Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Page 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 11 Ígegnum nýjustu bók Siri Hus-tvedt, ritgerðasafnið A Plea for Eros, skín í höfundinn sjálfan, anda hennar og ást á Brontë-systrunum. Líkt og eig- inmaður hennar rithöfundurinn Paul Auster, þá er ríkt í skrifum Hustvedt að lýsa sjálfri sér og lífi sínu. Og í þessari bók, líkt og í sín- um fyrri verkum, gefur hún lesand- anum þá tilfinn- ingu að þau séu náin – að trúnaðar gæti milli hennar og þess sem bók- ina les. En bókin geymir ritgerðir sem Hustvedt hefur skrifað á sl. ára- tug.    Sú úthugsaða mynd sem Anita Di-amant dregur upp af samfélagi á niðurleið í bók sinni The Last Days of Dogtown fær góða dóma hjá gagnrýnanda breska dagblaðsins Guardian. Diamant, sem er fyrrum blaðamaður, hefur til þessa unnið sér það helst til frægðar að rita sjálfs- hjálparbækur. Í The Last Days of Dog- town kveður hins vegar við nokkuð annan tón enda bókinni að mati gagnrýnandans vel grundvölluð hugleiðing um sagnfræðilegar rætur þess þáttar bandarísks samfélags sem hefur hvað mest eyðileggjandi áhrif – fordóma og ofsóknir gegn þeim sem minna mega sín. Bókin dregur nafn sitt af hópi villihunda flakka um í nágrenni hrörlegs smá- þorps við strendur Massachusetts í lok 19. aldar. Rómantískur andi tímabilsins er þó víðs fjarri í skrifum Diamant þrátt fyrir myndlýsingar sem minna á Robert Frost því það er ekkert rómantískt við lífsbaráttu ut- angarðsmanna Diamant í þessari vel skrifuðu bók. En það sem The Last Days of Dogtown hefur að segja um siðferðiskennd í Bandaríkjum 19. aldar og áhrif þessa á samtímamenn- ingu er að mati Guardian bæði sorg- legt, umhugsunarvert og afhjúpandi.    Umfjöllun Edvards Hoems umforeldra sína, Mors og fars historie, er einkar vel heppnuð að mati Aftenpostens sem segir text- ann fullan af ástúð, innileika og virðuleika án þess þó að verða væm- inn eða tilgerðarlegur.    George W. Bush Bandaríkja- forseti er viðfangsefni tveggja gall- harðra hægri manna í nýjustu bók- um þeirra og útkoman gæti ekki verið ólíkari enda höfundarnir al- gjörlega á öndverðum meiði varð- andi skoðanir sínar á forsetanum segir í umfjöllun New York Times um bækurnar. Þannig lítur Fred Barnes höfundur Rebel in Chief á forsetann sem framkvæmdaglaðan hugsjónamann í anda Roosevelts á meðan að Bruce Bartlett höfundur Impostor sér í Bush „þykjustu íhaldsmann“ – sérhlífinn repúblik- ana sem sé tilbúinn að gera hvað sem er til að bæta brautargengi flokksins á sama tíma og hann sé fullkomlega sáttur við að kasta hug- sjónum hægri manna fyrir róða til að ná því markmiði.    Stephen King er snúinn til bakameð bók, aðeins ári eftir að hann sagðist vera hættur, og er út- koman að mati gagnrýnanda Daily Telegraph besta bókin sem hann hefur sent frá sér sl. áratug. Bókin nefnist Cell og er tileinkuð kvik- myndagerð- armanninum George Romero og minnir raunar um margt á hans verk. Útkoman er engu að síður að mati gagnrýnand- ans nægilega áhugaverð og fersk til að sannfæra lesandann um að hann sé með eitthvað frumlegt og nýtt í höndunum sem sýni að King hafi fundið skáldagáfuna á ný. Erlendar bækur Siri Hustvedt Stephen King Argentínski rithöfundurinn AlbertoManguel hélt dagbók um lestur sinn íheilt ár og hefur nú gefið hana út undirheitinu A Reading Diary: A year of fa- vorite books (Lestrardagbók: Ár með uppáhalds- bókum, 2004). Manguel hóf bókhaldið í júní 