að hljóta fastráðningu og það er hans veiki blett- ur. Styrkleika Howards er hins vegar að finna í fjölskyldu hans. Eiginkonan, Kiki Simmonds Belsey, er blökkukona frá Flórída og þrjú börn þeirra eru því blönduð en eitt af því sem gerir nálgunarleið Smith bæði raunsæja og að- laðandi er að þessi staðreynd, ein og sér, er ekki gerð að lykilmáli í framgangi verksins. Fjölmenning samtímans er það langt á veg komin, samkvæmt Smith, að við þurfum ekki lengur að einblína á grundvallaratriði og byrj- unarreiti. Howard og Monty hafa lengi vel ver- ið akademískir fjandmenn en samskiptin verða skyndilega persónuleg þegar elsti sonur Howards, Jerome, hlýtur styrk til að starfa við hlið Montys sumarlangt í Englandi. Meira en það, Jerome býr heima hjá Monty og fjöl- skyldu. Það er hérna sem bókin hefst, in medi- as res eins og stundum er sagt, eða í miðju kafi. Bókin hefst með öðrum orðum á tölvu- póstum Jeromes til pabba síns þar sem hann lýsir því hversu vel hann kann við sig í þessu nýja umhverfi þar sem heilögum kúm hans eigin heimahaga er slátrað hvert einasta kvöld í vinsamlegum samræðum yfir kvöldmatnum. Howard getur ekki svarað þessum tölvu- póstum, hann hreinlega fær sig ekki til þess, enda þótt hann sé áhyggjufullur og finnist illa komið fyrir syni sínum. Fjandskapurinn í garð umhverfis samskiptanna er of djúpstætt. Það er verið að spilla Jerome sem í ofanálag er orð- inn trúaður, nokkuð sem ekki er til fyrir- myndar að mati Howards. Að horfa á eftir elsta syni sínum í aftur- haldssama arma Montys var vont, en kring- umstæðurnar geta þó alltaf versnað. Þetta eru gömul sannindi sem Howard fær að sann- reyna. Jerome sendir föður sínum tölvupóst þar sem hann lýsir yfir ódauðlegri ást í garð dóttur Montys, Veróniku, og minnist á vænt- anlegt brúðkaup. Þessar fréttir nægja til að koma hreyfingu á Howard, sem gefur til kynna hversu alvarlegar þær eru. Það reynist þó óþarfi að hlaupa upp til handa og fóta. Róm- antíkin endist ekki og Jerome snýr aftur til Wellington sem piparsveinn, en kannski ekki óspilltur. Howard er þó ekki hólpinn. Tæpu ári síðar kemur Monty sem gestaprófessor til Wellington. Fjölskyldan fylgir honum og það þýðir að Jerome og Verónika eru komin í ná- vígi á ný. Það sem er sýnu verra er að Monty sker samstundis upp herör gegn frjálslyndu ofstæki háskólans og þar reynist Howard að sjálfsögðu vera í aðalhlutverki. Kraftmikill íhaldsmaður er kominn í týpískan bandarískan háskólabæ og hann er staðráðinn í að leggja sín lóð á vogaskálarnar. Sígild deiluefni Hér hefur lítið annað verið gert en að lýsa sviðsetningunni, umhverfi frásagnarinnar sem tekur við, og leggja áherslu á það að klassísk deiluefni samtímans fá að hljóma bókina í gegn. Deiluefnin eru framsett og holdgerð í persónum Montys og Howards og það sem gerir bók Smith jafnáhrifaríka og raun ber vitni er að hún forðast einfeldningsleg svör og svarthvítar niðurstöður. Hvorki Howard né Monty hafa rétt fyrir sér, að mati Smith, en það er afskaplega athyglisvert að fylgjast með hegðun og þankagangi beggja. Eitt af mörgum frábærum atriðum bókarinnar er langur kafli sem lýsir fyrsta fyrirlestri Howards í kúrs- inum sem hann kennir ár hvert um Rem- brandt. Námskeiðið er 15 vikna árás á þá hug- mynd að list gefi á einhvern hátt sérstæða eða upphafna innsýn í hið mannlega, að list sé haf- in yfir hið veraldlega. Howard útskýrir að Rembrandt hafi hvorki verið uppreisnar- maður né sérlega frumlegur, hann hafi bara verið sæmilega hæfileikaríkur verkamaður sem gerði það sem ríkt fólk bað hann um að gera, líkt og aðrir verkamenn bæði fyrr og nú. Í hans tilviki fólst vinnan í því að mála myndir af ríku fólki. Þetta er dramatísk framsetning á viðhorfum í listasögu sem einu sinni voru bylt- ingarkennd, t.d. þegar John Berger setti keimlíkar skoðanir fram á áttunda áratugnum, en það sem gefur endurrsögn Smith aukna vídd er að hún leyfir Howard að tala án þess að gagnrýna hann. Hann heldur sína ræðu á blað- síðum bókarinnar, og hún hljómar ágætlega. Kontrapunkturinn kemur síðan þegar Smith staldrar við hjá nemanda sem er að hlusta á Howard og lýsir fyrir okkur viðbrögðunum. Þarna fæðist ákveðin dramatík í kringum það sem gæti bara verið hugmyndafræðilegt bit- bein. Samræðan heldur áfram. Í öðru frábæru atriði lýsir Smith andstæðum hugmyndum Montys, en hann heldur á lofti klassískum hugmyndum um snillinginn. Það gerir hann af ekki minni krafti en Howard og lesanda birtist hér ákveðin mynd af deiluefnum úr menning- unni sem hvorki eru fjarstæðukennd né skrumskæld (meira en góðu hófi gegnir). Þetta er þó bara eitt dæmi um þá hæfileika sem Smith hefur til að bera. Bókin í heild sinni er uppfull af annars konar fjársjóðum og verð- launum en yfir öllu gnæfa skynsamlegar gáfur Smith og hæfileiki til að sníða sögur sem snerta bæði hið félagslega og hið persónulega. Fegurðin í ásýnd hlutanna Reuters Zadie Smith Titillinn hljómar dálítið eins og um átjándu eða nítjándu aldar heimspekirit sé að ræða. Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins Zadie Smith, On Beauty, kom út í fyrra og vakti mikla athygli. Þessi þriðja bók Smith sýnir svo ekki verður um villst að merkilegur höfundur hefur stigið fram á sjónarsviðið. Höfundur er bókmenntafræðingur. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.