2002 og lauk því í maí árið eftir. Hann las eina bók í mánuði, allt frá Don Kíkóta eftir Cervantes og Memoirs from Beyond the Grave eftir Francois- René de Chateaubriand til The Pillow Book eftir Sei Shonagon, og við fáum að fylgjast með því hvernig hver bók hefur áhrif á hugs- anir hans og skynjun á um- hverfinu en inn á milli at- hugasemda um bækurnar er skotið hefðbundnum dagbókarfærslum um það sem á dagana drífur. Og úr verður satt að segja mikill skemmtilestur. Eina meginniðurstöðu má draga af bókinni sem er að lestur er skapandi athöfn. Manguel hafði lesið allar bækurnar tólf, sem fjallað er um í bókinni, áður en þær eru allar sem nýjar við ann- an lestur. Ný reynsla, annað umhverfi, aðrar bækur sem lesnar hafa verið, allt breytir þetta skynjun hans á bókunum sem hann þekkir þó vel fyrir. Í síðasta kaflanum, sem fjallar um The Posthumous Memoirs of Brás Cubas eftir bras- ilíska nítjándu aldar höfundinn Machado de Ass- is, segir hann að á titilsíðu bókar ætti að standa bæði nafn höfundarins og lesandans vegna þess að þeir eiga báðir tilkall til hennar. Bók Machado de Assis vekur raunar sérstaka athygli. Manguel segir furðulegt að hún skuli vera eins konar huldubók, ekki síst þegar vin- sældir Sternes, Pynchons (sem honum þykir ekki verðskulda athyglina) og Cortázars. Hann segir Maxhado de Assis ekki eiga sér neinn líkan. Hann eigi það sameiginlegt með þessum þremur höfundum að hafa sérstakan áhuga á því hvernig skáldskapurinn höndlar brotakenndan veruleika en hann sé hins vegar einn um að segja sögu sem sé í raun ósamsett eins og Mekkanókitt sem les- andinn þarf síðan að glíma við að raða saman. „Skrif Machados grefur stöðugt undan trausti lesandans á sannsögli skáldskaparins. Þegar ég les hann finnst mér ég vera að fylgjast með ein- hverjum ótrúlegum galdrabrögðum. Ég fylgist með þeim en samt veit ég að þau eru ekki raun- veruleg.“ Þessi afstaða Manguels til lesturs kemur ekki á óvart en hann gaf fyrir fáeinum árum síðan út bók um sögu lestursins eða A History of Reading sem er nokkurs konar lofgjörð til lesandans sem skapanda merkingar. Um leið er lestrardagbókin áminning um að það er einmitt í samræðu við ein- staklinginn sem bókin getur haft áhrif, hún er kannski máttlítil í hinni samfélagslegu eða póli- tísku umræðu þar sem nýrri og sterkari fjöl- miðlar hafa náð tökum á fjöldanum en þegar ein- staklingur sest niður með bók í hönd verður til samband sem virðist sterkara en á þúsundföldum bandvíddum stafrænu miðlanna. Skapandi lestur ’Eina meginniðurstöðu má draga af bókinni sem er að lest-ur er skapandi athöfn. Manguel hafði lesið allar bækurnar tólf, sem fjallað er um í bókinni, áður en þær eru allar sem nýjar við annan lestur.‘ Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is S ænski rithöfundurinn Göran Sonnevi hlaut Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs í gær fyrir ljóðabókina Úthafið. Ummæli dómnefndarinnar um bókina voru svohljóðandi: „Út- hafið er haf af orðum sem maður getur sökkt sér í og látið umlykja sig. Það nær yfir líf og skáldskap sem lifir enn, er ekki lokið og sem er leitandi. Með ákafri nauðsyn skrifar Sonnevi ljóð sem eiga í stöðugri samræðu við bæði stjórnmálaleg og félagsleg málefni sem og persónulegri spurningar um sök og ábyrgð. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa nú verið veitt í ríflega fjóra áratugi. Skoðað í bak- sýnisspegli er aug- ljóst að fyrstu árin var leitast við að koma fremur klass- ískum höfundum á framfæri með tilnefningum og það er auðvelt að túlka lista verðlaunahaf- anna á þá leið að verðlaunin væru umbun fyrir glæsilegan feril. Síðasta áratuginn hafa val- nefndir hinna einstöku landa hins vegar leyft sér, að minnsta kosti í bland, að tefla fram bók- um sem gæfu innsýn í þá gerjun sem var í gangi í bókmenntalífinu hverju sinni. Í ár var bóka- bunkinn óvenjusundurleitur þótt sögulegar skáldsögur séu áberandi. En skoðum eilítið verðlaunaverkið. Óvenju umfangsmikil ljóðabók Bók Göran Sonnevi (f. 1939), sem heitir Oceanen á frummálinu, verður helst líkt við mikla hljóm- kviðu eða kannski symfóníu: Úthafshljómkviðan væri viðeigandi titill. Sonnevi var nú tilnefndur í sjötta sinn en hann er tvímælalaust eitt af höf- uðsamtímaskáldum Svía og bók hans er engin smásmíði; ljóðabók sem telur ríflega 400 blaðsíð- ur og á flestum þeirra fyllir hinn flæðandi texti vel út í síðurnar. Sænska skáldkonan og dóm- nefndarmeðlimurinn Astrid Trotzig (sú sem af- henti Sjón verðlaunin í október síðastliðnum) lýsir verki Sonnevi á fallegan hátt: „Einfaldasta – og réttasta – leiðin til að lýsa ljóðabók Sonnevi er að líkja henni bara við úthafið. Styttri ljóð blandast – líkt og ölduhreyfingar – við langar svítur. Orðahaf til að sökkva sér niður í, og láta ljúkast um sig.“ Þannig má vissulega lýsa áhrifunum frá lestri bókarinnar sem í raun er nokkurs konar sjálfs- ævisaga skáldsins í ljóðum; ljóðævisaga. Og ekki bara ævisaga Sonnevi heldur nær tilvís- anaheimur bókarinnar langt út fyrir hið ein- staklingsbundna og hið persónulega. Tilvísanir verksins eru í sögu og bókmenntir, í stjórnmál og fjölmiðla, í hið persónulega og hið opinbera, svo fátt eitt sé nefnt. Úthafshljómkviðan er því óvenju umfangs- mikil ljóðabók hvernig sem á það er litið. Jafn- vel mætti lýsa bókinni sem greiningu á tutt- ugustu öldinni, ekki síst á pólitískum hræringum og hugmyndum. Stíll bókarinnar er fjölbreyttur en einkennist þó fyrst og fremst af flæði; flæði mynda og hugmynda og endurtekningin er áber- andi stílbragð. Í mörgum ljóðanna má sjá ýmis konar tilbrigði við sömu þemu leikin með mis- munandi hraðabreytingum, svo haldið sé áfram að líkja verkinu við tónlist. En litir, form og tón- ar spila einnig stórt hlutverk í ljóðmáli Sonnevi og auka á áhrifamátt textans. Og það sem skipt- ir kannski mestu máli er hversu vel hin fjöl- mörgu ljóð sem mynda þessa hljómkviðu tengj- ast innbyrðis; hvert ljóð er dropi í úthafið og verkið þarf ekki að lesa frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu í réttri röð; það má stinga sér niður í verkið hvar sem er, skjóta sér upp til að anda – og stinga sér niður annars staðar að vild. Sonnevi var sannarlega vel að verðlaununum kominn. Úthafshljómkviða Sonnevis „Úthafshljómkviðan er því óvenju umfangsmikil ljóðabók hvernig sem á það er litið. Jafnvel mætti lýsa bókinni sem greiningu á tuttugustu öldinni, ekki síst á pólitískum hræringum og hugmyndum,“ segja greinarhöfundar um ljóða- bók Görans Sonnevi, Úthafið, sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlanda í gær. Eftir Jórunni Sigurðardóttur og Soffíu Auði Birgisdóttur soffiab@hi.is Göran Sonnevi „Sonnevi var nú tilnefndur í sjötta sinn en hann er tvímælalaust eitt af höfuðsam- tímaskáldum Svía.“ Jórunn Sigurðardóttir er útvarpsmaður og Soffía Auður Birgisdóttir er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.